Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júll 1974. UOOVIUINN MAÍ.GAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans •' Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson. Kitstjórn. afgrelðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) (Prentun: Blaðaprent h.f. TÍMI GEIRS ER Á ÞROTUM Rúmlega hálfur mánuður er nú liðinn frá þvi að alþingiskosningar fóru fram og 12 dagar siðan forseti fól Geir Hallgrims- syni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að gera tilraun til myndunar rikisstjórnar, er hefði þingmeirihluta á bak við sig. Lausn þeirrar stjórnarkreppu, sem hér rikir, virðist samt ennþá jafn langt undan og daginn eftir kjördag og engu auð- veldara um það að spá, hvers konar rikis- stjórn muni taka við. Eitt virðist þó algerlega ljóst. Þessi fyrsta tilraun Geirs Hallgrimssonar til stjórnarmyndunar mun fara út um þúfur. Fyrir kosningar töldu forsprakkar Sjálf- stæðisflokksins sig svo sannarlega ekki vanta upplýsingar um ástand efnahags- mála og þjóðmálanna yfirleitt. Þvert á móti voru þeir ósparir á að miðla þjóðinni þvi, sem þeir sjálfir töldu nákvæmar lýs- ingar á ástandi efnahagsmála, og var þá allt málað i kolsvörtu. Það hefur þvi vakið nokkra furðu, að Geir Hallgrimsson hefur afsakað að- gerðaleysi sitt við stjórnarmyndunartil- raunina með þvi að hann skorti upplýsing- ar um ástand mála. En nú hefur Geir fengið enn eina skýrslu frá hagrannsóknadeild og getur hann þá væntanlega farið áð hraða sér. Það ætti ekki að taka formann Sjálfstæðisflokksins mjög marga daga úr þessu að átta sig á þeirri staðreynd, að tilraun hans til myndunar meirihlutastjórnar er dæmd til að fara út um þúfur, hvort sem honum lik- ar betur eða verr. Til myndunar rikisstjórnar, er styddist við meirihluta i báðum deildum, þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn að ná samstarfi við einhvern núverandi stjórnarflokka. Milli Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokks- ins er slikur ágreiningur upp i veigamestu málum, að tómt mál er að tala um stjórnarsamvinnu þar á milli að óbreytt- ALÞÝÐUFLOKKURINN Á VEGAMÓTUM í ritstjórnargrein Visis i fyrradag komu fram alvarlegar áhyggjur af framtið Alþýðuflokksins, og er þar talað um, að Alþýðubandalagið hafi nú uppi bónorð til Alþýðuflokksins i þvi skyni að eyða honum. Ritstjóri Visis lætur hins vegar hjá liða að minna á, að það er samvinna Álþýðuflokksins við Sjálfstæðisflokkinn, fyrst i rikisstjórn i 12 ár og svo i stjórnar- andstöðu i 3 ár, sem næstum hefur gert Alþýðuflokkinn að engu og rúið hann nær helmingi fyrra fylgis. Alþýðubandalagið mun ekki biðla til Al- þýðuflokksins um eitt eða neitt. Það er Al- þýðuflokksins að kjósa sjálfum sér örlög. Alþýðubandalagið er hins vegar reiðubúið til samvinnu við hvern sem er um allt það er stuðlar að framgangi þeirra stóru mála, er flokkurinn berst fyrir. Það sem við blasir er, að Alþýðu- flokkurinn stendur nú á vegamótum. Til eru þeir innan og utan Alþýðuflokksins, sem telja að eina hlutverk hans i islensk- um stjórnmálum eigi að vera að tryggja Sjálfstæðisflokknum varalið. En svo eru aðrir, sem telja að nú eða aldrei verði Al- um aðstæðum. Enda þóttýmis áhrifamikil öfl i Framsóknarflokknum hafi fullan hug á að stuðla að stjórnarmyndun með Sjálf- stæðisflokknum, þá kemur þó væntanlega engum i hug, að Framsóknarflokkurinn hoppi inn i samstjórn með Sjálfstæðis- flokknum, áður en á það hefur reynt, hvort Alþýðuflokkurinn þorir að stiga á vinstri fótinn. Auðvitað er engan veginn gott, að stjórnarmyndun dragist um of á langinn, þvi að mörg verkefni kalla að. Þess vegna ætti Geir Hallgrimsson ekki að tefja málið öllu lengur. Væntanlega verður Ólafi Jóhannessyni falið að, gera tilraun til stjórnarmyndun- ar, þegar Geir hefur gengið frá. Það verð- ur fyrsta alvörutilraunin til að mynda stjórn að loknum alþingiskosningunum. Þá mun á það reyna, hvort Alþýðuflokkur- inn fæst til samstarfs við núverandi stjórnarflokka um myndun rikisstjórnar, er tryggi vinstri þróun. Hvort slik tilraun til stjórnarmyndunar muni takast getur enginn fullyrt neitt um i dag, — en tilraun- in hlýtur að fara fram. þýðuflokkurinn að snúa við af óheilla- braut, eigi honum að verða lifs auðið. Þessir hópar takast nú á innan Alþýðu- flokksins. Þriðja hópinn skipa svo þeir, sem telja, að lif flokksins hangi á slikum bláþræði, að hann þoli hvorki að stiga skref til vinstri né hægri, og verði þess venga að draga sig að mestu út úr pólitik um sinn, en snúa sér þess i stað að rannsókn eigin innanmeina. Má vera, að talsmenn siðast nefnda hópsins hafið