Þjóðviljinn - 22.08.1974, Blaðsíða 10
1» SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 22. ágtist 1974.
Gamalt
land
37
Skáldsaga
eftir
J.B. Priestley
götvaöi aö honum var nokkuö i
mun aö komast af staö til London,
þegar hann heföi talaö viö Stane,
og hann skildi ekkert i þessum
skyndilega ákafa. Helga var úr
sögunni, fyrir fullt og allt. Lika
Chas. Hann kynni aö hafa ánægju
af að segja Dr. Firmiusi frá þvi
sem gerst hafði, en umhugsunin
um gamla galdrakarlinn hefði
naumast átt aö vekja meö honum
tilhlökkun. Samt var hann það
skásta sem völ var á og hann á-
kvað að heimsækja Fimius ef
hann kæmist til London um
kvöldið. Og hann lét sér ekki
nægja að láta niður i töskuna,
heldur greiddi hann einnig reikn-
inginn og rauðgullna stúlkan með
blaktandi augnahárin og
Astraliudrauminn, var svo liðleg
aö leyfa honum að segja upp her-
berginu án þess að greiða fyrir
næstu nótt.
— Var að koma, hvislaði ritar-
inn hjá Stane. — Ekki i allrabesta
skapi, en ég hef séð hann verri.
Vildi ekki hitta þig, en ég sagði að
þú hefðir verið mikilvægur á
svipinn og ekið i Allerton-Fawcet.
Það dugði. Komdu.
Stane var lágvaxinn, þybbinn
með froskandlit og trúlega liðlega
fimmtugur. Herbergið hans virt-
ist troöfullt af smávarningnum
sem hann flutti inn og seldi, öllu
þessu furðulega drasli sem eng-
inn skynsamur maður hefur á-
huga á að kaupa — gleraugu með
myndum af alklæddum stúlkum
að utanverðu og nöktum stúlkum
að innanverðu, kroppandi fuglar,
plastdýr af öllu tagi, brúður sem
gerðu brellur, allt saman innflutt
frá Vestur-Þýskalandi og Japan,
sem höfðu tapað i siðasta striði en
voru bersýnilega að sigra i þessu.
Þótt Stane væri innflytjandi og
sölumaður að atvinnu, þá var
hann bersýnilega neytandi i
einkalifi. Það var auðséð að hann
hafði neytt rikulegs málsverðar i
Birmingham og nú var hann að
neyta, íremur en reykja vindilinn
sem hann var með upp i sér, og
þegar hann tók hann út úr sér,
rótaði hann upp i sig marglitum
sætindakúlum úr boxi á borðinu.
Jafnvel málfarið var japlandi,
eins og hann væri alltaf að þvi
kominn að éta á sér tunguna. En
hann var ekki Miðevrópugyðing-
ur eins og Tom hafði hálfpartinn
búist við. Hann var ósvikinn Mið-
lendíngur, rétt eins og Vic Sedge
eða Herbert Neckerson. Hann var
einn þessara nýju manna i gömlu
landi.
— Biddu andartak, hrópaði
hann áður en Tom gat greint frá
erindi sinu. — Þú verður að lita á
þetta. Var að koma — dýrleg ný-
ung — japönsk. Horfðunú á! Littu
ekki af henni. Nú!
Hann setti i gang á skrifboröi
sinu brúðu svo sem fimmtán
sentimetra háa sem átti að tákna
gamla bóndakonu af einhverju
tagi, og hún hreyfði sig áfram,
stansaði hikandi og meig siðan. —
Er þetta ekki stórkostlegt? Eftir
svo sem mánuð — eða sex vikur —
verður hún farin að spræna á ann-
að hvert barborð i vestur-mið-
löndum. Hún bregst ekki. Besta
nýungin sem ég hef fengið i ár.
Alveg örugg. Jæja, hvað get ég
gert fyrir þig, herra — hm —
Adamson, var það ekki?
Tom ætlaði ekki að segja þess-
um náunga að hann væri að leita
að föður sinum. Hann setti aftur
upp lögmannsfasið. Og hann lauk
máli sinu: — Mér er ljóst, herra
Stane, að þú hefur þegar svarað
nokkrum spurningum einkaspæj-
ara, sem var i okkar þjónustu —
manns að nafni Crike.
— Já, svo sannarlega. Sagði
honum allt sem ég vissi. Ég veit
ekki til hvers verið er að byrja
upp á nýtt. Botna ekkert i þvi,
svei mér þá. Ég er önnum kafinn
og allt það. Og þaö eru mörg ár
siðan Archer vann hjá mér.
