Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. júlí 1974. Miövikudagur 17. júll 1974. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Leysist elsta ríki kristninnar upp? Haile Seiassí, hinn aldni keisari Eþiópíu, varð eins konar dýrlingur i augum heimsins þegar fasista- hyski Mussolinis óð yfir landið skömmu fyrir síðari heimsstyrjöld. Þetta hefur orðið til þess, að margir hafa horft framhjá þeirri staðreynd, að Eþíópía hefur búið við einhverja spilltustu og afturhalds- sömustu harðstjórn, sem sögur fara af i heiminum siðustu áratugina. En nú virðast straumar timans loksins hafa náð til þessa ævaforna ríkis, sem að mörgu leyti er enn miðaldalegra en lénsríki Evrópu voru á miðöldum. Keisarinn al Abbysiniu heitir Negús Negúsi... Hátt á fimmta áratug hefurhann veriö jafn einvaldur I rlki slnu og faraóar Egyptalands, en nú virðist herinn vera aö draga stjórnartaumana úr höndum hans. Um þessar mundir er eþíópski herinn nær þvi kominn að gera stjórnar- byltingu en nokkru sinni fyrr á því fjögurra mán- aða tímabili, sem ólga hef- ur ríkt í stjórnmálunum í þessu elsta lénsríki verald- ar, sem á margan hátt er enn miðaldarlegra en Evrópa var á sínum myrk- ustu miðöldum. En mörg þúsund ára gamlar botn- gjarðir halda furðu vel, hvað sem það verður nú lengi. Fyrir skömmu hefur herinn ennþá einu sinni svarið Haíle Selassí keis- ara hlýðni og hollustu, þessum áttræða einvalda sem stendur kannski fullt svo nálægt faraóum Egyptalands hins forna í hugsunarhætti og stjórn- málamönnum nútímans. Sjálfur komst hann svo að orði nýlega í blaðaviðtali að eþíópska keisaraveldið hefði staðið frá sköpun heimsins og myndi því standa eilíflega. I febrúar og mars mótuöust aö- geröir hersins mest af kröfum um hærri laun, og fylgdu ýmsar stétt- ir og starfshópar í þaö kjölfar, þar á meöal prestar og vændis- konur. í þetta sinn hafa athafnir hersins á sér fremur beinan póli- tiskan svip. Þetta sést meöal annars á handtökunum, sem herinn hefur framkvæmt. Þeir sem teknir eru fastir eru fyrst og fremst valda- mestu mennirnir kringum keisar- ann. Mesta athygli hafa vakiö handtökur þeirra Betvodeids Sevdes Gebrehiods, formanns öldungadeildar þjóöþingsins, og Ras (viröingartitill samsvarandi jarls- eöa hertoganafnbót) Asrate Kassa, sem var æösti maöur keisararáösins. Báöir voru þessir höföingjar meöal þeirra, sem ganga keisaranum sjálfum næst aö áhrifum og völdum og meöal nánustu trúnaöarmanna hans. Einnig fréttist aö meöal hinna handteknu væri Iskinder Desta, sonarsonur keisarans, fyrrum yfirmaöur eþiópska herflotans, en þaö hefur síöar veriö boriö til baka. Keisari og kirkja eiga 60% jarðeigna Þeir handteknu eiga þaö sam- eiginlegt aö völd sin og áhrif hafa þeir átt náö og velvild keisarans aö þakka. Þaö eru raunar engin undur i landi, þar sem sextiu af hundraöi jaröeigna eru I eigu keisarans og koptísku kirkjunnar. 