Þjóðviljinn - 22.08.1974, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. ágúst 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA S
/ Miðvestur-
ríkjunum geisa
nú verstu
þurrkar í tiittugu
ár, og getur það
liaft alvarleg
áhrif á
bandarískt
efnahagslíf.
Svipmynd frá þurrkunum miklu 1933.
Uppskerubrestur
í Bandaríkjunum
Kirkjan í smábænum
Sheldon í lowa-fylki í
Bandaríkjunum var troð-
full. Sjö hundruð bæjarbú-
ar og bændur höfðu safn-
ast þar saman, en ekki til
venjulegrar guðsþjónustu
heldur 'til bænahalds — til
að biðja drottin um rign-
ingu. Ekki hafði fallið
dropi úr lofti síðan
snemma f júní og akrarnir
í norðvesturhluta lowa
voru skorpnir af þurrki.
Uppskeruhorfurnar versn-
uðu stöðugt og hætta var á
því að uppskeran eyðilegð-
ist alveg, ef ekki kæmi
rigning.
Klerkurinn i Sheldon var bæn-
heyrður i fyrrihluta ágúst, þegar
svolitið regn féll, en það var þó
alls ekki nóg til að bjarga upp-
skerunni. Bænahöldunum hefur
þvi vepið haldið áfram.
Akrarnir umhverfis Sheidon
eru þó ekki þeir einu, sem eru illa
YIPPU - BltSKÚRSHURÐIN
%
• i
/Mgjki—
Z-kmor
Lagerstærðtr miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
- 210 - x - 270 sm
Aðrar aterðir.tmiðaðar eftír bmðnl
GLUGGA8 MIÐJAN
Slðumik 12 - SW 38220
farnir: Geigvænlegir þurrkar
herja á öll miðvesturriki Banda-
rikjanna og horfur eru á miklum
uppskerubresti i haust.
Fyrst rigning
svo þurrkar
Orðugleikarnir stafa reyndar
ekki einungis af óvenju miklum
þurrkum, heldur byrjuðu þeir
þvert á móti með sérstöku rign-
ingavori. Sáning á mais og soja-
baunum tafðist talsvert vegna
rigninganna, og stundum eyði-
lögðu þær nýsána akra, þannig að
það þurfti að sá i þá tvisvar eða
jafnvel þrisvar. En i kjölfar þessa
raka vors fylgdu þurrkar og
steikjandi hiti. Frá þvi snemma i
júni rigndi svo til ekkert, og sú
litla rigning sem kom var of litil
eða of skammvinn 'til að koma að
nokkru gagni. Jarðvegurinn
þornaði upp og skorpnaði og
hveiti, mais og sojabanir skræln-
uðu. Óvenju mikið var um sléttu-
elda.
Snemma i ágúst var ástandið
orðið þannig, að um 75% af vænt-
anlégri maisuppskeru Nebraska
voru talin eyðilögð, og J.J. Exon
rikisstjóri lýsti yfir neyðará-
standi þar. Búist var við þvi að
maisuppskeran i lowa yrði um
40% minni en i fyrra, og allt að
70% minni i þeim héruðum, sem
verst höfðu orðið úti. Horfur voru
á þvi að sojabaunauppskeran
í minnkaði um meir en 40%. t sum-
um héruðum i Norður-Dakóta
voru allar likur til, að hveiti-upp-
skeran yrði aðeins þriðjungur af
þvi sem hún er á meðalári.
Afleiðingin af þessu er sú, að
heildaruppskera Bandarikjanna
á þessu ári verður að öllum lik-
indum talsvert minni en i fyrra,
— og miklu minni en upphaflega
hafði verið búist við i ár. Sam-
kvæmt siðustu ágiskunum (sem
birtar voru i „Herald Tribune”
15. ágúst) er búist við þvi að
maisuppskeran verði um 12%
minni en i fyrra, sojabaunaupp-
skeran 16% minni, en vonast var
til þess að hveitiuppskeran myndi
aukast um 7,5%. Það er þó miklu
minni aukning en gert hafði veriö
ráð fyrir.
Minnkandi uppskeruhorfur
hafa óhjákvæmilega i för með sér
hækkandi verðlag. Nú er búist við
þvi að skeppan af mais kosti
bráðlega fjóra dollara (kostaði
þrjá i siðasta mánuði), og skepp-
an af sojabaunum tiu dollara
(fimm og hálfan i siðasta mán-
uði).
