Þjóðviljinn - 14.08.1974, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 14.08.1974, Qupperneq 7
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. ágúst 1974 Miövikudagur 14. ágúst 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIDA? Um seinagang, ræöuhöld, stjórnmálamann og skáld, og um útlitið meö niðurstöðu hafréttarráðstefnunnar gera neina samþykkt nu meöan málin eru öll i deiglunni. Um þetta hefur verið tekist á nú um hriö og er meö öllu óvist um úrslit. Jafnframt hefur veriö starfaö i nefndum, og töluveröur skriöur á fyrstu og þriöju nefnd, en i annarri nefnd, þar sem auölindalögsagan er til umræöu, gengur allt hægar. Þó er sú breyting á orðin, að nú þykjast nær allir fylgjandi 200 milna auðlindalögsögu i einhverri mynd. En hvað á að felast i hugtakinu? Um það eru skoðanir enn harla skiptar, allt frá þvi að slik lögsaga eigi ekki annað að vera en nafnið tómt — og yfir á hinn kantinn, að þar verði um a ræöa fullkomið lögsöguvald, eins og innan eiginlegrar landheigi. Skáld og stjórnmálamaður Algent er það vist ekki, að góð skáld séu jafnframt mikilhæfir stjórnmálaleiðtogar, en þó kemur þaö fyrir. Venezúelabúar minnast þess með nokkru stolti, ekki siður en islendingar, að þeir hafa átt gott skáld og merkan stjórnmála- mann i einni og sömu persónu. í gær birtu blöð hér greinar i tilefni þess að liðin voru 90 ár frá fæðingu rithöfundarins Rómulo Gallegos, sem jafnframt var ákafur baráttumaður fyrir betra og réttlátara þjóðskipulagi og varð fyrstur þjóðkjörinn forseti Venezúela. Rómulo Gallegos gerðist ungur viðkunnur skáldsagnahöfundur og er talinn i fremstu röð suður- ameriskra skálda á fyrri hluta þessarar aldar. En jafnframt var hann á timum einræðis og harðstjórnar áhrifamikill tals- maður lýðræðislegra stjórnar- hátta. Höfðu rit hans og ræður mikil áhrif meðal stúdenta. Á heimsstyrjaldarárunum siðari stofnuðu lærisveinar hans stjórn- málaflokk þann — Acción Demo- cratica —-sem á fáum árum varð öflugasta stjórnmálahreyfing landsins og hefur verið það löngum siöan. Að visu þykir flokkurinn hafa tekið allmiklum breytingum og hefur ekki siðari árin haft uppi eins róttæk stefnu- miö og áður meðan sósialiskra skoðana gætti mjög innan hans. Arið 1947 tókst Gallegos og félögum hans að koma fram þeirri breytingu á stjórnarskrá landsins, að framvegis skyldi forseti Venezúela vera þjóð- kjörinn. Aður hafði átt að heita svo að þingið kysi forsetann, en i reynd höföu hershöfðingjar eða liösforingjar skipst á að hrifsa til sin völdin og stjórnað meö hernaðarofbeldi i langan tima eða skamman. 1 desembermánuði 1947 gerðust þau stórtiðindi i þessu landi, að þar fóru fram frjálsar kosningar i fyrsta sinn. Kjörinn var forseti til 5 ára. Rómúló Gallegos var i kjöri og náði hann kosningu. Hann og félagar hans hófust þegar handa um margvislegar umbætur. Byrjað var aö taka land eignar- námi og skipta þvi meöal bændaj löggjöf um stórfelldar félagslegar umbætur var á prjónunum: rikinu var tryggður stóraukinn hluti oliugróðansi loks var lagt fyrir þingið frumvarp, sem átti að draga mjög úr pólitisku áhrifa- valdi hersins. En nú þótti aftur- haldsöflunum, erlendum sem innlendum fjármagnseigendum, svo og hershöfðingunum meira en nóg komiö. Haustiö 1948, eftir átta mánaða valdaskeið, steypti herinn Gallegos og stjórn hans og hófst þá enn ógnarstjórn herfor- ingja, sem stóö i tiu ár. Siöan voru það lærisveinar Gallegos, sem náðu völdunum á