Þjóðviljinn - 02.08.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.08.1974, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. ágúst 1974. mqðviuinn\ MALGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gcstsson (áb) Fréttastjóri: Eysteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 línur) Prentun: Blaðaprent h.f. ÁFRAMHALD VINSTRA SAMSTARFS TRYGGIR BEST AÐ GENGIÐ VERÐI AÐ KRÖFUM LAUNÞEGA Miðstjórn Alþýðusambands Islands hef- ur sent frá sér ályktun, þar sem þess er krafist, að aðgerðir stjórnmálamanna i efnahagsmálum verði ekki til að skerða kjör láglaunamanna. Það fer vel á þvi, að forystumenn laun- þega sendi frá sér slikar yfirlýsingar, þeg- ar verið er að ræða myndun rikisstjórnar og þá um leið aðgerðir i efnahagsmálum. Þetta minnir á, að öll barátta verkalýðs- hreyfingarinnar hefur pólitiskt inntak. ópólitisk eða fagleg verkalýðsbarátta er ekki til. Hitt skiptir svo miklu, að pólitisk markmið verkalýðshreyfingarinnar séu skýr og ákveðin og forystumenn hennar geri sér ljósa grein fyrir, hvernig þeim markmiðum verði best náð. Miðstjórn A.S.l ber fram þá grund- vallarkröfu að full atvinna haldist og að ekki sé gripið til neinna þeirra aðgerða, sem stefnt geta atvinnuöryggi i hættu. Ályktað er, að verkalýðssamtökunum beri að berjast af alefli gegn öllum hugs- anlegum tilraunum stjórnvalda og at- vinnurekenda til að skerða laun eða kjör láglaunafólks. Með þessari ályktun gerir miðstjórn Al- þýðusambandsins kröfu um, að láglauna- fólk fái að halda þeirri kaupmáttarauk- ingu, sem orðið hefur i tið Vinstri stjórnarinnar. Staðreyndin er sú, að i ára- tugi hefur kaupmáttur verkamannalauna aldrei verið meiri. Tekjur Reykvikinga voru á siðasta ári um 33% hærri en árið áður. Viða úti á landi uxu meðaltekjur enn meir, i sumum byggðarlögum allt að 40-50%. Þetta er mesta tekjuaukning, sem náðst hefur um áratugaskeið. Aftur á móti hefur launajöfnuður ekki aukist sem skyldi. Margir starfshópar hafa margfaldar verkamannatekjur. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að tekjuaukning láglaunamanna hefur i tið fráfarandi rikisstjórnar verið mjög mikil, mun meiri en rýrnun krónunnar vegna verðbólgunnar. Ef litið er til Viðreisnaráranna, sést, að þá rikti einatt það ástand, sem forsvars- menn verkalýðsins vara nú við. Atvinnu- leysi var á stundum það gifurlegt, að menn fóru til annarra landa hópum saman i atvinnuleit. Svokölluð efnahagsvanda- mál voru þá leyst með gengisfellingum, sem rýrðu kjör launþega stórlega, kjara- rýrnun þeirra lægstlaunuðu var hlutfalls- lega mest. Ef fara á að kröfum verkalýðshreyf- ingarinnar, er ljóst, að ekki dugir að beita Viðreisnaraðferðum. Og ekki er unnt að tryggja, að stjórnvöld beiti ekki aðferðum Viðreisnar, nema þvi aðeins að my-ndun vinstri rikisstjórnar takist. Sjálfstæðismenn hafa verið tregir til að skýra frá, hvað þeir telji að gera eigi i efnahagsmálum. Þó hefur mátt greina af málflutningi þeirra, að þeir myndu gripa til gömlu Viðreisnar bragðanna, ef þeir kæmust i rikisstjórn. Ef mynduð verður stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins, má islenskur verkalýður eiga von á stór- felldum gengisfellingum með tilheyrandi kjaraskerðingu og miklum samdrætti i at- vinnulifinu, sem hefði i för með sér um- talsvert atvinnuleysi. Ábyrgð þeirra stjórnmálamanna, sem nú ræða um myndun nýrrar vinstri stjórn- ar er þvi mikil. Ef þeir komast að sam- komulagi, verður unnt að ganga að kröf- um verkalýðshreyfingarinnar, en komist þeir ekki að niðurstöðu og Sjálfstæðis- flokkurinn myndaði stjórn, þarf verka- lýðshreyfingin ekki að fara i neinar graf- götur um, hvað mun gerast. Alþýðuflokkurinn, sem á hátiðis og tylli- dögum ber hag launþega fyrir brjósti, fær nú tækifæri til að tryggja að gengið verði að kröfum samtaka þeirra. Þvi verður ekki að óreyndu trúað, að framámenn flokksins hafni þessu