Þjóðviljinn - 02.08.1974, Page 3
Föstudagur 2. ágúst 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
ÚR
SKATT -
SKRÁNNI
Bágt er í
búðunum
Margur hefur ranglega
haldið. að kaupmennska gæfi
fé i aðra hönd. Hefur fólk þá
gjarnan tekið mið af þvi,
hversu mikið hinn eða þessi
kaupmaðurinn berst á, en það
hlýtur að vera sjónhverfing i
næstum hverju tilviki.l>vi til
sönnunar flettum við skatt-
skránni, og litum á afkomu
nokkurra verslana úr hinum
ýmsu greinum verslunar-
innar.
Hagnaður hefur til að
mynda enginn orðið af rekstri
hinnar miklu gólfteppasölu
Axminster h.f., þvi tekjuskatt
greiðir það fyrirtæki ekki.
Blóm og ávextir greiða
heldur engan tekjuskatt, og
hefur þvi gröðinn af þeirri
versluninni ekki þyngt vasa
eigendanna til nokkurra
muna. Hins vegar þarf þessi
verslun að greiða 2.100 krónur
i aðstöðugjald og heilar 48
krónur i kirkjugarðsgjald.
Hið mikilfenglega verslun-
arfyrirtæki á sviði rafmagns-
vöru, og einnig i ýmsu öðru,
Bræðurnir Ormsson, greiðir
enga krónu i tekjuskatt.
Aðeins liflegra virðist vera i
fataversluninni, en ekki er
hægt að segja að rekstur
slikra verslana geri meira en
brauðfæða eigendur sina, og
alla vega getur slikur rekstur
ekki staðið undir hnattreisum
eigenda. Dömu- og herra-
búðin, sem ein slik verslun,
hefur i tekjuskatl 15.951 krónu,
sem bendir til þess að
hagnaðurinn hafi verið um 40
þúsund krónur á heilu ári. Það
er ekki lifvænlegt.
Stærsta verslunarsam-
steypa höfuðborgarinnar, sem
fæst við sölu nýlenduvarnings,
er að likindum Silli og Valdi.
Þessi verslun selur einnig
ýmsan annan varning en
matvöru, og mætti þar nefna
eitt og annað, eins og
viðskiptamenn þessarar sam-
steypu kannast við. Einnig
hefur verslunin með að gera
innflutning margs konar. Allt
þetta veraldarvafstur gefur
Silla og Valda ekki einn
einasta eyri i hagnað. Silli og
Valdi greiða enga krónu i
tekjuskatt samkvæmt
skattskrá.
Má þvi sannarlega segja að
bágt sé i búðunum.
Og svona rétt til að létta
lundina, og til ihugunar fyrir
þá allt of morgu einstaklinga
og fjölmörgu fyrirtæki,
stofnanir og skrifstofur, sem
greiða mismunandi margar
krónur i kirkjugarðsgjald,
skal það sagt hér og nú, þó
vafalaust sé ekkert bogið við
það, að Biskupsskrifstofan,
þaðan sem kirkjugarðsfé
hlýtur að vera ráðstafað, er
ein örfárra undantekninga,
hvað varðar greiðslur á þessu
gjaldi, þvi sá dálkur skatt-
skrárinnar er auður þar sem
sagt er frá kirkjugarðsgjaldi
þessarar umboðsskrifstofu
almættisins algóða. —úþ
og lagt upp i þjóðarhlaup sem
lýkur á Arnarhóli á laugardag
breytir
sýningartíma
Þar verður sex-bióven ekki fimm-bió
Stjörnubió hefur nú tekið upp
þá nýbreytni að færa sýningar-
tima sinn til. Nú verða sýningar
þess eftirleiðis klukkan 18.
klukkan 20 og klukkan 22.
Kvikmyndahús Heykjavikur
hafa árum saman haft hina föstu
sýningartima eins. Þau byrja
klukkan 17, sýna aftur kulkkan 19
og siðast klukkan 21 — nema
Hafnarbió, sem stundum bætir
við miðnætursýningu, sem hefst
klukkan 23.
Við vonumst til að þetta gangi
vel hjá okkur, sagði talsmaður
Stjörnubiós, sem Þjóðviljinn
ræddi við, — og það er að vonum,
að fólk kunni að meta svolitla til-
breytinu i þessum efnum.
Sýningartimi kvikmyndahúsanna
hefur verið svo fastur i sniðjum
um áratuga skeið, að þessi breytti
sýningartimi hlýtur að vekja
áhuga.
Það var fyrst i gær, sem
Stjörnubió hóf sýningar klukkan
18. Miðasalan opnaði klukkan 17
— og myndin sem bióið sýnir
núna heitir X,Y og Zee og þar
fara með aðalhlutverk þrumu-
stjörnurnar Elisabet Taylor og
Michael Caine. Og eftirleiðis fara
menn ekki i fimm-bió i
Stjörnubió, heldur sex-bió.
—GG
Þeim ermarg.ttil lista lagt, tlðindamönnum sjónvarpsins og hér bregð-
ur Ólafur Hagnarsson undir sig betri fætinum og skellir sér ,.hinum
megin við linsuna”.
AUSTFIRÐIR:
Gífurleg aukning
umferðar
Minnisvarði
afhjúpaður á
Ingólfshöfða
í gærmorgun fóru
tveir þættir þjóðhátiðar
fram á Ingólfshöfða. Af-
hjúpaður var minnis-
varði um Ingólf Arnar-
son og hafið þjóðarhlaup
sem endar á laugardag-
inn á Arnarhóli.
