Þjóðviljinn - 02.08.1974, Page 6

Þjóðviljinn - 02.08.1974, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. ágúst 1974. GILS GUÐMUNDSSON SKRIFAR FRÁ CARACAS í dag blakta fánar við hún um alla Caracas- borg. Árdegis hófst há- tiðarfundur i aðalsal hafréttarráðstefnunnar, þar sem fluttar voru snjallar ræður til minn- ingar um frægasta son Venesuela og einhvern ágætasta baráttumann fyrir frelsi og lýðréttind- um, sem mannkynssag- an kann frá að greina — Simon Bólivar. Simon Bólivar fæddist hér i Caracasborg hinn 24. júli 1783, og er þvi i dag liðið 191 ár frá fæð- ingu hans. Af þessu til- efni dettur mér i hug að rif ja upp nokkra þætti úr sögu Venesuela, einkum stjórnmálasögu lands- ins. Litlu Feneyjar Fyrir miðja 16. öld var Venesu- ela orðin ein af höfuðstöðvum Spánverja i Vesturheimi. Nyrst og vestast er landið láglent, og þar er afarstórt vatn, sem Mara- caibo-vatn nefnist. Þegar Spán- verjar komu fyrst á þessar slóðir, sáu þeir kofa Indiána standa á staurum i fjöruborðinu við vatnið. Þetta minnti þá á Feneyjar (Venesia), og skyrðu þeir Indianabyggðir þessar Venesu- ela, eða Litlu-Feneyjar. Fyrir einhverja undarlega tilviljun hlaut siðan landið allt þetta heiti. Venesuela laut Spánverjum i nær þrjár aldir. Þeir fundu þar gull, demanta og fleiri málma og undu sér vel i hinu góða loftslagi sem þar er allan ársins hring. A11- an þennan tima var það siöur Spánverja að senda spænska Frelsishetja, I og aðrir á va 1- •niiihi'ciöur eru á efslu limlum Veuesuelu. liæsti tindur landsins er náttúrlega kenndur við Bollvar og cr 16411 leta hár og þar spóka sig skiðamenn ailan ársins hring. aðalsmenn vestur um haf til að ráða þar og rikja, deila og drottna. Spánverjar, fæddir i Suður-Ameriku hlutu nafnið Kre- ólar. Var þeim litt treyst til að stjórna á þann veg, sem spænsk- um yfirvöldum likaði, en þar var æðsta boðorðið það, að nýlend- urnar gæfu Spáni og spænsku krúnunni sem allra mestan arð. Fór og svo, þegar fram i sótti, að margir Kreólar voru blandaðir Indiánablóöi, og lækkuöu þeir þá enn i áliti hjá fulltrúum herra- þjóðarinnar. Sjálfstæðisbarátta spænsku Ameriku hófst I byrjun 19. aidar og kom Venesuela þar brátt við sögu. Kreólar höfðu lengi verið ó- ánægöir með ráösmennsku Spán- verja, einatt siðlausa stráka af aðalsættum, sem sendir voru i striðum straumum austan um haf til að sópa saman sem mestum auði á sem skemmstum tima. Smám saman tóku Kreólar að lita á sig sem Amerikumenn, en ekki sem annars flokks þegna spænsku krúnunnar. Frelsisstrið Banda- rikjanna og franska stjórnarbylt- ingin kom róti á hugina og brýndu sjálfstæðisvilja vaskra manna. Vaskastur þeirra ailra og snjallastur var Simon Bólivar. Bólívar Simon Bólivar var sonur auð- ugs Kreóla i Caracas, og segja heimildir að Baskablóð og Indiánablóö rynni einig i æðum hans. Hann naut góðrar menntun- ar, fór ungur til Evrópu og kynnt- ist þar menntamönnum og frelsishugmyndum þeim, sem þar höfðu verið að ryðja sér til rúms. Hann sótti éinnig Banda- rikin heim og kynnti sér rækilega sögu frelsisbaráttu þeirra og bar- dagaaðferðir þær, sem George Washington og félögum hans höfðu dugað best. Heimkominn úr námsferðum þessum, 24 ára að aldri, tók Bólivar til óspilltra málanna við það verkefni, sem hann taldi köllun sina að leysa af hendi: að vinna landi sinu frelsi. Hann var einn helsti talsmaður þess, að Venesuela lýsti yfir sjálf- stæöi 1811. En sú tilraun mis- heppnaðist. Innan árs hafði spænskur her landið aftur á valdi sínu og lagði lýðveldisstjórnina að velli. Bólivar