Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikadagur 14. ágúst 1974 Gamalt land Skáldsaga eftir■ J.B. Priestley 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15, og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barn- annakl. 8.45: Kristín Ólafs- dóttir heldur áfram að lesa söguna „Disu frænku” eftir Stefán Jónsson.(6). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli liða. Kirkjutóniist kl. 10.25: „Missa Choralis” eftir Liszt. Anne Dunn, Marvis Walters, Kathleen Lenthall, Aurie Arrows-Smith, Donald Peerce, John White- man, Viktor Thomas og Geoffrey Otter syngja með Borgarkórnum i Bourne- mouth. Geoffrey Tristram leikur á orgel; Norman Austin stjórnar. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Boyd Neel strengjasveitin leikur Tilbrigði op. 10 eftir Benja- min Britten við stef eftir Frank Bridge og Menúett eftir John Ireland. Ralph Homes og Eric Fenby leika sónötu nr. 1 fyrir fiðlu og pianó eftir Fredrick Delius. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum og talar um Louis Armstrong. 14.30 Slðdegissagan: „Katrin Tómasdóttir” eftir Rósu Þorsteinsdóttur. Höfundur les. (9). 15.00 Miðdegistónleikar: Rosalyn Tureck leikur á sembal Krómatiska fantasiu og fUgu, eftir Bach. Michel Pigue, Walther Stiftner og Martha Gmöder leika Triósónötu i c-moll fyrir óbó, fagott og sembal eftir Vivaldi. Strengja- kvartettinn i BrQssel og Louis Logie leika Strengjakvintett nr. 2 i a- moll eftir Fetis. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.40 Litli barnatiminn. Gyða Ragnarsdóttir sér um þátt- inn. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Landslag og leiðir. Kristján Ingólfsson talar i fyrra sinn um MUlaþing. 20.00 Einsöngur: Magnús Jónsson syngur islensk lög; Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka a. Þegar ég var drengur. Þórarinn Helgason frá Þykkvabæ byrjar á ný að rifja upp sitt- hvað frá æskuárunum. b. Hlekkja hljómar.Höskuldur Skagfjörð les ljóð eftir LUð- vigT. Helgason. c. Þáttur af tveim þingmönnum Vest- mannaeyinga frá Nyjabæ. Haraldur Guðnason bóka- vörður segir frá. d. Kórsöngur. Sunnukórinn á Isafirði syngur við undirleik Hjálmar H. Ragnarssonar; Ragnar H. Ragnar stj. 21.30 tJtvarpssagan: „Ar- minningar” eftir Sven Delblanc. Heimir Pálsson Islenskaði. Þorleifur Hauks- son les (16). 22.00 Fréttir. 2 2 .1 5 V e ð u r f r e g n i r . 1 ferðahug. Umsjón: Einar Örn Stefánsson. 22.45 Nútimatónlist. Halldór Haraldsson kynnir. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. tygjum og koppum og kyrnum og máluðum gipsbitum i loftum, sem höfðu verið lækkuð um 1955. (Áhrif Chas gerðu vart við sig, og Tom þóttist nU vera orðinn all- naskur; en fyrir kynni sin af Chas hefði hann haldið að hann væri stiginn inn i heima Hinriks áttunda). Það var ekkert fornlegt við stUlkuna við afgreiðsluborðið. nema ef til vill rauðgullið hárið sem stakk I stUf við svartan kjól- inn. HUn brosti og blakaði augna- hárunum að Tom i hvert sinn sem hUn sá hann, og ekki vegna þess að hUn áliti hann myndarlegan og spennandi karlmann, heldur vegna þess að hann hafði i ógáti skrifað heimilisfangið sitt Sydney I gestabókina. Enda sagði hUn honum seinna, að hana langaði ofsalega til Astraliu, en hann svaraði þvi til að fjölmargar kon- ur i Sydney, Melbourne, Bris- bane, þráðu ekki annað frekar en dveljast I gamalsdags krá eins og Nautinu.og bætti þvi við að svona væri heimurinn nU einu sinni, og sU athugasemd hans fór alveg með áhuga hennar á honum. 