Þjóðviljinn - 02.11.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.11.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. nóvember 1974. (Ir Húsafellsskógi, Langjökull, 1945-50. Haustsýning í Asgrímssafni A morgun veröur haustsýning Ásgrimssafns opnuð. Er hún 41. sýning safnsins siöan þaö var opnaö almenningi áriö 1960. Aðal uppistaða þessarar sýn- ingar eru vatnslitamyndir, mál- aðar á fimmtiu ára timabili. Nokkrar myndanna hafa ekki verið sýndar áður, meðal þeirra stór mynd sem Ásgrimur Jónsson málaði útum gluggann á vinnu- stofu sinni i Bergstaðastræti, en hann málaði töluvert útum þenn- an glugga á efriárum sinum þeg- ar hann átti orðið erfitt með að mála utan dyra. Þrjár myndir úr Húsafellsskógi eru nú sýndar i fyrsta sinn, tvær þeirra seinni tima myndir, en sú þriðja frá fyrri árum Asgrims á Húsafelli. Einnig nokkrar haust- myndir fra Þingvöllum. Eins og undanfarin ár kemur út á vegum Ásgrimssafns nýtt jóla- kort. Er það gert eftir vatnslita- myndinni Haust á Þingvöllum.og prentað i minningu 1100 ára byggðar á tslandi 1974, og það tekið fram með islenskum og enskum texta á framhlið kortsins. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30-4. Að- gangur ókeypis. ulaupnum 1» -sjp" ÉftBS. |HF X ; ■ tSjjjjgggg! —HMiiiiiiBr Happamarkaður söngsveitar Skagfirska söngsveitin heldur hlutaveltu og happamarkað í anddyri Langholtsskóla sunnudag- inn 3. nóvember kl. 2 e.h. Þar verður á boðstólum margt eigulegra muna, bæði notað og nýtt, gjafavörur af ýmsu tagi svo eitthvað sé nefnt. Allur ágóði Hvernig er það með Varsjár- bandalagið? Vegna teikningar Haralds Guð- bergssonar á forsiðu sunnudags- blaðs Þjóðviljans vill Jóhann Guömundsson beina þeirri áskor- un til listamannsins að hann sýni lesendum viðhorf sitt til Var- sjárbandalagsins og hvernig það umgengst hugtakið frelsi. rennur til starfsemi kórsins. Fjáröflunarnefndin þakkar félög- um rausnarleg framlög og heitir á alla Skagfirðinga og aðra vel- unnara kórsins að fjölmenna i Langholtsskóla á sunnudaginn og freista gæfunnar. Myndin er af skagfirsku söng- sveitinni eins og hún er skipuð þetta árið. Húnavaka komin út Út er kominn 14. árg. af rit- inu HÚNAVAKA, sem Ung- mennasamband Austur-Hún- vetninga gefur út. Ritstjóri er Stefán A. Jónsson, Kagaðar- hóli. Venjulega kemur ritið út um Húnavöku ár hvert, en út- komunni seinkaði verulega i þetta sinn. Efni ritsins er mjög fjöl- breytt að vanda og hluti þess er helgaður ellefu aida búsetu i landinu. Rúmlega tuttugu höfundar eru að efni þess i þetta sinn, en frá upphafi hafa hátt á annað hundrað skrifað i ritið. Milli sjötiu og áttatiu myndir prýða ritið og meðal þeirra nokkrar gamlar mynd- ir. Forsiðumyndin er af minn- isvaröanum um fyrsta inn- fædda húnvetninginn, Þórdisi, dóttur Ingimundar gamla. Húnavaka 1974 er 220 siður að stærð, prentuð á vandaöan pappir hjá P.O.B. á Akureyri. Útbreiðsíu ritsins annast Jó- hann Guðmundsson Holti Svinadal og geta þeir sem þess óska fengið ritið hjá honum. AF MÓÐURMÁLI Þaö var einhvern tíma i fyrrasumar að ung kona hérna vestur í bæ kallaði til mín úr garði sínum með svofelldum orðum: „Hvernig er það, ætli það sé ekki hægt að skera þetta gula með þessu bláa?" Einhver dumbungur hlýtur að hafa verið i höfðinu á mér, því mér var lífsins ómögulegt að skilja hvað konan átti við, og ef til vill eru þeir til, sem lá mér ekki. Ég var þó nægilega forvitinn til að taka hana tali og freista þess að fá nánari skýringu á fyrirspurn- inni. Fljótlega kom í Ijós, að það sem hún átti við með að ,,skera þetta gula með þessu bláa" var að slá fíflana og sóleyjarnar í garðinum með garð- sláttuvél sem tiltæk var og raunar blá. Ég sagði henni að vafa- samt væri að hægt væri að skera þetta gula með þessu bláa nema eiga það á hættu að þetta græna losnaði líka, en hún sagði mér þá að það væri allt í lagi því hún mundi þá sópa þessu gula og græna í hrúgu