Þjóðviljinn - 24.08.1974, Blaðsíða 7
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. ágúst 1974.
GILS
GUÐMUNDSSON
SKRIFAR
FRÁ
CARACAS
16. ágúst 1974
Nútímastefna
og afturhaid í
hafréttarmálum
Nú líður óðum að lokum
ráðstefnuhalds hér í Cara-
cas. Allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna hafði sett
ráðstefnunni þau tíma-
mörk, að hún skyldi hef j-
ast 20. júní og Ijúka 29.
ágúst. Hygg ég að margur,
sem hér hefur dvalið um
tveggja mánaða skeið telji
brátt mál til komið að taka
saman föggur sínar og
halda heimleiðis. Þá er og
sýnþsvo sem margur þótt-
ist vita áður en ráðstefnan
hófst, að ekki verður end-
anlega frá hafréttarmál-
um gengið í þessari lotu,
heldur þarf til þess nýtt
þinghald að ári. Lætur
nærri að menn geri hér hlé
á störf um í miðjum klíðum
og reikni með síðari um-
ferð á útmánuðum eða að
vori. Er það raunar á eng-
an hátt nýtt, því segja má
að gert haf i verið ráð fyrir
slíku frá upphafi. Þarf í
rauninni engan að undra
þótt hægt gangi störf slíkr-
ar ráðstef nu sem þessarar.
Hér eiga 140—150 þjóöir hlut að
máli, og hafa um 60 þeirra ekki
átt aðild að undirbúningsfundum
ráðstefnunnar. Fór þvi verulegur
timi framan af ráöstefnunni til
þess, að hlýða á fulltrúa þessara
þjóða lýsa viðhorfum sinum og
vandamálum. Eins og ég hef áður
sagt, eru hér og margir mælsku-
menn — kynni raunar að mega
bendla einhverja þeirra við
mælgi — og þó að þeir hafi ef til
vill oftar en einu sinni lýst skoð-
unum sinum áður, þykir þeim
hlýða að endurtaka það. Alykta
slikir ræðugarpar trúlega á þá
leið, að þar eð þeir hafi sjálfir
gaman af að tala, hljóti aðrir að
hafa ánægju af að hlýða á spek-
ina.
Engin atkvæöa
greiðsla hér
Þá var það og fastmælum
bundið frá upphafi, og raunar eitt
grundvallaratriði þeirra þing-
skapa, sem ráðstefnunni voru
sett, að reynt skyldi til þrautar aö
ná allsherjarsamkomulagi án at-
kvæðagreiðslu. Að svo miklu leyti
sem það kynni ekki að takast, bar
að stefna að þvi að fækka valkost-
um og afmarka ágreiningsefnin á
þann veg, að kleift yrði að lokum
að skera úr þeim við atkvæða-
greiðslu. Var þaö meginverkefni
þessa hluta ráðstefnunnar, sem
hér skyldi háður, að hlýða á sjón-
armið allra, ná samstöðu um sem
flest atriði, en undirbúa að öðru
leyti ágreiningsmálin undir það,
að úr þeim yrði hægt að skera á
siðara stigi. Hér i Caracas skyldi
þvi engin atkvæðagreiðsla fara
fram um efnisatriði, enda verður
það ekki. Þegar af þeirri ástæöu
mátti telja fullvist, að nauðsyn
bí^ri til aðhalda framhaldsþing að
ári. Verður það að likíndum á sið-
ari hluta þess þings, hvort sem
það verður haldið i Vinarborg
eða annars staöar, sem úr deilu-
málunum veröur skorið með at-
kvæðagreiðslu, Og til þess að til-
laga hljóti lögformlegt samþykki
þarf 2/3 greiddra atkvæða.
Yfirlýsing um
meginstefnu
úr sögunni
Eins og ég hef sagt frá áður,
gerði Amerasinghe, forseti ráð-
stefnunnar, það að tillögu sinni
fyrir rúmum þrem vikum, að i lok
fundarhalda hér i Caracas sendi
þingheimur frá sér yfirlýsingu
um það, að hverju sé stefnt I meg-
indráttum með þinghaldi þessu,
hver séu þau grundvallaratriði,
sem alþjóðleg hafréttarlöggjöf nú
á timum hljóti að byggjast á.
bessum hugmyndum forsetans
var satt að segja ótrúlega þung-
lega tekið af fulltrúum ýmissa
rikjahópa og landa. Gengu þar að
visu fram fyrir skjöldu þau riki,
sem ýmist eru andstæð 200 milna
auðlindalögsögu strandrikja eða
vilja með ýmsum hætti draga úr
einhliöa rétti strandrikisins til að
hagnýta sér fiskistofnana á sliku
auðlindasvæði. En hugmyndin
mætti einnig andspyrnu all-
margra strandrikja, svo sem
þeirra, sem vilja tryggja sér rétt-
indi á landgrunni utan 200 mflna,
og einnig hinna, sem berjast fyrir
200 mflna landhelgi.
