Þjóðviljinn - 22.08.1974, Blaðsíða 1
PJOOVUHNN
Fimmtudagur 22. ágúst 1974 —39. árg. 155. tbl.
Gengisskráning var felld niður i Seðlabank-
anum i gær. í fréttatilkynningu Seðlabankans
segir að ráðstöfunin sé nauðsynleg vegna
óvissuástands, ,,sem skapast hefur undan-
farna daga”.
Gjaldeyrisbankarnir munu þó selja gjaídeyri
þegar brýn nauðsyn krefur, og munu þeir þá
taka 25% tryggingafé umfram siðasta gengi,
sem skráð var.
Neita þeir
að sætta
— pSKJJ/HjjfiflS?*-1111
Hvar er kjötið?
Hefur niðurgreidda kjötinu verið stolið,
svo hægt sé að græða á almenningi?
sig við
Ólaf?
Greinilegt er að nú dregur til
úrslita um tilraun Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins
til stjórnarmyndunar. T.d. gaf
Geir Hallgrimsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins þau svör i
gær að „þetta verði að bera eða
bresta nú um helgina”.
Einu umtalsverðu erfiðleikarn-
ir á samkomulagi flokkanna
tveggja lúta að spurningunni um
mannaskipan. Ólafur Jóhannes-
son taldi sig frá upphafi við-
ræðnanna hafa tryggingu fyrir
þvi, að Sjálfstæðisflokkurinn
myndi sætta sig við, að hann yrði
áfram forsætisráðherra, og
reyndar hefur ekki verið hægt að
skilja skrif Morgunblaðsins
undanfarna daga á annan veg.
Hins vegar hefur nú að undan-
förnu borið á vaxandi kröfuhörku
frá ýmsum aðilum i Sjálfstæðis-
flokknum, sem vilja afdráttar-
laust neita að sætta sig við Olaf
sem forsætisráðherra, og hefur
dagblaðið Visir túlkað sjónarmið
þessara aðila.
Fundur hófst i flokksráði Sjálf-
stæðisflokksins klukkan 4 i gær-
dag, en i þvi eiga sæti nokkuð á
annað hundrað manns. Var ætl-
unin að taka á þeim fundi ákvörð-
un um, hvaða kostir Ólafi verða
settir. Talið er, að Ólafur ætti
auðveldara með að vikja úr sæti
forsætisráðherra fyrir Gunnari
Thoroddsen heldur en fyrir Geir
Hallgrimssyni, en margir Sjálf-
stæðismenn mega ekki til þess
hugsa að Gunnar verði forsætis-
ráðherra og vilja þá frekar sætta
sig við Ólaf Jóhannesson.
Það er mjög athyglisvert fyrir
allt vinstra fólk i landinu, að
deilumál Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins skuli nú
ekki snúast tjm málefni heldur
nær eingöngu um menn.
Lœknir -
sjúklingur
Höfða-
skóli í nýtt
hús
Haustið 1975 mun Höfðaskóli,
sem starfað hefur i leiguhúsnæði i
13 ár og lengi vel var ekki einu
sinni viðurkenndur sem stofnun,
flytja i nýtt húsnæði er stendur i
öskjuhliðinni og ber nafn sitt af
henni.
Undirbúningur byggingarinnar
var hafinn 1972 og hefur. fram-
kvæmdum miðað vel áfram. Ekki
er búist við að unnt verði að f jölga.
nemendum verulega er 1. áfangi
verður tekinn i notkun, en Höfða-
skóli annast nú u.þ.b. 130 nem-
endur. öll starfsemi mun þó
verða mun lipurri og rýmri með
tilkomu hins nýja húsnæðis. A
næstu árum mun það stækka til
muna og umsvif skólans þá vænt-
anlega aukast i réttu hlutfalli.
Enginn vafi er á, að bygging
öskjuhliðarskóla er mikilvægur
og langþráður áfangi i sérkennslu
málum á Islandi. Þvi ber að
fagna að aukin rækt er lögð við
aðhlynningu þeirra barna, sem
þurfa á sérstakri aðstoð að halda,
og er vónandi að framhald verði
á. — gsp
Hvar er allt dilkakjötið?
Eru landsmenn búnir að
borða mörg hundruð tonn-
um meira af kjöti í ár,
heldur en þeir hafa gert
hingað til?
I fyrrahaust var slátrað
meira en mörg undanfarin
ár. Þá voru til i landinu 800
lestir af kjöti umfram það
magn sem venjulega hefur
verið til á haustin.
Nú ber svo við, að það
gengur erfiðlega að fá kjöt
i verslunum. Kaupmenn
segjast ekkert kjöt fá.
Hvar er þá kjötið?
Þann 1. júli s.l. var nákvæm-
lega jafnmikið af kindakjöti til i
landinu og á sama tima i fyrra,
eða 1500 lestir. Ef þessu magni
væri jafnað niður á tveggja mán-
aða sölu fram að sláturtið, þ.e.
júli og ágúst, kemur i ljós að
landsmenn ættu að geta fengið
keyptar 750 lestir af kindakjöti.
Það er meira magn heldur en
meðalneysla.
