Þjóðviljinn - 24.08.1974, Blaðsíða 10
1* SIÐA — ÞJÓÐVILJINN L»ngard»gnr 24. ágágt 1»74.
Gamalt
land
38
Skáldsaga
eftir
J.li. Priestley
eins og hún væri að bragða á
nafninu. — Tom Adamson. Já,
það getur gengið. Jæja, Tom. ef
þú hefur verið að leita að föður
þinum, hvar barstu þá niður?
— I vestur-Miðlöndum. Eina
fýluferðin sem Miðlendingar hafa
séð i háa herrans tið.
— Tekurðu þetta sem brand-
ara?
— Nei — en samt er ýmislegt
fyndið i þessu. En ef þú ert i raun
og veru að spyrja að þvi, hvort ég
hafi tekið leitina alvarlega, Judy,
þá er svarið já. Ég gerði það og
geri enn. Meðal annarra orða, dr.
Firmius minntist eitthvað á að þú
VIPPU - BÍISKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
- 210 - x - 270 sm
Aðrar sterðir.sniðaðar eftir beiðni
GLUGQA8 MIÐJAN
SiSuMd* 12 • Síaaa 38220
2%
2 SINNUM
LENGRI LÝSING
neOex
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
Bergstaðastr. 10A Simi 16095
hefðir áhuga á þessari leit minni.
Af hverju hefurðu það?
— Tja — jú — þetta er svolitið
skrýtið, óvenjulegt — allt i sam-
bandi við þessa leit. Tom. Það
gæti auðvitað hafa hent marga að
fara að leita að foreldri eftir
fjöldamörg ár — en ég hef aldrei
hitt neinn slikan. Og fæstir hefðu
sennilega getað skrifað um það.
Og mundu það — ég sagði þér það
— að það er i minum verkahring
að svipast um eftir hugsanlegum
bókum. Hún þagnaði andartak. —
Anægður?
Hann leit hvasst á hana. Hún
leit ekki undan, en það vottaði
fyrir vandræðabliki i augum
hennar — gráum með þéttum,
svörtum bráhárum — og hún
hnykkti til höfðinu eins og hún
væri óþolinmóð en það var i raun-
inni til að leyna vandræðum
hennar. — Þótt ég sé kannski ekki
ánægður, heldur miklu fremur
hissa, þá er það trúlega vegna
þess að ég er alveg ókunnugur út-
gáfustarfsemi i London — þessu
snuðri sem þú kallar svo. Hún er
méralgerlega framandi. Næstum
allt hérna er mér framandi.
— Jæja, það skiptir engu, sagði
hún óþolinmóð. — Hvað gerðist?
— Viltu alla söguna?
— Auðvitað viljum við alla sög-
una, sagði Firmius sem var að
bera inn kaffibakkann. — En
fyrst veröum við að fá okkur
kaffisopa. Siðan verðurðu að
segja okkur allt af létta — hvað
var gert, hvað var sagt, hvað þér
fannst — gefa okkur sanna mynd
af einum þætti föðurleitarinnar.
Jæja — kaffisopinn.
Þegar þau voru búin að drekka
kaffi og hin höfðu hagrætt sér i
stólum, dr. Firmius i gamla arm-
stólnum sinum og Judy hringuð
eins og kettlingur i litla stólnum,
og horfðu á hann með eftirvænt-
ingarsvip, fann Tom til kenndar
sem hann mundi ekki eftir að
hafa fundið fyrr eins og hún
kæmi út úr annarri tilveru, eins
konar fyllingu, sem var ekki ný,
heldur mjög gömul, hluti af ein-
hverju fornu, löngu gleymdu
mynstri sem birtist allt í einu á
ný. Hann vildi ekki glata þessari
kennd, og þvi hikaði hann við —
þótt hann vildi fúslega segja þeim
allt af létta.
— Svona nú, Adamson, urraði
Judy. Þetta var i rauninni upp-
gerðarurr, mjög kvenlegt, rétt
eins og hún væri allt i einu komin i
strákaföt. Þaö fór ekki i taugarn-
ar á Tom, eiginlega likaöi honum
það vel. Og hann leit þvi glettnis-
lega til hennar áður en hann sneri
sér að dr. Firmius.
— Þegar ég kom heim á hótelið
þarna um kvöldið, dr. Firmius
byrjaði hann, — beið min sim-
skeyti frá einkaspæjaranum,
Crike, sem i stóð að hann hefði
fundið föður minn og bað mig að
hitta sig i Hayport. Það er smá-
borg i vestur Miðlöndum. Og
næsta morgun ók ég þangað.
