Þjóðviljinn - 22.08.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.08.1974, Blaðsíða 7
( StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. áglist 1974. Fimmtudagur 22. ágúst 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Enn flettum við Lækna- nemanum og berum niður í grein sem f jallar um sam- band læknis og sjúklings en í henni er gerð grein fyrir viðhorfum þeirra hvors til annars og reifað hlutverk læknisins í þjóðfélaginu. „Mönnum verður æ tíð- ræddara um mikilvægi góðs sambands milli sj-úk- lings og læknis. Oftast er litið á þetta sem einfalt samband tveggja persóna, en í raun og veru er það ekki þannig. Þarna mætast ekki aðeins tveir einstak- lingar, heldur tvær verur úr mismunandi félagslegu umhverfi. Læknirinn er fulltrúi stéttar með vel skýrgreind boð og bönn um hegðun og hefur yfirleitt allt annan félagslegan og menningarlegan bakgrunn en sjúklingurinn". ólfk staða Þetta eru upphafsorð greinar- innar. Siðan er rakin þróunin hjá sjúklingi sem fer að finna fyrir sársauka og hvað á sér stað með honum þar til hann leitar læknis. Fyrst finnur hann fyrir ótta og missir athafnaþrána vegna þess að hann er sifellt með hugann við sjalfan sig. I beinu framhaldi af þvi fara afköst sjúklingsins að minnka og þá fer umhverfið — at- vinnurekandi, skóli, heimili — að „Staöa sjúklings á sjúkrahúsi er staða hins varnarlausa og auösæranlega” Læknir— sjúklingur ! BLAÐAÐ í LÆKNANEMANUM krefjast staðfestingar eða lög'- gildingar á sjúkdómnum. Sam- fara þessu fer sjúklingurinn að fá áhyggjur vegna heimilisins, ætt- ingja og vina. Læknirinn hins vegar er maður sem býr yfir tæknilegri kunnáttu og getur i krafti hennar gert sér hugmyndir um ástand sjúklings- ins þegar hann leitar til hans. Hann hefur lika i starfi sinu og námi tamið sér ákveðið hegð- unarmynstur gagnvart sjúklingn- um og má nefna það læknasið- ferði. En hann hefur lika vegna stöðu sinnar i þjóðfélaginu ým- issa fjárhagslegra og faglegra hagsmuna að gæta og geta þeir haft sin áhrif á hugmyndir hans um hvað sé sjúklingnum fyrir bestu. Læknar eru að stórum hluta til komnir úr efri lögum þjóðfélags- ins. t danskri athugun kom i ljós aö þriðjungur þarlendra lækna er af háskólafólki kominn og allt að helmingur úr hópi þriggja hundraöshluta sem skipa efstu þrep þjóðfélagsstigans. Þessi stéttarlegi uppruni lækna hlýtur aö setja mörk sin á starf þeirra. Þeir hljóta aö eiga erfið- ara með að setja sig inn i félags- legar aðstæður manns úr alþýöu- stétt, aðbúnað á vinnustaö, heim- ilisaðstæður osfrv. A læknisstofunni En hvað gerist svo þegar læknir og sjúklingur mætast? Sambandi þeirra er einkum hagað á tvennan hátt: „1. Sjúklingurinn lýsir ástandi sinu frá eigin sjónarhóli. Hann hefur ákveönar hugmyndir um hlutverk læknisins og leggur á- herslu á eða sleppir ýmsum atrið- um i samræmi við þær. Á hinn bóginn velur læknirinn sam- kvæmt sinum forsendum úr þær staðreyndir, er hann telur sig þurfa til að meðhöndla sjúkling- inn... 2. Læknirinn spyr sjúklinginn beinna spurninga um þaö er hann telur sig þurfa að vita”. Að þessu loknu ákveður læknir- inn meðferðina og gefur sjúk- lingnum ákveöin fyrirmæli um lyfjatökur, mataræði ctþh. En meöferöin sem slik er aldrei rædd og læknirinn er yfirleitt aldrei lát- inn færa rök fyrir þvi af hverju hann valdi þessa meðferð en ekki einhverja aðra. Þeir sem leita til læknis reikna meö þvi aö hann hafi yfir að ráöa þekkingu á það háu stigi að hún sé hafin yfir allar umræður. Sjúklingurinn veröur þvi að hlýðnast