Þjóðviljinn - 02.11.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.11.1974, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Styrkonmatti og við hinir Einu sinni fjölluðu Reykjavíkurbréf Morg- unblaðsins um tvö mál- efni: skógrækt og komm- únisma. Síðan hef ur orðið á sú þróun að skógræktin hefur fallið niður að mestu. Aðrar breytingar verða ekki á efni þeirra, nema hvað stöku sinnum er minnst á framsóknar- menn, ef að þeim hefur orðið á sú skyssa að halda að þeir geti synt sjálfir í stjórnmálapollinum. Enginn hefur haft löngun til að tileinka sér Reykjavikur- bréfin, enda er það ekki nema von. Þau eru nafnlaus eins og Staksteinar. Við neyðumst þvi til að kalla höfund þeirra Styr- konmatta okkur til hægðarauka. Styrkonmatti hefur öðru hvoru undirritaðan höfund helgarpistla i Þjóðviljanum milli tanna. Það taí er allt mjög undarlegt. Styrkonmatti nöldr- ar nefnilega ekki vegna Á.B. fyrir það sem hann hefur gert heldur það sem hann hefur ekki gert. Nú siðast á sunnudaginn fer Styrkonmatti með itrekaðar dylgjur um að Á.B. hafi likleg- ast hug á að sverta rússneska andófsmenn og útlaga úr rithöf- undastétt. Að sjálfsögðu er ekki með einu orði vitnað til þess sem um þessa menn hefur verið skrifað á menningarsiðum Þjóðviljans. Eina „röksemdin” er sú, að Á.B. hafi ekkitekið að sér að þýða hina miklu fanga- búðaskýrslu Solzjenitsins, Gú- lag. Meinið er, að það er allt að þvi blygðunarefni að reyna að svara svo heimskulegu tali. En þeim til fróðleiks sem ekki þekkja til skal það tekið fram, að Gúlag mundi á islensku verða um tvö þúsund blaðsiðna bók og málfar allt mjög magnað og gjörólikt t.d. flatri morgun- bleðsku. Sá sem tæki slika þýð- ingu að sér gerir ekki annað næstu sextán mánuði, jafnvel þótt hann drykki 40 bolla á dag af lútsterku kaffi eins og Balzac i mannkynssögu Ölafs Hansson- ar. Ef i alvöru er rætt um slika þýðingu sem framkvæmdarat- riði, þá má það vera ljóst að til hennar þyrfti heilan hóp sam- valinna manna. Og liggur þá beinast við að spyrja, hvort Styrkonmatti ætlar að vaða upp á einn rússneskumann af öörum með dólgshætti, krefjandi þá um útskýringar á þvi hvers vegna þeir ekki noti málakunn- áttu sina til að þýða þessa til- teknu bók. A dr. Arnór Hanni- balsson, Helga lektor Haralds- son Geir Kristjánsson skáld — svo að nokkir séu nefndir. Siðan mætti vonandi breiða þennan sið út yfir önnur verk og önnur tungumál, ef menn vilja vera sjálfum sér samkvæmir. Reyndar var I umræddu Reykjavikurbréfi vikið að merkilegu máli. Rússneskir út- lagar i Vestur-Evrópu ætla að gefa út timarit sem heitir Konti- nent. Vesturþýski rithöfundur- inn Gunther Grass sendi i þessu tilefni opið bréf til eins frægasta útlagans, Andreis Sinjavskis, og varaði hann við þvi, að til þessa rits rynnu peningar blaðakóngs- ins Springers, en Springer hefur m.a. beitt firnalegum blaða- kosti sinum til að heyja rógsher- ferðir og lyga gegn þeim mönn- um sem nú eru stolt þýskra bók- mennta — Grass og Heinrich Böll. Sinjafvski svarar Grass á þann veg, að hvað sem um Springer megi segja og aðra auðhringa, þá hafi þeir ekki skotið rithöfunda eða sett þá i tukthús og þvi sé reginmunur á þeim og staliniskum stjórnar- háttum. Þetta mál rekur Styr- konmatti og slær siðan fram dylgjuspádómum um að Þjóð- viljamenn muni nú senn reyna að „slæva áhrifin” af skrifum útlaganna — og þá væntanlega með þvi að fara i fótspor Grass, sem reyndar er ekki óvægnari gagnrýnir á sovéska pólitik en hver annar og þeim mun skarp- ari sem hann er sjálfur vinstri sinni. Nú vill svo til að bæði Sin- javski og Grass hafa mikiö til sins máls. Sinjavski vegna þess, að vald Springers er auðvitað miklu minna en t.d. vald Stal- ins, einokun hans ekki algjör, að hér er um að mjög mörgu leyti ósambærilegarstærðirað ræða. En Grass hefur einnig rétt