Versnandi horfur
fyrir kvikfjárrækt
Framtiðarhorfur eru þvi mjög
slæmar fyrir kvikfjárrækt i
Bandarikjunum, þvi aö þurrk-
arnir hafa spillt beitilöndum og
verðhækkanir á mais, sem er
helsta skepnufóðrið, gerir það að
verkum aö fóöurkostnaður verður
of hár. Mikill fjöldi bænda reynir
að selja hjarðir sinar þótt verðið
sé ekki hátt sem stendur, þvi að
það er of dýrt að biða. Það dugir
þó ekki alltaf, og hefur tala þeirra
bænda, sem verða gjaldþrota i
Nýju Mexikó aukist um 40 af
hundraði. Þetta leiðir til þess að
of mikiö framboð er nú á nauta-
kjöti og ýmsum framleiðsluvör-
um, en hins vegar eru likur á
miklum kjötskorti i haust, og gæti
verðið aukist um helming.
Frá 15. júni til 15. júli hækkaði
verðá landbúnaðarvörum um 6 af
hundraði eftir fjögurra mánaða
verðrýrnum. Þessi hækkun staf-
aði einkum af verðhækkunum á
oliu, áburði og sliku, en að sögn
sérfræðinga var þetta jafnframt
fyrsta afleiðingin af þurrkunum.
Þetta er þeim mun alvarlegra
sem helsta von Bandarikjastjórn-
ar um að vinna bug á verðbólg-
unni byggðist á þvi, að uppskeran
i haust yrði nægilega mikil og
verð á landbúnaðarvörum þvi
lágt. Nú virðist sú von hafa
brugðist gersamlega.
Þetta ástand hefur leitt hugann
aftur til þurrkanna miklu á árun-
um 1933—1936, og dregur sá sam-
anburður ekki úr vonleysi manna.
Reynslan af slikum þurrkum á
þessum slóðum bendir nefnilega
til þess að þeir séu sjaldan ein-
angrað fyrirbæri. Að sögn veöur-
fræðinga má búast viö þeim i
miðvesturrikjunum á um tuttugu
ára fresti: þeir komu t.d. siðast
1953—1956. En hvert þurrkatima-
bil stendur svo yfir i nokkur ár.
Það má þvi búast við að þurrk-
arnir i sumar séu upphaf sliks
timabils, og hefur Irving Krick,
sem var áður yfirmaður veður-
fræðideildar tækniskóla Kaliforn-
iu, en er nú forstjóri veðurfræði-
stofnunar, spáð áframhaldandi
þurrkum fram til ársins 1978. Tel-
ur hann að ástandið kunni að
versna smám saman og breiðast
út, þvi að skilyrðin séu nú mjög
lik þvi sem þau voru um 1936.
Reid Bryson yfirmaður vist-
fræðideildar Wisconsinháskóla er
enn svartsýnni: „Við vitum ekki
nákvæmlega hvernig þessi fyrir-
bæri þróast, en það eru nægar
sannanir fyrir þvi að loftslag
jarðar er að breytast, og gefur
það ekki góðar vonir um fæðu-
framleiðslu heims”. Siðan bætti
hann við: „Þvi má ekki gleyma
að veðurskilyrði fyrir kornrækt
siöustu 15 ár voru þau bestu sem
komið hafa i eina og hálfa öld.
Likurnar fyrir þvi að slikt tima-
bil komi aftur eru nú einn á móti
tiu þúsund”.
Hvort sem þetta er rétt eða
ekki, er erfitt að verjast þeirri
hugsun að samband kunni að vera
á milli þurrkanna i Miðvestur-
rikjum Bandarikjanna og á
Sahel-svæðunum i Afriku, og
bendir það til þess að þessi fyrir-
bæri séu þáttur i víðtækari þróun
veðurfars.
(Endursagt eftir „Newsweek”
og „Herald Tribune”)
Hagkaup auglýsir:
Stórkostleg
rýmingarsala
Barnaúlpur frá kr. 600,00
Kuldaúlpur fullorðinna
kr. 1800,00
Herraskyrtur frá kr. 450,00
Peysur, blússur og buxur
á mjög hagstæðu verði.
Bóndi frá Nebraska með sviðift korn.