ný i frjálsum kosningum, og hafa þeir verið áhrifamiklir hér i landi fram á þennan dag. Er og naumast sá stjórnmálamaður til I þessu landi, vilji hann láta kenna sig við umbætur og lýðræði, að hann telji sig ekki með nokkrum hætti læri- svein skáldsins Rómulo Gallegos. GILS GUÐMUNDSS. SKRIFAR FRÁ CARACAS (5 ágúst 1974) tslenska sendinefndin (Caracas: Þór Viihjáimsson, Finnbogi R. Valdi- marsson, Hans G. Andersen, Már Elisson og Giis Guömundsson. Ráðstefna 140 þjóða er þung í vöfum Hans G. Andersen, formaöur fslensku sendinefndarinnar. flytur ræöu. Amerasinghe I forsetastóli. Ekki verður annað sagt en löturhægt gangi hér á haf réttarráðstef nunni. — Menn halda ræður þindar- laust, segja einatt í hundraðasta eða þúsund- asta sinn, það sem búið er að segja daglega allan ráðstefnutímann. Oft eru miklar umbúðir utan um lítið. Með mælgí og orða- leppum er það blásið upp í hálftíma ræðu sem auðvelt virðist að segja á fimm mínútum. Það er ekki hlaupið að því að hraða störf um á f undum þar sem 140 þjóðir eiga fulltrúa — ekki svo fáa með óstöðvandi munnræpu. Takmarkaður ræðutími Eftir að almennu umræðunum lauk i annarri nefnd og tekið var að ræða einstök efnisatriöi hvert út af fyrir sig sá nefndarformaður brátt þann kost vænstan að bera fram tillögu um takmörkun ræðu- tima. Ég má segja aö það var daginn eftir aö hann tilkynnti aö morgni að nú væru 40 á mælenda- skrá, en lét þess getið um kvöldiö að þeir væru orðnir sextiu, og heföu þó 20 haldið ræður þann daginn! Tillaga formanns um 15 min- útna hámarksræöutíma i annarri nefnd var siðan samþykkt. Ein- hverjir muldruðu að visu og fannst skammturinn smár, en enginn hreyfði beinum mót- mælum. Hitt kom svo fljðtlega i ljós, aö sumir áttu ómögulegt með að takmarka sig. Voru þeir þá gjarna i miöri ræöu þegar timinn var þrotinn. Var formaður réttilega nokkuð strangur og krafðistþess að timamörkin væru virt. Þá tóku einhverjir upp á þvi að flytja mál sitt með slfkum ógnarhraða, aö litt eða ekki skildist. Það var þó fljótlega stöðvað ma. vegna þess að túlk- arnirgerðu verkfall og neituðu að reyna að þýða slikar hriöskota- ræður. Hefur formanni tekist að koma allgóðri skipan hér á, og má nú heita að hver maður viröi settar reglur um ræðutima — enda er hann hiklaust sviptur orðinu að öðrum kosti. Amerasinghe, forseti ráð- stefnunnar hér, hefur staðið i ströngu undanfarna daga. Astæðan er sú, að fyrir rúmri viku, þegar sýnt var, að miklu verki yrði ólokið er ráðstefnu- tlminn rynni út 29. ágúst, kom hann með tvær uppástungur sem hann bað menn hugleiða og taka afstöðu til heldur fyrr en siðar. Fyrri uppástungan var sú, að þvi yrði beint til næsta allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna að ákveða að framhaldsfundir ráðstefnunnar veröi i Vinarborg i mars — april, á næsta ári, en ekki I júli — ágúst, eins og áður hafði verið ráðgert. Hin uppástungan var á þá leið að ráðstefnan hér i Caracas sendi frá ser undir lokin yfirlýsingu, þar sem megin- stefnan væri mörkuð i stórum dráttum, og frá þvi greint að hverju unnið sé á þessu sjávar- lagaþingi. Ekki verður sagt að allir hafi tekiö uppastungum þessum vel, sist hinni siðarnefndu. En timasetning framhaldsráðstefn- unnar hefur einnig verið umdeild, enda þótt flestir séu fylgjandi því aö sú ráöstefna eigi að vera eins fljótt og við verður komið. En um hitt eru risnar alvarlegar deilur, hvort héðan frá Caracas á að koma stefnumarkandi yfirlýsing