Þjóðviljinn - 30.10.1974, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 30.10.1974, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur. 30. október. 1974. [P il Asenal — Wolves 1 1 besta leik sinum i vetur gegn West Ham á laugardaginn, missti Arsenal Alan Ball útaf með meiddan ökkla og er þetta þriöja áfall hans á þessum fæti. Ball er ekki talinn leika meira með Arsenal á næstunni og jafn- vel hreinlega ekki meira i vetur. Slik blúðtaka er svo sannarlega erfið fyrir liðið, sem berst um á botninum af eldmóði. Úlfarnir voru heillum horfnir i leik sin- um gegn Q.P.R. á laugardaginn og verðskulduðu fyllilega sigur, en urðu þó að sætta sig við 1-2 tap. Birmingham—Chelsea 1 Chelsea er að reyna að ná upp leikaðferð, sem byggist á opn- um sóknarleik og mörgum mörkum. A laugardaginn skor- aði liðið 3 mörk gegn Stoke, en vörnin var að sama skani léleg. og fékk á sig önnur þrjú, þannig að sigur varð ekki að veruleika. Everton — Manch. City 1 Það er e.t.v. nokkuð um of djarft að spá City tapi i þessum leik, þvi liðið er um þessar mundir i öðru sæti og fylgir Liverpool fast eftir. Jafntefli Ipswich og Manch. City á laug- ardaginn gaf Liverpool annars byr undir báða vængi, og City er núna eina liðið, sem ógnar veldi þess. Everton virðist vera að missa af lestinni og hefur hrap- aö niður i 5. sæti, svo nú er að duga eða drepast. Ipswich—Liverpool x Þessi leikur er tvimælalaust aðalleikur 12. getraunaseðils- ins. Ipswich á enn möguleika á að ná efsta sætinu á nýjan leik, en það gerist þvi aðeins að sigur eöa a.m.k. jafntefli náist i þess- um leik. Liverpool er ekki sterkt á svellinu á útivelli, og hefur tapað þar tveimur leikjum það sem af er. Það virðist há Liver- pool mest, hve illa gengur aö skora mörk og sigrarnir eru oft naumari en gangur leikjanna hefur gefið tilefni til. Leeds—Derby 1 A útivelli hefur Leeds enn ekki unnið leik en af 6 leikjum heima hafa 4 unnist og er þaö harla góður árangur. Leeds er þó I botnbaráttunni ennþá, en virðist vera að ná sér á strik og þá einkum fyrir harðfylgi og keppnisskap varnarmannanna Norman Hunter og Gordon McQueen, sem áttu báðir stór- leik gegn Liverpool á laugar- daginn, þótt ekki dygði það til sigurs. Leicester— Burnley 2 Með jafntefli sinu gegn Ever- ton náði Burnley sér upp I efri hluta stigatöflunnar og virðist liklegt til að halda sér þar áfram. Leicester er hins vegar fremur ólánlegt að því er virö- ist. Liðið nær einhvern veginn ekki saman eins og skyldi, og það heyrist viða, að einingin sé ekki upp á það allra besta i þessum herbúðum. Newcastle—Luton 1 Luton Town, nýliðarnir I 1. deild, eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Liðið er i dauðasætinu svonefnda, og margir segja það nú þegar dæmt til að falla á ný i 2. deild. Aðeins einn leikur hefur unnist það sem af er keppnistimabils- ins og er það svo sannarlega dapurlegur árangur. Q.P.R. — Coventry x Eitt virðist Q.P.R. hafa, sem hverju liði er nauðsynlegt til ár- angurs, en það er heppnin. Liðiö mátti allavegana þakka henni einni fyrir sigurinn yfir Clfun- um á laugardaginn og var það ekki i fyrsta sinn, sem liðið sigr- ar með aðstoð hinna góðu Manch. Utd, er á góðri leið með að vinna einhvern glæstasta sigur sem unnist hefur f 2. deild fyrr og siðar. Þessi mynd er tekin árið 1967 og það er gamli framkvæmdastjórinn þeirra, Tommy Docherty, sem þarna baöar sig I fagnaðarlátum og aðdáunarhrópum áhorfenda, — þeirra sömu og sfðar heimtuöu að hann yrði settur af. verndarengla sinna. Coventry virðist ætla að komast langt á hinni siendurteknu hornspyrnu- taktik sinni, en það var einmitt hún sem færði liöinu tvö mörk og þar með tvö stig I leiknum gegn Carlisle um siðustu helgi. Sheff. Utd.— Carlisle 1 Sheff. Utd. bauð aðdáendum sinum upp á skinandi góða knattspyrnu á laugardaginn og sigraði þá á heimavelli lið Birmingham með þremur mörkum gegn tveimur. Heima- völlurinn hefur enda verið liðinu happadrjúgur, þar hafa fengist 12 stig úr 8 leikjum og aðeins einn tapast, en á útivelli hefur aðeins einn íeikur unnist og ræð- ur það mestu um það, hve stutt Sheff. Utd. hefur náð upp stiga- töfluna. Stoke—Tottenham 2 Enn biða menn eftir að Tottenham fari i gang, en sú bið er orðin löng og margir orðnir vonlausir um framfarir I þeim herbúðum. Tottenham hefur fengið mörg tækifæri hér i get- raunaspánni en misnotað þau langflest! Við skulum þó gefa þeim eitt tækifæri enn, þótt það sé óneitanlega meira af þrjósku en skynsemi, sem