Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 1
DJODVIUINN KRO I ÞAÐ BORGAR SIG AOVERZLA Í KRON HPQTEK OPIÐ ÓLL KVOLD TIL KL. 7, NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 Miðvikudagur 14. ágúst 1974—39. árg. 148 tbl. Ragnar Arnalds í viðtali við Þjóðviljann Alþýðuflokkinn skorti viljann til samstarfs Það sem upp úr stóð var það að forustumenn Alþýðuflokksins, skorti bersýnilega vilja til þess að standa að rnyndun rikisstjórnar, segir Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins í meðfylgj- andi viðtali, þar sem hann greinir frá þvi af hverju samningar tók- ust ekki og hvernig viðræðurnar stóðu um aðalmálaflokkana, sem um var rætt. Kemur meðal ann- ars fram i viðtalinu á hvaða stigi viðræðurnar um herstöðvamálið voru, um efnahagsmálin og um landhelgismálið. En fyrsta spurningin til Ragn- ars Arnalds er að sjálfsögðu: Hvað réði úrslitum um að stjórn- armyndunartilraunin mistókst? Og Ragnar sagði: — Það sem úrslitum réð um að stjórnarmyndunartilraun Ólafs Jóhannessonar tókst ekki var deila milli samninganefndar Al- þýðuflokksins og Ólafs Jóhannes- sonar um hugsanleg samráð stjórnarmyndunaraðilanna við stjórn ASl og aðra aðila vinnu- markaðarins um næstu aðgerðir i efnahagsmálum. Alþýðuflokkur- inn, Samtökin og Alþýðubanda- lagiö óskuðu eftir þvi þegar i upp- hafi að viðræður ættu sér stað við fulltrúa launþegasamtakanna, en forsætisráðherra lýsti þvi marg- sinnis yfir að hann vildi ekki eiga formlegar viðræður við stjórn ASl um efnahagsaðgerðir fyrr en eftir að stjórnin hefði verið mynd- uð og ákvarðanir hefðu verið teknar. A viðræðufundinum i gær sið- degis var það enn afstaða Alþýðu- bandalagsins og Samtakanna, að taka bæri upp viðræður við full- trúa launþegasamtakanna, en væri það hins vegar úrslitaskil- yrði af hálfu Ólafs Jóhannesson- ar, að viðræður ættu sér ekki stað fyrr en eftir að stjórnin hefði ver- ið mynduð, myndu þessir tveir flokkar ekki fylgja kröfunni til streitu. Aftur á móti lýstu fulltrú- ar Alþýðuflokksins þvi yfir, að þessi krafa væri úrslitaatriði af þeirra hálfu. Forsætisráðherra lýsti þvi þá yfir að hann stæði fast við fyrri yfirlýsingar sinar, og þessi afstaða Alþýðuflokksins „skæri úr” um það að stjórnar- myndunartilraun væri lokið. A þessum fundi kom það skýrt fram að ágreiningur væri um stefnu rikisstjórnar i nokkrum mikilvægum málaflokkum, m.a. um skattamál, visitölumál, þýðuflokksins notuðu tækifærið sem gafst með hinni einstreng- ingslegu afstöðu Ólafs Jóhannes- sonar til að losa sig út úr viðræð- unum, sem annars hefðu getað endað með stjórnarmyndun. Það má saka Ólaf Jóhannesson um nokkra stifni, að hann skyldi hengja sig svo fast i þetta tiltekna formsatriði, þvi að enginn aðili Afstaða Alþýðuflokksins skar úr um að stjórnarmynduninni lauk, sagði forsætisráðherra i gær breytingar á skipan oliumála, tryggingamála og innflutnings- mála, landhelgismál og her- stöðvamálið. En það er skoðun okkar Aiþýðubandalagsmanna, sem i þessum samningaviðræð- um stóðum, að ckki hafi verið út- séð um það hvort endar næðust saman. Að minnsta kosti var það alls ekki enn fullreynt, en til þess kom ekki, þvi að ósveigjanleg af- staða fulltrúa Alþýðuflokksins annars vegar og forsætisráðherra hins vegar varðandi tilhögun á viðræðum við verkiýðshreyfing- una skar úr um að þessi tilraun gat ekki tekist. Vinnubrögð Gylfa Þó að