Þjóðviljinn - 24.09.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.09.1974, Blaðsíða 12
JOÐVIUIN) Þriðjudagur 24. september 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar I simsvara Læknafélags Reykja- víkur, sfmi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 20.—26. sept. er i Borgarapóteki og Rey kj avikurapóteki. Tannlæknavakt fyrir skólabörn I Reykjavik er i Heilsuverndarstöðinni i júli og ágúst alla virka daga, nema laugardaga, ki. 9-12 f.h. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Hondúras: Gífurlegt tjón af fellibyl TEGUCIGALPA 23/9. — Hermenn úr her Hondúras brenndu I dag þúsundir líka þeirra sem hafa farist af völdum fellibylsins ,,Fifi”. Telja yfirvöld iandsins að um 9000 manns hafi þegar beðið bana, en skýrt var frá þvi i útvarpi i dag, að 80.000 manns væru i lífshættu vegna fióða, hungursneyðar og sjúk- dóma. Stjórn landsins bað eriend riki að láta I té þyrlur til að bjarga uin 8.000 mönnum, sem eru einangraðir á flóðasvæðum Ný aðferð við krabbameini LONDON 22/9 — Með þvi að beita nýrri „vax-baðs” tækni á krabba- meinssjúklinga, hefur læknum tekist að lengja lif þeirra um marga mánuði. Hafa sjúklingar, sem áttu ekki nema fáa daga eða vikur ólifaðar, lifað að meðaltali sex mánuðum iengur með þessu móti. Þessi lækningaaðferð er ávöxt- ur sjö ára tilraunastarfsemi, og er hún fólgin i þvi að sjúklingur- inn er settur inn i poka og honum gefið súrefni i gegnum leiðslu. Siðan er heitu og bráðnu vaxi hellt niður i pokann og heitu lofti dælt niður i lungun. Þannig er llkamshitinn hækkaður upp i 42,2 stig og látinn haldast þannig i átta til fimmtán stundir. Hitinn eyðir mörgum krabbameinsæxlum, en hefur engin áhrif á önnur, og lagði dr. Róbert Pettigrew, sem gerði tilraunirnar, áherslu á það að með þessu móti hefði hingað til aðeins verið hægt að stöðva þróun sjúkdómsins um stundarsakir en ekki lækna hann endanlega. Und- anfarin sjö ár hefur hann þó gefið 85 sjúklingum 350 „vaxböð” á sjúkrahúsi i Edinborg. Þessi að- ferð hefur gefið bestan árangur i viðureigninni við krabbamein i lifur og maga. En sumir sjúkling- ar, sem gengust undir þessa að- ferð dóu þó, vegna þess að æxlin voru „drepin” svo ört að lfkam- inn hafði ekki við að hreinsa burt allar dauðu frumunar. (Reuter) innan um eiturslöngur. Hefur stjórn Kúbu lofað að senda tiu þyrlur. Fellibylurinn „Fifi” hefur valdið óhugnanlegri eyðileggingu I landi, sem var þegar talið fátækasta land mið-Ameriku. Þar búa þrjár miljónir manna og lifa einkum á vinnu við bananaekrur, sem bandariskir auðhringar eiga. Meðalárslaun i landinu eru 250 dollarar (um 30.000 krónur.) Fellibylurinn hefur valdið miklum flóðum um allt landið, og er talið að 50.000 manns hafi misst heimili sin af völdum þeirra. Mest hefur tjónið orðið umhverfis San Pedro i norð- vesturhluta landsins. Þar var þriggja metra þykk leðja á götum. 1 smábænum Choloma fórust 2760 menn i einu, þegar fljót ruddist skyndilega yfir bakka sina um nótt og flóðalda féll á bæinn. Það var um helmingur Ibúa. Bandarikjamenn og ýmsar þjóðir Rómönsku Amerlku hafa sent þyrlur og flugvélar til bjargar, þvi að Hondúrasmenn ráða ekkert við ástandið. Er reynt aðbjarga fólki af húsþökum upp i ofhlaðnar þyrlur. Tjónið nemur að minnsta kosti 500 miljónum dollara, og er talið að bananauppskeran næstu tvö ár sé eyðilögð að mestu. Sovéskir listamenn hafna sýningarsvœði MORSKVU 23/9 — Hópur sovéskra listamanna, sem nýlega fékk ekki að halda sýningu á nú- timalist, hafnaði i dag tilboði frá Alþýðubandalagið Aage Kjartan Ragnar Aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins I Vestfjarðakjördæmi verður haldinn I Skjaldborg á Patreksfirði næstkomandi laugardag og sunnudag, dagana 28. og 29. september. Fundurinn hefst kl. 1:30 á laugardag. Auk aðalfundarstarfa verður rætt um stjórnmálaviöhorfið, hagsmuna- mál kjördæmisins og félagsstarf Alþýðubandalagsmanna á Vest- fjörðum. Málshefjendur á fundinum verða Aage Steinsson rafveitustjóri, Kjartan Olafsson ritstjóri Þjóðviljans og Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins. Borgarmálaráð Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins boðar alla fulltrúa og varafulltrúa Alþýðubandalags- ins i nefndum á vegum borgarinnar á fund með borgarmálaráði. