Þjóðviljinn - 11.10.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.10.1974, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur. 11. október. 1974. 'IÚBVIUINN ^ MÁLGAGN SOSIALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: ^Jtgáfufélag Þjóðviljans Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Prentun: Blaðaprent h.f. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson LANDHELGISMÁL Það hefur verið heldur hljótt um land- helgismál okkar íslendinga nú að undan- förnu, siðan hafréttarráðstefnunni i Cara- cas lauk. Þvi ráðstefnuhaldi verður fram haldið á næsta ári sem kunnugt er, en eng- inn getur á þessu stigi málsins fuliyrt neitt um það, hvort niðurstaða fæst i bráð, eða hver hún kann að verða. Það er að visu svo komið, að ærið mörg riki viðurkenna rétt- mæti allt að 200 milna auðlindalögsögu strandrikja, en hjá verulegum hluta þeirra fylgir sá böggull skammrifi, að tek- ið skuli verulegt tillit til svokallaðra sögu- legra réttinda og að einhvers konar gerð- ardómur, e.t.v. á borð við Haagdómstól- inn skeri úr ágreiningsefnum. Það er þvi full ástæða til að vara við óhóflegri bjart- sýni, þvi að auðvitað er hægt að gera 200 milna auðlindasögu nafnið tómt með slik- um skilyðrum og frávikum. Þess er þvi sannarlega full þörf, að við islendingar búum okkur undir að sækja og verja rétt okkar til fiskimiðanna i kring- um landið af fullri einurð, þar sem lifs- hagsmunir þjóðarinnar eru i húfi, og ekki er hægt að treysta á það eingöngu að haf- réttarráðstefnan sem slik færi okkur fullnaðarsigur upp i hendurnar. Jafn- framt er skylt að hafa i huga, að sú já- kvæða þróun, sem óneitanlega hefur átt sér stað að undanförnu i hafréttarmálum er ekki hvað sist, að þakka baráttu okkar íslendinga sjálfra með einhliða útfærslu fyrst i 12 sjómilur á dögum vinstri stjórn- arinnar fyrri og siðan i 50 sjómilur á dög- um vinstri stjórnarinnar siðari. önnur riki, sem einnig hafa fært út fiskveiðiland- helgi sina, og öll einhliða, eiga þar lika hlut að máli. Eða dettur nokkrum i hug, að jafnvel Bretar væru nú farnir að orða 200 milna lögsögu, þótt með skilyrðum sé, ef Haag- dómstóllinn hafi verið látinn ráða ferð- inni, en ísland og fleiri riki látið vera að riða á vaðið. Nú er rætt um að hefja á ný samninga við Vestur-Þjóðverja um undanþágur til veiða innan 50 milna markanna þeim til handa. Þjóðviljinn minnir á, að þeir samningar strönduðu á sinum tima á kröf- um Þjóðverja um að fá hér rétt til veiða fyrir stórvirka verksmiðjutogara, en i undanhaldssamningunum við Breta, sem Ólafur Jóhannesson beitti sér fyrir á sin- um tima var þó skýrt tekið fram, að allir breskir verksmiðjutogarar skyldu af- dráttarlaust útilokaðir frá veiðum hér, og við það hefur verið staðið. Við skulum vona, að rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar reynist hafa manndóm til að standa fast við þá afstöðu vinstri stjórnarinnar, að ekki komi til greina að hleypa erlendum verksmiðjuskipum frá hvaða þjóð sem er inn fyrir 50 milurnar. Og það er reyndar full ástæða til að beita þýsku landhelgisbrjótana, sem hér halda stöðugt uppi ólöglegum veiðum aukinni hörku. Þjónusta i islenskum höfnum við þýsku eftirlitsskipin, sem veita land- helgisbr jótunum upplýsingar um ferðir is- lenskra varðskipa og aðstoða þá að öðru leyti, er hneyksli. Þjóðviljinn ætlar ekki fyrirfram