við Alþýðubandalags- menn værum efnislega sammála Alþýðuflokknum um nauðsyn samráðs við Alþýðusamtökin duldist engum, sem fylgdist með þessum viðræðum, að af hálfu Al- þýðuflokksins bjó annað undir. Gylfi Þ. Gislason hefur aldrei ætl- að sér, að láta þessa stjórnar- myndun takast og þó að flokks- stjórnarmenn Alþýðuflokksins hafi sennilega ekki haft aðstöðu til að átta sig á þvi hvern leik Gylfi var að leika, gat engum dul- ist, að Gylfi og forustumenn Al- reiknaði með að hér yrði um að ræða beinar samningaviðræður við stjórn Alþýðusambandsins eöa aðra aðila vinnumarkaðarins heldur fyrst og fremst að þeir aðilar sem að stjórnarmyndunar- tilrauninni stóðu kynntu sér við- horf forustumanna launþegasam- takanna áður en ákvarðanir yrðu teknar. Hitt stendur þó upp úr og er aðalatriðið, að forustumenn Alþýðuflokksins skorti bersýni- lega vilja til samstarfs. Herstöðvamálið — Hvernig stóðu leikar i her- stöðvamálinu þegar upp var stað- ið? — Herstöðvamálið var ágrein- ingsmál, þvi Alþýðuflokkurinn var frá upphafi mjög tregur til að ganga til móts við þá stefnu, sem rikisstjórnarflokkarnir mörkuðu sameiginlega á sl. vori, en þó var fengið samkomulag um tvö atriði. 1 fyrsta lagi, að það væri stefna væntanlegrar rikisstjórnar, að herinn hyrfi af landi brott og i ööru lagi, að þegar á næsta ári yrði stórt skref stigið i þá átt og þá yrði „fækkað verulega” i her- liðinu. Hins vegar var ágreining- ur um það hvernig túlka bæri orð- in „verulegur hluti”. Við vildum að I þvi fælist að minnsta kosti helmingur liðsins, Framsókn miðaði við 1/3-1/4 hluta liðsins, en Alþýðuflokkurinn neitaði alger- lega að gefa á þessu nokkrar tölu- legar skilgreiningar. Hann fékkst heldur ekki til að semja neitt um það hversu háttað yrði brottför hersins. En á það reyndi aldrei til fulls hvort mögulegt væri að ná endum saman, þvi deilan milli Gylfa og Ólafs um samráðin við verkalýðshreyfinguna og aðra aöila vinnumarkaðarins réði úr- slitum. Efnahagsmál — Hvað um ráðstafanir i efna- hagsmálum? — 1 efnahagsmálunum var uppi ágreiningur um ýmis atriði og þá fyrst og fremst um eðli þeirra efnahagsaðgerða sem um var rætt. Við Alþýðubandalags- menn lögðum á það megináherslu að kjör hinna lægstlaunuðu yrðu ekki skert og þeir sem betur mættu sin tækju byrðarnar á sig. Ragnar Arnalds. Við vorum andvigir enn frekari hækkun söluskattsins og bentum á ýmsar aðrar leiðir til skattlagn- ingar. Þó að við værum til við- ræðu um það, að óhjákvæmilegt kynni að reynast að breyta gengi krónunnar vorum við algerlega mótfallnir þvi, að leysa allan vanda atvinnuveganna með veru- legri gengisfellingu. Einnig lögðum við þunga áherslu á ýmsar veigamiklar breytingar á efnahagskerfinu til dæmis varðandi skipulag inn- flutningsmála, oliusölu og vá- tryggingakerfis. Um þessi ágreiningsmál hafði ekki skapast samstaða, en ég met það svo að ekki hafi vantað mikið á að endar næðust saman i efnahagsmálun- um ef vilji hefði verið fyrir hendi. Landhelgismálið — En hvað um landhelgismál- ið? — 1 landhelgismálinu lögðum við Alþýðubandalagsmenn á það mesta áherslu að engar frekari undanþágur yrðu veittar útlend- ingum i 50 milna landhelginni en Framhald á 11. siðu. Umrœður í Genf í sjálfheldu GENF 13/8 — Svo virtist sem vopnahlésumræðurnar i Genf milli utanrlkisráðherra Grikk- lands, Tyrklands og Bretlands væru komnar i sjálfheldu i