fyrirmælum læknisins vilji hann aftur ná heilsu. Sam- band þeirra byggist þvi á sam- vinnu sem stjórnast algjörlega af vilja og þankagangi læknisins. Sjúklingshlutverkið krefst þess vegna af mönnum aö þeir a) geri grein fyrir ástandi sinu, b) sætti sig við ástandið i samræmi við hugmyndir læknisins um það, c) samþykki markmið meðhöndl- unarinnar, þeas. hugmyndir læknisins um hvaö sé þeim „fyrir bestu”, og d) séu fúsir til að fylgja fyrirmælum læknisins. En sjúklingur hefur sáralitla mögu- leika á að hafa eftirlit með þvi hvort læknirinn sé að gera það eina rétta. Margvislegt notagildi sjúklinga Næst segir að höfuðmarkmið sambands sjúklings og læknis eigi að vera að bæta heilsu sjúklings- ins. En þvi miöur telji margir aö læknirinn noti sambandið sér til framdráttar. „Sjúklingarnir hafa þar með orðið tæki læknanna til að 1) auka tekjur þeirra, 2) öðlast virðingu og frama, 3) fullnægja andlegum þörfum, 4) byggja upp og staðfesta sjálfsmynd þeirra og 5) kenna öðrum. Litum nánar á þessi hlutverk. 1. Tekjurnar. „Þetta gildir einkum fyrir starfandi lækna, er samkvæmt samningi við sjúkra- samlögin vinna eftir venjulegu á- kvæðisvinnukerfi: tekjurnar standa i réttu hlutfalli viö fjölda meðhöndlaðra sjúklinga á tima- einingu. Allir þekkja þetta. Afgreiðsla á kvörtunum er fljót, svo fljót að sjúklingurinn nær varla að stynja upp öllu erindinu. Læknirinn ergi- legur ef sjúklingurinn getur ekki gert grein fyrir sjúkdómnum i stuttu og skýru máli. Hann fram- kvæmir yfirborðskennda skoðun og skrifar loks lyfseðil þvi það er fljót og þægileg lausn á vandan- um”. 2. Viröingin og framinn. „Læknastéttin er sem riki i rikinu og hefur sin fastbundnu boð og skilyröi um virðingu og frama. Eitt hið veigamesta þeirra er krafan um rannsóknir og birtingu greina með jöfnu millibili. Sá sem ekki uppfyllir þessi skilyrði lend- ir fljótt úti i kuldanum. En til kliniskrar rannsóknar þarf efni- við, þe. sjúklinga. Um leið og læknir beitir sjúklingi i slika rannsókn sér til framdráttar er hann ekki að vinna-I þágu sjúk- lings fyrst og fremst. Oft á tiðum vita sjúklingar ekki að þeir séu notaðir sem tilraunadýr: þeir verða svo að þola lengda innlögn, blóðsýnatökur og alls kyns rann- sóknir án þess að slikt komi með- ferðinni viö. 3. Hinar andlegu þarfir. „Þeim sem starfa á sjúkrahúsum þykir oft kyndugt að sjá þá barnslegu gleöi sem grlpur lækna þegar á fjörur þeirra rekur óvenjuleg „tilfelli”, þar sem sjúkdóms- greining liggur ekki i augum uppi. 011 athygli deildarinnar beinist að „tilfellinu”, allar hugs- anlegar rannsóknir eru settar I gang, en vesalings sjúklingurinn týnist I moldviðrinu. Sumir þess- ara lækna hafa ómeövitaöa til- hneigingu til að tala um sjúkling- inn með nafni sjúkdómsins. Mest ber á þessu hjá ungum, frama- gjörnum læknum”. 5. Sjálfsm vndin. „Læknar hafa eins og aðrir hugmyndir um sjálfa sig, þe. sjálfsmynd, sem þeir reyna að halda til streitu I fé- lagslegum samskiptum sinum. Stundum getur læknirinn notað sjúklinginn til að byggja upp sjálfsmyndina og ber mest á þessu i geðlækningum. Hann tal- ar þá „neikvætt” um sjúklinginn (sjúkur, óáreiðanlegur, með i karaktergalla osfrv.) til að draga fram hve hann sjálfur sé „já- kvæður” (heilbrigður, áreiðan- legur, heilsteyptur karakter osfrv.) 