Þjóðviljinn - 10.09.1974, Page 12
UÚÐVIUINN
Þriðjudagur 10. september 1974
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldsimi blaðamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Kvöld- nætur- og helgidagavarsla'
lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna
6.—12. sept. er i Háaleitisapóteki og
Vesturbæjarapóteki.
Tannlæknavakt fyrir skólabörn I
Reykjavik er i Heilsuverndarstöðinni i
júli og ágúst alla virka daga, nema
laugardaga, kl. 9-12 f.h.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar að ljúka
1221 íbúðir full-
gerðar í haust
Bygging verkamannabústaða hefst í haust
Hafnar við-
ræður BSRB
og rikisstjórnar
Fyrsti viðræðufundur full-
trúa ríkisstjórnarinnar og
BSRB var haldinn i gær kl. 2
og stóð i hálfan annan tima.
Fleiri fundir verða boðaðir á
næstunni.
Að þvi er Kristján Thorla-
cius formaður BSRB sagði
Þjóðviljanum voru viðræðurn-
ar i gær á algjöru byrjunar-
stigi, en viðræðunefnd BSRB
benti á ákvæði um visitölu-
greiðslur i samningum sinum
og að Bandalagið myndi halda
sig viö þá svo lengi sem i þess
valdi stæði.
Lögðu fulltrúar BSRB á það
megináherslu að ef til efna-
hagsráðstafana kæmi mættu
þær ekki bitna á þeim sem
hafa lágu launin. —vh
Margar
hækkanir
Gifurlegt magn af bensini
seldist í Reykjavik og ná-
grenni á sunnudaginn og
mynduðust viða langar bið-
raðir við bensinstöðvarnar.
Fremur litið var þó um kaup á
brusa eða önnur ilát að sögn
afgreiðslumanna, en flestir
vildu fylla bíla sina áður en
bensínlitrinn hækkaði um 12
krónur, úr 36 i 48 kr.
Oliufélögin telja sig reyndar
þurfa þrem til fjórum krónum
meiri hækkun, en verðlags-
nefnd hefur ákveðið þetta verð
að sinni.
Von er á verðhækkun á ým-
issri annarri vöru alveg á
næstunni, að sögn Kristjáns
Gislasonar verðlagsstjóra,
sem kvaðst þó ekki mega gefa
upp hvaða vörutegundir verða
næstar i röðinni.
Hagnaður
6,7 milj.kr.
A aðalfundi Sildarverk-
smiðja rikisins i gær kom
fram að afkoma verksmiðj-
anna var mjög góð sl. ár, eða
um 6,7 milj. kr. og höfðu þá
verið teknar um 48 milj. kr. i
afskriftir. Samkvæmt bráða-
birgðauppgjöri er rekstraraf-
koma þessa árs óhagstæð, og
nemur tapið um 25 milj. kr. að
þvi er segir i fréttatilkynningu
frá SR.
Allar afurðir SR á þessu ári
hafa verið seldar á tiltölulega
mjög góðu verði svo notuð séu
orð fréttatilkynningarinnar.
Nú eru eftir i birgðum 600 tonn
af þorskmjöli og 100 tonn af
loðnumjöli.
Framkvæmdanefnd
byggingaráætlunar hefur
nú fullgert 1221 íbúð frá
því nefndin var sett á fót. I
haustverða 1160tveggja og
þriggja herbergja íbúðir
afhentar kaupendum og þá
eru íbúðir nefndarinnar
orðnar 1221. Upphaflega
var áætlað að Fram-
kvæmdanef ndin byggði
1250 ibúðir, og sagði Rik-
harður Steinbergsson,
framkvæmdastjóri
nefndarinnar, að enn væri
ekki ákveðið hvenær eða
Kaupmannahöfn 8/9 — Skoðana-
könnun sem gerð var i Danmörku
i fyrra mánuði leiddi i ljós að cf
þá hefði verið efnt til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um aðild landsins
að EBE hcfðu 53% aðspurðra
verið henni andvigir en aðeins
31% hlynntir henni.
