Þjóðviljinn - 10.09.1974, Side 2

Þjóðviljinn - 10.09.1974, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 10. september 1974 Frá Tónlistarskóla Kópavogs Tónlistarskóli Kópavogs verður settur laugard. 14. sept. kl. 16.00. Umsóknarfrestur stendur yfir og er sið- asti innritunardagur föstud. 13. sept., og er tekið á móti umsóknum á skrifstofu skólans, Álfhólsvegi 11, 3. h., kl. 9-11 og 17-19. Upplýsingar veittar i sima 41066. Aðalnámsgreinar: Píanóleikur — þver- flautuleikur — klarinettuleikur — trompetleikur — fiðluleikur — sellóleikur — gitarleikur — einsöngur og semballeik- ur fyrir byrjendur. Kennsla i forskóladeild hefst 1. okt. og verður hún nánar auglýst siðar. Vinsamlega látið stundaskrá almennu- skólanna fylgja umsókn. Skólastjóri AÐVÖRUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10, 22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir april — mars 1974, og nýálagð- an söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum van- greiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttar- vöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja kom- ast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 9. sept. 1974. Sigurjón Sigurðsson. Námskeið 1 f lugumf erðarst j órn Flugmálastjórnin gengst fyrir undirbún- ingsnámskeiði i flugumferðarstjórn, sem haldið verður á timabilinu októ- ber-desember n.k. Þátttökuskilyröi eru aö umsækjendur séu á aldrinum 19-25 ára, hafi stúdentspróf eöa hliöstæöa menntun, og fullnægi tilskyldum heilbrigöiskröfum. Umsóknareyöublöö og nánari upplýsingar fást hjá flug- málastjórn, Reykjavlkurflugvelli. Umsóknarfrestur er til 23. september n.k. Bróðir okkar Gisli Guðjónsson, húsasmiðameistari, Hringbraut 60, Hafnarfiröi, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni f Hafnarfirði mið- vikud. 11. sept. kl. 2 e.h. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hans láti liknarfélög njóta þess. Ingunn Guöjónsdóttir Anna Guöjónsdóttir Magnús Guöjónsson Við þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og útför föður okkar, afa og iangafa Kristjáns Jónssonar Skuld, Eskifirði F.h. aðstandenda Guörún S. Kristjánsdóttir Öruggur sigur Kristjáns Þá er lokið fyrsta skák- móti vetrarvertíðarinnar í Reykjavik. Taflfélag Reykjavíkur hefur undan- farin ár gengist fyrir léttu skákmóti í ágústmánuði hvers árs. Þá fá menn góða æfingu fyrir skákmót vetrarins/ án þess þó að þurfa að leggja mjög hart að sér. Ágústmótið núna var þannig að tef Idar voru 7 umferðir eftir Monrad- kerfi og hver skák stóð í tvær klukkustundir lengst. Hvor keppenda fékk 1 klukkustund til að Ijúka skákinni. Skákmótinu lauk með glæsileg- um sigri Kristjáns Guðmunds- sonar sem sigraði alla andstæð- inga sína. Kristján sýndi á sér UMSJÓN JÓN G. BRIEM nýja hliö f þessu móti. Hann vann nokkrar skákir eftir skemmtilega og vel heppnaða stöðubaráttu en það hefur ekki verið hans sterk- asta hlið hingað til. Úrslitin urðu annars sem hér segir. 1. Kristján Guömundsson 7v. 2. Magnús Gunnarsson 5,5v 3. -8. Gunnar Finnlaugsson, Hilmar Karlsson, Jóhann Sigur- jónsson, Björn Halldórsson, Pálmi Sighvatsson, Guöni Sigur- björnsson 5v. Kristján Guömundsson ist mega ráöa að svartur hefði ekki átt að fara i þessi uppskipti 9. Dxf3 0-0 10. C3 dxe4 11. dxe4 Dd7 12. Hel Hfd8 13. Bfl Kemur biskupnum á betri ská- linu og valdar d3 reitinn. 13. ... a6 14. a4 Hab8 15. a5 Eftir þennan leik virðist sem útilokað sé fyrir svartan að ná mótspili á drottningarvæng. 15. ... Re8 16. Rc4 Bc5 17. Kg2 Hvitur fer sér að engu óðslega enda þarf hann ekki að óttast mótsókn af hendi svarts. 17. ... f6 Svarturbiðurátekta enda getur hann fátt annað. 