5. Kennslan. „Þeir sem stund- að hafa kliniskt nám þekkja allir þá niðurlægingu sem sjúklingar verða að þola þegar þeir eru not- aðir sem kennslutæki. Þeir eru varla spurðir leyfis og sé það gert hætta fæstir þeirra sér út i að mótmæla, þvi slikt kostar ónáð hjá kerfinu. Reyndar er verulega gert upp á milli stétta hvað þetta varðar, þvi sjaldgæft er að einka- sjúklingar prófessoranna og yfir- læknanna, svo og sjúklingar úr efstu þrepum þjóðfélagsstigans séu notaðir til kennslu. Nú, svo er sjúklingurinn sýndur eins og kjötlæri i verslun, potað i hann og talað um sjúkdóm hans, en þar gleymist stundum að hann hefur bæði sjón, heyrn og tilfinn- ingu”. Að kyssa á meiddið „En eftir er að minnast á lækn- inn i hlutverki galdramannsins”, heldur blaðið áfram. Læknir nú- tlmans er beinn arftaki galdra- mannsins i frumstæðum þjóðfé- lögum. „1 huga almennings er læknirinn goðborin vera, ómann- legur og allt að þvi óskeikull. Ef- laust á mikinn þátt i þessu hula sú, sem jafnan hefur hvilt yfir læknisfræöi.. A okkar dögum er þetta þó að breytast. Lagt hefur verið kapp á að fræða fólk um eig- in likama og eölileg störf hans, og er það vel...” „En fræðsla um meðhöndlun sjúkdóma, aðgerðir læknisins og ástæður hans fyrir þeim er enn á byrjunarstigi. Fæstir læknar eru nógu opnir gagnvart sjúklingum 4 sinum, flestir sjúklingar hafa þaö mikinn ótta af lækni sinum, að þeim dytti aldrei I hug að ganga hart að honum eftir fróðleik um eigið ástand. Þegar sjúklingur kemur til læknis, er hann oft I hlutverki barns, sem leitar úr- ræða hjá foreldrum sinum, ekki I hlutverki hins fullorðna manns, sem leitar ráða annars fullorðins manns um þaö, sem hinn siðari hefur betra vit á. Og lækninum er að sama skapi tamt og jafnvel enn tamara að bregða sér I hlut- verk foreldrisins og tala við sjúk- linginn eins og barn. Er þá oft tal- að niður til sjúklingsins, hann er „góði minn”, og „væna min” og „þetta lagast allt”, ?em sé sama tækni og þegar mamma kyssir á meiddið”. En sjúklingurinn verður að treysta lækninum og svo viröist að traustið verði þvi blindara sem læknirinn gefur honum minni upplýsingar. Þetta á sér skýringu i þvi að fáfræðin gerir menn enn háðari lækninum. Að sögn blaðsins er þetta að nokkru leyti þvi aö kenna að i læknanámi er engin fræðsla úm samband læknis viö sjúkling. Menn eiga bara að læra þetta sjálfir. Varnarlaus spítalamatur Næst er tekin fyrir staða sjúk- lings sem lagður hefur veriö inn á sjúkrahús en hann er þar varnar- laus og auðsæranlegur. „Eftir göngu milli lækna og mismunandi langa bið fær hann loksins pláss. Hann kemur á sjúkrahúsið og er háttaður þar niöur i rúm af og hjá fólki, sem hann hefur aldrei séð fyrr... Það er tekin af honum skýrsla, það er tekið úr honum blóð, þvags ög saurs er krafist við og við, það eru teknar röntgen- myndir, það eru tekin alls konar linurit. Yfirleitt koma aðgerðir hvers dags sjúklingnum á óvart, honum hefur ekki verið sagt, hvað til stendur. Þegar hann vaknar um morguninn, veit hann sjaldnast, hvort hann fær morg- unmat eða ekki. Og allan timann er hann að velta sömu spurning- unum fyrir sér: Hvað er að mér? Af hverju er verið að leita? Hvað hefur fundist? Hvers vegna var lyfjunum breytt? osfrv. Hann fær sjaldnast nein svör við þessum spurningum. Þeir sem geta og mega svara þeim, mega ekki vera að þvi, og þeir sem hafa tima og vilja til að svara, geta það ekki eða mega það ekki. Endalaust er visað frá einum til annars, spurðu þennan, spurðu hinn og að lokum: Spurðu lækninn á stofugangi á morgun. A stofugangi! Venjulegur sjúklingur á ekki svo auövelt meö að spyrja margra spurninga á stofugangi, hvað þá að þeir geti melt svörin við þeim, ef einhver eru. Það skal viðurkennt, aö stofugangar eru misjafnlega stórir og