Þjóðviljinn - 24.08.1974, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 24.08.1974, Qupperneq 12
/ UOOVIUINN Laugardagur 24. agúst 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar I simsvara Læknafélags Reykja- víkur, simi 18888. Kvöldsimi blaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Nætur-, kvöld- og helgarvarsla lyfja- búðanna i Reykjavik vikuna 23.-29. ágúst er i Lyfjabúöinni Iöunni og Garðsapóteki. Tannlæknavakt fyrir skólabörn I Reykjavik er I Heilsuverndarstöðinni i júli og ágúst alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9-12 f.h. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Ceausescu forseti Rúmenfu er mikill diplómat. Hann átti þátt i aö Kinaför Nixons varö aö veru- leika og nú hefur honum tekist aö leiða kinverja og sovétmenn sam- an. Snilli Ceausescu Búkaresl 23/8 — Hátiðahöldin i tilefni af þvi að 30 ár eru liðin sið- an Rúmenia losnaði undan oki nasismans náðu hámarki i dag með hersýningu i Búkarest. Óku hin ýmsu striðstól framhjá heið- ursstúkunni þar sem Nikolae Ceausescu forseti Rúmeniu stóð með fulltrúa Kinverja og Aleksei Kosigyn forsætisráðherra Sovét- rikjanna sinn hvorum megin við sig. betta er i fyrsta sinn i fjögur ár sem hersýning er haldin i Rúmeniu. Fulltrúar 76 rikja sóttu Rúmeniu heim i tilefni hátiða- haldanna, þ.á.m. öll kommún- istarikin að Albaniu undanskil- inni. Það er talið bera merki um mikla diplómatiska hæfileika Ceaus- escu forseta að honum tókst aö koma þvi svo fyrir að Kosigyn og Li Sien Nien aðstpðarforsætis- ráðherra Kina skuli hafa sæst á að stand hlið við hlið við hátiða- höldin. Er það talið til tiðinda að kinverskur ráðamaður kemur fram opinberlega i rikjum Var- sjárbandalagsins. 500 þús króna há- setahlutur á humar- veiðum Humarveiði lauk 15. ágúst sl. og mun Snætindur AR 88 úr Þorláks- höfn hafa verið aflahæsta skipið á humarveiöum I sumar með rúm 18 tonn eftir úthaldið sem hófst 25. mai sl. Þessi afli gefur rúmlega 500 þús. krónur i hásetahlut, og sést á þessu að það er hægt að hafa gott upp á fleiru en sild og loðnu. Skipstjóri á Snætindi er Þröstur Þorsteinsson. —S.dór BLAÐBERAR Blaðvera vantar i Kópavog, aðallega austurbæinn. Upp- lýsingar i sima 42077 og 17500. Hólaskóli er hálfkaraður Nemendur i Hólahverfi verða enn að sœkja iit fyrir skólahverfið Skólamálin í Efra-Breiðholti verða áfram í hálfgildings ólestri í haust. Svokallaður Hólaskóli átti að taka til starfa núna 1. septemher, en af því verður ekki. Kristján J. Gunnarsson tjáði Þjóðviljanum, að hugsanlegt væri að önnur hæð skóla- byggingarinnar yrði tekin i notkun 1. október. „Það er það sem byggingamenn segja”, sagöi Kristján, ,,en ég veit ekki”. Nemendur i Fella- og Hóla- hverfi verða þvi að sækja Fellaskólann, eins og i fyrra vetur, en þá var sá skóli yfir- fullur. Reiknað var með að flestir eða allir árgangar skyldu- námsstigsins yrðu i Hóla- skóla, en ef aðeins verður hægt að taka hluta húsnæðis- ins i notkun i haust verða að- eins tveir efstu bekkir skyldu- námsins hýstir þar. Staða skólastjóra við Hóla-. skólánn var auglýst I vor, og sótti einn um. Umsækjandinn er Sigurjón Fjeldsted. yfir- kennari i Fellaskóla og frétta- þulur hjá sjónvarpinu. Liggur ljóst fyrir, að Sigurjón hljóti starfann. — GG Hólaskóli. Byggingin veröur ekki tilbúin, þegar skólastarfiö átti aö hefjast, 1. sept. Nemendur veröa enn aö sækja út fyrir skóla- kverfiö. Feliaskólinn I Breiöhoiti. Byggingarframkvæmdir standa enn yfir, en skólinn hefur veriö yfirfullur af börnum. Kýpur Gínea-Bissau Nýjar tillögur Sovétríkj anna Nikósiu, Moskvu, New York og viðar 23/8 — Sovétrikin gáfu út yfirlýsingu i gærkvöldi um Kýp- urmálið þar sem segir að allt er- lent herliö skuli kvatt burt af eynni og lagt til að efnt veröi til alþjóðlegrar ráðstefnu um mál- efni eyjarinnar. Á ráðstefnu þessari leggja Sovétrikin til að sitji fuiltrúar allra rikjanna nitján sem sæti eiga i öryggisráði Þ auk þeirra rikja, sem beinna hagsmuria eiga að gæta á Kýpur, þ.e. Tyrkland, Grikkland og Kýpur. Einnig segir i yfirlýsingunni að vissir aðilar innan Nató hafi reynt að eyðileggja framtið eyjarinnar á glæpsamlegan hátt og