komst undan til Kólum- biu. Þar ritaði hann hið fyrsta af mörgum pólitiskum ávörpum sin- um, sem mjog eru fræg orðin og þykja einkar skarplega samin og á snjöllu máli. Hann tók siðan að safna liði, hélt inn i Venesúela 1813, sigraði spænska lýðveldis- herinn i mörgum orrustum, náði höfuðborginni Caracas á sitt vald og lýsti yfir stofnun lýðveldis. Það lýðveldi stóð eitt ár. Þá hafði Spánverjum tekist að safna miklu liði sem vann sigur á Bólivar og mönnum hans. Bólivar flýði úr landi, og barðist nú um hrið fyrir frelsi nágrannarikjanna, Kólum- biu og Eucador, en bjó sig jafn- framt undir að frelsa Venesuela. ÁB RÆÐIR VIÐ ASMUND LIEN ÚR ÞRÁNDHEIMI Norskir kæra sig kollótta um heimsbókmenntaoröstír Asmund Lien úr Þránd- heimi flutti yfirlitsfyrir- lesturinn um norskar bók- menntir á ráðstefnu IASS um iíf hugmyndakerf - anna. i því tilefni báðum við hann að skreppa með út undir vegg — í þeirri von að bæði sé margt skylt og óskylt með frændum. Ásmundur kvaðst í fyrstu vera svosem ekki nein merkispersóna og því eng- in ástæða f yrir því að hann væritekinn tali — en hafði að sjálfsögðu ekki annað upp úr slikum mótbárum en eðlilegar ákærur um ó- lýðræðislegan hugsunar- hátt. — En það þýðir ekki að spyrja mikið út úr ástandi i norskum bókmenntum i dag. Ég hefi mest fengist viö timabilið á milli striða. — Hver voru sérkenni norskrar glimu við þá róttækni sem þá var landlæg i bókmenntum Evrópu? — Þá var uppi ansi góð fylking róttækra manna, sem nefndist Mot Dag, menntamenn úr ýmsum greinum sem fylktu sér um rót- tæka menningarpólitik. Það er alls ekki hægt að segja að þetta hafi verið afdráttarlaust marxisk fylking, og hún hafði ekki eins mikinn áhuga á fræðikenningu og hinir nýju vinstrimenn. Þessir menn voru fyrst og fremst gagn- rýnir á borgarana, fina fólkið, viðurteknar venjur og stofnanir og ékki hvað sist létu þeir kirkj- una fara i taugarnar á sér. En þeir samsömuðu sig ekki verk- lýðsstéttinni. Þeir voru yfirleitt sjálfir úr borgaralegu umhverfi og hafði hver sinn djöful að draga i þvi sambandi: þeir telja sig vinna i þágu verklýðsstéttar, sem ekki skilur nema að takmörkuðu leyti hvað þeir eru að fara. Þó voru hér á undantekningar i rót- tækum bókmenntum eins og t.d. verklýðsskáldið Rudolf Nilsen, sem dó reyndar mjög ungur. Þessir róttæklingar höfðu gjarna með i farangrinum drjúgan slatta af borgaralegum viðhorfum, t.d. til konunnar sem þeir yfirleitt lýstu varla öðru visi en sem kyn- veru. Tregöa í stéttastríðum Fyrr og siðar hefur verið nokk- ur tregða á þvi, hvað sem ýmis- legri þjóðfélagslegri gagnrýni lið- ur, að hugsa og skrifa um Noreg sem stéttaþjóðfélag. Og þeir ung- ir menn og róttækir sem mjög hafa hátt um stéttabaráttuna, eiga erfitt með að fá verkalýð til að hlusta á sig. Miklu betri undir- tektir fær i pressu og bókmennt- um sá populismi sem lét svo mik- iö að sér kveða i umræðunni um aðild að Efnahagsbandalaginu, sem rithöfundar tóku mikinn bátt i. Þar varö oían á vitund um þjóð- leg verðmæti, gildi valddreifing- ar, byggðastefna, sem væri ekki endilega miðuð við rösklegan hagvöxt heldur skilning á þvi að þrifnaður manneskjunnar byggir á öðru eða miklu fleiru en þenslu i framleiöslu. Allt þetta kemur við sögu i bók- menntum og bókmenntaumræöu. Nú verður til dæmis uppi nýr á- hugi á Hamsun frá populistisku sjónarmiði, á andófi hans við borgamenningu, á hans mögn- uðu túlkun á mold og gróðri jarð- ar. Þar er margt á ferð i einu, myndin ærið flókin og erfitt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.