Þjóðviljinn - 11.10.1974, Page 10

Þjóðviljinn - 11.10.1974, Page 10
10 StDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur. 11. oktdber. 1974. 14 — Jæja? Og hvaö varö um vin- konuna sem sendi glæsilega póst- kortiö? — Hún lifir i vellystingum praktuglega. Liggur enn og sleik- ir sólskiniö og saknar min vist ekki vitund. — Veslings Flemming. Vesa- lings, veslings Flemming. — Miriam, þú og ég, ég.... — Uss. Segöu ekki neitt sem þú gætir ekki staöiö viö á morgun. Gleymdu þvi ekki aö viö þurfum aö sjást á hverjum einasta degi. — Ég gæti sagt þér svo margt. — Geröu þaö á morgum, ef þig langar enn til þess þá. Geturöu ekiö bilnum? Borck dansaöi viö eiginkonu Cordeliusar. Það var eins og eitt- hvaö niöurlægjandi heföi komiö fyrir hann, hann mundi ekki leng- ur hvaö þaö var. Þótt hann væri alltaf á gólfinu og væri nú að dansa viö fallega og aölaðandi konu, fannst honum hann álika. utanveltu og Simonsen. Fallega konan hans Cordeliusar leyfði honum aö þrýsta henni aö sér alveg eins og Miriam, hann fann stinnan llkama hennar fast viö sig, en samt vottaöi fyrir ein- hverri óljósii andspyrnu þegar hann renndi höndunum upp bak- iö á henni og rendi aö þrýsta brjóstumhennar að neöstu rif- beinum sinum. Hann losaöi takið á henni meðan fæturnir héldu ótrauðir dansinum áfram. Með skýrari hugmynd um hitt fólkiö i stofunni sat hann seinna i leðurstól og hlustaöi á ismolana i glasi sem hann drakk ekki úr. Hann hristi glasið varlega til að láta molana glamra i takt viö tón- listina. Nú var Miriam aö minnsta kosti búin aö dansa við Cordelius, segulbandiö tók enda og hún kom til hans. — Geturöu ekiö? Hann kinkaöi kolli og setti ffá sér fullt glasiö. Hann haföi veriö aö hugsa um að dansa viö vinkonu Bergs, en þau tvö virtust óaðskilj- anleg. Þótt hann myndi ekki smá- atriðin, fannst honum allt kvöldiö hafa verið óslitin auðmýking. Úti var margra stiga frost og stjörnubjart þegar hann ók Miri- am heim: þaö var skrúfaö frá út- varpinu. — Ég veit ekki hvernig færi, ef þú yröir stöövaður núna, sagöi hún. — Þaö er llka hæpiö að aka of hægt. Þú getur reitt þig á aö þeir fylgjast vel meö þeim sem aka of hægt. Það var ising og hann var til- neyddur að aka lúrhægt. Hann var meö opinn glugga og ískalt loft lék um andlitið á honum. í hanskahólfinu fann hann háis- töflur sem deyfðu vinlyktina. Hann stansaði fyrir utan dyrnar hjá henni. — Ég býö þér ekki upp, sagði hún, — það er allt á öörum endan- um og ég á ekkert I skápnum. Hún lagði höndina á öxlina á honum. — Flemming? Faröu nú varlega. Faröu afskaplega varlega. Úr útvarpinu barst glymjandi kórsöngur af langbylgju. Hún kyssti hann á vangann og þegar hann hélt henni fastri, gaf hún honum léttan koss á munninn. Svo losaði hún sig og fór út úr bilnum. Hann ók varlega áfram og leit ööru hverju I baksýnis- spegilinn. — 1 kvöld kemstu af án þess aö drekka porter, sagði hann viö sjálfan sig meðan hann bjó um sófann. Þaö var komiö nýtt póst- kort með pálmatrjám, eldhúsblá- um himni og hér-bý-ég krossi sem var að þessu sinni yfir hótel- glugga i bakgrunninum. Siminn hringdi. Hann stóð andartak og horföi á tóliö. Þaö er Miriam, hugsaöi hann. Miriam er að ganga úr skugga um aö ég hafi komist heim heilu og höldnu. Aftur var hringt og hann tók upp tóliö. — Halló! Hann heyrði einhvern anda viö hinn endann. — Halló, endurtók hann hærri röddu. Hann heyröi einhvern draga andann tvisvar ennþá, áöur en hann lagði tóliö á. 10. — Biddu bara, þetta á eftir að versna! Brúðkaup Þann 7.9 voru gefin saman I hjónaband I Langholtekirkju af sr. Sigurði Hauki Guöjónssyni ungfrú Erla Sigtryggsd. og hr. Gunnar Jónsson. Heimili þeirra verður aö Skeiöarvogi 19, R. (Ljósm.st. Gunnar Ingimars) Þann 6.4 voru gefin saman i hjónaband I Háteigskirkju af sr. Jóni Þorvarðarsyni ungfrú Mar- grét Kristjánsd. og hr. Jón Frið- geir Einarsson. Heimili þeirra veröur I Bolungarvik. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars) Berg varði siöustu minútunum áöur en bankinn var opnaður I að lesa upphátt i morgunblaðinu með dálitiö glærri timburmanns- rödd. — Þegar gjaldkeri bankans geröi sig ekki liklegan til aö af- henda sjóöinn heldur reyndi aö vekja athygli samstarfsmanna sinna, missti falski jólasveinninn gersamlega stjórn á sér og hörf- aöi aftur á bak og dró um leið byssu upp úr vasanum á rauða jakkanum. Áður en hann fór.... Nei, hættiö þiö nú alveg! — Haltu áfram, haltu áfram. — Aöur en hann f^r útúr bankasalnum fór hann ur rauða jakkanum sem hann fleygöi á gólfið ásamt rauðu topphúfunni. Hins vegar var hann ennþá með hvita skeggið þegar hann yfirgaf bankann, en þrátt fyrir þetta hef- ur enginn vegfarandi tekið eftir hinni furðulegu brottför. Starfs- fólk bankans gerir ráð fyrir að eitthvert farartæki hafi beðið eft- ir manninum eftir hið misheppn- aða bankarán. Lýsingarnar á falska jólasveininum eru mjög óijósar. Viðskiptavinir og starfs- fólk I bankanum eru sammála um að hann hafi virst mjög ringiaður og taugaóstyrkur. Lögreglan tel- ur ekki likiegt að þetta sé sami maðurinn og fyrir nokkrum dög- um rændi með mestu rósemi næstum tvö hundruð þúsundum i öðrum litlum úthverfisbanka. Falski jólasveinninn er álitinn svo sem hálfþritugur, meðalhár, blá eða gráeygður. Vegna hvita parruksins er háralitur óþekktur. úndir rauða jakkanum var hann klæddur.... Jæja, timinn er kom- inn, herrar minir. Simonsen fór fram og opnaði. — Þá var jólasveinninn okkar skárri, ha? sagöi Berg. Hann gekk aö minnsta kosti ekki meö byssu I vasanum, eða hvaö Borck? Borck sneri sér á stólnum, leit i áttina til Bergs og ræskti sig. — Nei, svaraöi hann. Okkar jólasveinn var ekki meö byssu I vasanum. Borck mætti augnaráöi Miri- ams. Það var eins og hún heföi lengi veriö að horfa á hann. — Jólasveinninn okkar, bætti hann við aö óþörfu, — hann var vænn og góður. Vinnudagurinn hófst: jóla- sveinninn kinkaöi kolli yfir gylltu krónunum sinum. Borck studdi fingrum á nótur peningakassans, rúöan fylltist af tölum, hann skrifaði niöur. Seölar runnu fram og til baka gegnum opiö I glerbúr- inu. öll fimm töluðu þegar tæki- færi bauöst, dálitiö hægar en vanalega og ögn lægra. — Það var verst aö hann skyldi ekki fleygja burt byssunni ásamt hinu dótinu, sagöi Berg. Miriam kom aö kassanum. — Nú geturöu sagt allt þaö sem þú ætlaöir aö segja mér I gær. Ef þú kærir þig þá um það. Borck hristí hofuðíð og reyndí aö hiæja. — Mér datt það i hug. Timbr- aður? — Dálitiö. Miriam? Varst þaö þú sem hringdir? — Hringdi? Hvenær? — í nótt. I nótt þegar ég var bú- inn aö aka þér heim? — Nei, var einhver sem hringdi? — Já, en ég náöi ekki aö svara. Ég hélt það hefði verið þú. — Ætli þaö hafi ekki veriö hún vinkona þin af póstkortinu. Þaö komu viðskiptavinir og hún gekk aftur aö skrifboröinu. — Ég átti við aö þaö heföi veriö betra aö hann heföi fleygt byss- unni og tekiö búninginn með sér, útskýröi Berg. — Ef einhver spyröi mig. — Hvern? spurði Miriam. — Mig. — Hvort heföi verið betra. Viöskiptavinurinn kom I veg fyrir aö hann heyröi