ég spái liðinu sigri i þessari viðureign. West Ham — Middlesbrox Middlesbro, sem vann aðra deildina i fyrra ætlar að ná langt i þeirri fyrstu undir öruggri og vinsælli stjórn Jackie Charl- tons. Það er einkennilegt með Middlesbro, að þvi gengur mun betur á útivelli en heima og á móti tveimur unnum leikjum á heimavelli hafa fimm unnist á útivelli. Fulham — AstonVilla 1 Aston Villa biandar sér i bar- áttuna um efstu sætin i 2. deild þótt ekki keppi það við Manch. Utd., sem hefur nú 4 stiga forskot. En á útivelli er Villa al- gjörlega ómögulegt lið, það nær aldrei að sýna góða knattspyrnu nema á sinum heimavelli, og i trausíi þess, að ekki verði breyting á, spái ég Fulham sigri, þótt fyrirfram verði Villa að teljast sterkari aðilinn. tJrslitin á laugardag- inn i 1. deild urðu þessi: Arsenal — WestHam 3-0 Burnley — Everton l-l Chelsea — Stoke 3-3 Coventry — Carlisle 2-1 Derby — Middlesbro 2-3 Ipswich — Man City 1-1 Liverpool — Leeds 1-0 Luton — Tottenham l-l Newcastle — Leicester 0-1 Sheff. Utd. — Birmingham 3-2 Wolves — QPR 1-2 Þannig er staðan i 1, deild eftir leikina á laugardaginn: Liverpool 14 10 1 3 22-8 21 Man.City 15 8 4 3 19-16 20 Ipswich 15 8 2 5 19-10 18 Middlesbro 14 7 4 3 22-16 18 Everton 15 4 10 1 20-17 18 Stoke 14 6 5 3 23-18 17 Burnley 15 7 2 6 24-24 16 Sheff. Utd. 15 6 4 5 22-16 16 Derby 15 5 6 4 23-21 15 Newcastle 14 5 5 4 19-20 15 WestHam 15 5 4 6 25-25 14 Birmingham 15 6 2 7 22-23 14 Wolves 15 4 6 5 16-17 14 Coventry 14 4 6 4 20-24 14 Carlisle 15 5 3 7 13-14 13 Leicester 13 4 4 5 17-18 12 Chelsea 14 3 6 5 16-23 12 Leeds 14 4 3 7 16-16 11 QPR 14 3 5 6 13-17 11 Tottenham 14 4 2 8 17-21 10 Arsenal 14 3 3 8 15-20 9 Luton 15 1 7 7 13-22 9 Don Revie, nýi landsliðsþjálfarinn: „Við verðum heims meistarar árið 1978' i dag mun Don Revie stjórna enska landsliðinu í fyrsta sinn, en það mun leika gegn tékkum síðdeg- is. Hann er hinn brattasti um þessar mundir, — að vísu hættur hjá Leeds eftir margra ára starf, en við- fangsefni hans nú er ekki síður mikilvægt, — nefni- lega sjálft landslið eng- lendinga. Mjög einfalt en þó skorinort skilti hangir uppi i búningsklefa Leeds á heimavelli sinum á El- land Road. Þar stendur með feitu og risastóru letri „KEEP FIGHTING”, sem á Islensku mætti útleggjast „BERJIST TIL SIÐASTA BLÓÐDROPA!” Það var hörkutólið Revie, sem setti þetta skilti upp daginn sem hann tók við framkvæmdastjórn Leeds árið 1961. Og vissulega hafa leik- mennirnir haft þessa skipun I heiðri, eins og best sást um dag- inn þegar við birtum árangur liðsins siðustu 10 árin, en hann er hreint út sagt stórkostlegur. Nú hefur Revie tekið við stjórn enska landsliðsins og eru miklar vonir bundnar við þennan arftaka Sir Alf Ramsey. „Don smitar á- vallt frá sér óbilandi baráttu- gleði, hann er harður i horn að taka, orðljótur á köflum, en hin besta sál inn við beinið”, segja þeir, sem til hans þekkja. Hræddur til að byrja með „Þegar mér var á sinum tima boðið að koma til Leeds sem framkvæmdastjóri vissi ég vart hverju átti að svara”, segir Revie. „Ég hafði ekki hugmynd um i hverju starf mitt yrði fóigið. Ég þekkti þó nógu marga fram- kvæmdastjóra til að hafa vit á að vera skithræddur við að taka þetta starf að mér. Ég fór á fund Matt Busby, sem hefur meiri reynslu en flestir aðrir, og bað hann að segja mér sitt álit og gefa Með Leeds hefur Don Revie oft átt góðar stundir og margsinnis tekið á móti veröiaunum og titlum. Hér er hann þó ekki að taka á móti verðlaunum fyrir lið sitt, heldur viðurkenningu sem „framkvæmdastjóri ársins”, en hana hefur hann hlotið þrivegis. mér heilræði. Æ siðan stend ég i þakkarskuld við þennan stór- kostlega mann. Það varð siðan lán mitt i þessu starfi, að ég fékk að ráða sjálfur. Það var ávallt tekið fullt tillit til min, og ég mætti ekki þeirri and- úð eða óánægju, sem svo oft vill risa ef eitthvað fer úrskeiðis. Viðfangsefni mitt nú er þó trú- lega enn stærra. Það verður vissulega erfitt að ná ensku knattspyrnunni upp á þann pall, sem hún hefur svo lengi staðið á. Ég geri mér grein fyrir að það verður að byggja allt frá grunni og það er einmitt það, sem ég held að geti orðið erfitt. Ekki þó sjálf uppbyggingin, heldur niður- rifið, sem óhjákvæmilega er und- anfari allra róttækra breytinga. Braut Englands upp á toppinn verður ekki stráð rósum, en hún er alls ekki ófær og ég er sann- færður um að við munum komast á leiðarenda innan tiðar”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.