Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 12
oMvium Miðvikudagur 14. ágúst 1974 Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 9.-15. ágúst er i Reykjavikurapóteki og Borgarapóteki. Tannlæknavakt fyrir skólabörn I Reykjavik er I Heilsuverndarstöðinni I júli og ágúst alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9-12 f.h. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Forsœtisráðherra i viðtali: Sný mér til Sjálf- stæðisflokksins Þjóðviljinn sneri sér i gær til Ólafs Jóhannessonar forsætisráð- herra og spurði hann fyrst: A hverju strandaði þessi tilraun til stjórnarmyndunar? Ólafur svar- aði: — Það voru ýmis mál, sem ágreiningur var um, varnarmál, efnahagsaðgerðir og ýmis fram- tiðarmál. Þessi ágreiningur var auðvitað nokkur, en ekki svo ýkjamikill um hvert mál fyrir sig. Þó vildu menn ekki ganga á hvert mál fyrir sig heldur vildu þeir fá allan pakkann á borðið. En við þetta bættist svo það, að i gær, mánudag, kom fram, að Alþýðu- flokkurinn vildi hafa samráð við tiltekna aðila utan stjórnarinnar meðan stjórnarmyndun stæði yfir, en ég hafði mjög snemma i viðræðunum lýst mig andvigan þvi. — Hverjir voru þessir aðilar? — Það voru nefnd Alþýðusam- bandsins og BSRB og aðrir aðilar vinnumarkaðarins. — Nú hefur forseti íslands falið þér að reyna að mynda meiri- hlutastjórn með öðrum hætti. Hvernig muntu snúa þér i þvi? — Ég mun beita mér fyrir við- ræðum við Sjálfstæðisflokkinn og kanna hvort þar eru möguleikar á samkomulagi. Ég tel það höfuðskyldu alþingis að reyna að mynda meirihluta- stjórn og það eru ekki margir kostir úr þvi að þessi brást. Þess vegna sný ég mér nú til Sjálf- stæðisflokksins. Það er auðvitað Alþýðuflokkurinn segir: „Samráð við ASÍ og aðra aðila vinnu- markaðarins” Þjóðviljanum barst I gær fréttatilkynning frá viðræðunefnd Alþýðuflokksins um stjórnar- myndun. Þar kcmur fram aö aðalástæðan til þess að stjórnar- myndunartilraunin mistókst var deila forsætisráðherra og Alþýðu- flokksins um „samráð við ASt og aðra aðila vinnumarkaðarins” (Vinnuveitendasambandið — Gylfi Þ. Gislason — vildi aldrei 'vinstri stjórn íhaldið sagði strax já A þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins i gær var samþykkt að verða við tilmælum ólafs Jó- hannessonar, formanns Fram- sóknarflokksins, um könnun á myndun meirihlutastjórnar. Lagði Sjálfstæðisflokkurinn jafn- framt áherslu á að samningar yrðu að takast fljótt og hugsan- legt væri að Alþýðuflokkurinn yrði tekinn með á slðari stigum,1 eins og það var orðað. innsk. Þjv.). t fréttatiikynningu Alþýðuflokksins segir svo: ,,t varnarmálum gerði Alþýðu- flokkurinn þá ófrávikjanlegu kröfu, að ísland verði áfram i varnarsamtökum vestrænna þjóða og engin ákvörðun verði á þessu stigi tekin um brottför varnarliðsins. Hins vegar lýsti flokkurinn sig reiðubúinn til að ræða margvislegar breytingar á framkvæmd varnarmálanna og lagði fram margar hugmyndir á þvi sviði. Framsóknarflokkurinn tók sömu stefnu og Alþýðuflokkurinn i þessu máli, en Alþýðubandalag- ið neitaði öllu samkomulagi, sem ekki fæli i sér ákveðnar dagsetn- ingar fyrir brottför varnarliðsins. Varðandi stefnuna i efnahags- málum voru sérstaklega ræddar hugmyndir, sem forsætisráð- herra lagði fram um timabundn- ar efnahagsráðstafanir. Alþýðu- flokkurinn taldi, að ekki væri hægt að ráðast i jafnflóknar efna- hagsaðgerðir, sem þar væri um að ræða og mjög snertu gildandi kjarasamninga og hagsmuni launþega yfirleitt, nema að höfðu samráði við ASÍ og aðra aðila vinnumarkaðsins, enda ekki hægt að tryggja örugga framkvæmd heildarstefnu i efnahagsmálum nema með samstarfi aðila vinnu- markaðsins og rikisins. Lagði Al- þýðuflokkurinn til, að slikt sam- ráð yrði haft þegar i stað og taldi, að eins og málum væri nú komið, væri unnt að ljúka þeim viðræð- um á mjög skömmum tima. For- sætisráðherra kvaðst hins vegar ekki geta fallist á þetta sjónarmið Alþýðuflokksins, þ.e. samráð við ASl og aðra aðila vinnumarkaðs- ins, meðan á stjórnarmyndunar- tilraunum standi. Fulltrúar Ai- þýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna tóku ekki undir tillögu viðræðu- nefndar Alþýðuflokksins um samráð við ASl og aðra