Þjóðviljinn - 22.09.1974, Qupperneq 16
D/OÐVHJm
Sunnudagur 22. september 1974.
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldsimi biaöamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla
lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna
20.—26. sept. er i Borgarapóteki og
Reykjavikurapóteki.
Tannlæknavakt fyrir skólabörn i
Reykjavik er í Heilsuverndarstöðinni i
júli og ágúst alla virka daga, nema
laugardaga, kl. 9-12 f.h.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heiisuverndarstöðinni. Simi
21230.
Sigurður Jónsson, oddviti á Ytra-Lóni skar dr um vafamörk og beindi Agúst bóndi Guöröðarson á Sauöanesi og Lúter I Tunguseli kveikja i vindlum — því þeir eru hollari en
þeim sem drógu i réttinni i hvaöa dilk hver kind átti aö fara. sigarettur, sagöi Lúter, sem ánægöur horföi á safniö I réttinni.
í gj örningaþoku
á Tunguselsheiði
Fimmtán menn riöu úr hlaöi á
Tunguseli á Langanesi sunnudag-
inn 15. sept. s.l. Fjárleitir þeirra
langnesinga á hverju hausti eru
erfiöar og frekar á mannafla,
enda landsvæði þaö sem þeir
smala stórt aö umfangi og erfitt
yfirferöar.
Þeir voru fimmtán, gangna-
mennirnir, þar af þrjár konur og
tveir aökomumenn: Undirritaöur
Þjóðviljamaöur og einnig bil-
stjóri Einars Agústssonar, sem
kvaðst ætla að skrifa feröasögu
sina og fá birta í Tímanum.
Fimmtán menn, tuttugu hross,
tólf hundar og veðrið bjart.
Steinn Guðmundsson, fjall-
kóngur frá Þórshöfn, var þvi
svipléttur, er hann lagði i Tungu-
selsheiði i á að giska þrjúhundr-
uðasta sinn, en hann hefur farið i
hverja einustu leit á Tungusels-
heiði siðan 1931 og verið gangna-
foringi siðan 1937.
Göngur langnesinga eru enn
með liku sniði og fyrr á árum.
Menn reiða sig á hross sin og
hunda, og vistir verða þeir að
flytja með sér i klyfjum og
hnakktöskum.
Við komum i leitarmannakof-
ann undir Arnarhyrnu undir
kvöld á sunnudeginum.
Þar inni á heiðinni var gróður
heldur fátæklegur, og hagar fyrir
hesta sölnaðir. Samt reyndu
hrossin að nasla stráin, enda
mörg hver þreytt eftir erfiða ferð
yfir grýtta mela og fúaflóa og að
auki þjálfunarlítil. Það er mikill
ósiður viða i sveitum, að gripa
gangnahesta feita og sumar-
staðna og leggja þá i erfiðar
fjallaferðir, hafandi jafnvel ekki
hreyft þá siðan i göngunum árið
áður.
Reyndar voru flestir hestar
langnesinganna okkar nokkuð
þjálfaðir, en fáeinir voru grun-
samlega vambsiðir.
Veður gerast válynd
A norðausturhorni landsins og
afréttinum þar inn af eru veður
rysjótt á þessum árstima, og geta
menn búist við byljum og gaddi,
ekki siður en svartri þoku og slag-
viðri.
1 kofanum á sunnudagskvöldið
dunduðu reyndir gangnamenn við
að vekja óhug með viðvaningun-
um með þvi að segja ógnvekjandi
sögur af villum gangnamanna á
Tunguselsheiði, þar sem þokan
verður svartari en sót og ómögu-
legt að átta sig á landslagi. Stund-
um hafa gangnamenn hrakist
austur i Vopnafjörð eða Bakka-
fjörð, en þeir sem heppnastir
voru, rötuðu niður i byggð fyrir
botni Lónsfjarðar.
Það var kalt i veðri á mánu-
dagsmorguninn, þegar við lögð-
um á innheiðina, svokölluðu, og
menn spurðu Stein kóng, hvort
hann byggist við að hitta sina
grámóskulegu ástkonu, þokuna,
þann daginn.
Og það fór eins og þeir svart-
sýnu óttuðust. Sú gráa kom aust-
an að skömmu eftir hddegi og
ruglaði menn eftirminnilega i
smöluninni.