Hann þagnaði og saup á kaffiboll-
anum.
— Vertu ekki að kvelja okkur,
sagði Judy alvörugefin.
— Fyrirgefðu! Ég ætlaði ekki
að vera leikrænn eða langorður.
Mér fannst allt i einu sem ég yrði
að byrja á þvi að útskýra ýmis-
legt. Ég vildi — og vildi enn —
finna föður minn á tvennan hátt.
Ef hann er enn á lifi — og ein-
hvern veginn er ég .viss um það —
þá verð ég auðvitað að finna hann
sjálfan i eigin persónu. Hann gæti
verið einhvers staðar veikur og
hjálparþurfi og auövitað myndi
ég taka alla ábyrgð á honum. Ef
svo er ekki, og það væri ekki
nema gott — þá getum við kynnst
hvor öðrum ef til vill hjálpað hvor
öðrum. En svo langaði mig lika til
að komast að þvi hvers konar
maður hann var — eða er. Það
var hinn tilgangur leitarinnar.
Þegar ég fór til Hayport hafði ég
þegar komist að ýmsu. Ég vissi
að skömmu eftir striðið, hafði
hann setið i fangelsi —
Hann þagnaði vegna þess að
Judy hafðihrópað: — Æ — nei! og
starði á hann dökkum, skelfdum
augum.
— Hvað er að? Hann starði
lika.
— Æ, ég veit það ekki. Ég fyllt-
ist allt i einu svo mikilli samúð
með honum og þér — og öllum. Þú
veist hvernig þetta getur stund-
um verið. Það er rétt eins og risa-
stór svartur fugl hafi allt i einu
flogið inn i stofuna. Ekkert vit i
þvi. Fyrirgefðu! Haltu áfram,
Tom.
— Og vertu svo vænn að segja
okkur allt, sagði dr. Firmius og
brosti. — Slepptu engu. Það er
engin hætta á að okkur leiðist.
Og hann sagði þeim allt, að
minnsta kosti allt sem snerti föð-
ur hans, allt frá þvi að hann hitti
Crike I Hayport og uns hann
fleygði nýungunum i Stane.
— Gott hjá þér! hrópaði Judy,
sem hafði hlustað áhugasöm og
opineyg.
— Ekkert bókarefni, skilurðu,
sagði hann.
— Æ, — þegiðu! Hún virtist
fokreið. Þetta virtist stúlka sem
endasentist öfganna á milli. Nú
horfði hún i aðra átt og yggldi sig.
— Hefurðu gert þér einhverja
hugmynd um hann föður þinn?
spurði dr. Firmius og augu hans
glóðu.
— Eiginlega ekki. Ekki ennþá.
Þetta er eins og púsluspil sem
alltof mikið vantar i.
— Nei, alls ekki, sagði Judy
ólundarlega. — Þetta er karlmað-
ur. Persóna.
Hann leit hvasst á hana. — Ég
ætti að segja þérað þegja. Hvað
heldurðu að ég sé? Hamingjan
góða — þessi maður er faðir
minn. Ég hef að visu ekki séð
hann i þrjátiu og þrjú ár. En ég
man ennþá eftir honum frá
bernskuárunum. Ég man að ég
elskaði hann. Og ég veit ekki
hvar hann er — hvað orðið hefur
um hann — eða hvað hann er að
gera. Gleymdu þvi ekki, að
mikinn hluta sögunnar þekkir þú
alls ekki — ,
— Nú jæja, segðu mér hana þá.
Hann ansaði henni ekki, heldur
leit á dr. Firmius. — Nú hef ég
ekki annað en bréfið sem Hilda
Neckerson fékk frá honum, eftir
að hann fór á sjóinn og lofaði að
senda mér afrit af. Og það er
margra ára gamalt. Ég get
reyndar farið til útgerðarfélags-
ins, ef minnst er þá á það i bréf-
inu, og reynt að komast að þvi,
hvort nokkur þar man eftir hon-
um og veit hvað um hann varð,
þvi að það kemur ekki til mála að
hann hafi ilengst á sjónum. Ég
ætla að gera allt sem i minu valdi
stendur, sagði hann loks dálitið
vonleysislega. — En ég er hrædd-
ur um að e'g lendi bara I sjaif
heldu.
— Ekki þarf það að vera, sagði
dr. Firmius. — Já, Judy? Ætlaðir
þú að spyrja um eitthvað?
