Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 5
Miftvikudagur 14. ágúst 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Skopmynd af nokkrum fremstu skákmönnum Sovétrfkjanna. Viðtal við Tal um einvígi þeirra Kortsnojs og Karpovs A. Roshalj (APN) Blaðamaður APN bað Mikhail Tal, fyrrverandi heimsmeistara i skák að segja frá áliti sinu á fyr- irhuguðu einvigi þeirra Viktors Kortsnojs og Anatóli Karpovs og hvað honum fyndist um leikstíl þeirra. „Still þeirra hefur komið nokk- uð skýrt fram I þeim forkeppnum, sem þeir hafa leikið i. Mig langar einkum til að leggja áherslu á, að i einviginu við Petrosjan lék Kortsnoj af hörku og sýndi bestu þætti Iþróttaeðlis sins, og fyrir það gáfu vestrænir blaðamenn honum viðurnefnið „Viktor hræðilegi”. Ég ætla að reyna að útskýra I hverju iþróttaeðli hans er fólgið. Eitt sinn er Kortsnoj haföi unn- ið með glæsibrag allar sinar skákir i alþjóðakeppni, nema eina, sem lauk með jafntefli, hóp- uðust að honum blaðamenn, eins og gefur aö skilja. 1 slikum tilfell- um talar sigurvegarinn venjulega um góöa veðrið og I hversu góðu skapi hann sé. En Kortsnoj sagði reiðilega, að hann hefði leikið illa. Það hefði orðið jafntefli, en hann hefði getaö unnið og setti fram dæmi þvi til sönnunar. Þetta hélt ég, að væri allur Kortsnoj. En þar skjátlaðist mér. Satt að segja hef ég aldrei séð slikan Kortsnoj eins og ég sá i ein- viginu við Petrosjan. Hann gekk berserksgang eins og venjulega, en var Ihugulli en nokkru sinni áður. 1 einviginu 1971 flækti Petrosjan Kortsnoj i leikkerfi sinu, en nú fór allt á aðra leið. Sigur Karpovs yfir Spasski hafði enn meiri áhrif á mig. 1 ein- vigi þeirra i Leningrad hafði ég mestan áhuga á að vita, hvernig Karpov, sem ekki er vanur að tapa, tæki hinum fyrsta ósigri sinum. Svo kom fyrsta skákin. Spasski vann með yfirburðum. Karpov fékk kvef og varð að nota annan af leyfilegum veikindadög- um. Ég hélt satt að segja, að Karpov mundi falla saman þrátt fyrir ytri uppgerðarró. En i þeim skákum, sem eftir voru, sýndi Karpov sig sem þroskaðan bar- dagamann með stáltaugar.” Tal heldur áfram: „Endirinn á niundu skák Karpovs og Spasski hafði mikil áhrif á mig. Þegar skákmaður finnur eina leikinn, sem leiðir til vinnings, fær hann tvö upphrópunarmerki. Hann á það skilið. En hvernig á að meta það, þegar skákmaður velur þaö framhald af mörgum tilbrigðum, sem augljóst er strax eftir leikinn að leiðir einmitt til sigurs. Við at- huguðum mögulega peðfórn hjá Spasski og reyndum að sanna aö hún væri ekki nægileg og að hvit- ur ætti að sigra, þegar erfiðleik- unum hefði veriö rutt úr vegi, en Karpov leikur, og þar með er skákin búin.” Tal kemur sér hjá að svara spurningunni um, hvor sigri I lokaeinviginu, Karpov eða Kortsnoj. Þess I stað segir hann: „Mig langar til að minna á, að vinningafjöldi þeirra er jafn, 2:2 og eitt jafntefli. Það má segja, að Karpov hafi þar smávegis yfir- buröi, þar sem hann hafði svart i tveim skákum, sem hann tefldi til sigurs. En tekur þvi að tala um slika smámuni, þegar önnur eins keppni er framundan?” A siðasta Olympíuskákmóti, sem haldið var i borginni Nizza spurði blaðamaður APN nokkra erlenda stórmeistara um álit þeirra á einvigi Kortsnojs og Karpovs. Jan Timmerman frá Hollandi sagöi, að Kortsnoj mundi eins og venjulega komast i timaþröng og i þessu langa einvigi gæti aldurs- munur keppendanna haft áhrif, en Kortsnoj er 20 árum eldri en Karpov. Karpov teflir aftur á' móti léttilega og kemst aldrei i timaþröng. Hollenski stórmeist- arinn telur, að þar liggi yfirburðir Karpovs. Sviinn Ulf Andersson og Ung- verjinn Laiosh Portish telja möguleika skákmannanna nokk- urn vegin jafna, en tékkneski stórmeistarinn Vlastimil Hort leggur áherslu á hið góða Iþrótta- form Karpovs. Hann telur, að ein- vigið, sem hefst I Sambandshús- inu i Moskvu i september verði „taugastrið”. Miguel Naidorf, argentinski stórmeistarinn telur, að Karpov muni sigra. En hvað er álit þeirra sjálfra? Ég ætla að segja frá tveim at- burðum, sem ég varð vitni að. í neðanjarðarlestinni i Moskvu þekktu þrir drengir Karpov og báöu hann um eiginhandaráritun ' og óskuðu honum siðan velgengni I einviginu viö Fisher. „Það er enn langt þangað til”, sagði Karpov. „Ég á eftir að heyja þungt einvigi við Kortsnoj.” Stuttu siðar gekk ég á götu með Kortsnoj og tveir stúdentar báðu hann um eiginhandaráritun og spurðu, hvað hann heldi um fyrir- hugað einvigi. „Ég vinn örugg- lega”, sagði Kortsnoj. Það er alls ekki ætlunin að láta lita svo út, sem Kortsnoj sé mont- inn maður. En hann reynir aðeins aö vera viss um lokasigur sinn. Aldurinn rekur á eftir honum. Það er nú eða aldrei. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi að gjalddagi söluskatts fyrir júlimán- uð er 15. ágúst. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu i þririti. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ 12. ágúst 1974 ÚTSALA Útsalan hefst á morgun ULLARKÁPUR JERSEYKÁPUR CRIMPLENEKÁPUR TERYLENEKÁPUR FRAKKAR DRAGTIR JAKKAR BUXNADRAGTIR Fjölbreytt úrval, lágt verð Bernharð Laxdal Kjörgarði Frá menntamála- ráðuneytinu Akveðið hefur verið að halda námskeið I sjóvinnubrögðum fyrir kennara og aðra þá sem taka vilja að sér kennslu f sjóvinnubrögðum I gagnfræðaskólum. Námskeiðið veröur haidiö i Stýrimannaskólanum I Reykjavik dagana 2.—13. september n.k. Umsóknir sendist ráðuneytinu eigi siðar en 22. ágúst. Menntamálaráðuneytið. Atvinna Trésmiðir og verkamenn óskast Vantar strax trésmiði og verkamenn. Næg vinna. Upplýsingar i simum 84825 og 40650. Kvöidsimi: 37343. Læknaritarar 2 stöður læknaritara i Borgarspitalanum eru lausar til umsóknar. Góð vélritunarkunnátta áskilin. Umsóknir skulu sendar skrifstofustjóra, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar um stöðurnar. Reykjavik 13. ágúst 1974. BORGARSPÍTALINN PÓSTUR OG S Lausar stöður hjá Rekstursdeild — ÍSAFJÖRÐUR — staða loftskeytamanns eða simritara við loftskeyta- stöðina. — staða póstafgreiðslumanns. Nánari upplýsingar veitir umdæmisstjóri Pósts og sima ísafirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.