1 horninu á setustofunni, troð- fullri af hlutum en ekki fólki, sat hann við litið borð með sterkt te og kex innan seilingar, og rýndi i skýrslurnar frá Crike, alvarlegar og hátiðlegar, þar sem faðir hans — hinn ólánssami, týndi faðir hans — var aðalpersónan. Að- spurð kvaðst barstúlkan ekki þekkja viðkomandi persónu, las Tom. Eða: Viðstaddur veitinga- maður viðurkenndi með semingi að hafa þckkt viökomandi per- sdnu, en tortrygginn og ófús til að svara. Og Tom var undarlega beggja blands meðan hann las þetta. Sumpart fylltist hann fögnuði og eftirvæntingu rétt eins og við lestur góðrar leynilögreglusögu. Sumpart sá hann fyrir sér föður sinn, hinn raunverulega mann sem hann mundi eftir frá æskuár- unum, við hliðina á aldraðri og hrörlegri persónu Crikes, koma i' ljós og hverfa i einni endabendu innanum annað fólk og lff þess og athafnir, i algeru tilgangsleysi og dapurleik. Honum varð aftur inn- an brjósts eins og þegar hann fluttist frá fjárbúinu og til Sydney. Þegar hann hitti aragrUa af fólki, i einni kös, og fylltist ör- vílnun og andspænis öllu þessu tilgangsleysi. En i Ástraliu hafði hann þó vitað, að ekki var langt heim, en i Englandi var ekkert sem hét heim;þar breyttist fólk i draugalegar skuggamyndir i sól- skininu, en til var þó hugsanlegur griðastaður frá örvæntingunni, sólarlaus og dimmur, dulinn og óþekktur. Þegar hann fór upp til að fara i bað og snyrta sig fyrir kvöldverð- inn, neyddi hann sjálfan sig til að hætta þessum dapurlegu vanga- veltum og fara að hugsa um hag- nýt efni. Seinna um kvöldið ætlaði hann að hef jast handa á nákvæm- lega sama stað og Crike hafði gert, þar sem faðir hans hafði borið niður eftir að Sutwick-leik- flokkurinn lognaðist Ut af. Þá hafði kráin í Colston verið i eigu frU Jones, en Crike skrifaði að fyrir nokkru hefði henni verið breytt i klUbb, sem væri i eigu dóttur frú Jones, frú Sedge og eig- inmanns hennar. Og hann ætlaði þvi að byrja á Sedgehjónunum i Colston. Næsta ákvörðun hans var mikilvægari. Eftir mikil heilabrot ákvað hann, að i Colston og annars staðar ætlaði hann ekki lengur að viðurkenna að hann væri að leita að föður sin- um; hann ætlaði að látast vera lögfróður maður frá Astraliu sem væri að leita að Charles Carcher. Þetta kynni að svipta hann sam- Uðinni hjá sumu fólki, en ekki mörgu, og fleiri myndu taka hann alvarlega sem vandalausan lög- mann, blóðhund á góðu kaupi, en son sem var að leita að föður sin- um eftir meira en þrjátiu ár. Sennilega myndi það sýna honum meiri hreinskilni. Og það skipti máli, vegna þess að honum var mikið I mun að vita, hvers konar maður faðir hans var eftir fanga- vistina og nafnbreytinguna. Hann var ekki reiðubUinn til að fallast á svartsýnisályktanir Crikes, en hann gat þó ekki afneitað þeim með ölluv Klukkan var um hálfnlu þegar hann kom til Sutwick, sem var allstór bær með hálfköruðu mið- biki og nokkrum dularfullum, risastórum nýjum verksmiðjum, en einnig smærri gamaldags smiðjum og smáhýsum Ur sðtug- um mUrsteini, og hann minnti ýmist á skáldsögur eftir Dickens eöa visindaskáldsögur. Colston var mun minni bær, allt að þvi Ut- hverfi i Sutwick nU orðið, og það tók hann ekki langan tima að finna krána eða klUbbinn — KlUbb Vics og Mollýar Colston. Bakvið hann var allstórt bilastæði. Einn af þessum rosknu og sviplausu mönnum sem bUa sér til embætti með þvi að kaupa sér kaskeiti, benti ögn og pataði og Tom sinnti honum ekki og tókst þvi að smeygja Allerton-Fawcetnum i sæmilegt stæði meðal fimmtiu annarra bila. Þegar hann kom að • innganginum var það trúlega frændi kaskeitismannsins sem visaði honum á skrifstofuna til vinstri i ganginum. Miðaldra kona pirði gegnum sigarettureyk á ritvél. — Það mætti segja mér, sagði hún, þeg- ar Tom var búinn að bjóða gott kvöld, — að þú værir að reyna að selja eitthvað á mjög fyrirmann- legan hátt, og ef svo er, þá hefð- irðu ekki getað hitt á verri tima. Fyrri hluti sýningarinnar er byrj- aður, og Vic og Molly eru frammi eins og vanalega að ýta undir klappið. HUn bandaði frá sér sigarettureyk og með hinni hend- inni galdraði hUn fram bjórglas: áður en hUn drakk Ur þvi hélt hUn áfram: — Þau eru á kafi þessa stundina, og ég má ekkert kaupa nema bréfsefni og frimerki, jafn- vel þótt þU minnir mig á Gregory Peck. Tom sendi henni bros, sem hann vonaði að minnti lika á Gregory Peck. — Ég er ekki að selja neitt. Ég er lögfræðingur, ekki