tækifæri. „Hátíð Varins lands” Jón frá Pálmholti var einn þeirra sem stóö á barmi Almannagjár á sunnudaginn og hélt uppi borða með áletruninni ísland úr Nato — herinn burt. . Lögregian brá við hart, þegar þessi borði kom á loft, og hafa fjölmiðlar fjallað um atburði, en misjafnlega, að álitil Jóns, og vi11 hann koma athuga- semd á framfæri. Það er rangt, sem sagt hefur verið i fjölmiðlum, sagði Jón, að þessi mótmæli hafi verið á vegum Fylkingarinnar. Fólkið sem fór með borða á brún Almannagjár var aðeins fámennur hópur, sem vildi vekja athygli Alþingis og almennings á baráttunni gegn herstöðvum. Við komum þarna sem frjálsir þjóðhátiðargestir. Brugðum upp áletruðum borðum nokkru eftir að Alþingi hafði verið sett. A borðunum stóð, Island úr Nató og Herinn burt. Við vorum á efri barmi Almannagjár, og þvi fjarri hátiðarsvæðinu. Af veru okkar þar, gat þvi engin truflun stafað, nema ef það sem á borðanum stóð, hefur valdið óróa á hátið- inni. Vísir neitar að leiðrétta rangfærslu Þau orð sem blaðamaður Visis hefur eftir Bjarka Eliassyni, lögregluþjóni, að þarna hafi aðeins verið fastir gestir lög- reglunnar, sem hún hefði vitað að ekki þýddi að tala við, eru hreinn uppspuni. Enda hefur margt þessa fólks aldrei verið handtekið fyrir skyldar sakir eða aðrar. Og sum okkar höfðu aldrei áður tekið þátt i mótmælaaðgerðum. Ég hafði tal af þeim starfs- manni Visis, sem þetta hafði eftir Bjarka, og staðfesti hann, að Bjarki hefði verið viðsfjarri, er hann mælti þessi orð, og því gat hann ekki vitað um hvaða fólk hann var að tala. Þessi starfsmaður Visis, sem ég talaði við, sagði, að Visir teldi ekki ástæðu til að fjalla frekar um þetta mál, þegar ég bað um að þessi villandi ummæli lög- reglumannsins yrðu leiðrétt. Þvi hefur verið lýst hér i blaðinu, hvernig handtakan fór fram, og sagtfrá hótun Magnúsar Einarssonar, varðstjóra, um að kasta manni fyrir björg — hefði hann framkvæmt þá hótun, hefði sá atburður trúlega geymst i minni þjóðarinnar næstu 11 aldirnar. Þegar við gengum um hátiðarsvæðið um morguninn, blasti við tjald eða skúr, þar sem fest var upp stór auglýsing frá Morgunblaðinu. Ég hef ekki heyrt að sú auglýsing hafi verið fjar- lægð. Og hópur ungs fólks, sem kennir sig við Jesú Krist, dreifði á hátiðinni áróðri á ensku máli. Lögreglan var feimin að tala um þetta fólk, en hins vegar kom það fram i.gær, að Morgunblaðið hefur fundið Jesúbörnin og bírt- ir af þeim stóra mynd. Væri fróðlegt að vita, hvort Mbl. sýnir þeim þennan heiður, vegna áhuga þess á kærleika Guðs, eða hvort það er vegna þess að þau útbreiddu áróþurinn á ensku. Valdarán Indriða? Lögreglan gaf þá skýringu á sinum aðgerðum, að hún hefði fyrirmæli frá framkvæmdastjóra þjóðhátiðarinnar. Svo virðist þvi sem framkvæmdastjórinn hafi tekið sér alræðisvald þennan dag og stjórnað með tilskipunum. A meðan hann réði, sátu rikisstjórn, alþingismenn og forseti landsins lokaðir inni á sérstöku svæði, eins og sums staðar er gert við póli- tiska fanga. Oft eru notaðir til þessa iþróttavellir. Er þetta ekki valdarán? Það kom svo i ljós, að til- skipanir framkvæmdastjórans miðuðust aðeins við hagsmuni Jón frá Pálmholti þess fyrirtækis, sem kallar sig Varið land. Mér sýnist þvi að aðgerðin á gjárbakkanum hafi afhjúpaðþá staðreynd, að á Þing- vöilum hafi ekki verið þjóðhátið, heldur hátið Varins lands. Hagkaup auglýsir Sólbekkir kr. 1.900 Sólstólar kr. 1.500 Svefnpokar frá kr. 2.350 Tjöld, svampdýnur, bakpokar, ferðatöskur og veiðibúnaður Opið til kl. 10 í kvöld Lokað laugardag Atvinna Sveitarstjóri óskast Suðureyrarhreppur I Súgandafirði óskar eftir að ráða sveitarstjóra frá og með 1. september. Umsóknum þarf að skila til oddvita Suðureyrarhrepps fyrir 15. ágúst. Ólafur Þ. Þórðarson YANTAR HÁSETA á linubát frá Vestfjörðum Upplýsingar i sima 6105 eða 6177

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.