18. h4 Kh8 19. h5 DeC 20. b3 Rd6 21. Ha2 Rb5 Svartur er alveg furðulega möguleikalaus. Hrókarnir og léttu mennirnir hafa ekki neitt áþreifanlegt skotmark og snúast aðeins í kring um sjálfa sig. 22. Kh2 Re7 23. Bh3 Df7 Nú fer allt af stað. 23. ... Dg8 hefði haft i för með sér 24. h6 24. Rxe5 Dxb3 25. Hb2 Dg8 26. Rd7 Ba3 27. h6 Hvítur hikar ekki við að fórna skiptamun, enda nær hann með þvi miklum þrýstingi á f6 reitinn. 27. ... Bxb2 28. Bxb2 Rd6 29. hxg7 Dxg7 30. c4 Hf8 31. Rxb8 Rxc4 32. Rd7 Hf7 Ef 32.... Rxb2, þá 33. Rxf8 Dxd8 34. Db3. 33. Bxf6 Hxf6 34. Dxf6 gefiö Jón G. Briem. 17 5 0 0 Að loknu skákmótinu var þeim góða sið fylgt að halda hraðskák- mót og urðu keppendur alls 46. Tefldar voru 18 skákir og sigur- vegari varö Jóhann Orn Sigur- jónsson með 14,5 v. Næstur varð Guöni Sigurbjörnsson meö 13v. og f 3.—4. sæti uröu Bragi Halldórs- son og ögmundur Kristinsson meö 12 v. Hér kemur svo ein skák sigur- vegarans. Hafa ber í huga hve litinn tíma keppendur höfðu til aö tefla skákina. Hvftt: Kristján Guömundsson Svart: Andrés Fjeldsted Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d3 d5 3. Rd2 Rf6 4. Rgf3 Be7 5. g3 Rc6 6. Bg2 Eftir 6. e5 Rd7. d4 kæmi upp ein af hinum einkennandi stööum frönsku varnarinnar. 6. ... e5 7. 0-0 Bg4 8. hS Rxf3 Af framhaldi skákarinnar virð- Vegna athugasemda sjómanns i þessum dálki á laugardaginn var skal eftirfarandi upplýst: 1. Skólabáturinn Reykvikingur var sjósettur i fyrra, en tekinn i notkun i vor. Hann er úr eik, byggöur á sfnum tima sem nótabátur, en lftið sem ekkert notaður sem slikur. 2. Allar framkvæmdir viö bátinn voru gerðar i samráði við full- trúa Siglingamálstofnunar rikisins, og farleyfi gefið út af henni meö tilliti til núverandi notkunar. 3. Kostnaðartala sjómannsins, 14 miljónir, er a.m.k. liðlega 10 miljónum of há. 4. Laun skipstjóra, sem er jafn- framt forstöðumaður sjóvinnu- námskeiða, eru skv. 11. launa- flokki borgarstarfsmanna, en við það bætast 10 timar i yfir- vinnu á viku, samtals kr. 83.866,- á mánuði. 5. „Fjöldi túra” á bátnum er ekki aðalatriöi i útgerð hans. Hann er notaður sem skólabátur á stuttum sjóvinnunámskeiöum fyrir unglinga. Hvert námskeið tekur tvær vikur, á þeim eru kennd undirstöðuatriði i með- ferð og notkun algengustu veiöarfæra, á sjó og i landi, svo og siglinga- og öryggisreglur og umhirða afla. 6. Allur öryggisbúnaður bátsins er að sjálfsögðu i samræmi viö ströngustu kröfur, og er undir stöðugu og reglulegu eftirliti S.V.F.l. 7. Einar Guömundsson var ráðinn til þess að veita sjóvinnunám- skeiðum forstöðu nú i sumar. Ráðning hans byggðist ein- göngu á þvi, að hann hefur i fyrsta lagi þau skipstjórnar- réttindi, sem krefjast verður, og i öðru lagi hefur hann reynslu i þvi að annast sjó- vinnukennslu fyrir unglinga. 8. Eins og fyrr segir hófst notkun bátsins i vor. Ýmislegt i búnaði og tækjum hefur þurft að lag- færa á þessu fyrsta „úthaldi”. Er þaö vart einsdæmi um ný eða nýuppgerð skip, og verða þau naumast kölluð skrifli fyrir vikið. Hinrik Bjarnason. framkvæmdastjóri Æskulýösráðs Reykjamikur UMBOÐSMENN ÓSKAST Akureyri Umboðsmaður óskasttil aðannast dreifingu og inn- heimtu fyrir Þjóðviljann á Akureyri, nú þegar eða frá næstu mánaðarmótum. Til greina kemur að 2 umboðsmenn skipti með sér bænum eða sjái um hann í félagi. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra blaðsins í Reykjavík, sími 17500. ísafjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og útburð blaðsinsá ísafirði, nú þegar eða frá næstu mánaðarmótum. Upplýsingar hjá fram- kvæmdastjóra blaðsins í Reykjavík, sími 17500 1 ÞJÓÐVILJINN Sírr ii: 17500M '

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.