Hlutfall hlynntra og andvigra
hefur svo til alveg snúist við siðan
atkvæði um aðild að EBE voru
greidd 2. október 1973 en þá voru
Buenos Aires 8/9 — Mikið hefur
verið um ofbeldisaðgerðir siðustu
daga I Argentinu. Hafa herská
samtök úr hægri og vinstri væng
hreyfingar peronista staðið að
baki þeim en nú virðist öll sú
hreyfing vera að fara úr böndun-
um.
Skæruliðahreyfing sem nefnist
Monteneros og hefur sósialisma á
stefnuskrá sinni lysti þvi yfir á
föstudag að hún hygðist hverfa
undir jörðina, en stuttu áður hafði
málgagn hreyfingarinnar verið
hvort nefndin byggir þær
29 íbúðir sem vantar upp á
upphaflegu áætlunina.
Ibúðir Framkvæmdanefndar
og Húsnæðismálastjórnar hafa
verið seldar með rýmilegum
lánakjörum. Samkvæmt aug-
lýsingu frá Húsnæðismálastjórn,
þá skal kaupandi greiða 5% af
áætluðu ibúðarverði innan
þriggja vikna frá þvi honum er
gefinn kostur á ibúðakaupum.
Onnur 5% greiðir hann við af-
hendingu. Þriðju 5% greiðir hann
ári eftir afhendingu og fjórðu 5%
greiðir hann tveimur árum eftir
afhendingu. 80% fær kaupandinn
svo lánuð til 33 ára.
57% hlynntir aðild en 33% and-
vigir.
Þá voru i dag birtar niðurstöður
úr könnun á fylgi danskra stjórn-
málaflokka. Sýna þær að fylgi
sósialdemókrata fer þverrandi
frá fyrri skoðanakönnunum, en
hins vegar vex SF, kommúnistum
og kristilegum ásmegin. Siðan
siðasta könnun var gerð þann 5.
ágúst hafa sósialdemókratar og
réttarsambandið tapað einu pró-
senti en SF, kommúnistar og
bannað af stjórnvöldum.
Talið er að þeÍF hafi staðið að
árásum á tvo banka og Ikveikjum
i bilum og strætisvagni I La Plata.
Höfðu þeir áður verið viðstaddir
greftrun fjögurra félaga sinna
sem voru myrtir af hægri sinnum
i fyrra mánuði. Einnig er talið að
þeir hafi verið að verki þegar
sprengjum var varpað inn á
skrifstofur fréttastofu i Santiago
del Estero og dagblaös i Mar del
Plata.
Hægri armur peronista var
Bygging
verkamannabústaða
Nú þegar Framkvæmdanefndin
er að ljúka verkefni sinu, mun við
taka ný byggingaráætlun sem
verður á vegum Stjórnar verka-
mannabústaða. Sú stjórn er
skipuð fulltrúum frá Reykja-
vikurborg, fulltrúaráði verka-
lýðsfélaganna og Húsnæðismála-
stofnun og hefur þessi stjórn nú
byrjað að auglýsa útboð.
t haust verða steyptir grunnar
fjölbýsishúsa, sem i verða sam-
tals 308 ibúðir.
Kjör kaupenda verkamanna-
ibúðanna verða svipuð og Fram-
kvæmdanefndaribúðunum, þ.e.
kaupandi greiðir 20% út, en fær
80% lánuð. —gg
kristilegir bætt við sig einu.
Ef kosið hefði verið 2 þm. hefðu
þingsæti skipst þannig milli
flokkanna (núverandi þing-
mannafjöldi innan sviga): Sósial-
demókratar 55 (46), R6ttækir
vinstri 14 (20), thaldsflokkurinn
11 (16), Réttarsambandið 4 (5),
Kommúnistaflokkur 9 (6), SF 11
(11), Miðdemókratar 4 (14),
Kristilegi þjóðarflokkurinn 7 (7),
Vinstri 37 (22), og Framfara-
flokkur Glistrups 23 (28).
heldur ekki aðgerðarlaus um
helgina. A laugardag sprakk
sprengja á heimili rektors
háskóla i Buenos Aires en hann er
félagi i æskulýðssamtökum
vinstri peronista i háskólanum.
Fjögurra mánaða sonur rektors-
ins lét lifið i sprengingunni og
miklar skemmdir urðu á heimili
hans. Eru hægri menn taldir bera
ábyrgð á tilræðinu.
