Þjóðviljinn - 22.09.1974, Qupperneq 11
af erlendum vettvangi
Sunnudagur 22. september 1974. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11
Uppljóstranir
fyrrverandi
CIA - nj ósnara
vekja heims-
athygli
„Sannleikurinn mun
gera yður frjálsa”
„Og þér skuluð kannast
við sannleikann/ og sann-
leikurinn mun gera yður
frjálsa." Þessi setning er
letruð á marmaravegg í
gangi aðalstöðvar banda-
rísku leyniþjónustunnar,
CIA, sem er í Langley í
Virginíu.
Tilvitnun þessi er úr Jóhannes-
arguðspjalli, áttunda kafla, þri-
tugasta og annað vers. Mörgum
þykir sem þessi setning á þessum
stað eigi álika vel við og yfir-
skriftin á hliði helstu útrýmingar-
búða nasista i Auschwitz, „Arbeit
macht frei”, vinnan frelsar, Lik-
lega hefðu forustumenn CIA held-
ur átt að velja sér aðra tilvitnun
úr sama guðspjalli: „Þér eruð af
þessum heimi, en ég er ekki af
þessum heimi.”
Um leyndarheim bandarisku
leyniþjónustunnar er nú nýút-
komin bók, og eru höfundar henn-
ar Victor Marchetti, fyrrum að-
stoðarmaður varaframkvæmda-
stjóra CIA, og John Marks, fyrr-
um embættismaður i utanrikis-
þjónustunni. Útkoma bókar þess-
arar hefur þótt verulegum tiðind-
um sæta, þó ekki sé nema fyrir þá
sök að hún hefur verið ritskoðuð
fyrst þeirra bóka, sem út hafa
komið i Bandarikjunum. Og þeir
aðilar, sem tóku sér það vald að
ritskoða bókina, voru rikisstjórn
Bandarikjanna og CIA sjálf.
Stefnt að
lögregluríki
Þrátt fyrir það mega höfund-
arnir þakka sinum sæla. William
Colby, æðsti maður CIA (nýorð-
inn stórfrægur vegna uppljóstr-
ana um þátt Kissingers i samsær-
inu gegn stjórn Allendes i Chile),
hefur komið fram með frumvarp
um viðbót við löggjöfina um ör-
yggismál rikisins frá 1947. Hefði
sú viðbót verið orðin að lögum
þegar þeir Marchetti og Marks
komu fram með bók sína, hefði
hún áreiðanlega aldrei komið út
og þeir sjálfir verið settir á bak
við lás og slá.
Þessu heldur meðal annarra
fram Laurence Stern, mikilsvirt-
ur greinahöfundur við Washing-
ton Post. Bandariska stjórnin
vinnur að undirbúningi löggjafar,
sem ætlað er að gefa henni stór-
aukið vald til aðgerða gegn emb-
ættismönnum, sem komu upp um
viðkvæm leyndarmál leyniþjón-
ustunnar. William Colby er sagð-
ur aðalhvatamaðurinn að baki
þessu og hin nýju lög munu gefa
honum vald til þess að ákveða
hvað séu öryggisleyndarmál, svo
og vald til þess að refsa þeim,
sem brotlegir gerast við þessi
nýju lög. Annað eins vald hefur
ekki áður verið I höndum nokkurs
bandarisks embættis og spyrja nú
Síða úr hinni ritskoðuðu bók
þeirra Marchettis og Marks um
CIA. Kaflinn um þátt Kissingers I
Chile-máium er nánast óskiljan-
legur vegna útstrikana.
margir sjálfa sig þar vestra hvort
þetta muni ekki breyta Banda-
rikjunum i hreint lögregluriki.
Hefði frumvarp Colbys verið
orðið að lögum, hefði verið hægt
að dæma þá Marchetti og Marks i
tiu ára fangelsi og tíu þúsund
dollara sekt. En samkvæmt nú-
gildandi lögum gat CIA ekki ann-
að en krafist gegnum dómstóla að
höfundarnir legðu fram handritið
að bókinni til ritskoðunar.
Ritskoðun
Yfirvöldin unnu fyrstu umferð-
ina I réttarhöldunum, en höfund-
arnir mótmæltu upprunalegri
kröfu CIA um að 339 málsgreinar
yrðu fjarlægðar úr bókinni. CIA
samþykkti um siðir eftir nokkurt
þvarg að fækka útstrikunum nið-
ur i 168. Sambandsdómstóll úr-
skurðaði siðar að 141 málsgrein i
viðbót mætti birtast, en þá var
bókin komin i prentun, en vænt-
anlega verða téðar málsgreinar
með þegar bókin verður prentuð
öðru sinni. Réttarhöldin um þetta
fóru að mestu leyti fram fyrir
luktum dyrum.