Árnar renna
til sjávar
Þjóðviljamaðurinn hafði það
hlutverk að riða svokallaðar
Kilabrúnir og stugga við þeim
kindum, sem þar kynnu að vera,
niður fjallshliðina i veg fyrir aðra
leitarmenn sem neðar gengu.
Um það leyti sem blaðskrifar-
inn þokaðist niður fjallshliöina
með hesta sina tvo i taumi, kom
þokan, og Steinn fjallkóngur á
ótrúlegum hraða úr austri og tók
burtu áttaskyn manns og hesta,
enda allir þrir sunnlendingar og
litt kunnir þingeyskum heiðum.
Þegar þokan leggst að þýðir lit-
ið að halda áfram að elta kindur,
heldur höfðu menn ströng fyrir-
mæli um að koma sér i leitar-
mannakofa hið fyrsta.
En hvar var kofinn?
í sameiningu ákváðum við,
undirritaður og sá brúnskjótti
Bersi og hinn jarpi Þokki, aö kof-
inn væri einhvers staðar út með
fjöllunum. Og við mjökuðumst af
stað yfir mýraflóa, og regnið
barði hægri vangann.
Kannski hefur klukkan verið
tvö eftir hádegið, þegar áttir töp-
uðust og hún hefur verið orðin sex
um kvöldið, þegar við komumst
að þeirri niðurstöðu að þess væri
ekki að vænta að við þrir, ný-
komnir sunnan úr Reykjavik,
gætum fundið þann fræga kofa.
Við fylgdum þvi næstu á, sem við
komum að út til byggða og kom-
um hundblautir og soltnir að
Tunguseli klukkan niu um kvöld-
ið.
Tóbak og áfengi
Nú er að fá sér hressingu, sagði
Lúter bóndi i Tunguseli, er við
höfðum gert vart við okkur hjá
honum.
Hestarnir fengu húsaskjól og
hey, en blaðskrifarinn var færður
úr blautum galla og sett fyrir
hann vodkaflaska og gert að
reykja mikið af vindlum.
Sá áttræði Lúter hefur löngum
rambað um heiði sina, og stund-
um villst, og kvað alsiða að menn
hrektust þar til og frá.
,,Og,” sagði hann, „þegar heim
kemur er að kveikja i þurrum
vindli, drekka mikið kaffi og
styrkja það með ögn af góðu
víni.”
Þegar hinir gangnamennirnir
uppgötvuðu hvarf blaðamanns-
ins, voru send boð til byggða
gegnum talstöö, og siðan fóru
tveir galvaskir og léttriðandi af
stað aftur út i þokuna að svipast
um eftir þeim týnda.
Þeir Agúst bóndi Guðröðarson
á Sauðanesi og Sigurður Jónsson,
oddviti og bóndi á Ytra-Lóni, köf-
uðu þokuna út heiðina og komu að
Tunguseli um miðnættið.
Um það leyti var tekið að rofa
til, enda höfðu veðurguðir annað
og meira i undirbúningi eftir að
þokan hafði hálfvegis misst
marks.
Þegar við riðum inn heiðina i
rauða bitið á þriðjudagsmorgun-
inn var kalt, og inn við leitar-
mannakofann, þar sem félagar
okkar biðu, gekk á með éljum og
dró saman i skafla.
Steinn fjallkóngur var feginn að
heimta okkur aftur, en fyrirskip-
aði að enginn skyldi fara úr kof-
anum þann daginn, enda til litils
að leita eftir kindum I skafrenn-
ingi og sorta.
Þriðji leitardagurinn varð þvi
kofadagur og styttu menn sér
stundir með ýmsu móti.
Fjórði gangnadagurinn rann
upp bjartur og fagur, en kalt var
þar á heiðinni og snjór yfir jörð.
Hestar voru orðnir dauðsvangir,
en eigi að siður var þeim gert að
bera menn á eftir kindunum út
heiðina.
Langnesingar náðu um tvöþús-
und kindum af f jalli eftir þessar
fyrstu göngur á Tunguselsheiði á
þessu hausti. —GG
Gamli leitarmannakofinn undir Arnarhyrnu i Tunguselsheiði.
Steinn fjallkóngur kominn með menn sina og safn úr viöureign við þok-
una og hriðina á heiðinni.