Þjóðviljinn - 22.08.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.08.1974, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN B. *Krt 1W4. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 línur) Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Prentun: Blaðaprent h.f. OIOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. ÍHALDSBLÖÐIN í HÁR SAMAN Geysilegar illdeilur hafa risið innan Sjálfstæðisflokksins eftir að hann hóf þátt- töku i tilraun til stjórnarmyndunar undir forustu Ólafs Jóhannessonar forsætisráð- herra. óánægjan beinist þar að tvennu. í fyrsta lagi að þvi að Ólafur verði áfram forsætisráðherra og i öðru lagi að þvi, að valdaklika fésýslumanna i Sjálfstæðis- flokknum óttast að hlutur hennar verði ekki nægilega gildur eftir viðræðurnar. Kemur þarna og fram vantraust flokks- manna á forustu Sjálfstæðisflokksins, en þeir óttast að viðræðunefnd hans haldi ekki nægilega vel á spilunum i viðræðun- um um stjórnarmyndun. Þessar illdeilur hafa birst mjög greini- lega siðustu dagana i málgögnum Sjálf- stæðisflokksins sem nú eru komin i hár saman. Geir Hallgrimsson hafði — fyrir hönd Moggaklikunnar — lýst þvi yfir, að forsætisráðherraembættið yrði ekki aðal- atriðið af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Við þetta magnaðist óánægja innan flokksins og i forustugrein Visis á þriðjudag er Geir svarað fullum hálsi: ,,Hitt er svo jafnrétt að vandfundinn mun sá kjósandi Sjálfstæðisflokksins, sem getur sannfærst um, að það teljist til þjóð- arhags, að Ólafur Jóhannesson verði á- fram forsætisráðherra”. Þannig er það beinlinis talið varða þjóð- arhag að Ólafur verði ekki áfram for- sætisráðherra — og er varla unnt að segja það skýrari orðum, að ákveðinn hópur i Sjálfstæðisflokknum telji Ólaf Jóhannes- son gjörsamlega óhæfan stjórnmála- mann. Enda segir Visir i lok forustu- greinarinnar, að það væri jafnvel betra ,,að viðræðurnar færu út um þúfur en að nýja stjórnin bæri keim af gömlu stjórn- inni með sama forsætisráðherranum og sömu bráðabirgðaaðgerðunum”. Jafnframt leggur Visir þunga áherslu á það i forustugreininni að aðgerðir i efna- hagsmálum verði að vera varanlegar, eða með öðrum orðum: fhaldinu og fésýslu- stéttunum þóknanlegar. Þess vegna legg- ur Visir áherslu á, að enn sé Iangt i iand. En vart hafði Visir verið borinnút til les- enda, þegar Morgunblaðið birtir i gær- morgun forustugrein, þar sem lögð er á- hersla á, að það sé einmitt nú hin mesta nauðsyn að flýta sér við stjórnarmyndun- ina! Þannig eru málgögn ihaldsins komin i hár saman. Og auðvitað hefur forusta Sjálfstæðis- flokksins látið undan þrýstingi, hún hefur nú nýlega krafist þess i viðræðunum við Framsókn, að ihaldið fái forsætisráðherr- ann. Ólafur hefur gefið undir fótinn með þann möguleika — og nú er komið að Framsóknarmönnum að láta i sér heyra. En þrátt fyrir þennan innri belging i ihaldsflokknum hafa viðræðunefndir flokkanna tveggja komið sér saman um það að láta hækka landbúnaðarvörur um 20% og framlengja samt bráðabirgðalögin frá i vor um einn mánuð. Þar skriðu þeir saman ihaldið og Framsókn i alþingi i fyrradag og sýndi hinn nýi meirihluti á- sjónu sina með næsta "fróðlegum en ekki ó- væntum hætti. En þó að þeir félagar geti komið sér saman um kjaraskerðingu og hvers konar tilfærslu frá launamönnum til fésýslustéttanna getur enn orðið bið á þvi að þeir nái samkomulagi um að skipta með sér bitlingunum. Það er flókið að skipta bitanum — til dæmis þegar for- sætisráðherrann er aðeins einn. Niðurstaða leiðangurs rs. Bjarna Sœmundssonar: Tiltölulega hátt hitastig sj ávar umhverfis landið nema fyrir Vestfjörðum og út af Kögri Dagana 29.