Hinar 168 útstrikanir koma
fram sem misstórar eyður,
stundum eru heilar siður auðar
fyrir utan eitt orð, „deleted”, út-
strikað. Þetta orð varð heims-
frægt þegar Nixon afhenti afrit af
viðræðum sinum og samstarfs-
manna sinna um Watergate-mál,
en úr þvi afriti var strikað flest
það, sem óþægilegast var fyrir þá
kumpána.
Málsgreinar þær 171 að tölu,
sem CIA vildi einnig losna við úr
bókinni, erú prentaðar með feitu
letri og auövitað byrja lesendur á
þvi að gleypa þær i sig. Er þar um
að ræða þó nokkrar athyglisverð-
ERLENDAR
BÆKUR™
Elizabethan England.
A.H. Dodd. B.T. Batsford 1974.
Bretar telja ríkisstjórnarár
Elisabetar I til blómaskeiðs
breskrar sögu. A.H. Dodd lýsir i
þessu riti ensku samfélagi i máli
og myndum á dögum þessarar
vinsælu og háttlofuðu meydrottn-
ingar. Myndirnar eru samtima-
nyndir og textinn að nokkru leyti
einnig. Höf. skiptir ritinu i nokkra
kafla, fyrsti kaflinn fjallar um
hiröina og drottninguna, og siðan
fylgja kaflar um sveitalif og
borga, heimilislif, kirkjuna, skóla
fátæklinga og ferðalög. Flakkið
var plága á Englandi eins og við-
ar á þessum timum, atvinnuleysi
var mikið og mikill hluti þjóöar-
innar var örbjarga. A þessum
timum var mikil breyting að
verða á ensku samfélagsformi,
paternalismi lénsskipulagsins
var að þoka fyrir samkeppnis-
formi kapitalismans, hefðbundn-
ar venjur lokuðu fyrir nýjum
háttum. Útþensla enskrar versl-
unar var hafin á-timabilinu, ný
lenduveldi englendinga tekur að
myndast og þar meö auðsöfnun
vissra aðila á kostnað arðsoginna
þjóða og þjóðflokka vitt um
heimsbyggðina. 1 bókarlok er
bókalisti varðandi timabilið.
Witchcraft in Europe
1100—1700.
A Documentary History. Edited
with an introduction by Alan C.
Kors and Edward Peters. J.M.
Dent & Sons 1973.
Kirkjan hafði amast við galdri
sem leifum heiðninnar, hún leit á
galdur sem máttvana kukl, sem
talinn var litils megnandi gagn-
vart hvitagaldri kirkjunnar.
Hvitigaldur var hliðstæða varn-
argaldursins, sem beitt var
mönnum til lækninga og góðs
farnaðar. Svartigaldur var nei-
kvæður, til ills og bölvunar. Mið-
aldakirkjan leit oftast á galdur
sem hjátrú og hindurvitni, sem
ætti sér engan stað i raunveru-
leikanum, þ.e.a.s. svartagaldur.
Þótt svo væri, iðkaði kirkjan
starfsemi, sem telja má af kyni
galdurs, en munurinn var sá, að
sú iðkun var talin mönnum til
heiila, kirkjan krafðist i rauninni
einokunar oft niður i fáránlegt
lækningakukl i margvislegum
myndum. Þvi var svo, að kirkjan
rieitaði tilveru seiöskratta og
norna, sem reistu um loftin á sóp-
'sköftum, en jafnframt gerðist það
oft að klerkar og jafnvel biskupar
mögnuðu einföld tréspjöld, með
vissum áletrunum sem læknis-
dóm við fári i skepnum og mönn-
um. Kirkjan viðurkenndi þó
aldrei réttmæti slikra aðgerða i
orði. Afstaða kirkjunnar breyttist
þegar tók að örla á frávikum frá
réttum kenningum, og á 14. og 15.
öld slævist raunskyn kirkjunnar
manna varðandi tilveru norna og
seiðskratta, djöflatrúin magnað-
ist þvi meira sem þrengdi að
ar afhjúpanir, þótt væntanlega
hafi CIA fengið þvi ráðið að út
var strikaö það, sem hún taldi sér
hættulegast.
