Þjóðviljinn - 22.09.1974, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. september 1974.
Gamalt
land
63
Skáldsaga
eftir
J.lf. Priestley
æsingi sjálf, en eftir á fannst
manni sem það hefði ekki tekist
til fulls en myndi gera það næst.
Ég var auli. En ég skrifaði móður
þinni hvert bréfið af öðru, sagði
henni að þetta tæki bráöum enda,
sárbændi hana að biða og vera
þolinmóð. Ég heyrði aldrei orð
frá henni — og svo vissi ég ekki
fyrr en hún var farin með þig og
systur þina til Astraliu. Búið!
Þannig var það, Tom Eigum við
að halda áfram?
— Leyfðu mér fyrst að útskýra
hvað gerðist i raun og veru,
pabbi. Og hann fór hratt yfir
sögu, sagði frá móður sinni á spi-
talanum og þvi sem gerðist þar til
hann hafði talað við gömlu að-
stoðarstúlkuna hennar Nelly Cop-
ing og reynt að tala við Nelly
sjálfa, sem nú hét lafði Trusk-
more og var eins og risarúst af
manneskju. — Og eiginlega var
þetta hvorki þin sök né mömmu.
Þótt þið hafið auðvitað ekki verið
alveg saklaus heldur. Mér var
kennt i æsku að hata og fyrirlita
föður minn. Joan systir min —
sem er nú indæl en hversdagleg
gift kona, gift indælum og hvers-
dagslegum manni — vildi ekki
hlusta á mig þegar ég reyndi að
segja henni i simann hvers vegna
ég ætlaði hingað að leita að þér.
Ég er hræddur um að hún sé ein
af þeim manneskjum, sem fást
ekki til að skipta um skoðun:
gömlu viðhorfin falla við þær eins
og flis við rass. Eigum við ekki að
halda áfram? Hann rétti út and-
legginn og faðir hans tók undir
hann og þeir gengu af stað.
Þeir voru komnir svo sem
hundrað metra leið — þeir áttu
enn eftir dálitinn spöl út á þjóð-
veginn — þegar faðir hans tók til
máls. Hann átti bersýnilega erfitt
með það. — Nei, ég ásaka sjálfan
mig.
En vissulega hef ég þurft að
gjalda það dýru verði. Ég bjó yfir
getu, ef til vill hæfiieikum, en ég
var klofinn og ringlaður frá upp-
hafi. Og ekki bætti það úr skák að
fylgjast með kjötkvörninni i
heimsstyrjöldinni fyrri. Þá var ég
nýkominn úr skóla. Hann ræskti
sig. — Gat með engu móti ákveðið
hvað ég vildi. Vildi mála þegar ég
var að leika og leika þegar ég var
að mála. Ég var alltaf færastur I
það sem ég var ekki að gera. Auk
þess var ég heldur latur og alltof
bjartsýnn i þokkabót. Ef þú hefur
verið á þönum vikum saman að
reyna að fá upplýsingar um mig,
þá hefurðu trúlega orðið margs
visari. Og fátt hefur verið hag-
stætt, eða hvað?
— Það hefur verið upp og niður.
Ekki eins slæmt og þú heldur,
býst ég viö.
— Við komum að þessu seinna.
Mig langar til að heyra frásögn
þina, en aúðvitað ekki núna.'En
nú skal ég segja þér frá sjálfum
mér —afdráttarlaust. Það virðist
hálfgerð óhappasaga. Fyrst áfall-
ið — kona og börn á bak og burt
þegar ég þurfti á þeim að halda.
Annað áfall — fangelsi. Já — þú
veist um það — ágætt! Eftir það
er ég hálflamaður maður — argur
og ómögulegur. Og ég var rudda-
legur við þá sem sist skyldi. Og ég
drakk of mikið — og var of kæru-
laus. En það var ekki þess vegna
sem ég var næstum kominn i skit-
inn, eins og ég var áður en ég lenti
hér. Vandinn var sá, að ég hélt
alltaf að allt myndi bjargast án
þess að ég legði mig fram. Mér
legðist eitthvað til. Þegar móðir
þin virtist ekki svara bréfunum
frá mér, þá hefði ég auðvitað átt
að fara til fundar við hana. En
það gerði ég auðvitað ekki. Þegar
ég var dæmdur i fangelsi sem út-
smoginn fjársvikari — auðvitað
lifði ég þá um efni fram — en ég
hélt alltaf undir niöri að ég gæti
smám saman greitt allar ávisan-
irnar.
