Þjóðviljinn - 24.08.1974, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagar 24. ágdst 1974.
DIOOVIUINN
MÁLGAGN SOSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
(Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
HLUTUR GYLFA Þ. GÍSLASONAR
Hvernig stóð á þvi að Framsókn kallaði
ihaldið til stjórnarsamvinnu, þegar það
var engan veginn nauðsynlegt? Svarið við
þessari spurningu er tviþætt:
1. í fyrsta lagi er Framsóknarflokknum
stjórnað af hægrikliku um þessar mundir
sem aftur er stjórnað af fésýsluöflunum,
sem svo mjög óx ásmeginn á valdatima
helmingaskiptastjórnanna 1951-1956.
Þessi þáttur svarsins hefur verið rakinn
hér i blaðinu áður.
2. í öðru lagi felst svarið við spurning-
unni i þvi að athuga hegðun og framferði
formanns Alþýðuflokksins i tengslum við
stjórnarmyndunartilraun flokkanna fjög-
urra fyrir nokkrum vikum og feril hans
sem stjórnmálamanns um nokkuð langt
árabil. Skal þó tekið skýrt fram, að hér er
ekki verið að ræða um Alþýðuflokkinn i
heild, heldur fyrst og siðast formann hans,
Gylfa Þ. Gislason. Hver er hlutur Gylfa?
Allir vita hvernig formaður Alþýðu-
flokksins hefur verið á mála hjá ihaldsöfl-
unum i landinu um nærfellt 20 ára skeið.
Sem slikur hafði hann forustu fyrir
Alþýðuflokknum á mesta niðurlægingar-
skeiði flokksins, og hafði sú forusta haft
svo afdrifarik áhrif að Alþýðuflokkurinn
var nærri dottinn út af þinginu i kosning-
unum 30. júni. En varla hafði Gylfi Þ.
Gislason sloppið inn á þing — nánast fyrir
tilviljun — að hann lýsti þvi yfir i fjöl-
miðlum þjóðarinnar, að Geir Hallgrims-
son ætti einna helst að verða forsætisráð-
herra, að það væri fagnaðarefni að
vinstristjórnin var farin frá völdum og að
Alþýðuflokkurinn vildi ekki taka þátt i
rikisstjórn. Flokksforusta Alþýðuflokks-
ins neyddist siðar til þess að beygja for-
mann sinn,og var hann blátt áfram rekinn
til þess að taka þátt i vinstriviðræðunum.
En allir vita að sá sem gengur nauðugur
til slikra viðræðna leggur sig ekki fram
um að ná árangri.
Þegar til viðræðnanna kom meðal
fulltrúa fjögurra stjórnmálaflokka, lá
það fyrir frá ólafi Jóhannessyni að hann
myndi ekki fallast á að samráð yrði haft
við ,,aðila vinnumarkaðarins” eins og
Alþýðuflokkurinn heimtaði, áður en
stjórnin yrði mynduð, heldur þá fyrst er
fyrir lægi að unnt væri að mynda vinstri-
stjórnina. Yrði þetta atriði gert að skilyrði
myndi Ólafur Jóhannesson slita viðræðun-
um. Fulltrúar Alþýðubandalagsins og
Samtaka frjálslyndra töldu skylt að hafa
samráð við verkalýðshreyfinguna, en
gerðu samráð við ,,aðila vinnumarkaðar-
ins” ekki að úrslitakröfu; kváðust mundu
hafa samráð við verkalýðshreyfinguna
eftir öðrum leiðum.
Enda þótt þessi viðhorf Ólafs Jóhannes-
sonar hefðu legið fyrir i 10 daga er viðræð-
unum lauk, skýrði Gylfi Þ. Gislason aldrei
frá þeim i flokksstjórn Alþýðuflokksins.
Hafði hann þar forustu um samþykkt um
samráð við ,,aðila vinnumarkaðarins”
áður en stjórnin yrði mynduð — og þessi
samþykkt varð siðan til þess að Ólafi gafst
kostur á þvi að þóknast hægri klikunni i
Framsókn með þvi að slíta viðræðunum.