með spesíal naglaspýtu, sem maður- inn sinn hefði keypt og væri einmitt til þess að sópa saman svona grænu. Einhverjum kann nú að finnast þessi saga ótrú- leg, en það skrítna við hana er jöó það að hún er dagsönn. Ástæðan til þess að mér kemur hún í hug er að undanfarið hefur mikil ritræpa tröllriðið dag- blöðum borgarinnar út af greinum Helga Hálfdán- arsonar um þá staðreynd að íslendingar séu farnir að eiga í talsverðum erf- iðleikum með að gera sig skiljanlega á móðurmál- inu. Ég hef alltaf haft mjög takmarkað vit á íslensku (eins og raunar f leiru) og var ég raunar látinn heyra það svo rækilega þegar ég var i mennta- skóla, að það eru ekki nema örfá ár síðan ég byrjaði að þora að leggja í það að skrifa sendibréf, hvað þá í blöð. En það kemur nú ekki að sök þótt ég og fleiri höf- um ekki vit á íslensku, nóg er af hámenntuðum sérfræðingum samt, og hafa þeir að undanförnu verið ósparir á að leiða þjóðina í allan sannleik- ann um móðurmál vort, islenska tungu. Það undarlega hef ur þó skeð að láðst hefur að fá einn hámenntaðasta skólamann og íslensku- fræðing samtíðarinnar til að tjá sig um málið, en það er að sjálfsögðu Geir- varr Páll doktor hónoris kása íslandikórum litterarórum magna kúm látum. Geirvarr hefur það umfram annað sér til ágætis að geta tjáð sig á prenti í mjög stuttu máli, en sagt þó flest það sem allir hinir sérf ræðingarn- ir þurfa meira blaðrými fyrir. Þess vegna báðum við Geirvarr um að svara spurningunni: Er ís- lenska tungumál? Geirvarr svaraði spurningunni þannig: Vikuskammturinn hef- ur beðið mig að svara spurningunni ,,Er ís- lenska tungumál?" Til- ef nið eru athyglis- og um- fangsmiklar umræður, sem farið hafa fram um málið að undanförnu og er mér því Ijúft að verða við þessari beiðni. Spurningunni er best svarað með annarri spurningu: Eru ekki tvær hliðar á þessu máli, eða jafnvel fleiri? Og þá vaknar að sjálfsögðu þessi spurning: Hvað er tungumál? Þessari spurningu svarar raunar Svanlaug Aradóttir mannfræðingur í riti sínu „Tungumál þingeyinga", en eins og kunnugt er mældi hún tunguna á öll- um þingeyingum sem til náðist á kreppuárunum og sannaði síðan í fram- angreindu riti að tungu- mál eykst ekki við mikla notkun. Annars er það rétt sem Jón J. Jónsson barna- kennari hefur haldið fram í merkum blaða- greinum að undanförnu að aðalorsökin til þess að tungumál landsmanna hefur breyst er fyrst og fremst félagsleg. Á meðan dreifbýlis- menning landsmanna var í hámarki skipti litlu máli hvað var sagt, heldur hvernig það var sagt. Nú er málum svo komið eftir að íslendingar eru orðnir þéttbýlismenning- arþjóð, að öllu máli skipt- ir hvað er sagt en engu hvernig það er sagt. Af því sem ég hef sagt hér að framan hlýt ég að draga þá ályktun að úr því að tungumál þingey- inga breyttist ekkert við hina gífurlega notkun f yrr á árum, þá er vísast að tungumál íslendinga breytist lítið jafnvel við þögnina. En æskilegt verður að teljast að aftur verði horfið til hinnar fornu sveitahámenning- ar, þegar engu máli skipti hvað var sagt, heldur aðeins hvernig, og sannar þessi gamla vísa þá kenningu ótvírætt: Ef til fjalla átti að lalla undi hann valla grínum. öllum mjalla mátti skalla mikið halla sínum. Flosi Fœrri flughreyfingar Arið 1973 voru færri flughreyf- ingar bæði á Reykjavlkurflugvelli og á Keflavikurflugvelli en árið 1971, en nokkru meiri en árið 1972. Flughreyfingar á Reykjavíkur- flugvelli voru samals 104.029 árið 1973, en 60.962 á Keflavikurflug- velli. Minnst varð hreyfingin um Reykjavikurflugvöll i desember- mánuði þetta tiltekna ár, eða 3.925, en flestar i mai, 16.344. Af flugvöllum úti á landsbyggö- inni var mest hreyfing um Vest- mannaeyjaflugvöll 7.726, um Akureyrarflugvöll 5.859 og um Egilsstaðaflugvöll 2.860. Samtals varð heildarf jöldi flug- hreyfinga á öllum flugvöllum landsins 188.708 árið 1973. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.