Þjóðviljinn - 02.11.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.11.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. nóvember 1974. MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ÞÁ 35% Nlí 65% Þegar fjárlagafrumvarp vinstri- stjórnarinnar var lagt fram á sl. hausti hafði hækkun frá fjárlagafrumvarpi fyrra árs orðið 35%. Meginhluti þessarar hækk- unar stafaði af þeirri viðleitni vinstri- stjórnarinnar að reyna að auka að magni til allskonar félagslegar framkvæmdir hvort sem var um að ræða skóla eða hafn- ir, sjúkrahús eða flugvelli svo nokkuð sé nefnt. Fjárveitingar til verklegra fram- kvæmda tóku stökkbreytingum á valda- tima vinstristjórnarinnar. Hins vegar mættu hin auknu fram- kvæmdaumsvif vinstristjórnarinnar hörð- ustu andspyrnu af hálfu ihaldsmanna á alþingi. Þeir heimtuðu niðurskurð opin- berra framkvæmda og höfðu allt á horn- um sér vegna hækkana frá fyrra fjárlaga- frumvarpi til þess nýframlagða. Vissu- lega var hluti hækkunarinnar milli ára verðbólguhækkun, en verulegur hluti var ætlaður til þess að standa undir auknum framkvæmdum. Leiðari eftir leiðara i Morgunblaðinu fjallaði um þensluna, verðbólguæði vinstristjórnarinnar, um lausatök á fjár- málum og svo framvegis. Vonandi muna menn enn þau stóru og þungu orð — það er ekki nema tæpt ár siðan þau fylltu siður ihaldsblaðanna dag eftir dag. Vinstrimenn tóku undir það að vissulega væri hugsanlegt að draga saman útgjöld rikissjóðs. Meðal annars gerði Alþýðu- bandalagið ráð fyrir þeim möguleika, þegar rætt var um myndun vinstristjórnar á sl. sumri. En Alþýðubandalagsmenn höfðu aldrei uppi áform um stórfelldan niðurskurð, magnsamdrátt félagslegra framkvæmda. heldur um niðurskurð al- mennra rekstrarútgjalda. Nú er vinstristjórnin farin frá. Hægri- stjórn tekin við. Nú hækkar fjárlagafrum- varpið um 65% frá framlögðu fjárlaga- frumvarpi sl. árs. Og það eru rekstrarút- gjöldin sem aðallega hækka. Hækkunar- tölur einstakra útgjaldaliða frumvarpsins fara upp i um 100% frá sl. ári, en heildar- hækkun milli fjárlagafrumvarpa hefur aldrei verið önnur eins. Sú hækkun frá fjárlagafrumvarpi fyrra árs sem aftur- haldspressan býsnaðist yfir i fyrra var 35% milli ára — nú er hækkunin 65%. En um leið og heildarútgjöld fjárlagafrum- varpsins hækka svo mjög frá frumvarpinu 1973 verður magnminnkun opinberra framkvæmda 10-15%, samkvæmt tölum rikisstjórnarinnar sjálfrar. Og ekki ber á minnstu viðleitni til þess að draga úr al- mennum rekstrarútgjöldum. Það eru fé- lagslegar framkvæmdir, sem á að skera niður við trog. Á þetta er ekki minnt hér til þess að hefja á nýjan leik gömlu kappræðuna um hækkun fjárlaga — hvort hún sé meiri eða minni en árið á undan o.s.frv. Á þessar staðreyndir er minnt til þess að sýna fram á að kappræðan um fjárlagafrumvarpið fyrir einu ári, tveimur árum, þremur ár- um, var aðeins ómerkilegasti loddaraleik- ur ihaldsaflanna. Þau höfðu i raun og veru engan áhuga á að lækka rekstrarútgjöld rikissjóðs, þau vildu aðeins draga úr framkvæmdum á félagslegum grundvelli. Fjárlagakappræðan var tilraun ihaldsins til þess að ljúga stuðningsmenn af vinstri- stjórninni, — sem tókst ekki, nema með fáeinum undantekningum: Nefnilega þeim, að forustumenn Framsóknarflokks- ins lögðu slikan trúnað á róg ihaldsins um vinstristjórnina að þeir gengu i eina flat- sæng með ihaldinu strax og tækifæri bauðst. Siðan ákváðu þessir þokkapiltar i félagi að hækka fjárlagafrumvarpið um 65% frá fyrra ári. Þegar stjórnmálarumræðan er þannig að menn framkvæma það i dag sem þeir gagnrýndu og formæltu i gær er ekki nema eðlilegt að almenningur þreytist á slikri umræðu um stjórnmál. En Þjóðvilj- inn minnir á að það er vaka almennings, eftirlit hans og samtakaafl, sem ráða mun úrslitum. Þó að ihaldsöfl Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi hag af þvi að fólk hætti að hugsa um pólitik vegna þreytu á slagorðaflaumnum, er það brýnast af öllu að fólkið haldi vöku sinni og risi upp hið fyrsta til þess að velta af sér þeirri stjórn, sem komst til valda á óheilindum, ósann- indum og pólitiskri sefasýki. þingsjá þjóðviljans Skerðing sjómannakjara: Bráðabirgðalög alþingi fyrir Lagt hefur verið fram á alþingi stjórnarfrum- varp til staðfestingar á bráðabirgðalögum um ráðstafanir i sjávarút- vegi og um ráðstöfun gengishagnaðar. Áður hefur verið skýrt frá efni bráðabirgðalaganna, en þau fólu i sér, að tekinn skyldi stærri hluti en áður af óskiptum afla fiskiskipa og ráðstafað til hinna ýmsu sjóða til styrktar Utgeröinni, en hlutur sjómanna lækka að sama skapi. Hefur bráðabirgðalögum þess- um verið harðlega mótmælt af samtökum sjómanna, nú siðast af þingi Sjómannasambands ís- lands, sem haldið var i siðasta mánuði. I 1. grein þessara bráðabirgðalaga, sem nú eru lögð fram á alþingi til staðfestingar er ákvæði um bann við meiri hækkun fiskverðs en 11%. 