Þjóðviljinn - 24.08.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.08.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. ágúst 1974. ÁYARP í tilefni 5 ára afmœlis SUNN Þegar félagiö var stofnaö hvildi dimmur skuggi stórvirkjana og stóriöju yfir Noröurlandi. Nú hefur þessum skugga veriö bægt frá a.m.k. um stundarsakir. Hinir stóru framkvæmdaaöiljar hafa viðurkennt sjónarmiö náttúru- verndar, sem einn af þeim þátt- um, sem taka verður tillit til við undirbúning mannvirkja. Sett hafa veriö ný náttúru- verndarlög, sem eru mikil fram- för frá þeim eldri. A grundvelli þeirra laga hefur starfsemi Nátt- úruverndarráðs verið endurnýjuð og stóraukin. Unnið er markvisst að tryggingu ýmissa staða og svæða með friðlýsingu, komið hefur verið á fót samstarfsnefnd- um með framkvæmdaaðiljum, og unnið að bættri aðstöðu til úti- vistar. Stjórnvöld landsins hafa gengið fram fyrir skjöldu i baráttunni gegn sjávarmengun, og eftirlit með loftmengun hefur verið hert. Frágangur sorphauga hefur og viðast hvar tekið stakkaskiptum, og umgengni ferðamanna stór- batnað. Ahugi almennings fyrir gróður- vernd hefur vaxið og beinst á skynsamlegri brautir. Viður- kennd er hættan af stöðugt aukn- um ferðamannastraumi, nema gerðar séu ráðstafanir til að beina honum á viðeigandi brautir. Ljóst er þó, að betur verður að vinna að framgangi flestra þeirra náttúruverndarmála, sem hér voru talin, ella er hætt við að sá árangur, sem náðst hefur, geti runnið út i sandinn. Sigrarnir mega ekki leiða til andvaraieysis, heldur eiga þeir að vera okkur hvöt til dáða. Framhaldsnám í r Kennaraháskóla Islands veturinn 1974-75 1. Framhaldsnám fyrir starfandi handa- vinnu- og smíðakennara hefst 1. október. Námið skiptist á tvær 10 vikna annir. Sækja má aðra námsönnina eða báðar. Hver þátt- takandi getur tekið 4—6. 2. Framhaldsnám fyrir starfandi kennara f: a. Kennslu 6-9 ára barna með áherslu á kennslu móðurmáls. b. Móðurmálskennslu 10-12 ára barna Kennsla fer fram á tímabilinu 1. október til 1. maí tvisvar í viku á hvoru námssviði frá kl. 4-7 síðdegis. Námið samsvarar 6 starfs- vikum á hvoru námssviði. REKTOR. Frá Norræna húsinu KÓR VEITVET TÓNLISTARSKÓLANS í OSLO syngur I Norræna húsinu kl. 17 i dag. Stjórnandi TOR SKAUGE. Aðgangur ókeypis. LITMYNDASÝNING NORRÆNA LJÓS- MYNDARASAMBANDSINS er opin i sýningarsölum Norræna hússins (i kjallaranum) kl. 14:00-19:00 til 1. september n.k. válkoaana NORRÆNA Nordens hus H U S1Ð Senn eru nú liðin fimm ár siðan að stofnaö var til Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN), með ráðstefnu á Laug- um i Reykjadal, 28. — 29. júni 1969. Siðan hafa svipuð samtök verið stofnuð i öllum landshlutum (kjördæmum), og er nú unnið að myndun landssambands þeirra. í félögum þessum er nú hátt á annað þúsund manns. Auk Nátt- úruverndarráðs eru þau nú orðin virkasta aflið i mótun náttúru- verndar i landinu. Á þessu fimm ára timabili hefur orðið veruleg breytfng á viðhorfi fólks til náttúruverndar. Þrír íhalds- menn í þrennt Sjálfstæðisflokkurinn á þrjá fulltrúa i fjárhagsnefnd efri deildar. Þessir þrir fulltrúar klofnuðu i þrennt við afgreiðslu þingmáls i efri deild... - Geir Hallgrimsson, nýkjörinn formað- ur fjárhagsnefdarinnar, lýsti sig samþykkan lagafrumvarpi um happdrættislán vegna Djúpveg- arins. Albert Guðmundsson lýsti sig andvigan frumvarpinu vegna þess að gert væri ráð fyrir að nota happdrættisfé til framkvæmd- anna. Jón G. Sólnes var andvigur frumvarpinu vegna þess að hann vill ekki verðtryggja vinningana. Varð að fresta umræðu um frum- varpið af þessum sökum. SKAMMTUR Af dæmigerðri skýrslu Eitt af því, sem venju- legur almúgamaður hlýtur að eiga erf itt með að skilja, er tilvera hinna fjölmörgu nefnda og ráða, sem tróna um allar jarðir. Ekki þarf að efast um það að tilvera okkar ís- lendinga byggist að tals- verðu leyti á störfum