eða einungis skýrsla um það, hvar mál verða á vegi stödd i lok ágúst. Andstæðingar stefnuyfir- lýsingu nú eru einkum fulltrúar þeirra rikja, sem eru i raun and- vigir 200 milna auðlindalögsögu, nema þá i svo útvatnaöri eða vanaðri mynd að strandariki yröi litið gagn að. Hefja þessir ræöu- menn einatt mál sitt á þvl að bera lof á Amerasinghe forseta en taka siöan að mæla gegn tillögu hans af miklum móði. Hitt kann að vera, aö þeir ræðumenn séu I meirihluta, sem fylgjandi eru stefnumarkandi samþykkt. Athygli vekur þó, að nokkur rlki, sem eindregið eru fylgjandi hug- myndinni um 200 milna auðlinda- lögsögu telja ekki timabært að „Nixon hinn spillti fór og Kissinger hinn vammlausi heldur áfram starfi sínu” — en er þetta allur sannleikurinn? Þegar harmleikurinn er á enda getur Kissinger hafist handa á ný. Sigur bandarísks lýðræöis? Ef dæma á eftir þeim fróðlegu greinum, sem birst hafa að und- anförnu um Vatnsgáttarmálið, horfir það mjög einfaldlega við. Þótt sjálft innbrotiö I höfuð- stöðvar demókrata sé harla und- arlegt og ekki siður hvernig það gat gerst, að „jafnreyndur og þrautþjálfaður stjórnmálamaður og Richard Nixon legði blessun sina yfir tilraunir til þess að leyna þvi, hverjir að þessu innbroti stóðu, og fremdi þar með bein lögbrot” (leiðarahöf. „Morgun- blaðsins”), er það hins vegar augljóst að Nixon ber ábyrgðina einn (með yfirhylmingunum ef ekki öðru) og hefur i rauninni litið gert annað en flækjast i þvi um alllangan tima. Þessi ófarsæli stjórnmálamaður hefur litið gott gert á forsetaferli sinum — nema kveða sér til aðstoðar snillinginn Kissinger, sem siðan hefur ger- breytt ásjónu heimsins. En nú hefur „maðurinn sem ekki var þorandi að láta selja sér notaðan bii” orðið að hrökklast burt og 'skil ið eftir sig Ford. Þetta er beinlinis „kaþarsis”: „Watergatemálið hlýtur að leiða til þess að hreina bandarisk stjornmál af margvis- legri spillingarstarfsemi” sagði leiðarahöfundur „Morgunbjaðs- ins”. En einkum sýnir málið þó styrk bandarisks lýðræöis sem gat afmarkað meinsemdina og numið hana burtu án þess að skaða heilbrigða hluta stjórnar- likamans. „Nú hefur ótvirætt verið sýnt fram á, að forseti Bandarikjanna hefur ekki alræð- isvald” sagði leiðarahöfundur „Visis”. Nixon hinn spillti fór, en Kissinger hinn vammlausi heldur áfram starfi sinu. Þetta er „sigur bandarisks lýðræðis”, og er nú óhætt að gleyma Vatnsgáttar- málinu. Sérstæð lýðræðishefð Nú er það engan veginn ætlunin að bera á móti þvi að bandarisk lýðræðishefð sé á margan hátt mjög sérstæð og hafi ýmsa kosti, sem verða aö teljast óvenjulegir. Þvertámóti. Þaðerfull ástæða til aö leggja enn einu sinni áherslu á það, að i flestum „lýðræðislönd- um” hefði mál af þessu tagi veriö þaggað niður umsvifalaust. Frá- sagnir herma aö Nixon og sam- starfsmenn hans hafi orðiö að leggja sig mjög i líma við að fela óþægilegar staðreyndir og gögn fyrir þeim, sem rannsökuðu mál- ið, og finna mútufé til að borga sökudólgum fyrir að halda sér saman. Sumir þættir þeirrar sögu eru hreinlega spaugilegir. En ef Nixon hefði verið forseti annars staðar, hefði honum vist verið sparað ómakið! Rannsóknar- nefndin hefði ekkert rannsakað, heldur hefði hún beitt sér með ráðum og dáð að þvi að breiða yfir sannleikann, og ef einhver rannsóknardómari hefði gerst of torvitinn hefði hann ekki fengið aögang að vitnum eða gögnum: „þau myndu ekki leiða neitt i ljós” hefði verið sagt, „en of hættulegt öryggi