Þjóðviljinn - 22.08.1974, Blaðsíða 9
rtamtaáagar 22. ágátt 1*74. N40VOJINN — StÐA •
Umsjón: Gunnar Steinn Páisson
Aöalfundur
íþrótta-
kennara-
félags
íslands
Aðalfundur iþróttakennarafé-
lags islands 1974 verður hald-
inn miðvikudaginn 4. sept. i
Glæsibæ og hefst kl. 20.30.
Dagskrá samkvæmt lögum fé-
lagsins.
Stjórn ÍKFi.
tslandsmeistarar Vlkings I öðrum flokki ásamt þjálfara sinum Pétrl Bjarnasyni og formanni knattspyrnudeildar.
„Fæddur looser”
sagöi vonsvikinn Valsmaður eftir tap fyrir
Víking í úrslitaleik íslandsmótsins í 2. fl.
t fyrrakvöld mættust Valur
og Vikingur á Melavelli i úr-
slitaleik um islandsmeistara-
titilinn i 2. flokki. Bar Viking-
ur hærri hlut úr þeirri viður-
eign — sigraði 2—1, — og hélt
þvi heim með umkepptan bik-
ar I fyrsta sinn.
Leikurinn var nokkuð jafn
er á leið, en til að byrja með
réðu Vikingar lögum og lofum
á vellinum. Valsmenn voru
eðlilega vonsviknir og einn
þeirra trúði mér fyrir þvi að
hann væri „fæddur looser”, —
fæddur til að tapa!
Stefán
í grennd
viö nýtt
ísl. met!
Stefán Hallgrimsson KR !
hefur trúlega sett nýtt ís-1
landsmet i tugþraut i gær-1
kvöldi, en þá fór fram siðari T
hluti meistaramóts tslands i
tugþrautinni. t fyrrakvöld
náði Stefán mjög góðri byrjun,
og eftir 5 fyrri greinarnar var j
ljóst, að það stefndi allt i átt-
ina að nýju tslandsmeti.
Persónulegu metinu náði I
Stefán i tveimur greinum, 100 ]
metra hlaupi og kúluvarpi; og
ihástökki, langstökki og 400 m
hlaupi og var hann viö sitt
besta.
Eftir fyrra hluta keppninnar
; var staða efstu manna þessi
(tslm. I tugþraut tæpl. 7400
stig): stig
Stefán Ilallgrímsson KR 3835 I
Elias Sveinsson tR 3649
Karl West Frederiksen
UMSK 3568
Friðrik Þór óskarsson KR 3376
i Hafsteinn Jóhannesson
UMSK 3364 I
t gærkvöldi var síðan keppt I
kringlukasti, stangarstökki,
spjótkasti, 110 m grindahlaupi I
og 1500 m hlaupi, auk þess, að !
keppt var I fimmtarþraut
kvenna.
Bjorgvm
íþróttakennarar þinga:
Bannað að kíkja á
stelpur í sturtu!
Sennilega hafa flestir
strákar á barnaskólaaldri
lagt á sig óteljandi erfiöis-
stundir við þá iðju# að
klifra upp um alla skóla-
veggi til að freista þess að
sjá stelpurnar í leikfimi.
Hitt er svo annað, að fæstir
hafa haft árangur sem
erfiði, skólarnir hafa í
langflestum tilfellum
byggt sér upp „pottþétt
kerfi" til að halda kynjun-
Gleypti
sigur-
Ijómann!
18ára gamall ungverskur sund-
maður stal senunni gjörsamlega
frá hinum sigursælu A-Þjóðverj-
um á sundmótinu i Vinarborg,
sem fram fer um þessar mundir.
Hann gerði sér litið fyrir og stakk
keppendur sina af i 400 metra
fjórsundi og kom i markið á
glæsilegu heimsmeti, 4.28,89, en
eldra metið áttu Bandarikj-
amenn, 4.30,81 minútu.
Andras Hargitay gat þó ekki
hrist af sér A-Þjóðverjann Lietz-
mann, sem elti hann á fleygiferð
og kom einnig i markið á betri
tima en bandariska heimsmetið
var. Keppnin milli þeirra tveggja
var æsispennandi og gleðin i her-
búðum Ungverja gifurleg að
sundinu loknu.
um f sundur um leið og
minnst er á leikfimi og
jafnvel sund.
Samkennsla pilta og stúlkna er
eitt af fjölmörgum málum, sem
islenskir iþróttakennarar hyggj-
ast þinga um dagana 3.-6. sept-
ember nk. Hingað til landsins
mun þá koma frægur þýskur
iþróttakennari, dr. Heinz B'áskau,
og er ráðgert að hann flytji erindi
alla dagana, en auk þess munu
ýmsir islendingar taka til máls i
ræðustól, svo sem dr. Ingimar
Jónsson, Jóhannes Sæmundsson
o.fl.
