Þjóðviljinn - 24.09.1974, Síða 1

Þjóðviljinn - 24.09.1974, Síða 1
UOmiUINN Þriðiudagur 24. september 1974 — 39. árg. 183. tbl. Mengað vatn á Suðurnesjum? Sérstœð arfleið i vefnaðarlist Edward Kennedy gefur ekki kost á sér í framboð Ný bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar Kaupgjaldsvísitala bundin Verðlag leiki lausum hala v! :* J$8É 4 \J i f^laSlk' £ fjwH áÉárl : \ihl Þeir notuðu tækifæriðí Kaldárrétt ofan við Hafnar- fjörð, og flettu reifinu af henni þessari, enda orðin þungfær i ullinni. SJÁ 3. SÍÐU Dagsbrún samþykkti uppsögn samhljóða Verkamannafélagib Dagsbrún helt félagsfund f Reykjavfk á sunnudaginn. Fundinn sóttu um 300 manns og var samþykkt sam- hljóöa aö segja upp samningum frá og meö 1. nóvember næstkom- andi. Eövarð Sigurðsson, formaður félagsins, gerði grein fyrir stöðu kjaramálanna. Hann rakti þær hugmyndir, sem fram hafa komið á viðræðufundunum með rikis- stjórninni. Sagði hann að greini- lega yrði um kjaraskerðingu að ræða samkvæmt þeim hugmynd- um og mikil óvissa um fram- tlðina. Sterkar tilhneigingar væru til þess hjá rikisstjórninni að festa kaupgjaldið, en láta alla enda lausa vegna verðlagsins. Það er ekki ánægjulegt að þurfa að vera með lausa samninga, en þetta er okkar nauðvörn, sagði formaðurinn. Hann lagði áherslu á að verkalýðshreyfingin yrði á næstu vikum að fylgjast vandlega með þvl sem gerist I efnahags- málunum á næstunni. 1 ræðu sinni minnti Eðvalð meðal annars þá hættu sem gæti stafað af því að kaupmátturinn yrði skertur. Þetta kæmi m.a. niöur á atvinnulifinu I Reykjavik þar sem þjónustustarfsemin væri mjög mikil. Sérdeilis væri byggingariðnaðurinn viðkvæmur i þessu sambandi. Eðvarð sagði að vissulega yrði að gera ein- hverjar efnahagsráðstafanir en ástæðulaust væri að taka raunarollu atvinnurekenda allt of hátíðlega. Það er fullvist að við höfum aldrei búið betur að at- vinnutækjum en einmitt nú, sagði Eðvarð. Miklar umræður urðu á fundinum sem s.tóð hátt i þrjá tlma. A fundinum töluðu Guð- mundur Hallvarðsson, Einar Al- bertsson, Njáll Gunnarsson, Friðrik Kjarrval.Sigurjón Jóns- son, Ólafur Samúelsson, Ólafur Ingólfsson, Kristinn Kristvinsson, Benedikt Kristjánsson Að lokum var uppsagnartil- lagan samþykkt samhljóða, en öðrum framkomnum til lögum vlsaö til stjórnar félagsiris eða visað frá. Tilkynnt hefur verið að i dag verði sett bráðabirgðalög um svo- kallaðar láglaunaupp- bætur. Samkvæmt upp- lýsingum sem blaðið hefur aflað sér munu bæturnar nema 3500 krónum á mánuði á tekjur allt að 50 þús. kr. mánaðartekjum. Á bilinu milli 50 þús. og 54 þús.kr. mánaðarlauna á uppbótin að deyja út. Fyrirhugað er að uppbót þessi komi einnig á eftir og næturvinnu og mun það vera skv. ósk ASÍ. I staðinn var grunnupphæðin lækkuð úr 4000—4500 en það voru þær upphæðir sem fyrst heyrðust frá rlkisstjórninni. Einnig mun rlkisstjórnin hafa lýst þvi yfir á fundum aðila að hún mun skerða núverandi niðurgreiðslur um fjórðung I stað þess að skera þær niður um helming eins og hótað hafði verið i upphafi. Kaupgjaldsvisitala verður bundin fram til 1. júli n.k. Þannig verða engar launahækkanir á þessu timabili. Viðræðuaðili blaðsins sagði að samráöin við samtök launafólks hefðu verið fólgin I þvi að þeir hefðu verið kallaðir á fund með fulltrúum rlkisstjórnarinnar, til að snakka eins og gert er stundum yfir kaffi- bolla. Þar hefðu fulltrúar stjórnarinnar varpað fram hug- myndum, sem taka hefði átt af- stöðu til á staðnum. Viðræðurn- ar hefðu verið yfirborðskenndar og hrein sýndarmennska og aldrei verið til þess ætlast að verkalýössamtökin fengju neinu ráðið. Hvort ASl hafi fengið ein- hverju um þokað eins um getur I upphafi fréttarinnar, og þannig samið óbeint um kjaraskerðing- una, vildi upplýsingaaðili ekki fullyrða. Rétt er að geta þess, að rlkisstjórnin mun ekki hafa viljað binda sig, gagnvart bindingu verðlags. Launþegum er þvi ætlað að axla þessar þungu byrðar einum, enda hefur áróður stjórnarinnar gengið út á það, að laun verkafólks væru orsök allra meinsemda þjóðfélagsins. En mismunandi túlkun á þessu var eitt af deiluefnum I umræðum um myndun vinstri stjórnar. Síldar- söltun á Horna- firði 9 bátar fengu um 300 tunnu sildarafla I reknet fyrra sólar- hring. I.önduðu bátarnir á Höfn I Hornafirði, og var salt- aö á Höfn i gær. Eftir húlft ár rönkuðu vl-ingar við sér Ragnari Arnalds stefnt 12 af forgöngumönnum „Varins lands” hafa nýlega látiö birta Ragnari Arnalds alþingismanni, formanni Alþýöubandalagsins, stefnu þar sem þeir ákæra hann fyrir meiðandi ummæli I útvarps- þætti i febrúar sl. Er Ragnar 12ti maöurinn sem VI ákærir. Veriö er aö vinna aö greinargeröum fyrir 10 sakborninga, en greinargerö frá verjanda Helga Sæmundsson- ar hefar þegar borist borgar- dómi. Mál Ragnars Arnalds verður þingfest 17.oktióber, en mál hinna ellefu voru öll þingfest seint I júní sl. Þjóðviljinn spurði Ragnar Arn- alds um það hvernig hans máli væri varið. Ragnar sagði aö upp- tökin væru þau, aö vl-ingar heföu reiðst sér svo heiftarlega þegar hann ljóstraöi upp um tölvu- vinnslu þeirra I ræðu utan dag- skrár á alþingi, og „gerðu þeir þá itrekaðar tilraunir til að fá mér stefnt fyrir þau ummæli en þá var þinghelgin fyrir. Sama gilti um þau Svövu Jakobsdóttur og Lúð- vik Jósepsson, sem einnig ræddu vl-málin á þingi og „móðguðu” forgöngumennina. Vl-ingar sendu efri deild alþingis, þar sem ég á sæti, beiðni um að ég y.rði sviptur þinghelgi, en hvorki forseti né neinn þingdeildarmaður vildi taka upp málið. Ég benti þeim á að þessi skollaleikur væri hreinn óþarfi, þar sem ég hafði endur- tekið ummæli min að verulegu leyti i þingsjá útvarpsins. En það hefur tekið þá yfir 6 mánuði að undirbúa málið!” — Kröfurnar? — Þeir krefjast þess aö tiltekin Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.