En þessi óheiðarlega afstaða Gylfa kom
fulltrúum annarra flokka i viðræðunum
alls ekki á óvart; Gylfi var allan timann i
nánu sambandi við forustumenn Sjálf-
stæðisflokksins,og þeir fylgdust nákvæm-
lega með frá degi til dags, þvi sem gerðist
i viðræðunum. Enda voru viðræðurnar
ekki fyrr farnar út um þúfur en Morgun-
blaðið og Visir þökkuðu Gylfa Þ. Gislasyni
kærlega fyrir.
Við þá óvild sem Gylfi sjálfur hafði
gagnvart myndun vinstristjórnar
bættist svo það, að i áhrifastöðu i Alþýðu-
flokknum var nú kominn Björn Jónsson;
raunar varamaður Gylfa á alþingi. Allir
þeir sem muna þá atburði sem gerðust i
maimánuði siðastliðnum vita að Björn var
andvígur vinstristjórn og lagði auk þess
beinlinis fæð á ólaf Jóhannesson.
Og því fór sem fór. Vinstristjórn var
ekki mynduð; hægristjórn sest að völdum.
Einn þeirra manna sem ber mesta ábyrgð
á þvi er Gylfi Þ. Gislason. Þó hann hafi
sloppið inn á þing í vor, slyppi hann ekki
innfyrir núna, ef kosið yrði. Svo mikið er
vist.
Umferðarslysum fer
fækkandi í Danmörku
Landlœknar Norðurlanda þinga hér
Eftir að fóstureyðingar
voru gefnar frjálsar i
Sviþjóð/ f jölgaði þeim tals-
vert, en á móti kemur, að
við teljum að ólöglegar
fóstureyðingar, glæpsam-
legar fóstureyðingar séu
úr sögunni, sagði Rexed,
landlænir Svíþjóðar á
blaðamannafundi í gær-
morgun.
Landlæknar Noröurlanda héldu
árlegan fund sinn i gær og fyrra-
dag hér á landi, og spurðu blaöa-
menn þá i gær um ýms atriði i
heilbrigðisþjónustu landa þeirra.
Fóstureyðingar hafa nú verið
gefnar frjálsar i Sviþjóð og Dan-
mörku, einnig i Finnlandi, þótt
•öggjöfin þar sé ekki alveg eins
frjálslynd og i Svlþjóð.
1 Noregi stendur til að færa
fóstureyðingarlöggjöfina i sama
horf og i Sviþjóð — og hér á landi
liggur frumvarp fyrir næsta Al-
þingi, sem sniðið er eftir dönsku
löggjöfinni.
Landlæknarnir norrænu hittast
raunar þrisvar á ári og bera sam-
an bækur sinar varðandi fram-
kvæmd heilbrigðisþjónustu i
löndum sinum — en einu sinni á
ári er formlegur fundur þeirra.
Blaðamenn spurðu sænska
landlækninn, Rexed, og þann
danska, Sören Sörensen, hvort
frjálsari fóstureyðingarlöggjöf
hefði valdið miklum deilum i
löndum þeirra.
Nei, sögðu þeir báðir, en það
urðu um hana talsverðar umræð-
ur.
t sænsku löggjöfinni er kveðið
svo á, að hafi einstakir læknar á
móti þvi að framkvæma fóstur-
eyðingu, erekki hægt að neyða þá
til aðgerðarinnar.
Finnski landlæknirinn, L. Noro,
taldi að finnska fóstureyðingar-
löggjöfin væri ekki alveg eins
frjáls og I Sviþjóð og Danmörku,
þ,e,a,s, i orðalagi, en i reynd væri
hún eins.
Bæði i Sviþjóð og Danmörku og
væntanlega i Noregi, er konum i
sjálfsvald sett, hvort þær láta
eyða fóstri allt fram að 12. viku
meðgöngutim. Frá 12. viku og
fram til 18. viku, fær kona ekki
fóstureyðingu, nema að undan-
gengnum viðræðum við lækna og
sálfræðinga.