misjafnlega viöhafnar- miklir. En þeir geta hæglega far- ið upp i 15 manns, sem raða sér i mörgum röðum umhverfis rúm sjúklingsins með öll hans gögn 1 höndunum (gögn sem þýðir litið fyrir sjúklinginn að vera að ská- skjóta augunum á) og ræða TIL- FELLIÐ hástöfum. Sjúklingurinn sjálfur skílur umræðurnar sjaldnast og samsjúklingar hans geta fengið undarlegar hugmynd- ir um sjúkleika hans (en biði þeir bara, röðin kemur aö þeim). Stofugangur er notaöur til kennslu lækna- og hjúkrunar- nema, stundum bætast nýir nem- ar i hópinn, og þá má sjúklingur- inn þola það dag eftir dag, að veikindi hans og e.t.v viðbrögð hans við þeim, meðferð og horfur sé tekið til umræðu eins og hann sjálfur væri viðs fjarri. Stundum veit sjúklingurinn nákvæmlega, hver orð læknisins muni verða, en hann skilur ekki merkingu þeirra. Ef til vill reynir hann að stynja upp spurningu, en fær yfirborðs- legt eða ekkert svar, hersingin snýr i hann bakinu og þyrpist um- hverfis næsta rúm. Sumir sjúk- lingar hafa næga kimnigáfu til að yppa öxlum og blikka hina sjúk- lingana, en viðkvæm sál getur verið gráti nær eftir slika reynslu. Það er augljóst mál, að það verð- ur að tala um sjúklinginn. En það væri nærgætnislegra að gera þaö utan dyra, áður en farið er inn i stofuna heldur en sýna honum þá litisvirðingu að koma fram við hann eins og ómálga barn”. Læknar ekki óskeikulir Andstætt þessari framkomu segir blaðið að læknar ættu að umeaneast siúklinga sem jafn- ingja sina. Þeir ættu að gefa sér tima til að tala við þá, útskýra fyrir þeim, hvað er aö, hvað sé hægt að gera, hverjar horfurnar séu og hvers vegna sú leið hafi verið valin sem ætlunin er að fara... „Læknirinn ætti jafnvel að hvetja sjúklinginn til að spyrja, ef honum liggur eitthvað á hjarta. Ef hann getur ekki svarað öllu, þá gerir það ekkert til, sjúklingum er nauðsyn að læra, aö læknar eru ekki óskeikulir eða alvitrir. Og sjúklingurinn verður að læra, að þótt læknirinn skrifi upp á verkja- töflu eða róandi lyf, þá leysir það engin vandamál, heldur þjónar i besta falli þeim tilgangi að fleyta sjúklingnum yfir erfiðan hjalla.” Og lokaorð blaðsins eru i rök- réttu framhaldi af þessu: „Læknir, sem neitar að gegna hlutverki galdramannsins, heldur kemur fram við sjúklinga sina sem fullorðnar manneskjur með sina ábyrgð og sin vandamál, sá læknir stuðlar best aö þroska hvers einstaklings i þjóðfélaginu og þar með að ábyrgara og betra þjóöfélagi”. (ÞH tók saman) Hvernig er sambandi þeirra háttaö? — Er læknirinn enn í hlutverki galdramannsins? Þorgeir Þorgeirsson: Um liljur vallarins í dag, miðvikudag, sé ég að blessaður Frelsarinn geysist fram í Þjóðviljan- um alveg óvenjulega froðufellandi og náttúr- lega fyrir munn skóla- stjóra síns hér á jörðunni, Heimis Steinssonar. Andi frumkristninnar getur sýnst nokkuð ankannalegur í framan þegar hann er orðinn að at- vinnumennsku. Þessu er öfugt farið við knattspyrn- una þar sem atvinnu- mennskan er hættulegri en amatörisminn. Gömlu á- hugamennirnir um Krists- dýrkun voru semsé í meiri háska staddir en Heimir þessi sem nú froðufellir á ríkislaunum og skáldar sér upp manrtýgar forynjur að berjast við í einrúmi. Viðleitni mannsins til að vinna fyrir laununum sin- um er sjálfsagt virðingar- verð. Kirkjan er peninga- lega voldug stofnun. Allir Þorgeir Þorgeirsson landsmenn eru skrifaðir inn í þessa stofnun, ó- spurðir, og sýnast þarmeð skyldugir að taka við þeim sögufölsunum sem kirkj- unni þóknast að viðhafa. En er þetta rétta leiðin, Heimir? Hvernig stendur