Kjötskorturinn er aðeins á
þéttbýlissvæðinu hér syðra. Oti á
landi er nóg af kjöti, það best við
vitum. Hafa þá kaupmenn i
Reykjavik og viðar keypt kjöt á
niðurgreiddu verði og biða með
það i frystigeymslum þar til kjöt-
verð hækkar á ný?
Það fer ekki hjá þvi að þessi
spurning gerist áíeitin.
Sveinn Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs
landbúnaðarins, sagði Þjóð-
viljanum, að það væri svo merki-
legt, að undanfarin ár hefði kjöt-
salan farið eftir væntanlegum
verðhækkunum.
Kjötverð hefur yfirleitt hækkað
með visitölunni á þriggja mánaða
fresti. 1 nóvember i fyrra seldust
1000 tonn af kjöti. Verðhækkunin
kom til 1. des. en i desember,
jólamánuðinum, seldust aðeins
400 tonn.
Sama gerðist i febrúar. Þá
seldust nærri 900 tonn af kjöti, en
eftir hækkunina 1. mars seldust
innan við 500 tonn.
Sveinn Tryggvason benti okkur
á, að 1. júli voru 1500 tonn af
kindakjöti til i landinu. Hvar er
þetta kjöt? Kindakjötið var eins
og aðrar landbúnaðarafurðir,
greitt niður til að tekjulægsta
fólkið i þjóðfélaginu ætti betra
með að lifa. Það eiga allir i land-
inu rétt á að fá að kaupa kinda-
kjöt á hinu lága, niðurgreidda
verði. Það er þvi ekki undarlegt
þótt neytendur spyrji: Er búið að
stela kjötinu? Hvar er það?
Kjötsöluhringarnir, SIS og SS,
fá há afurðalán, sem tekin eru af
peningum skattborgaranna. Hafa
þessi lén kannski verið notuð til
að kaupa fyrir kjöt á niður-
greiddu verði — sem siðan á að
selja á einhverju öðru og hærra
verði i haust? —GG
MAL
GEGN
NIXON?
WASHINGTON 21/8 — Fulltrúa-
deild Bandarikjaþings afgreiddi i
gær það mál, hvort það hefði átt
að draga Nixon fyrrverandi for-
seta fyrir rikisrétt. Gerðist það
með þvi að deildin samþykkti á-
lyktun dómsmálanefndarinnar án
umræðna, og greiddu 412 þing-
menn atkvæði með henni,en þrir á
móti. Aður en málið var tekið
fyrir höfðu leiðtogar beggja
flokka komið sér saman um að
hafa engar umræður um málið, til
að rifa ekki upp gamalt sár. Af-
greiðsla málsins nú er reyndar
aðeins formsatriði fyrst Nixon er
búinn að segja af sér, en eftir er
að taka ákvörðun um það hvort
höfðað verði sakamál gegn hon-
um
sja opnu
Gjaldþrot bresku ferðaskrifstofunnar Horizon:
Fjöldi íslendinga skaðast
Ferðaskrifstofan Utsýn hefur bjargað því sem
bjargað verður fyrir íslendinga sem dveljast á
vegum Horizon ytra
Að sögn Ingólfs Guðbrands-
sonar forstjóra ferðaskrifstof-
uiinar útsýn er gjaldþrot
bresku ferðaskrifstofunnar
Horizon eitt stærsta gjaldþrot
sinnar tegúndar sem um get-
ur. Það skaðar að meira eða
minna leyti hundruð þúsunda
manna, þar á meðal allmarga
fslendinga sem .höfðu pantað
og höfðu greitt far á vegum
þessarar ferðaskrifstofu, en
það fé er þeim algerlega glat-
að. Eins dvelst nú 30 manna
hópur tslcndinga erlendis á
vegum Horizon, auk nokkurra
einstaklinga. Þetta fólk hafði
keypt sína farmiða með milli-
göngu Útsýnar og hafa þvi ör-
uggan bakhjarl og skaðast litt
eða ekkert.
Ingólfur sagði að auðvitað
hefði þetta allskonar erfið-
leika og óþægindi i för með sér
fyrir þessa farþega, en .Útsýn
myndi leysa vanda þeirra eins
og hægt væri.
Þess má geta, að ástæðan
fyrir gjaldþroti Horizon var að
eitt af hinum vafasömu leigu-
flugfélögum sem skotið hafa
upp kollinum viða um heim,
hafði tekið að sér rekstur
ferðaskrifstofunnar og er
þetta ekki i fyrsta sinn sem
leiguflugfélag verður gjald-
þrota, en slikt gerist nú æ al-
gengara.
Má i þvi sambandi nefna
stærstu ferðaskrifstofu Finn-
lands i einkaeign, Speartuors,
sem flutti um 60.000 farþega i
fyrra, en er orðið gjaldþrota
nú. Það er ekki dregið i efa af
ferðamálasérfræðingum að
ástæðan hafi verið sú, að
skrifstofan fór út i það að
kaupa sér tvær notaðar flug-
vélar fyrir tveimur árum sið-
an og einmitt þetta leiguflug
setti fyrirtækið yfir.
Það virðist þvi vera ástæða
til að benda fólki á að athuga
sinn gang vel áður en það
ræðst i ferðir með ferðaskrif-
stofum sem reka leiguflug,
hinar sem skipta við virt flug-
félög virðast og eru mun ör-
uggari.
—S.dór