Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 3
MiPvikudagur 17. júlf 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Keflavíkursjónvarpið: Verður loforðið svikið — Hægt að minnka sendistyrkinn segja Kanar, en það spillti móttökuskilyrðum á vallarsvæðinu! Ég get ekkert sagt um, hvenær tækin, sem sjónvarpiö á Keflavikurvelli hefur pantaö, koma til landsins og hægt verö- ur að draga úr sendistyrk sjón- varpsins héöan, sagði Mead höfuösmaöur i Keflavik, þegar Þjóðviljinn innti hann eftir hvernig gengi aö framfylgja lof- orði Bandarikjastjórnar um aö takmarka hermannasjónvarpiö viö herstöðina. Þjóðviljinn hefur þrásinnis spurst fyrir um þetta efni, frá þvi islensk og bandarisk stjórn- völd ákváðu að takmarka út- sendingar hermannasjónvarps- ins við herstööina. Svariö hefur hingaö til verið það sama. — Nýjustu fréttir af málinu eru þær sömu og áöur, sagöi Mead höfuösmaöur, ég hef ekkert frétt af þeim tækjum, sem viö höfum pantaö i Banda- rikjunum. Þjóðviljinn hafði siöast tal af Mead höfuösmanni á mánudag- inn var. Mead þessi er yfir- maður i upplýsingadeild hers- ins, og við spuröum hann hvort hann heföi nokkuö frétt af tækjunum margumræddu frá þvi Þjóöviljinn spurði hann þessarar sömu spurningar þann 19. mai s.l. Við spurðum Mead höfuös- mann einnig, hvort útilokað væri aö draga úr sendistyrk stöðvarinnar i Keflavik með öðrum ráöum en að fá ný tæki. Höfuösmaöurinn fékk sólar- hringsfrest til aö kanna málið — m.a. leitaöi hann álits sérfróöra tæknimanna setuliösins. Svör Meads voru þau, aö eng- ar fréttir væri að flytja af tækjunum góöu, en þau yröu sett upp um leiö og þau kæmu, að þvi tilskyldu, aö húsnæöi fyrir þau, sem islenska verk- takafyrirtækiö á vellinum er að byggja, veröi þá tilbúiö. Siöan sagöi höfuösmaöurinn: Auðvitað könnuöum viö alla hugsanlega möguleika á að draga úr sendistyrk stöövarinn- ar. Og viö völdum besta mögu- leikann, þ.e. aö fá ný tæki. Ég las vitanlega grein Leós Ingólfs- sonar i Þjóðviljanum, þar sem hann segir aö hægt sé að draga úr sendistyrk þeirra tækja sem nú eru i notkun. Og þaö er alveg rétt hjá Leó — þaö er hægt aö draga úr sendistyrknum, en ef það væri gert, þá versnuöu til muna móttökuskilyröin hér á vailarsvæðinu. Þess vegna biö- um viö eftir nýjum tækjum, okkur virtist þaö vænlegasti kosturinn. Nú eru rúmlega þrir mánuöir siöan rikisstjórnin ákvaö, aö sjónvarp setuliðsins skyldi þeg- ar I staötakmarkaö viö herstöð- ina .eina. Eftir fund Einars Agústssonar meö bandariskum ráöherrum 8. og 9. april s.l. var gefin út fréttatilkynning um að bandarisk stjórnvöld heföu fallist á aö takmarka hersjón- varpiö þannig aö það næöi ekki út fyrir völlinn. Þrátt fyrir þetta, er engin hreyfing greinanleg i þá átt, að Banda- rikjamenn fari aö fyrirmælum islensku rikisstjórnarinnar. Si- feldlega er þvi einu svaraö til, aö tækin séu i „pöntun” i Bandarikjunum. Á að hundsa fyrirmæli r ikisst jórna rinna r? Það fer ekki hjá þvi, aö sá grunur læöist aö, aö svik séu I tafli. Mánuöur liöur eftir mánuö, og áfram er haldiö aö