rlkisins að fara inn á þessar brautir.” Nægir i þessu sambandi að benda á Ben Barka-málið i Frakklandi eða hin margkvisluðu simhlerunar- mál þar. óþægilega einföld mynd En samt sem áður er þessi mynd af Vatnsgáttarmálinu, sem fjölmiðlar um viða veröld, aö þvi er virðist, hafa óspart boðað und- anfarna daga, óþægilega einföld og býður heim ýmsum lævisleg- um spurningum. Hvernig er unnt að rökstyðja þessa „hlutverka- skiptingu” milli Nixons og Kiss- ingers og halda þvi fram að hvor- ugur hafi átt þátt i verkum hins, þegar þess er gætt, að Nixon ræddi sennilega meir við Kissinger en flesta aðra, og með þeim i ráðum voru gjarnan tveir aðrir menn, Haldeman og Ehrlichman, sem eru báðir illi- lega flæktir i Vatnsgáttarmálið? Þessir fjórir menn voru i raun og veru voldugustu ráðamenn Bandarikjanna um skeið. Og ef bandariska þjóðin er eins mikil „fyrirmynd um heilbrigða stjórnarhætti og siðferðilegan styrk I stjórnarathöfnum” (leið- arahöf. „VIsis”) og af er látið i þessu máli, hvernig gat þá maður eins og Nixon oröið forseti? Það er þvi sýnt að Vatnsgáttarmálið er miklu flóknara en þessi ein- falda goðsaga fjölmiðlanna, og er þá ekki aðeins nauðsynlegt að lita betur á það,heldur lika fjalla um goðsöguna, sem um það hefur myndast. Víðtæk áætlun Eftir öllu þvi að dæma, sem vit- að er um málið, vissi Nixon ekk- ert um innbrotið i Vatnsgátt fyrr en eftir á. En það er þó ekki hægt að eigna það eingöngu óstýrilát- um undirmönnum en sýkna hann af öllu ööru en yfirhylmingum. Vatnsgáttarmálið var ekki ein- angrað, það var aðeins liöur i mjög viðtækri áætlun um póli- tiska njósna- og skemmdarverka- starfsemi, sem Nixon og nánustu samstarfsmenn hans höfðu komiö á fót i stórum dráttum, en létu aðra um að framkvæma i smáat- riðum. Þegareitt atriöi hennar — innbrotið I Vatnsgátt — komst upp i júni 1972, átti hann ekki ann- ars kost en hylma yfir þaö, þvi að annars átti hann það vist að öll á- ætlunin kæmi i dagsljósiö og þá var hæpið að hann næði endur- kjöri. Þessi áætlun var i fullu samræmi við skapgerð Nixons, sem hefur eins og áður var skýrt frá hér i blaðinu alltaf beitt mjög hæpnum aðgerðum á stjórnmála- ferli sinum, en það skýrir þó ekki allt. Ein aðalástæðan var nefnilega sú mótsögn, sem Bandarikja- menn hafa lengi verið flæktir i: hvernig hægt. er að beita ofbeldi og glæpum erlendis en gæta lýð- ræðisreglna heima fyrir — án þess að ofbeldið gegnsýri þjóðfé- lagið heima eða lýðræðisreglurn- ar trufli striðsreksturinn. Þessi mótsögn leiddi ráðamenn lands- ins til að ljúga æ meir að lands- mönnum („credibility gap”), sem bundu hendur þeirra, og aðr- ar lygar óupplýstar vofðu yfir höfði þeirra eins og Damóklesar- sverð. Nixon tók við þessum arfi, en hann leiddist inn á þær brautir eins og skapi hans var næst, að leysa mótsögnina á kostnaö lýð- ræðisreglna. Það er þó óvist eins og málum var komið að hann hefði getað forðast það að öllu leyti þótt hann hefði viljað. Áætlunin framkvæmd Fyrsta stóra skrefið á þeirri braut virðist hafa verið Ellsberg- máliö. Daniel Ellsberg afhjúpaði mikinn fjölda þeirra lyga, sem striðsreksturinn i Vietnam byggðist á, með þvi að birta leyniskjöl Pentagons 1971. Þettí var mjög óþægilegt fyrir Nixon og Kissinger, sem ætluðu að lama Norður-VIetnam sem mest. til að bjarga stöðu Bandarikjanna, og vildu ekki að andstaða gegn striðinu ykist heima fyrir, þvi að það gat enn dregist á langinn. Nixon brást þvi við með þvi að reyna að fá njósnastofnanir Bandarikjanna FBI og CIA til að taka upp strangt eftirlit (njósnir, simhleranir, innbrot o.