Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. ágúst 1974 Rannsóknarstofnun fiskiðnaöarins lét í vetur frarrrkvæma þrenns konar tilraunir í sambandi við geymslu á loðnu. Kannað var geymsluþol bræðsluloðnu, borið saman geymsluþol óvarinnar loðnu, isaðrar og rotvarinnar loðnu.með nitritformallnblöndu. Einnig var kannað geymsluþol isaðrar loðnu og loðnu geymdrar i kældum sjó , samanborið við óvarða loðnu. Þá var gerður samanburður á geymsluþoli átulausrar loðnu og loðnu með átu. Tilraunir þessar voru fram- kvæmdar i samvinnu við Sildar- verksmiðjur rikisins og fóru fram hjá S.R. á Reyðarfirði. Þjóðviljanum hafa borist skýrslur frá Jóhanni Guðmundssyni og Haraldi Gunn- laugssyni, en þeir unnu þessar til- raunir fyrir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Hér verður ekki reynt að sýna alla anga tilraunanna, eða út- skýra efnafræðilegar aðferðir fræðinganna, en helstu niður- stöður eru eftirfarandi og þá fyrst, hvað snertir geymsluþol bræðsluioðnu: Þar sem hitastigið er lægst er geymsluþolið mest. Það leikur þvi ekki vafi á, að kæling er mjög áhrifamikil geymsluaðferð. Áberandi var, að pressukaka, mjöl og lýsi voru mun ljósari úr loðnu, sem ekki var rotvarin. Fita i pressuköku umreiknuð á 8% raka var 11,5% i þvi isaða, en 12,1% i þvi óisaða. Hins vegar er ljóst, að það er ýmsum vand- kvæðum bundið að isa bræðslu- loðnu. Isframleiðsla er ekki það mikil, að hægt sé að isa verulegt magn. Ennfremur myndu skapast vandamál út af bræðslu- vatninu, sem eima þyrfti burtu i þurrkurum. Aðstaða til hráefnisöflunar getur oft verið þannig, að verk- smiðjurnar eigi einungis kost á loðnu i stuttan tima, en á þeim tima má hins vegar oft fá mikið magn af hráefni. Ennfremur gæti vel farið svo, að nauðsynlegt yrði að takmarka ennfrekar notkun nitritefna. Endurbætur á rotvörn og geymslu hráefnis eru þvi eitt af þýðingarmestu hagsmunamálum fiskimjölsiðnaðarins i dag. Geymsla á vinnsluloðnu Niðurstöður sérfræðinganna varðandi geymslu á loðnu til frystingar, voru eftirfarandi: Samkvæmt niðurstöðum þessum er hægt að frysta loðnu eftir þriggja sólarhringa geymslu i is eða kældum sjó. ísuð loðna hefur heldur meira geymsluþol, en sjókæld og er útlitsbetri. Fyrr ber á ýldulykt úr hrygnum en hængum. Rauður litur á kviðar- hoii kemur fyrr fram á hængum en hrygnum. Tilraunir þessar voru framkvæmdar á Rann- sóknastofnuninni og einungis notað litið magn af loðnu. Þess ber að gæta að á vinnslustöðvum verður loðnan fyrir meiri pressu og hnjaski og gætu niðurstöður þar þvi hugsanlega orðið aðrar. Niðurstöður þessar ættu þó að gefa upplýsingar um hvers vænta megi af framangreindum geymsluaðferðum. Samanburður á geymslu- þoli átulausrar loðnu og loðnu með átu: í átulausri loðnu voru fyrstu einkenni skemmda: Ýldulykt úr tálknum og brotin rifbein i smæstu fiskunum. í loðnu, með átu komu eftirtalin einkenni fram, áðuren ýldulyktar úr tálknum fór að gæta: Rauður blær við tálknaop og gotrauf. Brotin rifbein og trosnuð. Gráir blettir á roði og göt á kvið. Skemmdir eru þvi meiri, sem átan er meiri. Smáar loðnur eru viðkvæmari fyrir skemmdum en stórar. Mikil hrogn i fiskinum, virðast flýta fyrir skemmdum. Ekkert sér á loðnunni eftir frystinguna, en geymsluþol hennar þiddrar er minna en geymsluþol ferskrar ófrystar loðnu. Varast verður að frysta átu- fulla loðnu, þvi þó loðnan sé fryst það ný, að kviðskemmda sé þá ekki farið að gæta, hefja meltingarvökvarnir aftur starfsemi við uppþiðingu og valda