sjónvarpa frá setuliösstöðinni, þrátt fyrir fyrirmæli um aö her- liöiö eigi að hætta sjóráni i is- lenskri menningarlandhelgi. Kannski er setuliðið ákveðiö i aö halda áfram sjónvarpi til Reykjavikur I von um að hér veröi bráöum ríkisstjórn ,öllu hliöhollari kanasjónvarpi en núverandi stjórn? GG MEIRIHLUTI BORG- ARSTJÓRNAR MEÐ- VITUNDARLAUS? Eins og Þjóðviljinn skýröi frá i gær hefur borgarstjórinn I Reykjavlk fyrirskipaö niðurskurö framkvæmda hjá borginni vegna fjárskorts. I bréfi borgarstjóra til emb- ættismanna borgarinnar kemur fram aö fjárhagsáætlun borgar- innar var afgreidd i desember siöastliönum. Samningar verkalýðsfélaganna runnu út i október i haust er leiö. t ágústmánuöi boðaöi Alþýöu samband íslands til ráöstefnu i Reykholti i Borgarfirði, en þar voru lagöar fram meginkaup kröfur verkalýðsfélaganna. Þess- ar kröfur lágu nærri þvi aö hljóöa upp á 45% hækkun almennra launa. Þessar staöreyndir lágu þvi fyrir þegar fjárhagsáætlun sú, sem Reykjavikurborg vinnur nú eftir, var gerð. Vegna þess vaknar sú spurning hvort enginn af meirihlutamönn- um Sjálfstæöisflokksins I borgar- stjórn hafi veriö sér meövitandi um kaupkröfur verkalýösfélag- anna, og eins hitt hvort meövit- undarleysi þessara manna hafi verið slikt, að ekki fyrr en I júli- mánuöi hafi runniö upp fyrir þeim aö samiö hafi veriö um á aö giska 17% kauphækkun til al- mennra ver'kalýðsfélaga, en allt aö 30% hjá öörum stéttum, sem voru þó i og meö viösemjendur Reykjavikurborgar. Sé svo er skiljanlegt, en hins vegar ekki fyrirgefanlegt, þaö seinlæti, sem á er um viöbrögö borgarinnar. Sé hins vegar svo, að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi vitað um kaupkröfurnar þeg- ar i ágúst, en frá þeim var vendi- lega skýrt i öllum dagblöðum, i útvarpi og I sjónvarpi, er þaö hroðvirkni og óvandvirkni af versta tagi, aö taka ekki tillit til þessa við gerö fjárhagsáætlunar, og ætti afkoma borgarinnar reyndar að vera meö afbrigðum góö, ef tillit heföi veriö tekiö til krafna ASÍ, þar eð þær hljóöuðu upp á mun meiri prósetnuhækkun launa, en hækkunin siöar mæld- ist. Hins vegar er þvi ekki aö leyna, aö allar likur hljóta aö benda til þess, aö borgarstjórnarmeiri- hlutinn hafi vitað um kaupkröfur verkalýösfélaganna. Og er þar komiö aö alvarlegri hliö mála. Það vildi nefnilega svo til I allri kosningabaráttunni, aö ekki minntust meirihlutamennin einu orði á niöurskurð framkvæmda hjá borginni, heldur aö auka þyrfti við þetta og auka þyrfti viö hitt. Þarna hafa þvi frambjóö- endur Sjálfstæöisflokksins visvit- andi veriö aö blekkja kjósendur, þar eö þeir vissu aö hvorki yrði aukiö við þetta né heldur aukiö við hitt: þess i staö yröi þegar aö draga úr þeim miklu fram- kvæmdum, sem hafnar voru fyrir kosningar að þeim loknum og meirihlutanum fengnum. Þarna hefur meirihlutavald Sjálf- stæöisflokksins þvi svikist aftan aö kjósendum af ásettu ráöi. Ein önnur skýring er einnig til á niöurskuröarskipun borgarstjór- ans i Reykjavik. Hún er sú, aö nú þegar er Sjálfstæöismönnum ljóst, að þeir koma ekki til