Þjóðviljinn - 30.10.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.10.1974, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur. 30. október. 1974. Miðvikudaginn 30. okt. hefst námskeið að Norðurbrún 1, fyrir konur, sem taka eða hafa hug á að taka börn i daggæslu. Kennt verður á miðvikudögum og föstudögum, Kl. 30—22. Kennsluefni: Föndur, leikir, söngur, sögur. gfflj Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar | i § Vonarstræti 4 sími 25500 KÓPAYOGUR! Blaðberar óskast i Hvammana og viðar. Upplýsingar i sima 42073 DJOÐVIUINN Bókhaldsaóstoð með tékkafærslum FTbúnaðarbankinn \ý\j REYKJAVÍK mmM Indversk undraveröld Vorum aö taka upp mjög glæsilegt og fjöl- breytt úrval af austurlenskum skraut- og iist- munum, m.a. útskorin borð, vegghillur, vör- ur úr messing, veggteppi, gólfmottur og margt fleira. Einnig úrval af indverskri bómull, batik-efn- um, rúmteppum og mörgum gerðum af mussum. Nýtt úrval af reykelsi og reykelsiskerjum. Gjöfina, sem ætiö gleöur, fáiö þér i Jasmin I.augavegi 133 (við Hlemmtorg). IaTI OTin fBI \Sw laupnum Stundið heilsurœkt Nú þegar vetur gengur i garö, er nauösynlegt aö gera sitthvaö til þess að standa af sér kvilla og farpestir, sem árstiöinni fylgja. Eitt af þvi, sem gera þarf, hlýtur að vera aö rækta upp sæmilega likams- hreysti. Staöir til þess eru að sjálfsögðu sundlaugar og iþróttahús, en þeir sem ekki treysta sér til þess að vera húsbændur yfir sjálfum sér þegar um er aö ræöa aö piska sig áfram til þess að stæla slaka vööva, geta snúiö sér til hinna ýmsu heilsulinda og heilsuræktar- stöðva. — Þessi mynd er tekin i Heilsuræktinni i Glæsibæ, en hún sýnir þrjá kappa hvila sig i gufubaði eftir strangar likamsæfingar. Guðmundur skáld skreið uppí bólið Eins og menn muna varð fyrir fáum misserum allmikil sprenging I ritstjórn málgagns Sjálfstæðisflokksins á Suöur- landi, blaöinu Suöurlandi, en þá vék Ingólfur á Hellu hirðskáldi flokksins á Suöurlandi, ritstjóra téös blaðs, Guðmundi Daniels- syni, frá blaðinu, en Guðmund- ur haföi um langan tima veriö ritstjóri þess. Tilefni deilna þeirra þá var yfirgangur Ingólfs og ritskoöun- arstefna hans, lik þeirri, sem Morgunblaðið segir að stunduð sé í Rússlandi og viöar þar aust- urfrá. Haföi Guömundur um þetta hin stærstu orð á sinum tima, og var fátt til sparað af orögnótt rithöfundarins, þá hann lýsti þessum verknaði Hellujarlsins. En nú er Guðmundur skriðinn upp i ból jarlsins enn á ný. I sið- asta tölublaði Suðurlands eru tvær greinar eftir hinn fyrrum stóryrta rithöfund og jarlafelli. Hvaö valdið hefur afturhvarfi rithöfundarins, er Laupnum ekki kunnugt, en trúlega hefur smákarli ekki þótt vænlegt að standa utan hirðar Hellujarls- ins, og hjartað kannski smátt. íslehskur barna- kór vestanhafs? ,,Mig langar til að gefa Islend- ingunum hérna afmælisgjöf, nú þegar landnám þeirra i Mani- toba er að verða 100 ára gam- alt,” segir Elma Gislason i for- siðuviðtali við Lögberg-Heims- kringlu, en það er vikurit, sem vestur-islendingar halda úti i Winnipeg. Um þetta segir ennfremur i blaðinu: ,,Hún sagðist hafa verið að velta þessu fyrir sér þegar Alf- heiður kona Garðars Garðars- sonar I St. Vital, hringdi til hennar og spurði hvort ekki væri til Islenskur barnakór i Winnipeg, sem Dianna litla dóttir þeirra hjóna gæti fengið inngöngu I, sagði að sig langaði til að barnið glataði ekki áhug- anum fyrir Islenskum ljóðum og lögum. Þá afréð Elma að reyna að koma á fót islenskum barnakór I Winnipeg og hafa hann fullþjálf- aðan til að koma fram á skemmtunum landnámshá- tiðarárið 1975. Ef allt gengur að vonum er hópnum ætlað að koma fyrst fram á Frónsmótinu i