þá skemmdum. Tilraunir með loðnu s o ð e i m i n g a t æ k j u m oj Undanfarið hafa sérfrœðingar kannað geymsluþol loðnu — ísaðrar, rotvarinnar og með átu — Helstu niðurstöður liggja fyrir. Styrktarfélag vangef- inna á Austurlandi S'tyrktarfélag vangef- inna á Austurlandi var stofnað sumarið 1973 og er rúmlega ársgamalt um þessar mundir. Rúmlega 1200 félags- menn bera vitni þeim al- menna áhuga og skilningi, sem þessi málefni eiga að mæta á Austurlandi. Umfangsmikil könnun hefur nýlega farið fram um land allt, könnun á fjölda og högum vangef- inna og hefur Margrét Margeirs- dóttir félagsráðgjafi haft þar yf- irumsjón. Könnun þessi er i samræmi við þingsályktun frá árinu 1973, en i samræmi við hana, skal einnig hafist handa um byggingu vist- heimila fyrir vangefna i þeim landshlutum, þar sem þörfin er mest. öll vistheimili fyrir van- gefna, að einu undanteknu, Sól- borg á Akureyri, eru á suðvestur- horni landsins. Könnunin leiddi ótvirætt i ljós þörf vistheimila, bæði á Austur- landi og Vestfjörðum. Brýnasta verkefni félagsins á Austurlandi er þvi undirbúningur og bygging vistheimilis i fjórð- ungnum. Þegar hefur mikið verið að málinu unnið og nú nýlega var kjörin þriggja manna byggingar- nefnd, sem i eiga sæti: Ástvaldur Kristófersson Seyðisfirði, sr. Ein- ar Þór Þorsteinsson, Eiðum og Helgi Seljan, Reyðarfirði. SÍNE—FÉLAG AR Sumarþing SíNE verður haldið 17. og 18. ágúst (laugardag og sunnudag) í Árna- qarði, stofu 201. Mætið stundvíslega kl. 14.00. Fundargögn liggja frammi á skrifstofu SfNE í Félagsmálastofnun stúdenta, föstu- daginn 16. ágúst. STJÓRNIN TILBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir hér með til sölu og niðurrifs, þjóðhátiðarsvið og palla, sem staðsett er viö Arnarhól. Frekari upplýsingar veittar hjá byggingadeild borgar- verkfræöings. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði, sem cr eða hafna öllum. Kaupandi skal hafa lokið verkinu og fjarlægt efni innan viku frá því aö tilboöi er tekið. Tilboð verða opnuö á skrifstofu vorri, föstudaginn 16. ágúst n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR v Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Akveðiö hefur verið að heimilið skuli risa á Egilsstöðum og verð- ur nú unnið að samningum við heimamenn þar um. Nú er leitað eftir stuðningi heilbrigðisráðu- neytisins við bygginguna og að þvi stefnt að hafist verði handa um framkvæmdir næsta ár. Styrktarfélagið hélt á sl. ári fræðslu- og kynningar fund i Staðarborg I Breiðdal, sem eink- um var hugsaður fyrir aðstand- endur vangefins fólks. Þangað komu hinir færustu fyrirlesarar og tókst fundurinn ágætlega. Aðalfundur félagsins verður svo haldinn 18. ágúst nk. að Eið- um og þá vérður einnig fræðclu fundur um málefni vangefinna á svipuðum grundvelli og var i Staðarborg og hefur félaginu á ný orðið vel ágengt meö hina ágæt- ustu fyrirlesara. Styrktarfélagið hefur frá stofn- un notið sérstaks velvilja Aust- firðinga, heima jafnt sem heiman m.a. þegið hinar ágætustu gjafir til starfseminnar. Félagið hefur snúið sér til sveitarstjórna á Austuriandi með beiðni um fjár- hagslegan stuðning og hlotið prýðilegar undirtektir. Það mun einnig leita aðstoðar rikisvaldsins i þessum efnum. Þess skal að lokum vænst, að sem flestir félagar sjái sér fært að mæta á aðalfundinum 18. ágúst nk., ekki sist aðstandendur van- gefinna, sem gætu haft mikið gagn af fræðslufundinum. For- maður félagsins er Kristján Gissurarson, Eiðum, en aðrir i stjórn