—19. 8. var r.s. Bjarni Sæmundsson í hafrannsóknaleiðangri allt umhverfis landið, einkum þó djúpt út af Norðurlandi. Verkefni leiðangursins voru: Sjórannsóknir m.a. i samvinnu viö Háskólann iSeattle, sem gerir út ísbrjót i sama skyni um þessar mundir. Tveir haffræöingar frá Seattle voru með i ferðum á r.s. Bjarna Sæmundssyni. Athygli haffræðinga, sem fjalla um Norðurhöf, beinist mjög að Is- landshafi, en þar er eitt megin-út- streymi kalda sjávarins úr norðri. Mælingar leiðangursins beindust að blöndun hinna mis- munandi strauma úr norðri og suðri á þessu svæði og myndunar- sögu nýrra sjógerða. Rannsóknir á magni og út- breiðslu fiskseiða frá klaki yfir- standandi árs. Slikar rannsóknir voru einnig gerðar á r.s. Arna Friðrikssyni og sovésku rann- sóknaskipi. Rannsóknunum er ólokið og munu endanlegar niður- stöður vart liggja fyrir fyrr en i lok ágústmánaöar. Ljóst er þó að loðnuklak yfirstandandi árs hefur tekist vel, en þvi miður bendir allt til þess að seiði þorsks og ýsu hafi að þessu sinni átt erfitt uppdrátt- Náttúruverndarsamtök Austurlands: Aðalfundur um helgina Fréttatilkynning frá NAUST — Náttúruverndarsamtökum Aust- urlands; Aðalfundur Náttúruverndar- samtaka Austurlands verður haldinn á Eskifirði dagana 24. — 25. ágúst næstkomandi. Á laugardag eftir hádegi 24. ágúst verður farin kynnisför um friðlýst svæði á Hólmanesi, og kvöldvaka verður i félagsheim- ilinu Valhöll með fjölbreyttu efni i máli og myndum, opin al- menningi. A sunnudag 25. ágúst verða aðalfundarstörf og þess utan er- indi og umræður um landgræðslu- áætlunina 1975 — 79 og þýðingu hennar fyrir Austurland. Fram- sögu um þaö efni hefur Ingvi Þor- steinsson, magister, og hefst er- indi hans kl. 13.30 á sunnudag, og er allt áhugafólk þar velkomið. Náttúruverndarsamtök Aust- urlands vinna nú að marg- þættum málum i samvinnu við Náttúruverndarráð og náttúru- verndarsamtök i öðrum lands- fjórðungum. Nokkur stefnumál félagsins hafa þegar komist i höfn og öðrum þokað áfram á fjögurra ára starfsferli. Jarðfræðilegar rannsóknir. Gerðar voru tilraunir til töku set- kjarna af hafsbotni og var verk þetta unnið i samvinnu við Haf- fræðideild bandariska sjóhersins, sem lagði fram tækjabúnað og tvo starfsmenn. Tilraunir þessar voru gerðar á ýmsum stöðum fyrir Norðurlandi, frá Eyjafirði norðaustur i haf, i þeim tilgangi að kanna botngerðir á ýmsu dýpi. Niðurstöður þessara tilrauna verða notaðar við skipulagningu og framkvæmd rannsókna á set- lögum á hafsbotninum við tsland á næstu árum. Rannsóknir á þörungasvifi. Þessar rannsóknir á magni og framleiðni svifþörunga voru gerðar á vegum Þórunnar Þórðardóttur, mag. scient. Ma. var prófuð ný aðferð viö slikar rannsóknir í samvinnu við Pál Theódórsson á Raunvisindastofn- un háskólans. í Ieiðangrinum var 5.