Winnipeg seint i janúar, en Þjóðræknisdeildin Frón styrkir kórinn fjárhagslega. Eftir þvi sem komist verður næst, hefur ekki verið til Is- lenskur barnakór I Winnipeg siðan á dögum hins vinsæla barnakórs Ragnars H. Ragnars nokkru fyrir seinni heimsstyrj- öldina.” Poppari vill skrifast á Jón Magnússon Breiðuvik i Rauðasandshreppi i Vest- ur-Barðastrandarsýslu, sem er 14 ára að aldri, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur 14—19 ára. Jón segist hafa áhuga á popp-tónlist. Salon Gahlin Ilættan er sú að við séum ekki bara afkomendur apanna, held- ur að við séum lika á leið til þeirra aftur. Hafið þér séð breytt og betra sunnudagsblað Þjóðviljans? Biöjiö um blaöiö á næsta blaðsölustað Áskriftarsími 17500 r WÐvmm Þýska alþýðu- lýðveldið 25 ára — Síðbúin afmœl- iskveðja Sigurður Baldursson, hæsta- réttarlögmaður hefur beðið Þjóð- viljann fyrir þessa afmælis- kveðju: 1 hinum sögulega Potsdam- samningi, sem gerður var i lok heimsstyrjaldarinnar siðari 1945, var svo kveðið á, að tekið skyldi fyrir rætur nazismans. Þýska alþýðulýðveldið hefur staðið við þetta ákvæði. Þvi miður er ekki hægt að segja hið sama um Þýska sambandslýðveldið. I striðslok sameinuðust kommúnistar og sósíaldemókrat- ar á hernámssvæði Sovétrikjanna I einn flokk, Sósialiska eining- arflokkinn. Þessi flokkur gerði bandalag við aðra flokka um að reisa þetta landssvæði úr rústum styrjaldarinnar og skapa nýtt þjóðfélag, helgað sósialiskri upp- byggingu og friði við umheiminn. Þýska alþýðulýðveldið var stofnað, 7. október 1949, en áður höfðu vesturveldin staðið að stofnun annars þýsks rikis, Þýska sambandslýðveldisins. Hinn 7. október 1949 var mynd- uð rikisstjórn 5 flokka undir for- ystu Sósialiska einingarflokksins (SED). Þessir 5 flokkar hafa sið- an unnið saman að stjórn lands- ins, en þeir eru auk Sósialfska einingarflokksins Samband kristilegra demókrata (CDV), Lýðræðislegi bændaflokkurinn (DBD), Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn (LDPD) og Þjóðlegi lýöræðisflokkurinn (NDPD). Þessi samvinna, sem staðið hefur i aldarfjórðung, er fyrir- bæri, sem ýmsum hefur reynst erfitt að skilja i þeim löndum, þar sem það er lenska, að hver stjórn- málaflokkur troði skóinn niður af hinum, jafnvel þar sem annars er mjótt á munum i skoðunum. Saga Þýska alþýðulýðveldisins er að visu ekki löng, þó mætti alþýða auðvaldsrikja margt af henni læra. Þar er t.d. fjármagnið virkjað i þágu fólksins, en fólkið ekki f þágu fjármagnsins. Þar er engin verðbólga, og sýnir það, að verðbólga og gengisfellingar eru ekki óhjákvæmilegt böl eins og eldgos og harðindi. Húsaleiguok- ur er ekki til. Húsaleiga er i hæsta lagi 10-12% af tekjum. Læknis- hjálp og lyf eru ókeypis. Sama er að segja um skólagöngu á öllum stigum. Félagslegt öryggi er hyrn- ingarsteinn samfélagsins. Jafnframt þvi sem lífskjör fara jafnt og þétt batnandi, er málum þannig stýrt, að hver og einn sér hagsmunum sinum best borgið með þvi að vera góður þegn, en ekki öðrum fremri i svindli. Af þessu lífsviðhorfi leiðir m .a., að dómgæsla og löggæsla er þar stórum minna vandamál og hlut- fallslega kostnaðarminni en t.d. á Islandi. Af framan sögðu er skiljanlegt, að ráðamenn i auðvaldslöndum hafi ekki verið ginnkeyptir fyrir að viðurkenna tilvist rikis eins og DDR og þverskallast i lengstu lög við að taka upp stjórnmálasam- band við það, þó að nú fyrir skömmu hafi þeir neyðst til þess. Ég vil að lokum þakka þá hlýju og einlæga gestrisni, sem ég hef notið i DDR á undanförnum ár- um, og óska þessu landi friðar og farsældar á komandi timum. Sigurður Haldursson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.