sölumaður. Ég er kominn hingað frá Ástraliu I mikilvægum erindum, og ég hef hugboð um að Sedgehjónin geti gefið mér upp- lýsingar sem kynnu að verða mér að gagni. Hvenær hægist um hjá þeim? Og hann brosti aftur. NU var hUn alveg á hans bandi. — Eftir fyrri hlutann er þrigjga kortéra hlé — þU skilur, til að auka þorstann — og ef þau þurfa ekki að tala við listafólkið eða einhverja fina gesti, þá koma þau stundum hingað, annaðhvort eða bæði, til að fá sér drykk i næði og fara úr skónum. Sjáðu til, það er stórkostl. kraftur I þeim — sér- staklega Vick — en það getur ver- ið þreytandi að vera alltaf „glaður og hress”. Ég skal segja þér. Farðu inn og horfðu á sýn- inguna — það er fint prógramm þessa viku og það er nýbyrjað — og um leið og hléið byrjar skal ég segja þeim, að þú viljir tala við þau, og þú sért merkilegur þú- veist-hvað. En ég verð að gera þig að bráðabirgðafélaga — tiu shill- ingar. Hvað heitirðu? Hann sat aftast i stórum sal, þar sem var upphækkaður pallur og visir að leiksviðslýsingu. Þjónn sem stóð við vegginn fyrir aftan hann gat með herkjum heyrt til hans þegar hann pantaði tvöfaldan whiský. Með pianói, kontrabassa, rafmagnsgitar og ótal hátölurum og hljóðnemum tókst þrem popp-unglingum að framleiða ferlegan hávaða. En Tom sá ekki betur en aðeins örfá- ir unglingar væru meðal áheyr- enda, og þegar ljósin kviknuðu sá hann að flestir viðstaddir voru um fertugt og þar yfir eða undir. Einn af þessum einbeittu og dökkhærðu mönnum með yfir- skegg eins og augnabrúnir i herðamiklum dimmbláum kvöld- jakka — var það Vic? — þreif hljóðnema nálægt pallinum og til- kynnti að von væri á góðum og gamalkunnum gesti klUbbsins, sem Tom gat ekki greint nafnið á. HUn reyndist vera stórvaxin mezzo-sópransöngkona, sem hafði einhvern tima haft góða rödd en var nú að nudda sundur leifarnar af henni. KlUbbfélagar höfðu ekki sama áhuga og dökk- hærði maðurinn, og þeir héldu áfram að tala og glamra með glösum, en söngkonan þráaðist við og söng þrjú lög og hneigði sig kurteislega, þegar klappað var með hálfum huga. Nú kom dökkhærði, einbeitti maðurinn — það hlaut að vera Vic — aftur að hljóðnemanum, og það leyndi sér ekki að næsta atriði, sem nefndist Dally og Dolly, var aðalaðdráttarafl kvöldsins. Allir nema Tom virtust biða i ofvæni eftir Dally og Dolly. Dally reynd- ist vera feitlaginn miðaldra mað- ur með ósmekklega hárkollu, og honum var fagnað af hrifningu 20.00 Fréttir, 20.25 Veður og augiýsingar. 20.30 Róbinson Krúsó. Bresk teiknimynd Ur flokki mynda, sem gerðar eru eftir frægum skáldverkum. Þýð- andi Jóhanna Jóhahns- dóttir. 21.15 Fleksnes.Sjónvarpsleik- rit Ur gamanleikjaflokki eftir bresku höfundana Ray Galton og Alan Simpson. Heilsuhælið Biovita.Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir (Nordvision, Norska sjón- varpið) 21.45 Stéttaskipting.— Breskt þjóðfélagsmein? Dönsk heimildamynd um stétta- skiptingu i Bretlandi. Þýð- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 22.30 Dagskrárlok. Ótrúlega lógl verö Einstökl goeöi mm mm m BAfíUM BREGST EKKt sími 1158. EiNKAUMBOD: TEKKNESKA BIFREIDAUMBODID Á ÍSLANDI SOLUSTAOIR: Hiólbarðaverkstasöiö Nýbaröi, Garðahreppi, simi 50606. Skodabúðin, Kopavogi, simi 42606. Skodaverkstæðiö á Akureyri h.f^simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, Indversk undraveröld. Mikið úrval af sérkennilegum, handunnum munum til tækifærisgjafa, m .a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn- hillur, rúmteppi og púðáver, bahk- og ind- versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa- fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur, tekk-gafflar og -skeiðar i öllum stærðum, skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll- ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval af mussum. Jasmin Laugavegi 133 (viö Hlemmtorg). mrnmmmm med tékkafærslum BÚNAÐARBANKINN REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.