fyrir sér þegar hann varar rússneska útlaga við, hann vill blátt áfram ekki að Springer misnoti nöfn þeirra sér til dýrðar, manna, sem eins og Sinjavski viður- kennir, vita fátt um auðhringa og hin sérstöku vandamál vest- ræns lýðræðis. Vegna þess, að hvað sem öllum samanburði lið- ur, þá er það vald Springers, sem á mönnum eins og Grass og Böll brennur, og felur i sér möguleika harðsnúins aftur- halds til að nota geysiöflugt fjöl- miðlakerfi til að rægja og sverta viðhorf og menn sem eru þessu valdi ekki að skapi. Eins og von- legt er rennur Styrkonmatta blóðið til skyldunnar, einmitt þegar komið er að „forlagi blaðakóngsins Springers” — þá flýtir hann sér að segja: ,, — og er ástæðulaust að fara frekar út i þá sálma hér”. Morgunblaðið er sjálft að þvi leyti likt Springer og öörum ein- okunarfurstum, að það telur sig geta hunsað gjörsamlega önnur blöð og málgögn i krafti út- breiðslu sinnar, farið með mál- flutning annarra af fullkominni fyrirlitningu á staðreyndum i trausti þess að þeir sem sjá önn- ur blöð séu svo miklu færri. Það er þetta sem endurtekur sig i hverri viku i Morgunblaði þegar reynt er að sýna fram á að Á.B. eða Þjóðviljamenn aðrir standi i stöðugri málsvörn fyrir sovéska. Oft er dylgjuaðferðin látin duga ein „það kæmi eng- um á óvart”... „ætli þess verði langt að biða”. Þá sjaldan að beinlinis er vitnað i greinar i Þjóðviljanum er útkomam mjög fróðleg. Þjóðviljinn birti 14. septem- ber iaugardagspistil, þar sem m.a. var vikið að þvi, að Morg- unblaðið hefði i leiðara um Chile lagt mikla áherslu á það, að þótt vont væri ástandið þar, væri það ekki betra hjá rússum. Morgun- blaðið tók svofellda ivitnun i þessa grein upp i Staksteina „Og i fljótu bragði sýnist það ekki nema eðlilegt aö menn minni á það, að ranglæti er viða framiðiheiminum. Samter ein- att eitthvað hæpið við þennan málflutning, það fylgir honum einhver afsökunarblær, það er sem hann drepi á dreif þvi við- fangséfni sem menn ættu að ein beita sér að”. Hér hætti Styr- konmatti ivitnun sinni og hélt á- fram með glósur um að nú væri „spámaður” Þjóðviljans snúinn aftur til föðurhúsanna: „Það er vist alveg ljóst, að það er ekki baráttan fyrir m^nnréttindum i Sovétrikjunum, sem Þjóðviljinn telur að „menn ættu að einbeita sér að”. Þetta átti sem sagt að vera „alveg ljóst” þeim, sem ekki sæju annað en skrif Styrkon- matta. En hvað hefði komið fram ef þrihöfði þessi hefði haldið áfram með ivitnun þá úr Þjóðviljagreininni sem um var fjallað? Látum lesendur um að svara þvi, en áframhaldið er svona: „Ýmsir menn á vinstra kanti eiga erfitt með að lýsa andúð sinni á meðferð á andófs- mönnum fyrir austan án þess að minna á framgöngu stjórnvalda i Chile, Brasiliu eða þá Grikk- landi til skamms tima. Þeim ætti þó að skiljast, að þessar hliðstæður eru aðeins að nokkru leyti sambærilegar. Ég á þá fyrst og fremst við það, að skerðing mannréttinda sem fer fram i nafni sósialisma er lik- legastmiklu verrien framferði fasiskra og hálffasiskra stjórn- valda, og gleymi ég þvi þó ekki að einmitt fasistar myrða fólk i stórum stil þessi misserin. Vegna þess að fasisminn blekkir fáa og reynist valtur i sessi — en lýðréttindaskerðing i sósialisk- um rikjum er i reynd tilræði við þá von mannkyns sem sósial- isminn er”. Nú kynni Styrkonmatti að segja sem svo, að ekki nenni hann að eltast við langar glósur úr Þjóðviljanum. Má vera. En hitt er „alveg ljóst” að grófar falsanir spara bæði pláss — og vitsmuni. —AB EFTIR ÁRNA BERGMANN Alþýðubandalagið i Reykjavík Fulltrúar á landsfund A félagsfundi Alþýöu- bandalagsins í Reykja- vík/ sem haldinn var í vikunni/ voru kjörnir full- trúar þess á landsfund Alþýðubandalagsins, sem haldinn verður i þessum mánuði. Þessir voru kjörnir aðalmenn á landsfund fyrir hönd félagsins i Reykjavik: Adda Bára