svar Bergs. Borck gaf sér góðan tima þegar hann fór úr bankanum siðdegis. Hann stóð fyrir utan dyrnar og horföi út yfir torgiö: enginn virt- ist gefa honum gætur. Simonsen og Berg gengu hjá. — Upp meö hendur, þaö er jólasveinninn, sagði Simonsen i framhjáhlaupi án þess að koma Berg til aö hlæja. Miriam kom siðust út. — Ertu aö biöa eftir nokkrum? spurði hún. Hann hristi höfuðið. — Þá geturðu fylgst meö mér. Ég er ennþá billaus. — Ég get ekið þér ef þú kemur meö heim, sagöi hann. Föstudagur ll.október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Vilborg Dagbjarts- dóttir les fyrri hluta „Ævintýris um strákana þrjá” eftir Rut Magnúsdótt- ur. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25 Morguntónleikar ki. 11.00: Camilo Wanausek og Pro Musica hljómsveitin I Vin leika Flautukonsert I D-dúr eftir Boccherini/Gérard Souzay syngur ariur eftir Lully við undirleik Ensku kammersveitarinnar / Annie Challan og hljómsveitin Antiqua Musica leika Hörpukonsert I C-dúr eftir Ernst Eichner. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siödegissagan: „Skjóttu hundinn þinn” eftir Bent Nielsen Guðrún Guðlaugs- dóttir les þýðingu sina (3). 15.00 Miödegistónleikar Jul. Bream leikur á gitar Sónötu I A-dúr eftir Paganini. Concertgebouw-hljómsveit- in leikur „Dafnis og Klói”, hljómsveitarsvitu eftir Ravel og „Óð um látna prinsessu” eftir sama tón- skáld, Bernhard Haitink stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 Pilagrimsför til lækningalindarinnar I Lourdes Ingibjörg Jóhanns- dóttir les frásögu eftir Guð- rúnu Jacobsen (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svaraö Svala Valdimarsdóttir leitar svara viö spurningum hlust- enda. 20.00 Sinfóniskir tónleikar. a. Konsert fyrir pianó og blás- arasveit eftir Igor Stravinský. Michel Beroff og Sinfóniuhljómsveit Parisarborgar leika, Seije Ozwa stj. b. Sinfónia nr. 1 i e-moll op. 39 eftir Jean Sibelius. Filharmóniusveit- in I Vin leikur, Lorin Maazel stj. 20.55 Litið yfir langa ævi. Jón R. Hjálmarsson skólastjóri talar við Einar Sigurfinns- son i Hveragerði. 21.30 Útvarpssagan: „Gang- virkið” eftir Ólaf Jóhann Sigurösson. Þorsteinn Gunnarsson leikari byrjar lestur sögunnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaöar- þáttur: Frá innstu byggðum I Bárðardal Gisli Kristjáns- son ritstjóri ræðir við éðinn Höskuldsson bónda á Ból- stað. 22.35 Afangar Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agn- arssonar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur ll.október 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Lögregluforinginn Þýskur sakamálamynda- flokkur. Líkið I þyrni- runninum. Þýðandi Auður Gestsdóttir. 21.30 Kastljós. Frétta- skýringaþáttur. Umsjónarmaöur Eiöur Guönason. 22.00 Jassforum Norskur múslkþáttur. Pianistinn Paul Bley og tveir félagar hans leika „nútlmajass”. (Nordvision — Norska sjón- varpiö) 22.30 Dagskrárlok. Indversk undraveröld Vorum aö taka upp mjög glæsilegt og fjöl- breytt úrval af austurlenskum skraut-og list- munum, m.a. útskorin borð, vegghillur, vör- ur úr messing, veggteppi, gólfmottur og margt fleira. Einnig úrvai af indverskri bómull, batik-efn- um, rúmteppum og mörgum gerðum af mussum. Nýtt úrval af reykelsi og reykelsiskerjum. Gjöfina, sem ætið gleður, fáið þér I Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). ðF^ ðfn 9<pi rm ARi m mfln Bókhaldsaðstoð méð tékkafoerslum f^BÚNAÐARBANKINN \£|/ REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.