Þjóðviljinn - 24.09.1974, Page 4

Þjóðviljinn - 24.09.1974, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24. september 1974. Ltgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Ritstjórar: Kjartan Ölafsson Svavar Gestsson (áb) Prentun: Blaðaprent h.f. I VOÐVIUINN MÁLGAGN SoSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. ATHYGLISVERT LÖGMAL Forustumenn sjómanna eru óánægðir með hin nýju bráðabirgðalög rikis- stjórnarinnar. Einkum er það tvennt sem óánægjan beinist að: 1 fyrsta lagi að þvi að nú sé fiskverðið fest við 11% hækkun og verðlagsráð sjávarútvegsins þannig gert óvirkt, en það hefur setið á fundum undan- farna daga og fjallað um fiskverð — en er svo skyndilega gert verkefnalaust með bráðabirgðalögum. 1 þessu sambandi minna sjómenn á, að þeir hafi á siðustu vertið ekki fengið eins góða útkomu og bú- ist hafi verið við þegar fiskverðið var á- kveðið með samkomulagi beggja aðila um sl. áramót. 1 annan stað beinist óánægja sjómanna, að þvi að nú sé tekið aukið fé af aflaverðmætunum, áður en til skipta komi. Það var 1968 að viðreisnarstjórnin á- kvað, að taka stóran hluta af fiskverðinu fyrir skipti. Þessi afstaða viðreisnar- stjórnarinnar vakti mikla ólgu og óánægju meðal sjómanna og voru fiskiskipin iðu- lega bundin vikum saman við bryggju ÞEIR ERU REIÐIR Ólgan innan Framsóknarflokksins er nú svo mikil að hún kemur jafnvel fram á rit- stjórnarsiðum Timans. Og nýlega birtist athyglisverð forustugrein i Degi, mál- gagni Framsóknarflokksins á Norður- landi. Þar hefur ólgan verið þvilik að vegna óánægju þeirrar sem viðreisnar- flokkarnir höfðu efnt til. Nú blasir sama vandamál við. Sjómenn telja að með bráðabirgðalögunum séu teknar af þeim hundruð miljóna króna. í þvi sambandi er bent á eftirfarandi: 1. Hlutfallið i Stofnfjársjóð fiskiskipa hækkar úr 10% i 15% þegar landað er inn- anlands. Þessi hækkun jafngildir um hálf- um miljarði króna á ársgrundvelli. 2. Hlutfall fiskverðs i stofnfjársjóð hækkar úr 16% i 21% þegar landað er er- lendis. Þetta munar 75 milj. kr. á árs- grundvelli skv. upplýsingum sjávarút- vegsráðherra. 3.1 oliusjóð á að taka um 1230 milj. kr. á ársgrundvelli. Samtals er hér um að ræða um 1800 milj. kr. sem sjómenn telja að séu á óeðlilegan háttteknar framhjáskiptunum. Það er at- hyglisvert að hér er um að ræða svo til ná- kvæmlega sömu töluna og sjávarútvegs- ráðherra telur að verið hafi hallinn á veið- um og vinnslu fyrir ráðstafanirnar. Þarna ráðamenn blaðsins og þar með flokksins i kjördæminu sjá ekki annað ráð vænna en að svara óánægjunni sérstaklega i for- ustugrein sem hefst með þessu móti: „Margir eru þeir reiðu mennirnir, sem komið hafa á skrifstofur Dags eftir að nú- verandi rikisstjórn var mynduð. Þeir eru reiðir yfir þvi að ekki var mynduð vinstri kemur fram i tölunum athyglisvert lög- mál um vinnubrögð núverandi rikisstjórn- ar. Um það er ekki deilt að gera verður ráð- stafanir i sjávarútveginum m.a. vegna oliunnar. Nú er sjávarútvegurinn hins vegar betur búinn að tækjum en nokkru sinni fyrr og erfiðleikar hans ekki jafnal- varlegir og ella hefði verið. En það segir sina sögu um núverandi rikisstjórn, að það skuli einmitt vera sjómannasamtökin sem lýsa óánægju með vinnubrögð stjórn- arvaldanna. Um leið og þetta kemur fram af hálfu sjómanna er ljóst að innan stjórnarflokk- anna eru skiptar skoðanir um þessar nýju ráðstafanir. Málgögn Sjálfstæðisflokksins telja að útgerðin og fiskvinnslan þurfi að fá enn hundruð miljóna i sinn hlut, en Timinn segir að nú sé nóg komið. Ekki verður siður fróðlegt nú en fyrri daginn að fylgjast með þvi hvor aðilinn verður ofan á þegar upp verður staðið. Hingað til hefur ihaldið jafnan fengið allt sitt fram. Skyldi svo verða enn á ný? stjórn og þeir eru reiðir yfir þvi að Ólafur Jóhannesson varð ekki forsætisráðherra núverandi stjórnar”. Þeir eru reiðir — siðan reynir Dagur auðvitað að sefa reiðina, en það má áreið- anlega vera mikil reiði til þess að ritstjór- ar Dags telji sér skylt að kvitta fyrir reið- ina i forustugrein. Yatnsból suðumesjabúa olíumenguð? Margir suðurnesjabúar hafa þungar áhyggjur af hugsanlegri olíumengun vatnsbóla í nágrenni Keflavíkur, Njarðvíkur og Sandgerðis. Blaðið