hvatt til þess að málið verði tekið úr hönd- um Nató og komið i umsjá SÞ. Yfirlýsingunni var fylgt eftir meö þvi að Jakob Malik, fulltrúi Sovétrikjanna i öryggisráðinu og núverandi forseti þess, kallaði ráðið saman til að ræða um Kýpurmálið. Var tekið fremur Ródesía Þrír her menn Salisbury 23/8 — Þrir hermenn úr Ródesiuher létust i gær er jarð- sprengja sprakk undir bil þeirra. Atta til viðbótar særðust, þar af einn alvarlega. Ekki var þess get- ið hvar atburðurinn varð. Með þessu er tala þeirra her- manna sem fallið hafa i viðureign öryggisvarða og skæruliða i Ródesiu komin upp i 43. Af þeim voru 11 sem tilheyra lögreglu Suður-Afriku. (Reuter) dræmt I það af þeim sem sæti eiga I ráðinu og kváðust þeir vilja biða þess að Kurt Waldheim kæmi aftur til New York en hann er nú á ferð um löndin sem ræðst hafa viö i Genf, Bretland, Tyrkland Grikk- land og Kýpur. Er hann væntan- legur i næstu viku. Stjórnir Grikklands, Tyrklands og Kýpur hafa litiö viljað segja um tillögur Sovétrikjanna. Tals- menn grisku stjórnarinnar kváð- ust ekki geta sagt neitt að svo stöddu. 1 sama streng tók Klerides forseti Kýpur. (Reuter) Olíu- dreifing þjóðnýtt Buenos Aires 23/8 — Maria Estela Peron forseti Argen- tinu fyrirskipaði i dag að ráð- stafanir skyldu gerðar til að þjóönýta sölu og dreifingu á allri oliu og kolvetni i landinu. Sagði blaðafulltrúi hennar að oliuráð rikisins sem þegar ræöur yfir meirihluta dreif- ingar á kolvetni myndi yfir- taka öll önnur dreifingarkerfi. Hollensk-breska oliufélagið Shell, Standard Oil of New Jersey og US Cities Service selja og dreifa nú oliu og oliu- afurðum i landinu. Ekkert var látið uppi um hverjar ráðstafanirnar yrðu né hvenær þjóðnýtingin tæki gildi. Þjóðnýting oliu- og kol- vetnisdreifingarinnar var einn þáttur þriggja ára efnahags- áætlunar sem Peron kunngjörði I október i fyrra, er hann varð forseti. (Reuter) Soares rœðir við PAIGG Lissabon 23/8 — Utanrikisráð- herra Portúgals, Mario Soares, /íók i dag upp úð nýju leynilegar viöræður viö leiðtoga frelsis- hreyfingar fíineu-Bissau, PAIGC, um það hvernig haga eigi afhend- ingu válds I landinu, hermdu opinberar heimildir i Lissabon i dag. •'i; S'vi er spáð að nú sé siöasta lota samningaviðræöna að hefjast. Soares átti viðræður við leiötoga PAIGC fyrir um hálfum mánuöi, en þær leiddu ekki til endanlegs samkomulags. Segja áreiðanleg- ar heimildir að þvi hafi valdib óánægja i Lissabon meö niður- stöður viðræðnanna og hafi Spinola forseti verið þar að verki. I Portúgal hefur þegar viður- kennt rétt Gineu-Bissau til sjálf- stæðis og stutt inngöngu landsins i Sameinuðu þjóðirnar. (Reuter) Starfsár Tónlistar- félagsins að hef jast Fyrstu tónleikar Tónlistarfé- lagsins starfsárið 1974—1975 verða haldnir laugardaginn 31. ágúst n.k. Tónleikarnir verða I Austur- bæjarbiói klukkan 14.30, og verða þá flutt tónverk eftir Maurice Ravel, Aaron Copland og Franz Schubert. Tónlistarfólkið, sem fram kem- ur, eru þau Guðný Guðmynds- dóttir, sem leikur á fiðlu, Guiller- mo Figueroa jr. frá Puerto Rico, sem leikur á fiðlu og vlólu, Hall- dór Haraldsson, sem leikur á pianó, Hafliði Hallgrimsson, sem leikur á cello og Hlif Sigurjóns- dóttir, sem leikur á fiðlu. —GG Blaðinu berst liðsauki REUTER í dag birtast á siðum blaðsins fyrstu fréttirnar sem okkur ber- ast frá bresku fréttastofunni REUTER. öll dagblöðin, útvarp og sjónvarp tóku sig saman og fengu lagðan hingað kapal frá Reuter, og nú er hann semsé kominn i gagnið. Þjóðviljinn hefur hingað til ver- ið algjörlega háður norsku frétta- stofunni NTB með erlendar frétt ir. Þar sem' fréttir hennar eru sendar hingað til lands meö loft- skeytum hefur oft viljað brenna við að miklar truflanir væru á skeytunum, og komið hefur fyrir að litlar sem engar fréttir hafi verið læsilegar. Skeytin frá Ijteuter eru hins vegar miklu öruggari þar sem þau eru send eftir kapli. Auk þess eru fréttir þaðan mun ýtarlegri og fleiri. Er það þvi von blaðsins að þjónusta þess hvað erlendan fréttaflutning snertir batni til muna með þeim liðsauka sem borist hefur. —ÞH ÞAÐ B0RGAR SIG AÐVERZLA Í KR0N S

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.