ærið mikið til sins máls. „Þessir listar voru notaðir í kosningabaráttunni 99 I danska borgarablaðinu Politiken var daginn fyrir alþingiskosningarnar hér á islandi fjallað um ástand mála hér á landi, og þá ekki sist aðfarir forsvars- manna Votergeit-vfxilsins. Við birtum hér þýðingu á þessari umsögn hins danska biaðs um atburða- rásina á tslandi : Alþingiskosningarnar, sem fram fara á Islandi á morgun, eru meðal mikilvægustu kosninga I sögu landsins, sfðan íslendingar slitu sambandi við Dani árið 1944. Um það er ekki aðeins kosið hvort hægri eða vinstri flokkarnir eigi að fara meö völdin, heldur lika hvort prentfrelsi og málfrelsi skuli áfram vera viö lýöi eins og hingað til. Prentfrelsiö er nú þegar komið til kasta íslenskra dómstóla, þar sem tlu blaöamenn, rithöfundar og skáld eru ákærðir fyrir meið- yrði, og eiga á hættu vera dæmdir i allt að tveggja ára fangelsi og 420 000 danskar kr. I sekt samkvæmt hinni úreltu meið- yrðalöggjöf islendinga. Þessi meiöyrðaákæra, sem hinn ihaldssami Sjálfstæðis- flokkur styöur, er áiðasti þátturinn I deilunum um framtfð herstöövarinnar f Keflavík. Sú st jórn sem nú situr við völd á Islandi og er skipuð ráðherrum úr Alþýðubandalaginu, sem er sósialskur en ekki kommúniskur flokkur, Framsóknarflokknum og hinum klofnu Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, gerði það að aðalatriði I stefnuskrá sinni, þegar hún tók við völdum fyrir þremur árum, að Kefla- vikursamningnum við Banda- rikin yrði sagt upp. Sfðan herstööinni var komið á laggirnar hefur hún jafnan verið sjálfstæðisvisum islendingum þyrnir I augum. Þeir lita svo á, m.a. vegna bandarisku sjón- varps- og útvarpsstöðvarinnar, sem sendir út fleiri klukkustundir á ensku en islenska sjónvarpið og útvarpið á fslensku, að hún feli i sér ekki aöeins pólitisk heldur lika menningarleg afskipti af innanrfkismálum tslands. t herstöðinni eru um 8000 Bandarikjamenn, og ef miðað er við danskar aðstæður svaraði það til þess að við hefðum bandarfska herstöð með um 400000 her- mönnum t.d. á Norður-Sjálandi. Almenningsálitið var einnig andvfgt herstöðinni vegna þess, aö hugsunarháttur kaldastrfðs- timans, sem rikt hafði þegar hún var stofnuð, var orðinn algerlega úreltur 1974. En þegar horfur voru á þvi í haust aö stjórninni myndi takast að segja samningn- um upp, þá geystust hægri menn fram á vigvöllinn meö stuðningi Sjálfstæðisflokksins. Fjórtán lagaprófessorar, hag- fræðingar og verslunarmenn, sem kallaðir voru ópólitiskir, stofnuöu samtökin „Varið land”. Að bandarfskri fyrirmynd hófu þeir opinbera undirskriftasöfnun og gengu hús úr húsi. Þeir fóru á elliheimili, sjúkrahús og aðrar slikar stofnanir og einnig á vinnu- staði, þar sem verkamenn voru „hvattir til aö skrifa sjálfviljugir undir” yfirlýsingu þar sem þeir óskuðu eftir þvi að herstöðin yrði áfram á Islandi. Arangurinn var sá að 55 000 undirskriftir fengust, eða um 50 af hundraði islenskra kjósenda. Að sögn herstöðvaandstæðinga skrifuðu margir undir af þvf að þeir vissu ekki hvaö um var að ræða, þorðu ekki að neita (á vinnustöðum) eða vildu losa sig viö undirskriftasafnarana I flýti. Næsta skref var þó hættulegra: allar undirskriftirnar meö nöfnum manna, starfi, aldri og heimilisfangi voru settar á lista og tölvur látnar vinna úr honum. Að þessu búnu höfðu „land- varnarmennirnir” sterk gögn f höndum til að greina „hægri frá vinstri”. Meö samanburði viö kjörskrár var hægt að setja hvern einasta tslending á spjaldskrá og merkja við að hve miklu leyti „unnt væri að treysta þeim”. Þessir listar voru notaðir I kosningabaráttunni og Bandarfkjamenn fengu aðgang að þeim þegar þeir leit- uðu að „áreiðanlegu” starfsfólki fyrir herstöðina. Einnig er talið að bankar og verslunarfólk styðjist viö þá, þegar þeir þurfáað velja úr lánabeiðnum, umsóknum um starf o.þ.h. Þessar horfur voru svo viðsjár- verðar, að hópur blaðamanna og stjórnmálamanna mótmæltu opinberlega þessu máli, sem þeir kölluðu „Watergate-mál tslands”. Siðasti atburðurinn er svo meiðyröamálið gegn tiu blaða- mönnum, og varð þaö aðalmáliö i siðustu dögum hinnar höröu kosningabaráttu. E LANOSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboð- um i stálturna og stög fyrir 220 kV há- spennulinu milli Sigöldu og Búrfells (Sig- öldulina), samtals 102 turna. tJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavik, frá og með miðvikudeginum 17. júli, 1974, gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 14:00 föstudaginn 13. september 1974. Reykjavik, 15. júlí, 1974. Landsvirkjun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.