BRUÐKAUP
Þann 22/6 voru gefin saman i
hjónaband f Langholtskirkju af
sr. Sigurði H. Guðjónssyni Ingunn
Jónsdóttir og Snorri Páll Kjaran.
Heimili þeirra verður að Hamra-
hlið 37, Reykjavik. (Ljósm.st.
Gunnars Ingimars).
Þann 24/6 voru gefin saman I
hjónaband I Prestbakkakirkju af
sr. Yngva Þöri Árnasyni Asdis
Jóna Karlsdóttir og Eirlkur
Bjarnason. Heimili þeirra verður
að Vesturbergi 138, Reykjavik.
(Ljósm.st. Gunnars Ingimars).
Tom stóð enn upp á endann.
Honum hafði ekki verið boðið
sæti, enda voru báðir armstólarn-
ir sem inni voru troðfullir af ný-
ungum. Og þvi gekk hann nær og
horfði hvasst og hörkulega á
Stane. Augnaráði hans var mætt
af einbeitni og þrjósku og Tom
hafði næga reynslu af stúdentum
til að vita að augnaráð af þessu
tagi táknaöi ekki ævinlega að nú
skyldi sannleikurinn sagður.
— Aðeins tvennt, herra Stane,
og svo skal ég ekki tefja þig leng-
ur. I fyrsta lagi, sagðirðu Crike að
Archer hefði farið frá þér að
vinna hjá vinkaupmanni i Sten-
well sem hét Hawkin.
— Tja, bæði og. Það var ekkert
flöktandi i augnaráði Stanes, en
Tom fannst hann geta greint eitt-
hvert hik i röddinni. — Það er
ekki min sök ef það var ekki rétt.
Ég sagði honum að ég væri ekki
viss. En ég hafði einu sinni átt
viðskipti við Hawkin. Sann sendi
dót frá mér i jólagjafir ein jólin.
Agæt hugmynd, en hann var of
djöfull niskur til að halda þvi
áfram. Það er gallinn á flestum
þessum búðarlokum. Þá skortir
algerlega framtak. Eru ekki með
á nótunum. í sannleika sagt —
— Það ert þú sem ert önnum
kafinn, herra Stane. Hvað sagð-
irðu við Crike um Archer?
— Svona, svona. Engan æsing.
Þú ert ekki aö gera mér greiða.
Ég er að gera þér greiða. Ég
sagði Crike ekki annað en það, að
ég hefði frétt að Archer hefði far-
ið að vinna hjá Hawkins. Ég sá
hann aldrei þar. Hef aldrei komið
nálægt sjoppunni hans. Frétti
þetta bara. Hann færði höndina
nær piss-brúðunni. — Það er
meinið. Það þarf að fylla hana
aftur. En það er ekki hægt aö fá
allt. Og þeir nota bjór. Ef hann
stiflar hana þá ekki. Framleið-
andinn minntist ekkert á það. En
þetta er flott nýung.
— Crike sýndi mér gamlan
mann, sagði Tom þrjóskulega, —-
og sagði mér að hann væri mað-
urinn sem ég var að ieita að. En
það var hann alls ekki. Veistu
nokkuð um það?
Auðvitað ekki. Heldurðu að ég
hafi ekki annað að gera en það?
Enga vitleysu. Ég rek finan biss-
ness, vaxandi bissness. Hef vel
upp úr mér. Af hverju i fjandan-
um ætti ég að hafa áhyggjur af
sölumanni sem ég rak fyrir
mörgum árum — eða gömlum
spæjararæfli —eða reyndar þér?
— Ég veit það ekki. En ég trúi
þér ekki samt.
— Er ég þá að ljúga eða hvað?
Og hann virtist alls ekki sérlega
hneykslaður.
— Ég yrði ekkert hissa á þvi,
sagði Tom.
— Jæja, það gæti svo sem ver-
ið. Það er alltaf hugsanlegt. En
áður en þú byrjar á einhverri
vanþóknunartuggu, þá skal ég
segja þér eitt. Ég gæti verið að
Jjúga. En ég veitað þú ert að þvf.
Þú ert enginn lögfræðingur að
leita að manni fyrir skjólstæðing.
Þú ert ástralskur proffi eða eitt-
hvað svoleiðir að leita að pabba
þinum. Crike sagði mér það yfir
glasi.
— Hvað sagði hann þér fleira?
Tom reyndi eftir megni að leyna
reiði sinni.
— Ekkert sem máli skiptir.