að væna núverandi rikisstjórn um undan- haldssemi i samningum við Þjóðverja, en með fyrri feril Sjálfstæðisflokksins i land- helgismálinu i huga og linkind Ólafs Jó- hannessonar i samningunum við Breta þá, er fyllsta ástæða til þess, að þjóðin öll hafi vakandi auga með samningsgerðinni við Vestur-Þjóðverja, sem fyrir dyrum stend- ur, og að allur almenningur veiti stjórn- völdum það aðhald sem dugir. Það var kostur við undanhaldssamning- inn við Breta, sem gerður var fyrir tæpu ári, að hann rennur út á siðari hluta næsta árs, og þá verða Bretar með öllu réttlausir að islenskum lögum innan 50 milnanna, ef ekki kemur til framlenging samningsins eða nýr samningur. Það var yfirlýst og skýlaus stefna vinstri stjórnarinnar, að framlenging i einni eða annarri mynd kæmi ekki til greina. Það vakti þvi mikla athygli landsmanna almennt, þegar i ljós kom að i stjórnarsáttmála hinnar nýju rikisstjórnar, sem Ólafur Jóhannesson myndaði fyrir Geir Hallgrimsson, var ekki stafkrók að finna i þessum efnum. í viðtali sem fréttamaður rikisútvarpsins átti við hinn nýja sjávarútvegsráðherra, Matthias Bjarnason, stuttu eftir stjórnar- skiptin fengust lika eingöngu ákaflega loð- in svör, þegar spurt var um afstöðu rikis- stjórnarinnar til hugsanlegrar framleng- ingar samningsins. Sjálfstæðisflokkurinn lýsti þvi yfir fyrir kosningar, að hann myndi beita sér fyrir útfærslu i 200 milur strax á þessu ári. Að kosningum loknum var samstundis hlaup- ið frá þessari yfirlýsingu og nú er talað um næsta ár. Hvað þá verður sagt veit i raun- inni enginn. Meðan ekki fæst einu sinni frá rikisstjórninni skýlaus yfirlýsing um óskertar 50 milur á næsta ári, þegar samningurinn við Breta rennur út, mun valt að reikna með 200 milna útfærslu á borði, þótt fagurt sé talað i orði af þeim mönnum, sem á sinum tima seldu rétt ís- lendinga i hendur Haagdómstólsins, sem frægt er að endemum, og töldu sig með þvi vinna sinn stærsta stjórnmálasigur. Það eru ekki 200 milur á pappirnum, sem íslendingar hafa þörf fyrir, heldur á miðunum. Þess er ekki siður þörf nú en áður, að allur almenningur fylgist vandlega með framvindu landhelgismálsins og geri stjórnarherrunum ljóst, að allt undanhald frá einarðri stefnu komi þeim sjálfum i koll. Fasteignir islendinga á Spáni: Hálmstrá dregur langan slóða Vandamál islenskra fjölmiðla eru mörg. Nokkur hin kiasslsku eru mannfæö, timaskortur og fé- leysi. Þetta til viöbótar þvi, aö blööin eru háö stjórnmálafiokk- um, gerir þaö oft aö verkum aö Is- lenskir fjölmiölar eru næsta máttvana, þegar aö þvi kemur aö uppiýsa mál eöa kryfja þau til mergjar. Ekki má gleyma þvl i þessu sambandi, aö Islenska stjórnkerfiö hefur fram til þessa verið harla lokaö og litt ginnkeypt fyrir aö veita upplýsingar um „viökvæm mál”. Þaö hefur þvi lltið boriö á Islenskum „Water- gate-málum”, þar sem skeleggur mál- og fréttaflutningur fjölmiöla leiöir tii þess aö ljósi er varpaö á stórsvindl einstaklinga eöa mis- ferli stjórnvalda. Ekki vantar þó, að upp á slíkum málum sé fitjað, en stundum ber meira á aðdróttunum ýmisskon- ar, heldur en málafylgju og rök- um, sem studd eru sannanafærslu og staöreyndum. Botninn vill detta úr „skandalfréttum” fjöl- miðlanna Ritstjórn Þjóðviljans henti á lofti fullyrðingu fararstjóra i Spánarferðum, sem birtist I VIsi fyrir skömmu, þess efnis, að tölu- verð