— Mér datt það i hug þegar
Leónóra frænka sagði mér.
— Þau tvö! Hamingjan hjálpi
okkur! Ég má þakka fyrir að þau
skuli aldrei hafa komiö hingað og
pantað sér tvö smáglös af þurru
sherry. Hvernig er blessunin hún
frænka min núna?
— Uppþornuð og ósköp á-
hyggjufull yfir hippanum syni
sinum.
— Ekki að undra! Eitt hef ég þó
lært, og það er að hafa ekki á-
hyggjur af sliku fólki. Það heldur
að það sé ofaná i lifinu og mjög
þýðingarmikið, en flestir hlæja
samt að þvi. Hingað koma fjöl-
margir af þvi tagi, og þótt við
þurfum að snúast i kringum það,
þá hlæjum viö undir niðri.
Þeir gengu yfir þjóðveginn og
sáu nú hótelið, langt og lágreist
og þannig lýst á þessum tima
sólarhrings að það minnti dálitið
á skip. — Þarna er það, Tom.
Sviðið þar sem ég kem fram i
gervi góða gamla Charlies. Mér
likar það ekki. Þér likar það ekki.
En það var hérna sem ég tók
sjálfan mig taki I fyrsta sinn,
hætti að treysta þvi að allt myndi
bjargast sjálfkrafa, lagði mig
fram og gafst ekki upp. Þá var ég
oröinn sextiu og sjö ára gamall, á
þeim aldri þegar flestir aðrir geta
farið að slaka á. Ég reyndi i al-
vöru — og svei mér þá — það
tókst.
— Ég veit það, pabbi. Ég skil
þetta I raun og veru. Satt að segja
sagði ég við Judý og frænku henn-
ar fyrr I kvöld, að ég væri alls
ekki viss um að þú myndir fagna
syni sem segðist kominn til að
bjarga þér. Ég vissi að þér fannst
þú hafa bjargað þér sjálfur.
— Þú ert glöggskyggnari en ég
var nokkurn tima, drengur minn.
Og það mætti segja mér, að ef
Alison Oliver hefði ekki ákveðið
að tala við mig sjálf og leiða okk-
ur saman, þá værum við að urra
hvor á annan i stað þess að tala.
En svona eru konur — raunveru-
legar konur — þær vilja hagræða
hlutunum á sem bestan veg, sam-
eina og lagfæra, þegar við karl-
mennirnir viljum helst tæta allt i
sundur.
Þeir voru næstum aðskildir
núna. í hugsunarleysi hafði Tom
gengið i áttina að aðalinngangi
hótelsins. — Hæ, kallaði faðir
hans. — Nú varð þér á i mess-
unni? Starfsfólkið gengur bak-
dyramegin. Þessa leið. Þú hefur
séð og heyrt Hewson-Smart-hjón-
in.
— Já. Og mér list illa á þau.
— Tja, þegar majórinn talar er
engu likara en hann hafi hirt mig
upp úr göturæsinu, borið mig
hingað og fengið mér þjónsjakka
og bakka. En reyndar var það
konan hans sem bauð mér vinnu.
Það sem majórinn gerði, var að
ganga úr skugga um að ég væri ó-
félagsbundinn og tæki laun sam-
kvæmt þvi. Og strax og ég var
orðinn góði gamli Charlie, þá
hætti hann að greiöa mér eyri yfir
háannatimann. Ég fæ ekki annað
en þjórféð, það sem ég þarf ekki
að deila með Phil, barþjóninum.
Konan hans er ekki svo afleit,
nema hvað hún er svo skelfileg
höfðingjasleikja. Næstum allar
miðaldra konur sem hingað koma
eru af sama tagi, og það fer
versnandi ekki skánandi. Þær erú
búnar að gera mig að einhvers
konar róttækum lýðveldissinna.
Þá sjaldan ég hugsa um það. Það
sem ég hugsa mest um, Tom, er
málverkið. Ég hef komið mér upp
kenningu i sambandi við það. Og
ef þú hefur i rauninni efni á að sjá
fyrir mér, þá þigg ég það með
þökkum — held mér hreinum og
allsgáðum, engum til ama — til
að geta sannprófað kenningu
mina á striga og viðarplötur.