gær- kvöldi, þegar Tyrkir settu Grikkj- um úrslitakosti og gáfu þeim sól- arhringsfrest til að ganga að til- lögum sinum um framtiðarlausn á Kýpur-deilunni. Sagt er að kjarni tyrknesku til- lögunnar sé sá að Kýpur verði skipt i fylki og verði Kýrenia stærst af mörgum tyrkneskum fylkjum. Aður höfðu Tyrkir ein- ungis krafist þess að eyjan yrði gerð að sambandslýðveldi griska og tyrkneska Jijóðarbrotsins. Mavros utanrikisráðherra Grikk- lands sagði að Tyrkir krefðust þess nú að Kýpur-Tyrkir fengju 35 af hundraði eyjarinnar og taldi hann það langt gengið ef aðeins 18 af hundraði ibúanna ættu að fá svo stóran hluta landrýmisins. 1 gærkvöldi hótaði Turan Gunes, utanrikisráðherra Tyrk- lands að yfirgefa ráðstefnuna i Genf, af þvi að Grikkir höfðu ekki viljað samþykkja tillögur Tyrkja, en James Callaghan, utanrikis- ráðherra Bretlands, sló á þráðinn til Kissingers og gat síðan talið Gunes á að reyna enn. Glafkos Klerides, forseti Kýpur, samdi i nótt nýjar tillögur til lausnar Kýpurdeilunni og átti að ræða þær I dag, en þeim fundi var af- lýst. Nokkrum skotum var hleypt af I Nikoslu i nótt, en engar fréttir hafa borist um alvarlega árekstra. Fréttamenn telja að náist ekki samkomulag i Genf séu miklar likur á þvi að bardagar hefjist á ný. Fyrirmœli um lin- kind við þýska Það var varðskipið Óðinn, sem skar á togvira vestur-þýska togarans BX-735 i fyrradag. Skipherra á óðni er nú Helgi Hall- varðsson. Framnesið, sem verið hefur að fiska á svipuðum slóðum og skorið var aftan úr landhelgisbrjótnum, þ.e. á Halanum, fékk skömmu eftir að þeir atburðir gerðust vörpu i trollið. Eru miklar likur til að það sé varpa Vestup'-Þjóð- verjans. Skipherrar fylgja fyrirmælum Þjóðviljinn leitaði I gær upp- lýsinga hjá Landhelgisgæsl- unni um það, hvert þessi tog- viraklipping boðaði einhverja stefnubreytingu gagnvart vestur-þýskum landhelgis- brjótum. Þröstur Sigtryggsson skip- herra, sem varð fyrir svörum, sagði, aö sú stefna, sem Land- helgisgæslan hefur að undan- förnu fylgt gagnvart Vestur- Þjóðverjum, ætti að sinu viti upphaf sitt hjá rikisstjórninni. Þvi væri rétt að leita upplýs- inga um þau mál hjá viðkom- andi ráðherra. Sagði Þröstur, að enn hefði ekki borist skýrsla um atburð- ina á Halanum, en hugsanlegt væri, að vestur-þýski togarinn hefði ekki sinnt aðvörunum og þá hefði verið klippt á virana. Þröstur sagði, að siðastlið- inn vetur hefði hann sem skip- herra fongið fyrirmæli um að aðvara vestur-þýska togara 'innan landhelgi, þegar komið væri að þeim. Ef þeir tækju slikar aðvaranir til greina, átti að láta það duga. Vestur- Þjóðverjarnir hefðu alltaf hift inn, þegar komið var að þeim, og þvi hefði aldrei gefist tæki- færi til að beita klippunum. ólögleg varpa Litlu eftir að Óðinn klippti á togvira landhelgisbrjótsins fékk Framnesið vörpu i troll- ið. Eru mestar likur til, að það sé varpa umrædds togara. Pokinn var riðinn úr tvö- földu 4,5 mm 70 nælon-garni. Yfirbyrðið var klætt innan með 35 mm rækjuneti 15,5 fet upp. Neðra byrðið var klætt húðum út i leisi báðum megin, voru þær benslaðar við pok- ann að neðan. Auðséð er að trollið er mikið notað. I þvi voru um 500 kg af lifandi fiski. Virendar voru báðir þver- kubbaðir. Hlerarnir eru venjulegir járnhlerar, eins og notaðir eru á skuttogurum, en á þeim eru engir einkennis- stafir. óp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.