Jæja — við skulum afgreiða
þetta. Ég hef öðrum hnöppum að
hneppa. Crike gat ekki blekkt þig
með karlinum og það er ekkert
við þvi að gera. Ef satt skal segja,
þá hélt hann að þér væri þetta
ekkert sérstakt kappsmál —
— Þar skjátlast honum. Og ég
er ekki aðeins að reyna að finna
föður minn. Ég er lika að reyna
að fá allar hugsanlegar upplýs-
ingar um hann. Hann vann hjá
þér. Hvað fannst þér um hann?
Af hverju sagöirðu honum upp?
— Hamingjan góða! Stane setti
sóðalegarleifarnaraf vindlinum i
öskubakka sem var I laginu eins
og liggjandi kona. Siöan tróð hann
upp i sig lúku af sælgætiskúlum.
Og þótt orð hans væru mógandi,
var rödd hans vinsamleg: — Af
hverju snáfarðu ekki burt? Þú
býðurbara leiöindunum heim. Og
ég gæti eins byrjað að ljúga aftur,
er það ekki? Og hvar ertu þá
staddur?
— Ég er hér, sagði Tom reiði-
lega. Hann réð ekki lengur við
skap sitt, sópaði hrúgu af nýung-
um úr næsta stól, settist niður og
góndi illilega á viðmælanda sinn.
— Og ég snáfa ekki burt, eins og
þú orðar það, fyrr en þú hefur
svarað mér.
Fimmtudagur 22. ágúst
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.00.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl) 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45. Svala Valdimarsdóttir
heldur áfram lestri þýðing-
ar sinnar á sögunni
„Malena byrjar i skóla”
eftir Maritu Lindquist (6).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
liða. Við sjóinnkl. 10.25 Jón
Jónsson forstöðumaður
Hafrannsóknarstofnunar-
innar ræðir um samskipti
Islendinga við alþjóðlegar
stofnanir. (áður útvarpað i
marz). Morgunpopp kl.
10.40. Hljómplötusafnið kl.
11.00 (endurtekinn þáttur
G.G.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frivaktinni. Sigrún
Sigurðardóttir kynnir óska-
lög sjómanna.
14.30 Siðdegissagan: „Katrin
Tómasdóttir” eftir Rósu
Þorsteinsdóttur. Höfundur
les (15)
15.00 Miðdegistónieikar.
Pablo Casals leikur Svltu
nr. 1 fyrir selló án undirleiks
eftir Bach. Walter Klien
leikur Pianósónötu I B-dúr
(K281) eftir Mozart.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir)
16.25 Popphornið.
Tónleikar.
17.40 Frá Egyptalandi.
Rannveig Tómasdóttir
byrjar að lesa úr bók sinni
„Lönd i ljósaskiptum”.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson cand. mag.
flytur þáttinn.
19.40 A fimmtudagskvöldi.
Vilmundur Gylfason sér um
þáttinn.
20.20 „Grjótkast”, smásaga
eftir Gunnar Guðmundsson
fyrrverandi skólastj. Þor-
leifur Hauksson les.
21.10 Frá tónlistarhátiðinni i
Bergen I mai. Itzhak
Perlmann og Vladimir
Ashkenazy leika saman á
fiðlu og pianó Sónötu i c-
moll op. 30 nr. J2 eftir
Beethoven.
21.35 Leikrit: „Leonida
kynnist byltingunni” eftir
Ion Caragiali. Aður út-
varpað i sept. 1959. Þýöandi
Halldór Stefánsson. Leik-
stjóri: GIsli Halldórsson.
Persónur og leikendur:
Leonida — Þorsteinn O.
Stephensen. Efimitsa —
Nina Sveinsdóttir, Safa —
Helga Valtýsdóttir.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Kvöld-
sagan: „Sólnætur” eftir
Sillanpa'á. Andrés
Kristjánsson islenzkaði.
Baldur Pálmason les (9)
22.35 Manstu eftir þessu
Tónlistarþáttur i umsjá
Guðmundar Jónssonar
pianóleikara.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
líOI
Indversk undraveröld.
Mikið úrval af sérkennilegum, handunnum
munum til tækifærisgjafa, m .a. Bali-styttur,
veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn-
hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind-
versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa-
fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur,
tekk-gafflar og -skeiöar i öllum stæröum,
skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll-
ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt.
Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikiö úrval
af mussum.
Jasmin
Laugavegi 133 (við Hlemmtorg).
Bókhaldsaðstoð
með tékkafærslum
BÚNAÐARBANKINN
REYKJAVÍK
-Um
*
c
Auglýsingasíminn
er 17500
MOÐVIUINN
]