— Þvi máttu treysta, sagði
Tom. — Við skulum koma til
London strax I næstu viku og
ganga frá lffeyri.
— London, ha? Það eru ár og
dagur siöan ég kom þangað. Mér
skilst að hún sé orðin óþekkjan-
leg. Þeir voru komnir heimundir
bakdyrnar. — Við skulum doka
við andartak. Við heyrum ekki i
sjálfum okkur fyrir utan opnar
dyrnar. Það gengur mikið á þeg-
ar verið er að ganga frá I eldhús-
inu. Hvað er á morgun — miö-
vikudagur? Fridagurinn minn.
— Þú gætir farið héðan á stund-
inni.
— Nei, ég ætla aö vinna út vik-
una. En á morgun gæti ég verið
kominn upp I Tvibýli um teleytið.
Þá geturðu sagt mér söguna þina
og ég þér mina. Hann hikaði and-
artak. — Þetta er auðvitað bjána-
leg spurning, en ég get ekki stillt
mig um að bera hana fram. Af
öllu þessu fólki sem þú talaðir við,
Brúðkaup
Þann 14/9 voru gefin saman I
hjónaband i Dómkirkjunni af séra
Þóri Stephensen ungfrú Sigriður
Kjartansdóttir og René Wagner.
Heimili þeirra verður i Luxem-
burg.
STUDIO GUÐMUNDAR.
Garðastræti 2. simi 20900.
Þann 6/8 voru gefin saman i
hjónaband hjá borgardómara
Rvk. ungfrú Bjarnveig Ingimars-
dóttir og Magnús Agnarsson.
Heimili þeirra er að Tunguvegi
74.
STUDIO GUÐMUNDAR.
Garðastr. 2. simi 20900.
SATTMANÁMSKF.Ifí
Grunnnámskeið i verksmiðjusaumi hefst við
Iðnskólann i Reykjavik 14. október n.k.
Kennt verður hálfan daginn og stendur nám-
skeiðið yfir i 6 vikur.
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað byrj-
endum.
Kennd verða undirstöðuatriði verksmiðju-
saums, meðferð hraðsaumavéla og vöru-
fræði. Auk þess verða fyrirlesarar um at-
vinnuheilsufræði, öryggismál, vinnuhagræð-
ingu og fleiri efni.
Þátttökugjald er kr. 2.000,00.
Innritun fer fram til 4. október i skrifstofu
skólans, sem jafnframt veitir nánari upplýs-
ingar.
SKÓLASTJÓRI
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA:
INNKAUPASTJÓRI Óskast til
starfa nú þegar, eða eftir sam-
komulagi. Viðskiptafræði eða
tæknimenntun nauðsynleg.
Upplýsingar veitir starfsmanna-
stjóri, simi 11765.
KLEPPSSPÍTALINN:
HJÚKRUNARKONUR óskast til
starfa á hinar ýmsu deildir i fullt
starf, eða einstaka kvöld- og
næturvaktir. Upplýsingar veitir
forstöðukona.
FóSTRA óskast til starfa á dag-
heimili fyrir börn starfsfólks, nú
þegar, eða eftir samkomulagi.
STARFSSTÚLKA óskast á skóla-
dagheimilið, nú þegar.
AÐSTOÐARMENN óskast við
hjúkrun nú þegar. Unnið er á
vaktavinnu.
Upplýsingar um stöður þessar
veitir forstöðukona i sima 38160.
ÞVOTTAHÚS
Rí KISSPÍ TAL ANN A:
aðstoðarmaður óskast nú
þegar. Upplýsingar veitir forstöðu-
konan, simi 38160.
KÓPAVOGSHÆLIÐ:
TRÉSMIÐUR óskast til starfa nú
þegar, eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir forstöðumaður,
simi 41500.
LANDSPÍTALINN:
AÐSTOÐARYFIRLJÓSMÓÐIR
óskast til starfa á fæðingargangi
FÆÐINGARDEILDAR.
Upplýsingar gefur yfirljósmóðir,
simi 24160.
Reykjavik 20. september, 1974.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765