Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. ágúst 1974 Breiðahliksdrengirnir urðu þrefaldir íslandsmeistarar Fimmti flokkur Breiöabliks varö aö þessu sinni Islandsmeistari annaö áriö I röö. Fremri röö frá vinstri: Friögeir Guömundsson, Birgir Arnason, Trausti Ómarsson, Sigurjön Kristjánsson fyrirliöi, Birgir Mogensen, Sigtryggur Baldursson, Þóröur Daviösson og Ingvaldur Gústavsson. Aftari röö frá vinstri: Guðni Stefánsson formaöur knattspyrnudeildar Breiöabliks, Heiðar Bergmann Heiöarsson, Vilhjálmur Siguðrsson, Helgi Bentsson, óskar Friöbjörnsson, Siguröur Grétarsson (sem var marka- hæstur I sumar og skoraöi 20 mörk i lslandsmótinu) Aöalsteinn Jónsson, Júlíus Hafsteinsson, Jón Magnússon, Guömundur Þóröarson, sem þjálfaöi 5. flokkinn einnig I fyrra og hefur þvi gert hann aö tvö- földum islandsmeisturum. Fjóröi flokkur Breiöabliks. Fremri röö frá vinstri: Guömundur Þorkelsson, Arni Dan Einarsson, Þorsteinn Hilmarsson fyrirliöi. Þórir Gislason, Halldór Eiriksson, Bjarni Sigurösson og Siguröur Viggó Halldórsson (sem skoraöi bæöi mörk Breiöabliks iúrslitaleiknum). Aftari röðfrá vinstri: Guöni Stefáns son formaöur. Guömundur Ólafur Halldórsson, Jóhann Jóhannsson, Sveinn Ottósson, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Páli Ævar Pálsson, Birgir Teitsson, Benedikt Þór Guömundsson, Guömundur Agnar Kristinsson, Jóhann Grétar Halldór Sigurbjörnsson og Gissur Guömundsson þjálfari og formaöur ung- linganefndar knattspyrnudeildar. Þriöji flokkur Breiöabliks, sem varö meistari eftir hörkuspennandi leik gegn Valsmönnum: Fremri röö frá vinstri: Páll Kristinsson, Einar Guölaugsson, Ingvar Teitsson, Kristján Þór Gunnarsson, Valdimar Valdimarsson fyrirliöi, Rúnar Guömundsson, Vilmar Pétursson. Aftari röö frá vinstri: Asgeir Þorvaldsson þjálfari, Andrés Kristjánsson (sem skoraði glæsilega eina mark leiksins) Tómas Þór Tómasson, Jón Orri Guðmundsson, Theódór Guöfinnsson, Pálmar Breiöfjörö, Sigurjón Rannversson, ólafur Björnsson, Kjartan Arnason, Guöni Stefánsson, formaöur. A myndina vantar Hákon Gunnars- son, sem lék meö flokknum hvern einasta leik Isumar, nema úrslitaleikinn. í Kópavogi er mikil rækt lögð við yngri flokkana, og unglinga- starfið er svo sannarlega líflegt Það verður ekki annað sagt en að yngri drengirnir i Breiðabiik hafi skilað góðum árangri í sumar. Ekki einn einasti flokkur hefur tapað leik í íslands- mótinu/og hvorki meira né minna en 3 islands- meistarabikarar munu í veturog næsta sumar gista í Kópavogi. Undanúrslit og síðan úr- slita leikirnir í þriðja, fjórða og fimmta flokki fóru fram um helgina. Þar léku saman í 5. flokki UBK og Keflavík/ og sigraði Breiðablik með þremur mörkum gegn einu. Strax á eftir léku í 4. flokki sömu lið og aftur sigruðu Blik- arnir, — að þessu sinni 2-0. Síðasti leikurinn á Mela- velli i fyrrakvöld var svo í 3. flokki, og mættust þar Breiðablik og Valur. Sá leikur var geysispennandi og hnífjafn allan tímann, og mér er til efs að spenn- ingur á Melavelli hafi oft verið meiri en að þessu sinni. Eina mark leiksins, — sigurmarkið, — skoraði Andrés Kristjánsson um miðjan síðari hálfleik. Hann fékk stungubolta inn fyrir vörnina, að því er virtist í lokað færi út við endamörk, en glæsilegt þrumuskot Andrésar rat- aði réttu leiðina, og fögn- uður Blikanna var innileg- ur. Engum dylst, aö á bak viö góð- an árangur knattspyrnumann- anna ungu liggur mikiö og óeigin- gjarnt starf þjálfara, forystu- manna og ekki sist drengjanna sjálfra. Viö höföum samband við Gissur Guömundsson, formann unglinganefndar Breiðabliks og báðum hann aö segja okkur lítil- lega frá starfinu. — Jú, þaö er rétt, við höfum lagt á okkur mikla vinnu, og árangurinn kom heldur betur i ljós. Hér hafa þjálfarar mætt undantekningarlaust á hverja einustu æfingu, og er þaö vissu- lega mjög mikilvægt. Æfing hefur aldrei fallið niöur, og ég hygg að næstum hver einasti leikmaður hafi mætt 100% i allt sumar. Það hefur hjálpaö okkur mikið hve foreidrar hafa verið skilningsrik- ir, og sumarleyfum t.d. verið frestað unnvörpum eingöngu vegna knattspyrnuleikja. Nú er mótinu lokið, og margir eru þegar lagðir af staö i feröalög. Má sem dæmi nefna, að einn af strákun- um lagði af stað til ítaliu 12 klukkustundum eftir að úrslita- leiknum lauk. — Félagsandinn? — Það verður ekki annað sagt en að hann sé eins og best verður á kosið. Við höfum komist langt á þvi einu að vinna saman sem ein hönd og taka þátt i gleði og sorg hvers annars. Vináttuböndin eru traust og leggja grunninn að árekstralausu starfi. Við reynum að vinna eitthvað saman annars staðar en eingöngu á æfingum, og má t.d. nefna, aö til að safna I ferðasjóð höfum við tekið að okkur margs konar dreif- ingu blaða og bæklinga um Kópa- voginn. Siöan komum við saman á skemmtun við og við og veljum árlega Iþróttamann ársins i hverjum flokki. Þeim, er þann titil hreppir, eru veitt verölaun, bikar o.fl. — Er ekki æft allan daginn hjá þeim áhugasömustu? — Ekki segi ég það nú, en Kópavogsbær launar starfsmann hér við völlinn allt árið um kring, og þess vegna geta strákarnir komið hér þegar þeir vilja, fengið lánaðan bolta og haft aðgang að bað- og búningsklefum. Margir notfæra sér þetta, og er hjálp I þvi eins og öðru. 8-liða bikar er í kvöld 1 kvöld klukkan 20.00 fara fram leikir I 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Þegar liðin voru dregin saman vildi þann- ig til, að leikir lentu á 4 stöðum á landsbyggðinni og geta þeir þvi allir farið fram i kvöld, en oft hefur dráttur oröið þannig, að tvö lið lenda á Laugardals- velli sem heimavelli, og tefur það bikarkeppnina nokkuð. í kvöld fara þvi 4 leikir fram: IBK — Valur i Keflavlk, 1A — Fram á Akranesi, IBV — Völsungur i Vestmannaeyjum og Vikingur — KR á Laugar- dalsvelli. Umsjón: Gunnar Steinn Pálsson 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.