aðila vinnumarkaðsins áður en stjórnarsáttmáli yrði gerður”. ólafur Jóhannesson nugsamegt, ef sú tilraun mis- heppnast, að Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn skipi meirihlutann. Takist það ekki heldur er ekki annað fyrir forseta íslands að gera en að mynda em- bættismannastjórn. — Varstu i upphafi bjartsýnn á að stjórnarmyndun tækist með fráfarandi stjórnarflokkum og Alþýðuflokknum? — Já ég var sannarlega bjart- sýnn i upphafi, en vonir minar dofnuðu eftir þvi sem á leið. Magnús Torfi Ólafsson: Hörmulegt að afstaða Alþýðuflokks kom ekki fyrr fram Þjóðviljinn hafði i gær sam- band við Magnus Torfa ólafs- son menntamálaráðherra I til- efni þess, að upp úr slitnaði viðræðum um myndun vinstri stjórnar. Sagði Magnús Torfi, að hann harmaði mjög, að endalokin á viðræðunum hefðu orðið eins og raun varð á, einkum vegna þess, að ekki hefði verið um neinn óyfirstiganlegan mál- efnaágreining að ræða, þrátt fyrir herstöðvamálið. Undan- farna daga hefði dregið saman með viðræðuaðilum i þvi máli og allt fram á siðasta dag við- ræðnanna hefði verið hreyfing á þvi. Það, sem olli þvi, að upp úr slitnaði, sagði Magnús Torfi, var skilyrðislaus krafa Al- þýðuflokksins um að haft yrði samráð við aðila vinnumark- aðarins. Sagðist Magnús Torfi harma það mjög, að þessi af- staða Alþýðuflokksins . hefði ekki komið fram fyrr, þvi fyrir einni viku hefði Olafur Jó- hannesson kveðið skýrt upp úr með það, að það kæmi ekki til greina, að ræða efnahagsmál- in við fjölmennar nefndir á meðan ekki væri útséð með, hvort tækist að mynda rikis- stjórn. öllum hefði verið fyrir bestu, ef Alþýðuflokkurinn hefði strax látið koma I ljós, að umósættanlegar andstæður var að ræða. Það sem nú liggur fyrir, sagði Magnús Torfi, er að Ólafur Jóhannesson reynir að mynda stjórn með Sjálfstæðis- flokknum. Menn verða að biða og sjá, hvernig fer. Hugleið- ingar um annars konar rikis- stjórn eru algjörlega út i loft- ið. —ir -nri— •— ~ * ~ ~ ■ PFaJLi^iaiJ£arniim-±a Þeir stóðu sig heldur en ekki bærilega strákarnir úr Kópavogi, þegar þeir gerðu sér litið fyrir um helgina og unnu 3 tslandsmeistaratitla i knattspyrnu á einum sunnudegi. Þessi mynd er tekin þegar 3. flokkur Breiðabliks tekur við bikarnum og er svo sannarlega ekki annað að sjá en að strákarnir séu hinir ánægðustu með afrek sitt og félaga sinna i fjórða og fimmta flokki. Við segjum nánar frá úrslitum yngri flokkanna á iþróttasiðunni. Eyvindur leikhús stjóri á Akureyri Eyvindur Erlendsson, , leikstjóri og bóndi að Heiðar- bæ I ViIIingaholtshreppi, mun vera ráðinn leikhússtjóri á Akureyri næsta leiktimabil. Já, ég veit ekki annað, þetta hefur verið umtalað, sagði Eyvindur, þegar Þjóðviljinn leitaði staðfestingar á fréttinni. Sagðist Eyvindur reyndar ekki hafa gert samning við Leikfélag Akureyrar, en þó .kvaðst hann reikna með að fara norður um það bil er leiktimabilið hefst, 1. septem- ber. Hvað verður þá um beljurnar þinar? Það verður allt I lagi með þær, þær verða á sinum stað. Nokkuð afráðið með verkefni i vetur? Ég get ekkert sagt frá þvi, hvernig þetta verður. Það eru sjaldnast teknar ákvarðanir fyrr en á hólminn er komið. Finnst þér þetta spennandi verkefni — að stjórna ungu atvinnuleikhúsi? Sjálfsagt er það. En ég er hinsvegar orðinn svo gamall, að ég er hættur að láta mér koma eitt eöa annað á óvart. Eyvindur kvaðst reikna með að eitthvað af verkefnum liðins leikárs, yrði aftur tekið upp i haust fyrir norðan, einna helst leikrit Vésteins Lúðvikssonar, Jónas i hvalnum, en það verk skrifaði Vésteinn i fyrravetur sérstak- lega fyrir Leikfélag Akureyrar. Verður ráðinn rithöfundur til að skrifa fyrir Akureyrar- leikhúsið eins og tvö undan- farin ár? Ég reikna með að það verði reynt — það verður amk. beitt þeim ráðum sem best duga til að fá rithöfunda til að skrifa góð verk. Ráðning Eyvindar að Leikhúsi Akureyrar þykir umtalsverð tiðindi amk. meðal leikhúsmanna. Hann mun vera ráðinn til eins árs — eða, eins og Eyvindur orðar það: það hefur verið umtalað. Tvö ár eru siðan L.A. gerðist atvinnuleikhús, og var Magnús Jónsson þá ráðinn leikhússtjóri til tveggja ára. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.