1 landbúnaöarlandi eins og Eþiópiu er akurjöröin helsta verömætiö, og sá sem á henni hef- ur eignarhald hlýtur þar af leiö- Móöir og barn hennar aö bana komin af hungri I fylkinu Vollí I Eþiópiu. Yfir hundraö þúsund manns hafa failiö úr hungri i landinu, og stafar hungursneyöin einkum af þvl aö stórjaröeigendur taka ailt korniö af bændum upp I landsskuld. andi aö veröa helsti valdaaöili landsins. Enda er þaö svo aö i næstum fjörutiu og fimm ár hefur Haile Selassi (sjálft nafn keisarans út- leggst: Valdhelgrar þrenningar), Ljón Júda, Guös útvaldi og kon- ungur konunganna, svo nokkrir af heiöurstitlum hans séu látnir fylgja, veriö álíka einráöur i sinu riki og Ramses sá er þrælkaöi tsrael var i Egyptó fyrir meira en þrjú þúsund árum. Vald annarra hefur eingöngu hvilt á náö hans. Höföingjar rikisins eru svo til all- iraf þjóö Amhara, sem tala sem- iskt mál, skylt hebresku og arab- isku, og eru um þriöjungur lands- manna, sem alls eru sagöir um tuttugu og fimm miljónir talsins. Hungursneyðin stafaði af kúgun jarðdrottna Þaö er margra manna mál aö keisarinn og jarlar hans hafi mis- notaö vald sitt nokkuö, svo vægt sé aö oröi kveöiö, og kom þaö sér- staklega greinilega i ljós I fyrra, er miklir þurrkar ásamt meö til- heyrandi hungursneyö herjuöu miöhluta landsins. Vitað er meö vissu aö yfir hundraö þúsund manns hafi horfalliö af völdum þurrkanna. Bandariskir landbún- aðarsérfræöingar hafa hvaö eftir annaö sagt aö akurjörö Eþiópiu væri svo frjósöm aö þar i landi mætti vel fæöa hundraö miljónir manna, ef vel væri á málum hald- iö, og hafa þær yfirlýsingar og fleiri oröiö til aö heröa ádeilurnar á keisarann og nánustu menn hans vegna hungursneyðarinnar. En Eþiópia er lénsriki. Mestur hluti akurlendisins er ræktaöur af átthagabundnum bændum, sem veröa aö gjalda landsdrottnum sinum fimmtiu til sjötiu og fimm af hundraöi uppskeru sinnar. Landsdrottnar þessir liföu i vel- lystingum praktuglega i höllum sinum i höfuðborginni Addis Abeba, meöan kotungarnir og börn þeirra drápust eins og flugur úr sulti og sjúkdómum. Lands- drottnunum datt ekki i hug aö gefa jaröarafgjöldin eftir, þrátt fyrir uppskerubrestinn af völdum þurrkanna. Kotungarnir uröu aö afhenda þeim eins mikiö korn og I góðæri, meö þeim afleiöingum aö þeir áttu sjálfir ekkert eftir handa sér og fjölskyldum slnum. Þessi kúgun stórjaröeigendanna varö þvi ein meginástæöan til mann- fellisins. Hungrið i Eþiópiu stafar þvi fremur af vóndu stjórnarfari en vondu veöri. Erlendir blaöa- menn hafa hvaö eftir annaö sagt frá fólki, sem gaf upp öndina af völdum hungurs fáeina metra frá yfirfullum kornhlööum höföingj- anna. Bót og betrun lofað Eþíópskir bændur eru svo út- piskaðir af aldalangri kúgun aö kjarkurinn hjá þeim er liklega enn bágari en hjá stéttarbræðrum þeirra i Evrópu á miööldum. ör- sjaldan hefur komiö fyrir aö þeir hafi hert upp hugann og ruplaö kornhlööur þeirra riku. Kaupkröfum hersins i vor var fylt eftir með kröfum um breyt- ingar i stjórnmálum. Þáverandi forsætisráðherra Habte Volde lét af embætti og i staöinn kom En- dalkatsjú Makonnen, sem lofaöi bót og betrun. Teknar voru upp viöræöur um umbætur i jarö- næöismálum, og nefnd skipuö til athugunar um breytingar á stjórnarskránni. Keisarinn sjálf- ur varö aö gefa eftir og útnefndi sonarson sinn tuttugu og tveggja ára gamlan, Sera-Jakob, sem eft- irmann núverandi rikiserfingja, sem er faöir hans og heitir Asfa Vossen, en hann er mjög slæmur til heilsunnar. Þetta þýöir aö Sera-Jakob, sem nú er i læri i Ox- ford, hefur i raun réttri verið skipaöur eftirmaöur keisarans. Aö þessu fengnu friöaöist her- inn og hélt aftur til