1 2. grein segir, að þegar fiskiskip selur afla I innlendri höfn skuli fiskkaupandi greiða 15% aflaverðmætis i Stofnfjársjóð fiskiskipa. Þessi tala var áður 10%. Sé landað i erlendri höfn skal taka 21% af óskiptum afla i Stofnfjársjóð fiskiskipa. Þá er ákvæði um að ýmist 4 eða 5,5% af f.o.b. veröi útfluttra sjávarafurða renni i Oliusjóð fiskiskipa og einnig eru útflutningsgjöld hækkuð. í frumvarpinu eru ákvæði um að verja gengishagnaði til að greiða hluta gengistaps vegna erlendra skulda eigenda fiskiskipa. Samkvæmt ályktun þings sjómannasambands Islands fela ákvæði bráðabirgðalaganna um hækkaðar greiðslur i stofn- fjársjóð og greiðslur i oliusjóð i sér um 10% beina skerðingu á kjörum sjómanna, en jafnframt bundu bráðabirgðalögin fiskverðhækkunina, og þar með kauphækkun sjómanna við 11%, að krónutölu, og hafa þeir enga aðra hækkun fengið allt þetta ár, á sama tima og kaup annarra hefur þó almennt hækkað um 20- 30% i krónum, sem engan veginn nægir til að halda i við dýrtiðina. Helgi Seljan Helgi Seljan og Karvel Pálmason hafa lagt fram á al- þingi þingsályktunartillögu um kaup á þyrlum, er verði staðsettar á Austurlandi og Vestfjörðum. TiIIagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að beita sér fyrir kaupum á þyrlum, sem staðsettar yröu á Austurlandi og MOSKVU 31/10 — Helmut Sch- midt, rikiskanslari Vestur- Þýskalands, fór frá Kief, höfuð- borg Okrainu, I dag á leið til Hamborgar, og lauk þar með fjögurra daga opinberri heim- sókn hans i Sovétrikjunum. I sameiginlegri tilkynningu, sem gefin var út að loknum viðræðum þeirra Bresjnéfs, segir að viðræö- urnar „hafi opnað nýja mögu- Vestfjörðum. Þyrlurnar yrðu keyptar i samráði við Slysavarnafélag Islands, sly s a v a r na de ild i.r n a r á Austurlandi og Vestfjörðum og Landhelgisgæsluna, enda fyrst og fremst ætlaðar til nota i þágu þessara aðila”. Tillaga þessi var flutt á siðasta þingi, og fylgdi henni þá svo hljóðandi greinargerð: Greinargerð. Ekki þarf að fara mörgum oröum um þýðingu öfiugra slysavarna jafnt á sjó og landi. Ekki siður er það staðreynd, að Landh.gæslan þarf yfir að ráða sem bestum og fjölbreyttustum tækjakosti til sinna margþættu verkefna. Þyrlukaup, eins og hér eru lögð til, mundu þjóna. báðum aðilum mætavel og öryggi þessara landshluta hvað slysavarnir varðar yrði i hvivetna betur tryggt. Slik þyrlukaup hafa enda verið bar- áttumál áhugafólks i þessum fjórðungum um áraraðir. Allt mælir með þvi, að þessu verði hrundið i framkvæmd hið fyrsta. Þvi er tillaga þessi flutt leika á samvinnu með dýpri skilningi og á breiðari grundvelli milli rikjanna tveggja”. Frétta- skýrendur telja hinsvegar sumir aö fylgisaukning Kristilegra demókrata i fylkiskosningunum i Bæjaralandi og Hessen á dögun- um muni gera að verkum að vest- ur-þýska stjórnin verði fráhverf- ari batnandi sambúð viö Sovét- rikin. Lánasjóður sveitarfé- laga fái auknar tekjur Lagt hefur verið fram á alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um Lánasjóð sveitarfél. Frumvarpið er flutt að ósk stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga og stjórnar Sambands islenskra sveitarfélaga. 1 þvi er gert ráð fyrir, að hækka framlög J öf n u n a r s j ó ð s sveitarfélaga og rfkissjóðs til Lánasjóðs sveitarfélaga, og skal árlegt framlag Jööfnunarsjóðs sveitarfélaga til lánasjóðsins nema 5% af vergum tekjum sjóðsins, en árlegt framlag rikis- sjóðs a.m.k. 2 og 1/2% af tekjum jöfnunarsjóðsins. Þá er i frumvarpinu ákvæði um að skuldabréf fyrir lánum, sem sjóðurinn tekur og veitir skuli undanþegin stimpilgjaldi. { athugasemdum meö írumvarpinu segir, að miðað við áætlaðar tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á þessu ári hefðu óafturkræf framlög til Lánasjóðs sveitarfélaga orðið 71 miljón króna i ár, ef frumvarp þetta hefði verið orðið að lögum, en verða nú samkvæmt eldri lögum aöeins 23 miljónir. Tillaga um þyrlu- kaup fyrir Austur land og Vestfirði Schmidt farinn heim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.