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. þessa mánaðar klukkan 20.30 að Grettisgötu 3. Umræðuefni: Vetrarstarfið Allt stuðningsfólk Alþýðubandalagsins vel- komið á fundinn. — Borgarmálaráð borgaryfirvöldum Moskvu um að lialda sýninguna næsta laugardag I einum af skemmtigörðum borg- arinnar. Hinn þekktasti úr þessum lista- mannahóp, málarinn Oskar Rabin, sagði að hann hefði litið á þennan stað i fylgd með fulltrúa frá menningardeild Mos-sovéts- ins. Taldi hann að svæðið væri of lítið fyrir sýninguna, og auk þess vilja listamennirnir halda hana á sunnudegi en ekki laugardegi, þvi að þeir telja að þá megi búast við fleiri áhorfendum. Sunnudaginn 15. september sendu yfirvöldin jarðýtur og vatnsdælur á vettvang til að ryðja burt sýningu á nútimalist áður en hún gat hafist. Listamennirnir hafa hótað að koma sér aftur fyrir á sama stað með verk sln ef yfir- völdin fái þeim ekki betra svæði en þeim hefur nú verið boðið. Hver bandarlskur stjórnmálamaður virðist eiga sér sitt Watergate: hér eru andstæðingar Edwards Kennedys að minna hann á Chappa- quidrick-málið, en þar ók Edward út af brú með einkaritara sinum sem beið bana Kennedy á blaðamannafundi: Gefur ekki kost á sér BOSTON 23/9 — Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaður/ sem hefur verið talinn helsta fram- bjóðandaefni demókrata- flokksins í forseta- kosningunum 1976, til- kynnti í dag að hann myndi ekki gefa kost á sér. „Þetta er endanleg ákvörðun”, sagði hann. „Ég mun ekki taka á móti nokkurri útnefningu”. Hann bætti þvi svo við að hann hefði tekið þessa ákvörðun vegna fjöl- skyldu sinnar. Það væri erfitt fyrir að hann að heyja kosninga- baráttu vegna þeirrar ábyrgðar sem hvildi á honum vegna fjöl - skyIdu hans og auk þess vildi hann hlifa fjölskyldunni við þeim áhyggjum, sem framboðið hlyti að hafa i för með sér. Fyrir nokkru var elsti sonur Edwards Kennedys skorinn upp við krabbameini i beinum og var annar fóturinn tekinn af honum. Joan kona hans hefur dvalist á hvildarheimilum vegna tauga- áfalls. Loks hefur hið dularfulla bilslys sem hann lenti í á Chappaquiddickeyju 1969 þegar Mary Jo Kopechne beið bana, alltaf hvilt á honum, og hefur hann verið grunaður um að hafa eitthvað óhreint I pokahorninu. Ef hann hefði gefið kost á sér hefði hann ekki komist hjá þvi að það hefði verið rifjað upp. —NTB) Ætla að prófa brislingiim Börkur frá Neskaupstað mun fara á brislingsveiðar við Orkn- eyjar i haust. ólafur Gunnarsson, frarn- kvæmdastjóri Sildarvinnslunnar á Neskaupstað tjáði Þjóöviljan- um nýlega, að Börkur færi i slipp i Noregi núna, en siðan væri ætlun- in að prófa brislingsveiði svolitið. Við vitum ekkert hvað kemur út úr þessu, sagði Ólafur, brislings- veiði hefur ekki verið reynd áður hér við land, en við reynum ætið að þreifa fyrir okkur með nýjung- ar. Brislingur er veiddur I loðnu- nót, enda fiskur af svipaðri stærð. Ætlunin er að bræða brislinginn, en Ólafur kvaðst ekkert geta sagt til um, hvort framhald yrði á þessum veiðiskap Barkar, enda hefur brislngur aldrei verið unn- inn hér á landi. Brislingur er þekktur við Noreg og Skotland og mikið veiddur þar, og er veiðitiminn yfirleitt á haust- in og fram i desember. Atvinna er mikil á Neskaupstað núna, enda veiða skip Norðfirð- inga vel. Barði kom með 140 tonn af fiski eftir vikutúr nýlega, og Bjartur siglir nú með ufsa á Þýskaland, og fer I slipp þar I leiðinni. Jafntefli i fjórðu skák MOSKVU 23/9 — Karpov, sem hafði hvitt, og Korchnoi bættu að- eins þremur leikjum I dag við bið- skákina og sömdu um jafntefli eftir peðakaup. Þeir byrjuðu á fjórðu skákinni i gær, og lék Karpov kóngspeði en Korchnoi svaraði með franskri vörn. Fyrstu tiu leikirnir gengu rösklega, en miðtaflið varð fljótt dauflegt og jafnteflislegt. Fimmta skákin er tefld á morg- un. BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljann vantar blaðbera i eftirtalin hverfi: Brúnir Skálagerði Sólheima Alfheima Laugaveg Þingliolt Laufásveg Skjól Seltjarnarnes Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna. DJúÐvnnNN sími 17500 Þjóðviljann vantar blaðbera i Kópavogi. Sími 42073.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.