Sigfúsdóttir, veð- urfræðingur, Alfheiður Inga- dóttir, háskólanemi, Anna Hróðmarsdóttir, iðnverkakona, Arnlin óladóttir, form. SHÍ, As- geir Blöndal Magnússon, cand. mag., Bergsveinn Þorkelsson, sjómaður, Birgitta Guðmunds- dóttir, starfsstúlka, Brynjólfur Bjarnason, fyrrv. ráðherra, Böðvar Pétursson, verslm., Edda óskarsdóttir, kennari, Eðvarð Sigurðsson, form. Dags- brúnar, Einar ögmundsson, form. Landssambands vörubif- reiðastjóra, Einar Karl Haraldsson, fréttastjóri, Erlingur Viggósson, skipasmið- ur, Gils Guðmundsson, alþm., Guðjón Jónsson, form. Fél. járniðnaðarmanna, Guðmundur Agústsson, hagfr., Guðmundur J. Guðmundsson, v.form. Dags- brúnar, Guðmundur Hjartar- son, bankastjóri, Guðmundur Jónsson, verslm, Guðmundur Þ. Jónsson, v.form. Iðju, Guðmundur Magnússon, raf- virki, Guömundur Vigfússon, framkvæmdastj., Guðrún Ágústsdóttir, ritari, Guðrún Helgadóttir, fulltrúi, GunnarEy- dal, starfsm. BSRB, Gunnar Guttormsson, hagræðingar- ráðunautur, Gylfi Páll Hersir, nemi, Halla Guðmundsdóttir, leikkona, Halldór Guömunds- son, auglýsingastj., Halldór Pétursson, afgreiðslustjóri, Hanna Kristin Stefánsdóttir, kennari, Haraldur Steinþórs- son, vform. BSRB, Hildur Hákonardóttir, vefari, Hjalti Kristgeirsson, blaðamaður, Hrafn Magnússon, starfsmaður SFR, Ingi R. Helgason, hrl, Ingibjörg Jónsdóttir, húsmóðir, Jón Hallsson, bankastjóri, Jón Múli Arnason, þulur, Jón Snorri Þorleifsson, form. Trésmiðafé- lagsins, Jónas Sigurðsson, húsasmiður, Jón Timóteusson, sjómaður, Kjartan Ólafsson, ritstjóri, Kristin Þorsteinsdótt- ir, bókavörður, Leo Ingólfsson, simvirki, Magnús Kjartansson, alþm., Margrét Guönadóttir, prófessor, Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, Pétur Lárus- son, verkamaður, Ragnar Geir- dal, verkamaður, Rúnar Ar- mann Arthúrsson, nemi, Sigrið- ur Stefánsdóttir, nemi, Sigurður Magnússon, rafvélavirki, Sig- urður Tómasson, nemi, Sigur- jón Pétursson, borgarráðsmað- ur, Snorri Jónsson, varaforseti ASt, Ragna ólafsdóttir, kenn- ari, Svanur Jóhannesson, bók- bindari, Svava Jakobsdóttir, al- þingismaður, Svavar Gestsson, ritstjóri, Tryggvi Þór Aðal- steinsson, húsgagnasmiður, Vil- borg Harðardóttir, blaðamaöur, Þorbjörn Broddason, lektor, Þorsteinn Sigurðsson, kennari, Þorsteinn Vilhjálmsson, eölis- fræðingur, Þór Vigfússon, kenn- ari, Þórhallur Eiriksson, húsa- smiður, Þórunn Klemensdóttir, hagfræðingur, Þröstur ólafsson hagfræðingur. Varamenn voru kosnir sem hér segir: Asmundur Asmundsson, verkfræðingur, Hallfreður Orn Eiriksson, cand. mag., Arn- mundur Bachmann, lögfræðing- ur, Þórarinn Guðnason, læknir, Halldór Stefánsson, skrifstofu- maður, Loftur Guttormsson, sagnfræðingur, Guðrún Hallgrimsdóttir, verkfræðingur, Kristvin Kristinsson, verka- maður, Helgi Arnlaugsson, for- maður Sveinafélags skipa- smiða, Ida Ingólfsdóttir, fóstra, Erna Egilsdóttir, skrifstofu- maður, Rúnar Backmann, raf- virki, Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi, Eðvarð Guðmundsson, rafvirki, Stein- unn Jóhannesdóttir, leikkona, Þorstcinn Óskarsson, simvirki, Sigurjón Rist, vatnamælinga- maður, Ólafur Jensson, læknir, Grétar Þorsteinsson, trésmiður, Elisabet Gunnarsdóttir, kenn- ari, Jóhannes Harðarson, prent- ari, Andrés Guðbrandsson, verkamaður, Haukur Már Haraldsson, prentari, Eirikur Þorleifsson, rafvirki, Úlfar Þormóðsson, blaðamaður, Baldur Geirsson, raffræðingur, Magnús Stephensen, form. Málarafélags Reykjavikur, Guðmundur Bjarnleifsson, járnsmiður, Maria Þorsteins- son, starfsm. Sóknar, Margrét Guðmundsdóttir, kennari, Gisli Þ, Sigurðsson, rafvirki, Jón Ragnarsson, vélskólanemi, Svanur Kristjánsson, háskóla- nemi, Jóhann J.E. Kúld, fiski- matsmaður, Orn Erlendsson, forstjóri, Haukur Helgason, hagfræðingur. Auglýsingasíminn er 17500 W omuNi 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.