Þessir atburðir eru taldir fyrir-
boðar þess sem stjórnvöld hafa
Framhald á 11. siðu.
Danmörk:
Meirihluti andvígur
Argentina:
Peronistar að tvístrast
88 farast í fiugslysi
Eðvarð Svava
Aþenu 9/9 — Flugvél frá banda-
riska flugfélaginu Trans World
Airlines hrapaði I gær I Jónlska
hafið suður af ttaliu er hún var á
leið frá Tel Aviv til New York
með millilendingum I Aþenu og
Róm. 88 manns voru Ivélinni og
eru þeir allir taldir hafa farist.
Strax komst á kreik sú saga að
um skemmdarverk palestinu-
araba hafi verið að ræða og
styrktist hún viö það að áþekkt
samtök sem kalla sig Ungir ara-
biskir ættjarðarvinir lýstu þvi yf-
ir að þau bæru ábyrgð á slysinu.
Þessu mótmæltu flugvallaryf-
irvöld i Aþenu og kváðust hafa
farið vandlega yfir vélina.
Frelsishreyfing Palestinu, PLO,
lýsti þvi einnig yfir að engin
hreyfing palestinuaraba bæri
ábyrgð á siysinu.
Samtök þau sem kváðust bera
ábyrgð á slysinu komu við sögu er
gerð var misheppnuð tilraun ti!
að ræna hollenskri flugvél i fyrra.
Ekkert meira er vitað um sam-
tökin.
Mikil leit er nú gerð að flaki
flugvélarinnar og svonefndum
„svörtum kassa” sem gefur upp-
lýsingar um ferðir vélarinnar.
Það eins sem vitað er um hvernig
slysið bar að er að flugmaðurinn
sendi út neyðarkall eftir hálftima
flug frá Aþenu og kvað einn af
fjórum hreyflum vélarinnar
standa i ljósum logum. Kvaðst
hann ætla að reyna að nauðlenda i
grisku eynni Korfu en siðan
heyrðist ekki meira til vélarinn-
ar. reuter
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Fundur á fimmtudag
Alþýðubandalagiö i Reykjavik heldur félagsfund næstkomandi
fimmtudag kl. 20.30 i Lindarbæ.
Svava Jakobsdóttir, alþm., fjallar um stjórnarskiptin og stjórn-
málaástandið — og Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, um
stöðuna og horfurnar i verkalýös- og kjaramálum.
Inntaka nýrra félaga. — önnur mál. Stjórnin.
Ford — ákvörðun hans mis-
jafnlega tekið
Ford
náðar
Nixon
Washington 9/9 — Ford
bandarikjaforseti ákvað I gær
að náða forvera sinn Nixon og
firra hann öllum frekari mála-
rekstri. Astæðuna fyrir þess-
ari ákvörðun sagði hann vera
þá að hann vildi forða þjóð
sinni frá þeim „kvölum” sem
það mundi kosta hana að
þurfa að horfa upp á margra
mánaða réttarhöld yfir Nixon.
Blaðið Washington Post
kom með aðra skýringu á
þessari ákvörðun og var hún á
þann veg að heilsa Nixons
myndi ekki þola frekari óvissu
um hvort honum yrði stefnt
fyrir rétt eða ekki.
Ákvörðun Fords fékk mjög
misjafnar undirtektir og
stuttu eftir að Ford skýrði frá
henni sagði Terhorst blaða-
fulltrúi hans af sér i mótmæla-
skyni. Einnig voru margir
þingmenn andvigir henni, ma.
á þeim forsendum að hún væri
óréttlát gagnvart þeim undir-
mönnum Nixons sem sitja nú i
fangelsi eða eiga eftir að mæta
fyrir rétti.
Þessi ákvörðun Fords mun
engin áhrif hafa á mál sex að-
stoðarmanna Nixons sem
mæta eiga fyrir rétti 30. þm.
re uter
Nixon — Washington Post seg-
ir hann vera að fara á taug-
inni.
ám—mmmmmmmmrnmmmtmmm
ÞAO B0RGAR SIG
AÐVERZIA Í KR0N