Niðurstaðan varð sú, að
Amerasinghe taldi hugmynd sína
ekki fá nægan byr, og hefur þvi
ekki lagt fram þau drög að
stefnuyfirlýsingu, sem hann
hugöist semja i samvinnu við for-
menn hinna þriggja starfsnefnda
þingsins. Er þvi hugmyndin um
stefnumarkandi yfirlýsingu héð-
an frá Caracas með öllu úr sög-
unni. Þess I stað er ætlunin
að ganga frá skýrslu um það, að
hve miklu leyti málum hefur þok-
að fram og hvarþau eru nú á vegi
stödd.
Störf 2. nefndar
Mikilvægasta starfsnefnd
þingsins frá sjónarmiði okkar ís-
lendinga og margra annarra er 2.
nefnd, en hún fjallar um land-
helgi, landgrunn og auðlindalög-
sögu. Þar hafa ýmsir mikilvægir
hlutir gerst að undanförnu, og
hafa þeir aukið trú mina á það, að
hafréttarráðstefnan muni bera
æskilegan árangur, og sé þess ár-
angurs að vænta á næsta ári. Eft-
ir aö fram komu tillögur strand-
rikjanna 9, sem ísland er aðili að,
um 12 milna hámarkslandhelgi og
200 milna óskoraða auðlindalög-
sögu strandrikis, fór að komast
skriður á hlutina. Þessar tillögur
hafa i megindráttum hlotið mjög
viðtækan stuðning, og án efa
stuðning fleiri rikja en nokkrar
aðrar tillögur um fiskveiðilög-
sögumál. En gegn þeim hefur
einnig komið fram töluverð gagn-
rýni af hálfu þeirra, sem telja rétt
strandrikisins gerðan þar alltof
mikinn. Nú bregður hins vegar
svo við, að allir (eða nær allir)
þykjast fylgjandi auðlindalög-
sögu strandrikis i einhverri
mynd, en vilja takmarka réttinn
að meira eða minna leyti, og þeir
hörðustu, svo sem Efnahags-
bandalagslöndin, hyggjast gera
hann litið annað en nafnið tómt.
Sovétríkin og
Bandaríkin
Fáum dögum eftir að strand-
rikjatillögurnar komu fram; var
útbýtt plaggi umsama efni frá So-
Sennilega hefnr ekki veriö eins erfitt hjá nokkrnm hépi manna i hafréttarráftstefnunni
sem túlkunum. Myndirnar segja að visu ekki margtþar um — en viö munum eftir þvi úr
einu fréttabréfinu frá Gils þegar túlkarnir geröu verkfall — vegna þess hversu hratt
reftumenn töluftu, er ræ&utimi haffti verift takmarkaftur. Þá voru 70 á mælendaskrá!
Shirley Temple, nýoröin sendiherra Bandarikjanna I Ghana, kom á hafréttarráftstefn
una eg varft auftvitaftundir eins umsetin af fréttamönnum og IJósmyndurum.
Sendinefnd frelsishreyfingar Palestinu haffti boft inni meðan á hafréttarráftstefnunni
stóö. Sá kostulegi höfuðbúnaöur á hvergi sinn lika svo sem myndin sýnir okkur. Hin
myndin er tekin þegar forseti Gamblu Kayrawa Jawarava heimsótti ráöstefnuna.
I
vétrikjunum og fimm öðrum
Austur-Evrópurikjum. Er það
skjal ef til vill allra gleggsta
dæmið um það, hversu hugmynd-
inni um 200 milurnar hefur aukist
hraðfara fylgi á örskömmum
tima. Á undirbúningsfundinum I
fyrra voru fulltrúar Sovétrikj-
anna enn við það heygarðshornið,
aft almenna fiskveiðilögsagan
skyldi vera 12 mflur, en strand-
riki háð fiskveiðum hefðu þó ein-
hver takmörkuð réttindi þar fyrir
utan. Nú fallast þessi sex Austur-
Evrópuriki á hugmyndina um
auðlindasvæði, enda sé það þátt-
ur I heildarlausn hafréttarmála,
þar sem náðst hafi samkomulag
um 12 milna landhelgi, almennt
siglingafrelsi, frelsi til visinda-
rannsókna, reglur um hafsbotn-
inn og mengunarvarnir.