allra þeirra fjölmörgu nef ndarmanna sem land þetta byggja, þó sumum finnist ef til vill að þeir séu fullsjaldan heima, svo að þjóðin fengi notið krafta jóeirra og eigin- kvenna þeirra á heima- slóðum. En rétt er að hafa það hugfast, að þegar ráðstefnumaður hleypir heimdraganum, þá er hann undir öllum kr ingumstæðum að vinna þjóð sinni ómetan- legt gagn hvort sem vera kann á alþjóðavett- vangi eða einhverjum öðrum, enda munu störf ráðstefnumanna metin að verðleikum og ferða- kostnaður og risna hik- laust tekin úr hinum fyrrverandi ríkissjóði landsmanna. Eins og vænta má, þurfa nefndarmenn — eins og raunar aðrir sem hirða laun, að gera grein fyrir störfum sínum að loknu ráðstefnuhaldi og er það gert með svoköll- uðum skýrslum. Slík plögg hafa mér ávallt þótt stórmerkileg lesn- ing, helst vegna þess að þau virðast öðru fremur til þess gerð að rugla mannskapinn í ríminu. Mig langar til að birta hér dæmigerða skýrslu eins og þær koma mér fyrir sjónir og gæti raunar verið um hvað sem er. Skýrsla um för lúðuveiði- málastjóra til Búkarest 1974 Formálsorð Finn ar' mikilsverð- ustu þáttum í starfi rúöuveiðimálastofnunar ríkisins er að afla sér eins góðrar þekkingar á lúðunni yfirleitt og nokkur kostur er á, ef lúðan á að geta náð fót- festu á þeim erlendu mörkuðum þar sem (s- lendingar hafa náð fót- festu. Þegar er vitað með vissu að lúðan er ekki bolfiskur og liggur þá beinast við að álykta að hún sé flatfiskur, þótt það hafi ekki verið sannað með óyggjandi rökum. Þetta atriði var mjög til umræðu á lúðuveiði- málaráðstef nunni I Búkarest, en eins og al- kunna er, stóðu að þess- ari ráðstefnu Rúmenar, Búlgarir, Tyrkir, Armeníumenn, íslend- ingar og eiginkonur þeirra. Fljótlega kom í Ijós að hagsmunir þeirra jjjóða, sem að ráðstefnunni stóðu, fóru ekki að öllu leyti saman og skipaði starfsráðið þvj strax að fjórum dögum liðnum starfsnefnd, sem kanna skyldi, með hvaða hætti væri hugsanlegt að starfa að þeim málum, sem fyrir lágu. Það varð þegar Ijóst á fyrstu starfsdögum starfsnefndar, að skoð- anaágreiningur væri ill-/ brúanlegur um þau málefni, sem mestar deilur stóðu um, en það var dýpið á suðvestur Atlantshaf i. Ég lýsti því yfir, bæði sem lúðuveiðimálastjóri og fulltrúi fslands í Búkarest, að þetta mál heyrði ekki undir lúðu- veiðimálaráðstefnuna heldur öllu fremur Hvalamálaráð, sem gæti þá tekið þessar deilur til umfjöllunar á hvalamálaráðstef nunni 1978. Engin samstaða náð- ist um þetta efni á lúðu- veiðimálaráðstef nunni en fulltrúar Armeníu gengu af fundi, þegar búið var að reyna að ná samkomulagi í tæpa tvo sólarhringa. Endanlega náðist þó samkomulag um að fresta umræðunum um það efni sem á dagskrá var og taka fyrir næsta mál á dagskrá, sem var lega loðnunnar í eigin legi. Var það samdóma álit allra, að kröf ur Jap- ana um gæði fisks væru umtalsverðar, og þess vegna væri nauðsynlegt að fyrirbyggja það ger- samlega að loðnurnar lægju þvert hver á aðra í öskjunum i eigin legi. Hins vegar lýstu Búlgaríumenn því yfir og lögðu á það mikla áherslu, að rétt væri að fresta umræðum um þetta efni þar til loðnu- málaráð hefði skilað áliti, eða fyrir loðnu- málaráðstefnuna 1980. Lokaorð I heild má segja að lúðuveiðimálaráðstefn- an í Búkarest hafi öðru fremur verið heilla- drjúg fyrir okkur ís- lensku fulltrúana og konur okkar, þótt þau mál sem þar voru á dag- skrá næðu ekki fram að ganga. Rétt er að geta þess að lokum, að rík ástæða er til þess að þakka ís- lenska konsúlnum i Búkarest, Lobotomi Bakkalá sérstaklega fyrir alla fyrirgreiðslu, en án vinsemdar hans hefði för okkar haft sýnu minni tilgang en ella. I þessu sambandi fer ekki hjá því að manni detti í hug gamli góði húsgangurinn: Gróa hefur góðan haus þegar Gróa er í puði en Gróa á ekki að ganga laus þegar Gróa er i stuði. Flosi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.