meö aö sitja i næstu rikisstjórn. Vegna þess er ætlun þeirra, aö nota stærsta atvinnurekanda landsins og þann fjársterkasta, Reykja- vikurborg, til þess að magna gildi stjórnarandstöðu sinnar, likt og leikið hefur verið siöastliöin þrjú ár. Hver þessara skýringa er rétt- ust er ekki vitaö enn, en hvort sem þær tvinnast allar saman, eða einhver ein þeirra er réttari en önnur, þá er ljóst, að veriö er aö leika hráskinnaleik, I trausti þess, að fólkiö i borginni fylgist ekki meö þvi sem i reynd er aö gerast, og að Morgunblaðinu muni takast I krafti útbreiðslu sinnar aö affæra sannleika þessa máls, sem svö oft áöur i málum likum þessu, þannig, að mikill hluti borgarbúa, fáist til þess að taka hráskinnleiknum sem al- gildum sannieika. —úþ POSTÞJONUSTA Á ÞINGVÖLLUM Á ÞJÓÐHATÍÐINNI Eins og áður hef ur verið tilkynnt verð- ur sérstakt pósthús starfrækt á Þing- völlum á þjóðhátíðinni, sunnudaginn 28. júlí n.k., og sérstakur hátíðarpóst- stimpill notaður. I því sambandi skal tekið fram, að öll pósthús landsins taka við frímerktum umslögum, kortum o.s.frv. til stimplunará Þingvöllum. Slíkar send- ingar verða að sjálfsögðu að vera frí- merktar fyrir réttu burðargjaldi eftir eðli þeirra (bréf, 20 g: 17 kr., póstkort 13 kr., prent, 20 20 g: 13 kr. Fólki er eindregið ráðlagt að hafa þennan hátt á, ekki síst, ef það hef ur í hyggju að fá stimpluð umslög með þjóðhátíðarfrímerkjunum ellefu, en þau eru nú öll komin út og fást á póst- húsum. Með því móti sparar fólk sér óþarfa fyrirhöfn á Þingvöllum, þjóð- hátíðardaginn. Reykjavik 16. júlí 1974. PÓSt- Og símamálastjórnin Alþingi Framhald af 1. siðu þingsályktunar um allsherjar gróðuráætlun á tslandi. Hér er um það veigamikið mál að ræða, að liklega verða um það tvær umræður. Sú fyrri yrði i Reykjavik fyrir þjóðhátið og þar yrði málinu visað til nefndar. Skrifstofa alþingis Starfslið alþingis hefur ekki fengið mikiö fri frá þvi þing var rofið. Þjóðviljinn hafði samband við skrifstofustjóra alþingis, Friðjón Sigurðsson, i gær Sagði hann, að starfsliöið hefði haft nokkurn tima til undirbúnings, þvi reiknað hefði verið með sumarþingi strax þegar vitað var, að ganga ætti til kosninga. Útgáfa Alþingistiðinda dróst á langinn I vetur vegna prentaraverkfallsins, en Friðjón sagði, að liklega tækist að vinna það upp, búið væri að gefa út umræður fram i mars. Alþingi hefur 12 fasta starfs- menn, og venjulega eru laus- ráðnir menn um 50. óp Húseigendur athugið! Látið okkur skoða hús- in fyrir haustið. Önn- umst hvers konar húsaviðgerðir. Húsaviðgerðir sf. Sími12197 VEL MEÐ FARINN Tan Sad barnavagn til sölu. Upplýsingar í síma 71891 alla daga, þegar ekki er sólskin. Sá tryggir sinn hag, sem kaupir SKODA ... % í dag! /úVft*** j Eftir síðustu hækkun bensíndropans er SKODA meðal eftirsóttustu bitreiða á markaðinum. SKODA EYÐIR MINNA 'ekur á Skoda Nokkrir bflar fyrirliggjandí á „Fyrir olíukreppuverði" TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUBBREKKU 44-6 tMl 42600 KÖMV06I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.