Minnismerkið er reist á vegum
þjóðhátiðarnefndar og er það
stuðlabergssúla, um þrir og hálf-
ur metri á hæð. A hana er letruð
svohljóðandi tilvitnun i Land-
námabók: „Ingólfur tók þar land
er nú heitir Ingólfshöfði”, og
einnig „Ellefu alda minning
1974”.
ögæftir á
Raufarhöfn
Miklar ógæftir hafa verið und-
anfarna daga á Raufarhöfn, og
hafa þvi trillur og minni bátar litt
eða ekki getað róið til fiskjar.
Atvinnulif hefur þó haldist á
staðnum, þar sem togari þeirra
Rafuarhafnarbúa, Rauðinúpur,
hefur aflað sæmilega.
Indriði G. Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri þjóðhátiðarnefnd-
ar flutti stutt ávarp áður en
minnisvarðinn var afhjúpaður en
það verk vann Sigurður Björns-
son bóndi að Kviskerjum. Gat
Indriði þess i ávarpi sinu að Sig-
urður hefði átt fyrsta frumkvæðið
að þessu minnismerki og þvi væri
eðlilegt að hann afhjúpaði það.
Að þessari athöfn lokinni tók
Birgir tsleifur Gunnarsson
borgarstjóri til máls og flutti
stutt ávarp i tilefni hlaupsins. Að
þvi loknu tendraði Ari Magnússon
formaður Ungmennafélags
öræfasveitar eld i blysi og tók
siðan til fótanna niður höfðann.
Hljóp hann fyrsta spölinn niður á
sandinn þar sem félagi hans og
sveitungi tók við þvi.
Hlaupið verður með blysið til
Reykjavikur sem er 385 km leið.
Alls taka tæplega 300manns þátt i
þessu hlaupi og eru það félagar
ungmennafélaganna i sýslum
þeim sem hlaupið er um sem þar
fá að spretta úr spori. Samkvæmt
áætlun átti að hlaupa til Vikur I
Mýrdal i gærkvöldi en i dag á aö
hlaupa til Hveragerðis. Á
Kambabrún taka iþróttafélögin i
Reykjavik við blysinu og hlaupa
með það siðasta spölinn en kl. 14 á
laugardag verður svo kveiktur
með þvi langeldur á Arnarhóli
sem loga á þar til þjóðhátið lýkur
i Reykjavik. —ÞH
St j örnubí ó
Ari Magnússon tendraði eldinn viö þessar hlóðir og hljóp siöan fyrsta
spölinn frá Ingólfshöföa.
Tvær flugmálanefndir
En vegir víða slœmir
Einsog að likum lætur, hefur opnun hringvegarins
aukið verulega umferð um Austfirði, enda virðist
sem flestir sæmilega akandi Islendingar hafi það á
dagskrá sumarsins, að fara a.m.k. einn hring
kringum landið.
Fjármúlaráðuneytiö, f járlaga
og hagsýslustofnun, hefur séð
ástæðu til að skipa nefndir til at-
hugunar á skipulagningu og
rekstri flugmálastjórnar og á
flugrekstri landhelgisgæslu. Jón
E. Böðvarsson deildarstjóri er
formaður þcirra beggja.
Nefndunum er gert að skila
fyrstu niðurstöðum innan 6
mánaða. Með Jóni eru i land-
helgisgæslunefndinni, þeir Pétur
Sigurðsson forstjóri landhelgis-
gæslu, Ölafur W. Stefánsáon
skrifstofust jóri og Leifur
Magnússon varaflugmálastjóri,
en i flugmálastjórnarnefndinni
þeir Leifur og Ólafur S. Valdi-
marsson skrifstofustjóri.
Hefur fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun áður haft þann hátt á við
lausn hagsýsluverkefna ein-
stakra rikistofnana og koma á fót
samstarfshópi, þar sem fulltrúar
frá viðkomandi stofnun, fagráðu-
neyti og fjl.—hsý.-st. ynnu saman
aö málunum — segir i fréttatil-
kynningu frá f jármálaráðu-
neytinu.
Blaðið hafði samband viö Helga
Seljan, alþingismann á Reyðar-
firði, vegna þessa, og sagðist
hann aldrei hafa vitað til annars
eins ferðamannastraums. Lét
Helgi vel yfir þessari breytingu.
Hún hefði marga kosti i för með
sér, en hinu væri ekki að neita, að
nú kæmi enn betur i ljós, hve
nauðsynlegt væri að lagfæra
vegakerfið á Austfjörðum. Að
visu hefðu miklir fjármunir runn-
ið til vegagerðar þar á undan-
förnum árum, en betur mætti ef
duga ætti. Helgi minnti t.d. á, aö
ýmsir kaflar Austfjarðavegarins
hefðu hvorki komist inná Austur-
landsáætlun né hina almennu
vegaáætlun og hefðu bilstjórar úr
Reykjavik látið þær skoðanir i
ljós, að sumstaðar væri varla
meira en jeppafært.
Helgi lagði áherslu á, að opnun
hringvegarins sýndi vel, að full
þörf væri á að auka, heldur en
hitt, vegaframkvæmdir i landinu.
og leggja yrði höfuðáherslu á að
sjálft vegasambandið verði bætt
að mun, áður en langt er haldið i
hraðbrautarframkvæmdum.
—Asb.