Hún kinkaði kolli, leit siðan á
Tom. — Þessi Hilda hvað hún nú
heitir? Heldurðu að hún sé ennþá
ástfangin af honum?
— Ekki i raun og veru. Hún var
það — en er það ekki lengur.
— Ertu einn af þessum karl-
mönnum sem þykjast vita allt
um konur?
— Nei, alls ekki. En ég er ekki
einn af þessum karlmönnum sem
halda að þær séu einhver skelfi-
legur leyndardómur. Þykir þér
það miður?
— Láttu ekki svona. Af hverju
viltu ekki segja mér hvað gerðist
áður en þú æddir til Miðlanda?
— Tja, ég veit ekki hvort það er
timi til þess —
— Timi? Hvað er klukkan?
Yfir tólf? Ég verð að þjóta. Hún
Laugardagur 24. ágúst
7.00 Morgunútvarp. Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Svala Valdimarsdóttir
heldur áfram lestri þýðing-
ar sinnar á sögunni
„Malena byrjar I skóla” eft-
ir Maritu Lindquist (8). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
milliliða. óskalög sjúklinga
kl. 10.25: Kristín Svein-
björnsdóttir kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
L3.30 Fantasia i C-dúr op. 17
eftir Schumann. Geza Anda
leikur á pianó.
L4.00 Vikan sem var. Páll
Heiðar Jónsson sér um þátt
með ýmsu efni.
L5.00 Sænsk tónlist. Arne
Domnérus og Rune Gustafs-
son leika.
15.25 A ferðinni. ökumaður:
Arni Þór Eymundsson.
(16.00 Fréttir).
16.15 Veðurfregnir. Horft um
öxl og fram á við. Gisli
Helgason fjallar um út-
varpsdagskrá siöustu viku
og hinnar næstu.
17.10 Frá lslandsmótinu f
knattspyrnu: Fyrsta deild.
1A—Vikingur. Jón Asgeirs-
son lýsir siðari hálfleik frá
Akranesi.
17.45 Söngvar f léttum dúr.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Ungverskt kvöld. a.
Hjalti Kristgeirsson hag-
fræðingur spjallar um land
og þjóð. b. Ungversk tónlist.
c. Erindi um lifnaðarhætti
hinummegin kafli úr skáld-
sögu eftir Tibor Déry.
21.15 Frá útvarpinu i Búda-
pest.Aurele Nicolet og Zoltá
Kocsis leika á flautu og
pianó sálmalagið „Komm
susser Tod” og Sónötu 1
h-moll eftir Johann Sebasti-
an Bach einnig tilbrigði eftir
Franz Schubert, „Ihr Blum-
lein alle”.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og augiýsingar.
20.25 Læknir á lausum kili.
Breskur gamanmynda-
flokkur. Upton tæmist arf-
ur. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
20.50 Borgir. Kanadiskur
fræðslumyndaflokkur,
byggður á bókum eftir
Lewis Mumford um borgir
og borgarlif. 4. þáttur. Þýð-
andi og þulur Ellert Sigur-
björnsson.
21.20 Makleg málagjöld.
(Death of a Scoundrel).
Bandarisk biómynd frá ár-
inu 1956. Leikstjóri Charles
Martin. Aðalhlutverk Ge-
orge Sanders. Zsa Zsa
Gabor og Yvonne de Carlo.
Þýðandi Briet Héðinsdóttir.
Myndin lýsir ferli manns,
sem flyst búferlum frá
Evrópu til New York, til
þess að öðlast þar fé og
frama. Hann gerist brátt at-
hafnasamur á verðbréfa-
markaðnum, og er ekki allt-
af vandur að meðulum.
23.25 Dagskrárlok.
Indversk undraveröld
Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjöl-
breytt úrval af austurlenskum skraut- og list-
munum, m.a. útskorin borð, vegghillur, vör-
ur úr messing, veggteppi, góifmottur og
margt fleira.
Einnig úrval af indverskri bómull, batik-efn-
um, rúmteppum og mörgum gerðum af
mussumi
Nýtt úrval af reykelsi og reykelsiskerjum.
Gjöfina, sem ætið gleður, fáið þér i
m
Inrl
uTtI
JASMIN, LAUGAVEGI 133.
Bókhaldsaðstoð
með tékkafærslum
flrBÚNAÐARBANKINN
\í |/ REYKJAVÍK
— —— 1
Auglýsingasíminn l er 17500 1 n