brögö væru að þvi að Islend- ingar ættu Ibúöir á Spáni. Þarna kvað fararstjórinn raun- ar upp úr um nokkuð, sem lengi hefur veriö I hámæli manna á meðal, en aldrei hefur verið staö- fest, eða yfirvöldum þótt ástæða til þess að kanna málið. Rit- stjórnin greip þetta hálmstrá, enda þótt líkur væru ekki miklar á því, að hægt yrði að fylgja mál- inu eftir. Eftirgrennslan hjá gjaldeyriseftirliti, viðskipta- og fjármálaráðuneyti leiddi i ljós að samkvæmt bókum yfirvalda hafa engir islenskir ríkisborgarar, með skráð lögheimili á Islandi, fest kaup á fasteignum á Spáni og slikt er raunar ekki hægt á lögleg- an hátt, nema ef vera skyldu flug- menn og sjómenn i millilanda- ferðum, sem fá hluta af launum sinum greidd i gjaldeyri. Fyrir siðustu helgi var ekki að merkja, að mikill áhugi væri fyrir hendi i viðskipta- og fjármálaráðuneyt- inu fyrir þvi, að kanna eignir is- lendinga á Spáni. Nú hefur hins- vegar gjaldeyriseftirlitiö tekiö á sig rögg og farið þess á leit við utanrikisráöuneytið að það kanni eftir diplómatiskum leiðum, hvað margir islendingar eiga eignir á Spáni. I þessu tilviki þarf sem- sagt ekki að kvarta yfir tómlæti yfirvalda. Ritstjórn Þjóðviljans hefur undir höndum lista yfir einstakl- inga og fyrirtæki, sem taliö er að eigi fasteignir á Spáni. Þessi listi lengist með hverjum degi, þvi margir hringja og þykjast geta gefið upplýsingar. Meðan hins- vegar ekki liggja fyrir óræk- ar sannanir verður þessi listi ekki birtur, enda eðlilegast að heildar- yfirlit um eignir Islendinga á Spáni verði niðurstaðan af könn- un yfirvalda. Þá hafa borist á ritstjórnina upplýsingar um leiðir til þess að komast framhjá gjaldeyriseftir- litinu með fé til fjárfestinga er- lendis. Þær upplýsingar eru sama marki brenndar, og ekki er hægt að festa hönd á einstökum tilvik- um, sem varpað gætu ljósi á „gjaldeyrispretti”, sem vissu- lega er ástæða til þess að gruna að séu fyrir hendi. Komi i ljós, að margir islendingar eigi ibúðir, eða hlut I atvinnurekstri i sólar- löndum, er enginn i vafa um það lengur að um stórfelld skatt- og gjaldeyrissvik sé að ræða. Það er hinsvegar jafnmikilvægt að fá úr þvi skorið hvernig hægt hefur verið að ganga á snið við gildandi lög um gjaldeyrisviðskipti og festa kaup á fasteignum erlendis annaðhvort til einkaafnota eða i auðgunarskyni. Það hálmstrá, sem Þjóðviljinn greip i á sunnudaginn var, virðist ætla að draga lengri slóða, en ætla mátti i upphafi. Nú er bara að vona að botninn detti ekki úr þessu máli eins og sumum öðrum, og rannsókn yfirvalda ieiði það endanlega i ljós áður en langt um liður hvað fasteignaeign fjár- sterkra islendinga erlendis er al- menn. Ef til vill fæst þá að lokum svar við þeim spurningum, sem fámenn ritstjórn á erfitt með að greiða úr I feimnismálum sem þessum: „Hvar, hvenær, hvern- ig, hverjir og hversvegna?”. Einar Karl TILKYNNING til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi söluskatts fyrir septem- bermánuð er 15. október. Þeir gjaldendur, sem vegna smávægilegs rekstrar hafa heimild til að skila sölu- skatti aðeins einu sinni á ári, skulu á sama tima skila söluskatti vegna timabilsins 25. mars til 30. september. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þrirriti. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 10. OKT. 1974

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.