Helstu vandamálin sem nú
steðja að fólki á Norðurlöndum,
eru, eins og i öllum öðrum nútima
menningarrikjum, tið dauðsföll
af völdum hjartasjúkdóma,
krabbameins og umferðarslysa.
Sören Sörensen frá Danmörku
skýrði frá þvi, að i Danmörku
hefði tiðni umferðarslysa verið
há. 1 vetur, þegar yfirvöld settu
strangar reglur um hámarks-
hraða á vegum vegna bensin-
skorts, hefði mjög dregið úr um-
ferðarslysum. Siðar var há-
markshraði hækkaður, þ.e. hann
var bundinn við 90 km hámark og
110 km hámark á hraðbrautum.
Þá fjölgaði umferðarslysum
nokkuð aftur, en þó fer fjarri að
tiðni þeirra sé eins mikil og áður
— þ.e. á meðan engin takmörk
giltu varðandi aksturshraða I
Danmörku. Sama þróun varð I
Sviþjóð, þegar hámarkshraði var
færður niður þar. —GG.
Sovéskar
dráttarvélar
fluttar út
JEREVAN (APN)Yfir 200.000
Armenar, sem voru meðal þeirra
er flýðu föðurland sitt i heims-
styrjöldinni fyrri hafa snúið aftur
til sins heima, síðan sovétstjórn
var komið á i Armeniu. Þeir fá
sovéskan rikisborgararétt um
leið og þeir koma aftur, siöan er
þeim séð fyrir vinnu, sem er i
samræmi við menntun þeirra og
börnin njóta kennslu i sovéskum
skólum.
Prentvilla
í leiðara
1 forustugrein Þjóðviljans i gær
féll niður orðið ekki.svo að merk-
ing málsgreinar brenglaðist.
Þessa málsgrein endurprentum
við þvi hér, en hún átti að vera
svona:
„Auðvitað greindi flokkana,
sem þátt tóku i vinstri viðræðun-
um á um mörg veigamikil mál, en
endanleg niðurstaða lá ekki fyrir
um það, að samkomulag væri úti-
lokað, þegar forsætisráðherra til-
kynnti að hann væri hættur,
vegna ágreinings um það á hvaða
stigi mála skyldi rætt við aðila
vinnumarkaðarins um aðgerðir i
efnahagsmálum.”
Innflutningur janúar — júlí:
Skip fyrir nærri
þrj á mili ar ða kr.
Blaöinu hefur borist
bráðabirgðayf irlit Hag-
stofu Islands um útflutn-
ing og innflutning á fyrri
hluta þessa árs. Þar kemur
fram að vöruskiptajöfnuð-
urinn var óhagstæður um
8,ó rniljarða króna á fyrstu
sjö mánuðum ársins, en á
sama tíma í f yrra var hann
óhagstæður um 1,3
miljarða.
Alls var flutt út á þessu ári — i
sjö mánuði fyrir 18,3 miljarða
króna, en innflutningurinn nam
26,7 miljörðum. Sambærilegar
tölur frá i fyrra: Útflutt 17 mil-
jarðar, innflutt 15,7 miljarðar.
Af útflutningnum i ár eru ál og
álmelmi 2,9 miljarðar króna, en
af innflutningnum eru skip fyrir
2,8 miljarða, flugvélar fyrir 152
miljónir, innflutningur, til Lands-
virkjunar 271 miljón og til Is-
lenska Álfélagsins 1,9 miljarðar.
Þessi sérstaki innflutningur nem-
ur þvi um 5,2 miljörðum, og sé
ekki tekið tillit til hans né til út-
flutnings Alfélagsins lækkar hinn
óhagstæði vöruskiptajöfnuður um
2,3 miljarða eða i um það bil sex
miljarða.
Skip voru flutt inn á fyrstu sjö
mánuðunum i fyrra fyrir 2,3 mil-
jarða króna.