herbúðanna. Var nú tiöindalitiö um hriö, en i aprillok handtók herinn um tutt- ugu og fimm fyrrverandi ráð- herra, og sitja þeir flestir inni ennþá. Síöan hefur hin pólitiska spenna i landinu stööugt aukist. Þjóðernisandstæður Eins og fyrr er að vikið koma þjóöernisátök hér viö sögu ásamt stéttabaráttu. Þeir sem ráða lög- um og lofum eru hinir kristnu og semisku Amharar, en aörar fjöl- mennustu þjóöir landsins eru Gallar og Sómalir. Báöar þessar þjóöir eru hamiskar aö máli og eru tungur þeirra taldar allskyld- ar máli hinna fornu Egypta. Sóm- alir eru haröir Múhameöstrúar- menn en Gallar mjög blendnir i trúnni, heiönir, kristnir og múhameöskir. Margir af lægri liösforingjum I hernum munu vera af þessum þjóðum, en undir- foringjarnir i hernum eru ein- mitt sagðir vilja ganga öllu lengra i breytingum á þjóðfélagi og stjórnarfari en hershöföingj- arnir, sem auövitaö eru allir Am- harar. Siöan i siöari heimsstyrjöld hefur verið fyrir hendi i landinu vopnaöur félagsskapur, sem kall- ast Föðurlandsvinirnir. Þeir telja hundrað þúsund manns og hafa þvi nokkra möguleika á aö bjóöa hernum byrginn, en i honum eru aöeins um fjörutiu þúsund manns. Fööurlandsvinirnir eru stranglega amharisk hreyfing og hafa veriö taldir ein helsta trygg- ingin fyrir áframhaldandi veldi Amhara i landinu. Sagt er að ótt- inn viö þá hafi valdiö mestu um það i febrúar og mars, aö herinn gekk þá ekki lengra en hann gerði. HinsvegarhafaFööurlands- vinirnir ekki getaö stöövaö hand- tökurnar á jörlum Amhara, nema þeir hafi þá ekki viljaö stööva þær. Enda er þorri Amhara sjálfra kotbændur sem búa viö litlu eöa engu lifvænlegri skilyröi en alþýðan af öðrum þjóöernum keisaradæmisins. Eritrea og Sómalir Viö ólguna i stjórnmálum og þjóöfélagsmálum Eþiópiu er eöli- legt aö spurt sé hvaöa áhrif þetta hafi i Eritreu við Rauöahafið, sem áöur var itölsk nýlenda en Eþiópia innlimaöi meö blessun Sameinuðu þjóöanna — aö til- stuölan Bandarikjanna — 1952, eða i suöausturhéruöunum, þar sem Sómalir búa. 1 Eritreu, þar sem meirihluti landsmanna er Múhameðstrúar, er starfandi stjórnmálahreyfing, sem nýtur stuönings Arabarikja og vill Eri- treu sjálfstæöa. Þessi hreyfing hefur háð skæruhernaö gegnkeis- aranum i mörg ár. Suður frá hef- ur Sómaliland viljaö innlima þau héruö Eþiópiu, sem byggö eru Sómölum. Veriö gæti aö þessir tveir aöilar, sjálfstæöismenn i Eritreu og Sómalir, færöust i aukana viö vandræöi keisarans heima fyrir. Vitlaus maður réðist á hann Að öllu þessu athuguöu er ekki ósennilegt aö ólgan i Eþiópiu endi meö þvi að þetta riki, sem aö sögn drottnara þess hefur staöiö frá sköpun heimsins, leysist upp i nokkur smærri auk þess sem ná- grannariki hremmi stórar spild- ur. Raunar er ekki viö ööru aö bú- ast um þvilikt nátttröll, sem eþiópska keisaradæmiö er stjórn- málalega og þjóöfélagslega séö, og keisari þess einnig. Þessi rúm- Framhald á 11. siðu. Sumir Eþiópa eru orönir þreyttir á aö skrlöa fyrir keisaranum og gæöingum hans. Þessi mynd er frá mótmælagöngu námsmanna I Addis Abeba. Keisari hefur fjölda gæludýra, þar á meöal ljón, enda er einn viröingartitla hans Ljón Júda. Sjálfur hefur hann sagt aö sér láti öllu betur aö umgangast skepnur en menn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.