Allar skeytasendingar
sendiráða hleraðar
1 einni feitletruðu klausunni
stendur til dæmis að CIA hafi einu
sinni fyrirhugað að sjá öllum
njósnurum sinum fyrir geysihag-
legri flugvél, sem brjóta mætti
saman og stinga niður i tösku.
Þegar njósnarinn lenti i erfið-
leikum, gæti hann þá alltaf forðað
sér á flugi.
Bandariska stjórnin ver árlega
um sex miljörðum dollara til
njósna, og er skoðun höfundanna
að mestur hluti þess fjármagns
fari fyrir litið. Opinberlega fær
CIA hinsvegar ekki meira en 750
miljónir dollara á fjárlögum. Við
þetta bætast svo greiðslur til ann-
arra leyniþjónustustofnana eins
og National Security Agency, sem
hlerar skeytasendingar allra
sendiráða i Bandarikjunum og öll
simtöl og simskeyti yfir Atlants-
hafið.
Fastráðið starfslið CIA er
16.500 manns, en þar við bætast
ótaldar þúsundir lausráðins fólks
eins og málaliða, ýmiskonar
njósnara og ráðunauta. Ein mik-
ilvægasta niðurstaða bókarinnar
er að CIA noti yfirleitt ólöglegar
aðferðir i þjónustu bandariskra
hagsmuna erlendis. Mjög merki-
legur er kafli sá sem fjallar um
viðhorf Bandarikjanna til stjórn-
ar Allendes i Chile. Ot úr þeim
kafla hefur svo mikið verið strik-
að að hann er litt skiljanlegur, og
einkum virðist hafa verið strikað
útalltsem snerti þátt Kissingers i
þvi viðurstyggilega ráðabruggi.
Meginreglan er
siðleysi
Höfundar halda þvi einnig
fram að CIA gangi út frá þvi sem
reglu að hvorki þing né þjóð fái
að vita, hvað leyniþjónustan að-
hefst i nafni þessara aðila. Innan
leyniþjónustunnar riki siðleysi,
trúin á að tilgangurinn helgi hin
viðurstyggilegustu meðul.
Ein feita klausan afhjúpar að
CIA átti beinan þátt i misheppn-
aðri tilraun til þess að steypa af
stóli Súkarnó Indónesiuforseta
1958, og einnig kemur fram að
CIA var með öll spjót úti i Kongó
(nú Sær) á siðastliðnum áratug,
keypti og seldi þarlenda stjórn-
málamenn, styrkti Adoula og
Mobuto með vopnum. Einnig er
vikið að þætti CIA i Svinaflóainn-
rásinni á Kúbu, en sá þáttur var
nú raunar ekkert leyndarmál áð-
ur. Meðal annars lét CIA innrás-
arliðinu i té B-26-sprengjuflugvél-
ar.
I bókinni er löng frásögn af
samstarfi CIA við Dalai Lama,
þjóöhöfðingja Tibets, sem stökk
úr landi fyrir kinverjum. Banda-
riska leyniþjónustan studdi hann
til þess að endurhemta riki sitt
með vopnum og voru útlægir
tibetar i þvi skyni ferjaðir til
Bandarikjanna, þar sem þeir
voru þjálfaðir til viga með mikilli
leynd i Camp Hale I Kóióradó.
-dþ.
kenmngakerfi kirkjunnar og á
siöari hluta 15. aldar markaði
kirkjan afstöðu sina gegn svarta-
galdri einkum með páfabréfi
Innocentiusar VIII frá 1484. Trúin
á tilveru svartagaldurs var stað-
fest, viða i löndum samsömuðu
kirkjuhöfðingjar galdur og villu-
trú, og gátu þeir þvi gengið enn
harðara fram gegn villutrúnni I
formi galdraofsókna. I þessu riti
eru birt mörg bréf og skjöl varð-
andi galdrafárið, bæði i kaþólsk-
um löndum og löndum mótmæl-
enda. Afstaða mótmælendakirkn-
anna við galdri var oft ennþá rót-
tækari heldur en þeirrar
kaþólsku, vegna aukinnar skelf-
.ingar við makt myrkranna. Þeg-
ar kemur fram á siðari hluta tek-
ur galdratrúnni að hnigna, og eru
hér birt nokkur skrif gegn galdra-
trúnni. Höfundar rekja efni skjal-
anna og útlista forsendur þeirra,
en að öðru leyti er ekki farið nán-
ar út i sögu galdratrúarinnar.