þ.h.) gegn vinstri mönnum og friðarsinnum i landinu: þ.e.a.s. beita sömu að- ferð innanlands og Bandarikja- menn beita sums staðar erlendis. En yfirmenn þessara stofnana neituðu þessu. Þá greip Nixon til þess að stofna hina frægu „pipu- lagningadeild” Hvita hússins, sem átti að berjast gegn öllum „leka” leyndarmála. Þetta byrj- aði með simhlerunum i allstórum stil — og átti Kissinger veigamik- inn þátt I þeim — en fór siðan út i aðgerðir eins og innbrotið hjá sál- fræðingi Ellsbergs (til að leita aö einhverju sem gæti skaöað orðstir Daniels). Nixon og samstarfsmenn hans gerðu engan greinarmun á friöar- sinnum eða vinstri mönnum og svo demókrötum; þvi að allt voru þetta andstæðingar hans og þeirr- ar stefnu sem hann vildi fylgja i Vietnam. Það var þvi eölilegt áframhald þessarar starfsemi aö snúa henni gegn frambjóðenda- efnum demókrata. Þá hófst mjög viötæk skemmdarverkastarf- semi, sem allt of langt yrði aö segja frá hér, en hún beindist að þvi að spilla á allan hátt fyrir kosningabaráttu þeirra, t.d. með þvi að útbúa fölsk áróðursspjöld, sem eignuð voru demókrötum og áttu að hræða menn frá stuðningi við þá, eða jafnvel falsa skjöl, sem gerðu John Kennedy að nokkru leyti ábyrgan fyrir morð- inu á Ngo Dinh Diem. Þessu fylgdi einnig margþætt fjárplógs- starfsemi (sbr. ITT-málið). Eitt atriðið var svo að koma fyrir hlustunartækjum i aðalstöðv- um demókrata I Vatnsgátt og aðalstöðvum McGoverns, en þar endaði áætlunin, þvi að hvort tveggja mistókst. Aðalstöðva McGoverns var of vel gætt — og i Vatnsgátt voru njósnararnir gripnir. Sök Nixons Við rannsóknina á Vatnsgáttar- málinu komst svo öll áætlunin upp, þótt hæpið sé að öll kurl séu komin til grafar, og varð úr þvi versta hneykslið i allri sögu Bandarikjanna. Sök Nixons var sú að rugla saman tveimur svið- um, sem áttu að vera alger- lega aðgreind: stjórnaraðferðum innanlands og utan. Þetta var ekki einungis alvarlegt af þvi að þá var hætta á að ofbeldið utan- lands hefði óheppileg áhrif heima fyrir eins og gerðist i Frakklandi á dögum Alsirstriðsins — en af þessu virðast Bandarikjamenn hafa nokkrar áhyggjur, sbr. hina snjöllu mynd „Gestirnir” eftir Elia Kazan — heldur ekki siður af þvi að með þessu leiddi Nixon i ljós mótsetninguna, sem fólgin er i stefnu Bandarikjamanna. Að- geröir þeirra erlendis byggjast á þeirri „sögulegu viðleitni banda- risku þjóðarinnar að vera öðrum fyrirmynd um heilbrigða stjórn- arhætti og siðferðilegan styrk I stjórnarathöfnum”, svo að aftur sé vitnað I „Visi”, og ef það kem- ur i ljós að þetta tvennt rekst á þannig að annað verður undan að láta, sé þeim ekki haldið alger- lega aðgreindum, bresta öll rök, sem notuð hafa verið til réttlæt- ingar á aðgerðum Bandarikja- manna. Þess vegna varö Nixon að vlkja. En til þess að bjarga mál- unum, þurfti að búa til goðsögn- ina um hinn vammlausa Kiss- inger, sem hafði getað stjórnað utanrikismálum landsins á far- sælan hátt án þess að flækjast i neitt undirferli. Þetta var hreins- andi harmleikur — kaþarsis i dýpstu merkingu: blóraböggull- inn fórst i mótsögninni,en i staö- inn kom hetjan og upphóf hana um stundarsakir. Þab var aö visu sigur bandarisks lýðræöis — en enn meiri sigur þeirrar goðsögu sem bandarisk stefna byggist á. e.m.j. erlendum vettvangi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.