Suðurnesjatíðindi birti um helgina itarlega grein með mörgum næsta óhuganlegum Ijósmynd- um, þar sem sýnt er fram á sóðalega umgengni vall- arslökkviliðsins í sam- bandi við olíuúrgang. Blaðið segir: „Nii i vikunni fór- um við enn á æfingasvæðið og skoðuðum okkur um, jafnframt þvi sem við tókum nokkrar myndir, og þaö var ófögur sjón sem viö okkur blasti. Stórir oliu- flekkir á jörðinni, tunnur sem olia lak úr og greinilegur sóða- skapur svo mikill, að það hlýtur að vera athugandi fyrir heil- brigðisyfirvöld aö sækja stjórn- endur til saka fyrir vitaverða um- gengni...” Bæjarstjórinn hefur skrifað varnarmáladeild Það er varnarmáladeild utan- Félagsfundur rikisráðuneytisins, sem er sá inn- lendur aðili, sem yfirumsjón hef- ur með vallarsvæðinu. Jóhann Einvarðsson tjáöi Þjóðviljanum i gær, að margir Keflvikingar hefðu kvartað við sig vegna um- gengni á æfingasvæöi slökkviliðs- ins á vellinum, og hefði hann skrifað varnarmáladeild bréf vegna þessa, og farið fram á rannsókn. Jóhann kvaðst einnig hafa haft munnlegt samband við varnarmáladeildina, en sér vit- andi, hefði ekkert verið gert. Þjóðviljinn hafði þá samband við Hannes Guðmundsson i varn- armáladeild, og kannaðist hann við bréf bæjarstjórans i Keflavik. Sagðist Hannes ekkert vita um neina meiriháttar oliumengun af völdum slökkviliðsins á vellinum, en ef málið væri eins svart og Suðurnejsatiðindi vildu vera láta, færi fram lögregiurannsókn á menguninni. Jóhann Einvarðsson kvað ljóst, að þyrfti visindalega rannsókn á jarðvegi nærri vatnsbólunum, taka þyrfti sýni á við og dreif og á mismunandi dýpi og væri það hlutverk varnarmáladeildar að annast slika aðgerð. Af frásögn Suðurnejsatiðinda er ljóst, að oliumengunin á vellin- um er ekki einstakt slys, heldur stafar hún af langtima sóðaskap. Þannig er gengið frá ollutunnunum, sem slökkviliðið á Keflavlkurflugvelli fær árgangsolfu á og notuö er við æffngar. Þessar tunnur eru losaðar í tank og sföan grafnar með þeim afgöngum sem f þeim eru. Slð- an ryðga tunnurnar og olfan siast út i jarðveginn. Fann einhver oliubragðaf vatninu? kannski ekki mikil olia i hverri fyrir sig, en safnast þegar saman kemur. Þessar tunnur eru úr járni og ryðga i jörðinni og þá si- ast olian úti jaröveginn.. Það er ljóst af myndum sem Suðurnesjatiðindi birta af oliu- svinariinu á vellinum, að um- gengin er i meira lagi sóðaleg, og varla getur varnarmáladeildin látið málið afskiptalaust úr þessu. Lögreglurannsókn, sagði Hannes Guðmundsson, og vænt- anlega verða sýni tekin á næst- unni. MFIK í kvöld Menningar- og friðarsamtök is- lenskra kvenna halda félagsfund i Félagsheimili prentara að Hverf- isgötu 21 þriðjudaginn 24. sept- ember 1974, kl. 20.30. Flytur Dag- ur Þorleifsson, blaöamaður, þar erindi sem hann nefnir: Portú- gal: endalok nýlenduveidis. Sagt verður frá undirbúningi kvenna- ársins 1975 og fulltrúar M.F.l.K. segja frá ferð sinni á Eystrasalts- vikuna 1974. Kaffiveitingar verða, og eru fé- lagskonur hvattar til að sækja þennan fyrsta fund vetrarins og taka með sér gesti. úrgangsolia grafin í jörö í Suðurnesjatiðindum segir: „Til skamms tima hefur slökkvi- liðið látið grafa oliutunnurnar, sem úrgangsolian sem þeir nota við æfingarnar, kemur i. Tunn- urnar hafa verið grafnar við svæðið eftir að stungin hafa verið á þær göt, og þær losaðar i geymslutankinn. Það er áberandi á þeim tunnum, sem voru á við og dreif við svæðið, að ekki eru þær nægjanlega vel tæmdar áður en þeim er hent eða þær grafnar. Það lak úr þeim olian. Það er Senda nýjan fisk flug leiðis á belgíumarkað Dhlvfkingar eru farnir að senda nýjan fisk flugleiöis á markað i Bclgfu. Það er frystihús KEA á staðnum, sem beitir sér fyrir þessari nýjung I tilraunaskyni og sendi 15 tonn á belgfskan markaö i síðustu viku, mest kola. Aflabrögð á Dalvik hafa ekki verið sérstaklega góð að undan- förnu, en atvinna þó verið næg og stöðug i frystihúsinu. • Sauðfjárslátrun er nýhafin og vinna uppundir 60 manns við slát- urhúsið. 12500 fjár verður slátrað. Innan skamms verður lokið við að breyta sildarverksmiöjunni gömlu i beinaverksmiðju og er áætlað að vinnsla hefjist eftir uþb. hálfan mánuð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.