Starfsemi Iþróttakennarafé-
lags islands hefur aukist mjög á
siðustu árum, og er ekki að efa að
þing sem þessi, eru afar mikilvæg
og er vonandi að sem flestir is-
lenskir kennarar, úr öllum lands-
hornum, sjái sér fært að mæta og
kynna sér nýjungar og annað það,
sem væntanlega kemur upp á
ráðstefnum sem þessum.
tþróttakennaraþingið 1974
verður haldið i Æfingaskóla
Kennaraháskóla tslands og hefst
kl. 15.30 þriðjudaginn 3. septem-
ber. Þar verða flutt erindi um
skólaiþróttir m.a. um álags- og
afkastagetu barna og unglinga,
samkennslu pilta og stúlkna, leið-
ir til að örva iþróttaiðkun skóla-
nemenda, hreyfieiginleika likam-
ans og þroskun þeirra, heildar- og
hlutakennslu i iþróttum, aðstöðu
til llkamsuppeldis i skólum, upp-
eldislegar- og kennslufræðilegar
ályktanir af aldurseiginleikum i
skólaiþróttum, heilsuvernd i skól-
um, próf mælingar og fl. Aðal-
fyrirlesari á þinginu verður próf.
dr. Heinz Báskau, forstöðumaður
iþróttavisindadeildar háskólans i
Rostock. Nýskipaður skólayfir-
læknir örn Bjarnason mun flytja
erindi á þinginu.
í liðið!
t fyrradag valdi stjórn Golf-
sambands islands landsliðið i |
golli, sem innan tlöar heldur á
Noröurlandamótið, sem fram
fer á Grafarholtsvellinum um
aðra helgi.
Meðal þeirra breytinga, ]
sem gerðar voru á tillögu upp-
stillinganefndar, var sú, að |
Björgvin Þorsteinsson is-
landsmeistari „komst I liðið’
en skv. tillögu nefndarinnar
var hann varamaður.
Liðið er annars þannig skip-
að:
Þorbjörn Kjærbo, GS,
Loftur óiafsson, NK,
Jóhann Benediktsson, GS,
Björgvin Þorsteinsson, GA,
Ragnar Ólafsson, GR,
Sigurður Thorarensen, GK,
Varamenn:
Hans isebarn, GR,
óskar Sæmundsson, GR,
Július R. Júliusson, GK,
Einar Guðnason, GR.
Ulfarnir
hremmdu
stig frá
Liverpool
Clfarnir hirtu eitt stig á
heimavelli sinum er bikar-
meistarar Liverpool sóttu þá
heim i 1. deildarkeppninni I
fyrrakvöld. Nokkrir leikir
voru þá leiknir, og urðu úrslit
þessi:
Arsenal—Ipswich 0-1 j
Birmingham—-Leicester 3-4 I
Everton—Stoke 2-1
Middlesbro—Carlisle 0-2
Wolfes—Liverpool 0-0 I
2. deild:
Millwail—-Nott.Forest 3-0
Biackpooi—Orient 0-0
Hull City—Aston Villa 1-1
Notts County—Fullhani 1-1
Hver fer
í 1. deild?
Þróttur og FH
mætast í kvöld
Halldór Bragason — elnn af mátt-
arstólpum Þróttara, fær erfitt
hlutverk I kvöld ásamt félögum
sinum.
í úrslitaleik!
1 kvöld klukkan 19.00 fer fram á
Þróttarvelli afar þýðingarmikill
leikur i 2. deild, — úrslitaleikur-
inn um 1. deildarsætið. Þar mæt-
ast Þróttur og FH, en þeir siðar-
nefndu hafa tveggja stiga forskot
á Þróttara. Heimamenn verða
þvi að sigra i kvöld, ef þeir ætla
sér að komast upp, en sigur FH
þýddi endanlega að liðið færi i
1. deild.
Ekki er að efa að hart verður
barist og takist Þrótturum að
sigra er sennilegt, að leika þurfi
hreinan úrslitaleik, um 1. deildar-
sætið.
Enn tapa
Blikar
Stöðugt tapa Breiðabliksmenn
frá sér stigum og er skemmst að
minnast þess, er þeir misstu 4 stig
vegna ólöglegs markvarðar. i
fyrrakvöld léku þeir gegn Hauk-
um á Kaplakrika og sneru tóm-
hentir heim eftir 1—2 tap.