eru: Aðalbjörg Magnús- dóttir, Búðum, Asdis Gisladóttir, Breiðdal, Kristján Ingólfsson, Reyðarfirði og undirritaður. Reykjavík 10/8 ’74 Helgi Seljan Noregur: Dregur úr aukningu orkuneyslu Osló 12/8 — Norska tölfræðistofn- unin hefur sent frá sér skýrslu um orkuneyslu Norðmanna árin 1969—72. í henni birtist sú merki- lega staðreynd að aukning orku- neyslu var mun minni á þessum árum en á árunum 1960—69. A fyrra timabilinu jókst orku- neyslan að meðaltali um 6% ár- lega en á þvi siðara aðeins um 2,8% að meðaltali á ári. I áætlun- um yfirvalda haföi verið gert ráð fyrir 4,5% meðalaukningu á ári. Skýrslan sýnir að mikil breyt- ing hefur orðið á orkugjöfum. Hafi mjög dregið úr notkun kola og annars eldneytis i föstu fomi en notkun oliu og þó einkum raf- magns aukist verulga. Olæiu- notkun Norðmanna var all 6,1 miljón tona árið 1972 enrafn- magnsnotkuninnam það ár alls tæplega 57 miljónuh kílóvatt- stunda. Af heildarorkuneyslunni var hlutur rafmagnsns 54,2% en oliunnar 37,1% ogaðrir orkugjaf- ar voru 8,7% af heildaneyslunni. VestmannaeyingaríReykjavík og nagrenni Ég leyfi mér að senda ykkur, Vestmannaeyingum, sem enn eruð dreifðir um Reykjavik og nágrannabæina, Kópavog, Garðahrepp og Hafnarfjörð, smá orðsendingu. Svo er mál með vexti, að fimmtudagskvöldið, er kemur, þann 15. þ.m. er ákveðið að hafa heigistund i kirkju Óháða safnað- arins, sem jafnframt verður þakkarstund, en við þennan söfn- uð, prest hans, sira Emil Björns- son ásamt öllu starfsfólki safnað- arins, stöndum við Vestmannaey- ingar i óbættri þakkarskuld og reyndar við söfnuðinn i heild. Presturinn og safnaðarstjórnin sýndi okkur þá einstöku velvild, þegar við neyddumst til að flýja heimili okkar, að bjóða okkur inni i kirkju sinni endurgjaldslaust svo lengi, sem við þyrftum á að halda. í þessari kirkju hefur verið miðstöð safnaðarstarfs Landa- ■ kirkju i dreifingunni. Alit, sem þvi starfi fylgir hefur okkur stað- ið þar til boða. Auk þess höfum við notið stuðnings margra ómet- anlegra starfskrafta, svo sem kirkjukórs safnaðarins, sem allt- af hefur mætt til hverrar messu, ásamt fleirum ágætum söng- kröftum undir stjórn hins mikil- hæfa söngstjóra og kirkjuorgan- ista, Jóns Isleifssonar, sem innt hefur mikið starf af höndum i okkar þágu endurgjaldslaust. Þá má og geta þess, að söfnuðir Framhald á 11. siðu. Styrkir úr minningar- sjóði dr. Urbancic Þjóðviljanum hefur borist svo- hljóðandi fréttatilkynning: Eins og áður var hinn 9. ágúst sl., á afmælisdegi dr. Victors Ur- bancic, úthlutað styrk úr minningarsjóði hans. Styrkinn skyldi að þessu sinni veita hjúkr- unarkonu til sérnáms I hjúkrun heila- og taugaskurðsjúklinga I samræmi við skipulagsskrá sjóðsins. Styrkinn hlaut Kristin óladóttir, yfirhjúkrunarkona við gjörgæsludeild Borgarspitalans i Reykjavik, og hyggst hún fara ut- an á næstunni þeirra erinda. Sjóðnum hafa að undanförnu borist ýmsar gjafir eins og áður, og ber þar fyrst að nefna mynda legt framlag Þjóðleikhússkór ins, en hann hefur löngum stuðlí að vexti og viðgangi sjóðsins m« framlögum i einhverri mynd. Stjórn sjóðsins skipa nú Kris inn Guðmundsson, sérfræðingur heila- og taugaskurðlækningun Þorsteinn Sveinssön, lögmaðu og dr. Melitta Urbancic. Þess má geta, að minninga spjöld sjóðsins fást i Bókaverslu Isafoldar, Austurstræti, Bók; verslun Snæbjarnar Jónssona Hafnarstræti 4, og á aðalskri stofu Landsbankans, Ingólfshvo við Hafnarstræti, 2. hæð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.