—6.8. gerð könnun i lokaða hólfinu við Horn- banka. Nokkrar veiðitilraunir þar og athuganir með leitartækjum bentu til að i hólfinu var aðeins óverulegur fjöldi fisks af veiðan- legri stærð. Niðurstöður sjórannsóknanna, sem liggja fyrir, sýna tiltölulega hátt hitastig i sjónum umhverfis tsland, einkum þó i yfirborðslög- um eins og vænta mátti. Hafisá- stand sjávar i Austur-lslands- straumi er hagstætt nú i ágúst, hverju sem fram vindur i vetur. Athyglisverðar niðurstöður feng- ust fyrir Vestfjörðum og út af Kögri. Þar gætti kaldsjávar i til- tölulega rikum mæli og inn- streymi hlýsjávar var að sama skapi litið miðað við árstima. Hitastig á grunninu 25 sjómilur frá Kögri var nú um 2 gr. sem er 4—5 gr. undir meðallagi, og þar fyrir utan var hiti undir 0 gr. Slik- ur kuldi hefur ekki mælst áður i ágúst á þessum slóðum, en næst þessu ástandi kemst hitastigið i ágúst 1939. Kann hér e.t.v. að ein- hverju leyti vera fundin skýring á fiskleysi á Hornbanka, og jafn- framt samþjöppun á bolfiski á Halanum undanfarið, þ.e. fiskur- inn þéttist uppi á grunninu þar sem hann leitar undan kalda sjónum og sækir ekki norður fyrir Kögur. Þetta ástand i sjónum fyrir norðanverðum Vestfjörðum stendur vafalaust i orsakasam- bandi við hið sérstæða veðurfar, sem rikt hefur i sumar á landinu. Lægðirnar hafa látið litið á sér bera og hefur þannig dregið úr streymi hlýsjávar norður fyrir land. Þótt lægðirnar láti nú e.t.v. aftur til sin taka, tekur það nokk- urn tima fyrir ástandið i sjónum að breytast. Eru þvi allar horfur á að blöndun sjávar fyrir Norður- landi verði á næstunni með öðrum hætti en venjulega, og göngur fiska þá e.t.v. einnig. Afsagnir í kjölfar banatilræðis Seoul 20/8 — Forseti Suður- Kóreu, Park Chung-hee, samþykkti i dag lausnarbeiðni innanríkisráðherrans og yfir- manns öryggissveita landsins, en fyrr um daginn hafði öll rikis- stjórn landsins lagt fram slika beiðni. Innanrikisráöherrann, Hong Sung-chul, og yfirmaöur öryggis- sveitanna, Park Chong-kxu, tóku á sig ábyrgö á banatilræði þvi sem Park forseta var sýnt á dögunum og kostaði konu hans lifiö. Bandarískur þrýst- ingur á Grikki Aþenu 20/8. — Bandarlska stjórnin hóf I dag diplómatískt „áhlaup” ef svo má að oröi komast til að freista þess að bæta sambúð Grikklands og Banda- ríkjanna. Atti sendiherrann I Aþenu, Henry Tasca, viðræður viö Karamanlis forsætisráðherra og Mavros utanrikisráðherra. Griska stjórnin lét i dag stöðva stjónvarpsútsendingar á þáttum sem bandariska upplýsingaþjón- ustan hefur hingað til látiö grisk- um sjónvarpsstöðvum I té. Þá gerðist það i dag, að tón- skáldið Mikis Þeodorakis tilkynnti að hann hefði stofnað nýjan flokk sem ber nafnið Nýi griski v ins triflokk urinn . Þeodorakis sem áður var félagi i kommúnistaflokki landsins gaf út fyrstu yfirlýsingu flokksins i dag og segir i henni að hann sé fylgj- andi þvi að Kýpur fái sjálfstæði á ný og að Makarios verði aftur settur til valda. Einnig er i yfir- lýsingunni fagnað þeirri ákvörðun Karamanlis að draga her landsins úr samstarfinu innan Nató.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.