í tillögum þessum er gert ráð
fyrir 200 milna auðlindalögsögu
strandrikja, en jafnframt er mælt
fyrir um samstarf strandrikis við
svæðastofnanir og alþjóöastofn-
anir. Að höfðu sllku samráði skal
strandriki taka ákvarðanir um
árlega heildarveiði hverrar fisk-
tegundar, hve mikinn hluta aflans
það telur sig geta veitt, og er þá
skylt að heimila öðrum aö veiða
afganginn samkvæmt sérstökum
leyfum. Þá gera tillögurnar ráð
fyrir þriggja ára umþóttunar-
tima, eftir að strandrikið hefur
helgað sér 200 milna auðlindalög-
sögu.
örfáum dögum siðar lögðu
Bandarikin fram sinar tillögur,
sem fóru mjög i sömu átt, gerðu
ráö fyrir 200 mllna auðlindalög-
sögu að tryggðum svipuðum rétti
til siglinga og flugs og Sovétmenn
höfðu lagt áherslu á. Þessar til-
lögur bera einnig vott um veru-
lega breytt viðhorf Bandarikja-
manna frá fyrra ári. Frá sjónar-
miði okkar íslendinga er helsti
gallinn á hvorutveggja tillögun-
um sá, að alþjóðastofnun virðist
ætlaður þar talsverður réttur, og
ekki er ljóst hver á að skera úr, ef
ágreiningur kemur upp um fram-
kvæmd alþjóðalaga um þessi
efni. Bera ýmsir kviðboga fyrir
þvi, að þar sé ætlun beggja að
koma inn ákvæðum um alþjóð-
legan gerðardóm. En óhætt held
égséaðfullyrða.aðekki er mikil
hætta á að slikt ákvæði veröi
samþykkt.
Mestu
afturhaldsríkin
Loks hafa 8 Efnahagsbanda-
lagsriki, öll nema Bretland, lagt
fram tilíögur um fiskveiömál. Er
það skemmstaf þeim að segja, að
frá sjónarmiði okkar tslendinga
og fulltrúa annarra strandrikja,
eru þær tillögur hinar langverstu
sem fram hafa komið á ráðstefn-
unni. Hafa tillögur þessar verið
gagnrýndar harölega af mörgum
ræðumönnum, þar á meðal for-
manni islensku sendinefndarinn-
ar. Hans G. Andersen, sem kom
þingheimi til að hlæja hressilega
á kostnað þeirra Efnahagsbanda-
lagsmanna.
I tillögum Efnahagsbandalags-
rikjanna 8 (Belgiu, Danmerkur,
Frakklands, Hollands, Irlands,
Italiu, Luxemborgar og Vestur-
Þýskalands) er að visu gert ráð
fyrir þvi, að strandriki geti helg-
að sér tiltekið svæði utan land-
helgi. Er þvi svæði þó ekki gefið
sérstakt heiti og ekki orð um það,
hversu stórt það megi vera. í
þessu svæði má strandriki áSjdlja
sér tiltekinn forgang til veiða. Þó
eru á þessu margar og miklar
takmarkanir. Skalm.a. taka tillit
til sögulegra réttinda • annarra
rikja, svo og til hagsmuna ná-
grannarikja. Deilur um skiptingu
afla á þessu svæði eiga að
úrskurðast af gerðardómi.
Alþjóðlegar fiskimálastofnanir
eiga samkvæmt þessu plaggi að
fá mjög mikið vald. Skulu þær
setja reglur um friðun, veiðar og
eftirlit.
Athygli vekur, að Bretar eru
ekki aðilar að plaggi þessu. Hafa
þeir og lýst. stuðningi við 200
milna auðlindalögsögu, að visu
með skilyrðum, misjafnlega
aðgengilegum.
Helst miöar í
fiskveiðimálum
Þegar litið er yfir störf þeirra
þriggja nefnda, sem hér hafa
unniðað tilteknum verkefnum, fæ
ég ekki betur séð en langmestur
árangur hafi náðst I annarri
nefnd. Er það þeim mun ánægju-
legra, þegar þess er gætt, að það
er einmitt sú nefndin, sem okkur f
Islendinga skiptir mestu máli.
