Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 9
MiBvikudagur 17. júll 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 íslenska lands- liðið í frjálsum valið fyrir 4ra landa- keppnina sem fram fer í Luleá um aðra helgi tslenska landsliöiö I frjáls- Iþróttum fyrir 4ra landa keppnina — tsland, N-Noreg- ur. N-Svfþjóö, N-Finnland — sem fram fer i Luleð i Sviþjóö dagana 26. til 28. júli nk. Liöiö veröur þannig skipaö: KARLAR: 100 m 200 m og 400 m hlaup: Bjarni Stefánsson, Vilmundur Vilhjálmsson. 800 m. hlaup: Agúst Asgeirs- son, Július Hjörleifsson. 1500 m hlaup: Agúst Asgeirs- son, Jón Diöriksson. 5000 m hlaup: Sigfús Jónsson, Erlingur Þorsteinsson 10 km hlaup: Sigfús Jónsson, Emil Björnsson 3000 m hindr. Jón Sigurösson, Gunnar Páll Jóakimsson. 110 m grindahlaup: Stefán Hallgrlmsson, Hafsteinn Jóhannsson. 400 m grindahl.: Stefán Hailgrimsson, Vilmundur Vilhjálmsson. 4x400 m boöhlaup: Bjarni Stefánsson, Vilmundur Vilhjálmss., Stefán Hallgrimsson og Agúst Ásgeirsson. 4x100 m boöhlaup: Bjarni Stefánsson, Marinó Einars- son, Karl West, og Elias Sveinsson. Hástökk: Karl West og Ellas Sveinsson Langstökk: Friörik Þór óskarsson og Stefán Hallgrimsson Þrlstökk: Friörik Þór og Helgi Hauksson Stangarst.: Guömundur Jóhannsson og Karl West Kúluvarp: Hreinn Halldórs- son og Erlendur Valdimarsson Kringlukast: Erlendur Valdimarsson og Óskar Jakobsson Spjótkast: Elias Sveinsson og Óskar Jakobsson Sleggjukast: Erlendur Valdimarsson og Óskar Sigur- pálsson KONUR: 100 m og 200 m hlaup: Ingunn Einarsdóttir og Erna Guömundsdóttir 400 m hlaup: Lilja Guömunds- dóttir og Sigrún Sveinsdóttir 800 m hlaup: Lilja Guömunds- dóttir og Ragnhildur Pálsdótt- ir 1500 m grindahlaup: Ingunn Einarsdóttir og Lára Sveins- dóttir Hástökk: Lára Sveinsdóttir og Björk Eirlksdóttir Lángstökk: Lára Sveinsdóttir og Hafdis Ingimarsdóttir Kúluvarp: Guörún Ingólfs- dóttir og Arndls Björnsdóttir Spjótkast: Arndls Björnsdótt- ir og Hafdis Ingimarsdóttir 4x400 m boöhlaup: Ingunn Einarsdóttir, Lilja Guömundsdóttir, Lára Sveins- dóttir og Sigrún Sveinsdóttir 4x100 m boöhlaup: Lára Sveinsdó11 i r, Erna Guömundsdóttir Sigrún Sveinsdóttir og Ingunn Einarsdóttir. Marteinn Geirsson skorar sigurmark Fram. cj CJ o D CJ CJ o D / [p A \L Elmar í liðið, Guðmundur á bekkinn, og Fram vann sinn fyrsta sigur Staða Fram hefur nú batnað að mun eftir 1:0 sigur yfir Víkingi, sigur sem hefði átt að vera stærri Fram tjaldaði öllu sem það á til í leiknum við Vík- ing í fyrrakvöid, og upp- skeran varð eins og til var sáð, sigur, sá fyrsti sem liðið vinnur í 1. deildar- keppninni i ár, sigur sem bætir stöðu liðsins að mun og raunar það mikið að Fram er varla í meiri fall- hættu en til að mynda Vík- ingur og KR, tvö slökustu lið deildarinnar. Það sem Fram tjaldaði til í þessum leik voru þeir Elmar Geirsson, sem nú lék aftur með liðinu eftir árs dvöl erlendis, og gamli þjálfari liðsins, Guðmundur Jóns- son, sem var við bekkinn og lagði greinilega á ráðin um eitt og annað. Og fyrir utan þetta var liðinu breytt allmikið, og virtist manni þessi breyting mjög skyn- samleg. Til að mynda sú ráðstöfun að setja Jón Pét- ursson i bakvarðarstöðu til að gæta hættulegasta manns Víkings, Jóhannes- ar Bárðarsonar. Þetta heppnaðist fullkomlega og kom Víkingum greinilega f opna skjöldu. Þetta eina mark leiksins skor- aöi Marteinn Geirsson á 40. min- útu. Dæmd haföi veriö auka- spyrna rétt utan vitateigs viö endamarkalinu. Boltanum var lyft vel inn i teiginn, Marteinn Geirsson kom á fullri ferö og skoraöi alls óverjandi meö skalla, stórfallegt mark. Og þvillkur fögnuöur. Oft hefur maöur séö knattspyrnumenn fagna marki, en sjaldan eins og þarna. Þótt mörkin yröu ekki fleiri, áttu Framarar nokkur fleiri marktækifæri, enda höföu þeir mikla yfirburöi i leiknum, sem annars var heldur illa leikinn, og setti taugaspenna Fram-liösins greinilega merki á allan leik þess, en Vikingarnir eru fyrir löngu hættir aö reyna neitt sem heitir samleikur, aöeins tilgangslausar og hugsunarlausar langspyrnur út i loftiö, og meö þessu áfram- haldi koma þeir til meö að berjast um fallið viö KR. Þegar talaö er um marktæki- færi Fram er ekki hægt aö láta hjá liöa aö minnast á augljósa vitaspyrnu sem annars ágætur dómari leiksins Guömundur Har- aldsson sleppti af óskiljanlegum ástæöum, svo augljóst var brotið. Elmar var kominn einn innfyrir þegar varnarmaöur Vikings krækti i fót hans i örvæntingu og Frh. á bls. 11 Já, markiö var kærkomiö, og þvi var lika inniiega fagnaö. Fjórum íslenskum börnum boðið til keppni í Svíþj. Frjálslþróttasambandi tslands hefur borist boö frá sænska frjálsiþróttasambandinu um aö senda 4 börn til keppni á Kalle Anka-leikana, sem fram fara I Karlstad 13.-15. september n.k. Greiöir sænska frjálsiþróttasam- bandiö helming feröakostnaöar svo og allt uppihald fyrir börnin. A leikunum er keppt i þessum greinum: Drengir fæddir 1960 og 1961: 100 m og 1000 m hlaupi, 100 m grindahlaupi (84.0 cm), há- stökki, langstökki, kúluvarpi (4 kg) og spjótkasti (600 gr). Drengir fæddir 1962 og siðar: 100 m og 1000 m hlaupi, lang- stökki, hástökki og kúluvarpi (3 kg). Telpur fæddar 1960 og 1961: 100 m og 800 m hlaupi, 80 m grindahlaupi (76.2 cm), há- stökki, langstökki, kúluvarpi (3 kg) og spjótkasti (400 gr). Telpur fæddar 1962 og siöar: 100m og 800 m hlaupi, hástökki, langstökki og kúluvarpi (3 kg). Frjálsiþróttasamband íslands mun velja keppendur á leikana að loknu Meistaramóti Islands á frjálsum iþróttum fyrir börn 14 ára og yngri, sem fram fer á Sel- fossi dagana 10.-11. ágúst n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.