á því að þú leiðist undireins út í furðanlegustu hótanir við menn og hópa sem þú heldur að séu með ein- hverjar mótbárur? Er ekki nógu hlýtt í faðmi þessarar kirkju þinnar? Hvernig stendur á þvi að andstaða þín við bandariskt hernám er háð því skilyrði að mín- ar skoðanir séu ekki birtar í Þjóðviljanum? Væri slíkur nauðungar- fasismi ekki f jær þér ef þú litir til fugla himinsins og gróðurs jarðarinnar sem aldrei stritar fyrir launum og héldir máske að kristin- dómur gæti bara verið sjálfsprottinn? Mundi semsé ekki sjálf- sprottinn kristindómur frekar þola efasemdir og spurningar um sannleik- ann, sögulegan eða eilíf- an? Blómin opna sig sjálf. Þau á ekki að opna með naglbít í hendinni og froðu í munnvikjunum. Þorgeir Þorgeirsson Finnskir lista- menn Keflavík Þann 23. ágúst verður opnuð sýning á málverkum eftir tvo finnska listmál- ara í sýningarsal Iðnaðar- mannafélagsins að Tjarn- argötu 3 í Keflavík. Listamennirnir heita Juhani TaivaljSrvi og Kalervo Konster. Þeir hafa báðir sýnt verk sin hér á landi áður, og er þetta reyndar i tiunda skipti sem málverk eftir Juhani eru á sýningu hér á landi. Alls hafa þeir sentyfir 40 málverk á sýninguna. Sýningin stendur yfir fram á sunnudag (25.8J og er opin daglega frá kl. 16 til 22. Að- gangur er ókeypis. Báðir listmálararnir hafa öðl- ast miklar vinsældir i heimalandi sinu. Þeir hafa haldið samsýning- ar þar einnig. Juhani notar sér- staka aðferð til að búa til upp- hleyptar myndir, en hann málar einnig með oliu- og vatnslitum. Kalervo málar mest með oliulit- um, og eru flest málverkin blómamyndir. Kínverjar bjartsýnir á ráðstefnunni í Búkarest BCKAREST 21/8 — Kinverska sendinefndin á fólksfjöigunarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna i Búkarest er alls ekki sammála þeim, sem halda þvi frain, að mannkyniö sé i hættu vegna fólksfjölgunar. „Kinverjar lita mjög björtum augum á framtið mannkynsins”, sagði kinverski fulltrúinn Hsu Shou-yen á fyrsta starfsdegi ráð- stefnunnar i gær. Hann talaði á fundi i nefnd, sem á að ræða mannfjölda, auölindir og um- hverfi, og sagði hann að sköpun- armáttur fjöldans væri tak- markaiaus og að hæfileiki manna til aö breyta umhverfi sinu og bæta það yxi stöðugt. „Sagan og visindin sýna að framleiöslan eykst alltaf hraðar en ibúafjöldinn”, sagöi Hsu, og bætti þvi við að það væri rangt að fólksfjölgunin kæmi i veg fyrir þróun I þriðja heiminum. „Ibúa- tala Kina hefur aukist um 60 af hundraði siöustu tuttugu ár, en framleiðslan hefur aukist miklu meira.” tbúatala Kina er nú um 800 miljónir, og ber það sjaldan við að Kinverjar fáist til að ræða i- búatölu og fólksfjölgun landsins. Aöur en ráðstefnan hófst er sagt að Kinverjar hafi krafist þess að allar tilvisanir til þeirra eigin staðtalna yrðu teknar burt úr þeim skjölum, sem átti að leggja til grundvallar umræðna á ráð- stefnunni. Það var yfirleitt of seint, þvi að búið var að prenta skjölin og dreifa þeim. Annar fulltrúi Kina, Pai Tsien- huen, sagði að helsta hindrun efnahagsþróunar nú væri arðrán og árásir heimsvaldasinna og risastórvelda. Umræðurnar á fyrsta degi ráð- stefnunnar einkenndust mest af kröfum um takmörkun velferðar- kapphlaupsins og jafnari skipt- ingr auðlinda. Dr. Karab Singh, heilbrigðismálaráðherra Ind- lands, sagði að ekki væri hægt að einangra fólksfjölgunarvanda- máliö, þvi að það væri i nánum tengslum við fátækt og efnahags- lega hnignun. Riku þjóðirnar yrðu að endurskoða efnahags- stefnu sina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.