Þrátt fyrir afturhaldssamar
skoðanir fáeinna rikja. Efna-
hagsbandalagsrikjanna flestra og
Japans, er ljóst að 200 milna auð-
lindalögsagan hrósar sigri áður j
en lýkur. I þeim efnum þarf að- $
eins að koma i vég fyrir það, að f
hugmyndin verði útþynnt með i
margvislegum undantekningum. k
Ogþað á að mega takast.
Hvaö gerir Augilar? [
Siðustu dagana hefur mjög ver- j
ið um það rætt manna á meðal j
hér, hvort formaður 2. nefndar,
Venesúelamaðurinn Augilar, geri
alvöru úr þeirri fyrirætlun sinni,
að leggja sjálfur fram frumvarp,
þar sem tekið yrði það úr fyrir-
liggjandi tillögum og vinnuskjöl-
um, sem formaður telur að eigi
mestu fylgi að fagna á ráðstefn-
unni. Siðan yrðu aðrir, sem ekki
væru ánægðir, að forma sinar til-
lögur sem breytingatillögur við
þetta frumvarp formannsins og
greiða siðan atkvæði um málið á
þann hátt á sinum tima. Myndi
þetta einfalda mjög vinnubrögð
og virðist skynsamlegt. Mörg
strandriki og flest þróunarlönd
eru reiðubúin að styöja Augilar i !
þessu. Hins vegar er þegar vitað,
að Bandarikin, Sovétrikin, Efna- I
hagsbandalagslöndin og fleiri riki j
eru algerlega andvlg þessu og
telja, að þarna sé verið að koma
meö hugmyndina um Caracas- |
stefnuyfirlýsingu inn um bak- j
dyrnar. Þessi riki vita, að i frum- 1
varpi formannsink yrði án efa á- j
kvæði um 200 milna auðlindalög-
sögu strandrikis skilyrðislitið eða
skilyrðislaust, enda öllum ljóst að j‘-
þaö hefur verulegt meirihluta-
fylgi hér á ráðstefnunni — fær i|
væntanlega yfir 2/3 hluta at-
kvæða þegar þar að kemur. Er nú
beðið með nokkurri eftirvæntingu
eftir þvi, hvað Augilar formaður
gerir og hver verða viðbrögð full-
trúa við aðgerðum hans, ef ein-
hverjar verða.
Fréttir af störfum 1. og 3.
nefndar, svo og nokkrar hugleið-
ingar um það, hvar ráðstefnan sé
nú á vegi stödd með sin miklu við-
fangsefni, biða næsta og trúlega
siðasta bréfs mins héðan frá
Caracas.
Giis Guðniundsson
Laugardagur 24. ágúst 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
BLAÐAÐ í LÆKNANEMANUM
6. „Námift tók upp allan tlma manns.”
7. „Ég fór að vinna á spltulunum.”
FRAMHALD Á NÆSTU SIÐU
3. „Svo fór ég I Háskólann. Pabbi vildi, aft ég
færi I viftskiptafræði efta iögfræði. Aldrei skyldi
það verfta. Eg ákvað aft fara I læknisfræfti.”
4. „Vift gerftum allt vitiaust á fyrsta dri. Lækna-
námið á að þjóna þjóftfélaginu, en ekki vera út-
ungunarstöft fyrir smáborgara.”
5. „Maftur fór Hka stundum á kvennafar á þess-
um árum.”
Undanfarna viku höfum við blað-
að i Læknanemanum eins og les-
endur hafa séð. Nú ætlum við að
ljúka þvi með birtingu á mynda-
sögu sem þar birtist i vetur.
Fjallar hún um þroskaferil dæmi-
gerðs læknanema meðan á námi
stendur, hvernig hann mótast af
umhverfinu og endar sem „vel-
meinandi” menntamaður og sér-
fræðingur.
Myndasagan er unnin af ritstjóm
Læknanemans, og hefur oddviti
hennar, Óttarr Guðmundsson, góð-
fúslega veitt Þjóðviljanum leyfi til
aðbirtahana. Gjörið þið svo vel.
— ÞH
2. „Eins og td. pabbi, hann rakafti saman fé á
einhverjum umboftunván þess aft vinna handtak,
og keyrfti svo um á þessum fina Mercedes
Benx.”
l.„Ég get nú sagt ykkur það strákar minir, aft ég
var einu sinni rótlækur eins og þið. Ég fyrirleit
þetta fólk, sem aldrei hugsaði um annað en pen-
inga, peninga.”
Sjö ára dvöl
í læknadeild