Þjóðviljinn - 02.11.1974, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. nóvember 1974.
SÍÐAN
UMSJÓN G.G.
TÍSKAN
TEKUR
STÖKK
Tiskan er sibreytileg. Siðustu
árin hafa hælar á skóm orðið æ
hærri, þannig að á stundum
jaðrar við að stultur séu frekar
rétt orð yfir fótabúnað tisku-
manna en skór.
Nú virðist tiskan vera i þann
veginn að taka enn eitt heljar-
stökkið. I Bandarikjunum eru
menn nú teknir til við að ganga
á skóm, sem hafa hælinn lægri
en tána. Fólk hallar aftur á
þessum skóm. Þessi tiska er
ekki tilkomin einvörðungu
vegna tiibreytingar, heldur hafa
áhugamenn um heilsurækt
hannað þessa skó. Sé hællinn
afturhallandi, segja þeir, réttist
úr bakinu, maginn dregst inn,
brjóstkassinn iyftist og öndun
verður auðveldari, auk þess
sem staða beinagrindarinnar
verður eðlileg.
En það er vist erfitt að venjast
þessum skóm. Og tiskumennin
sem fyrst fá sér svona skó, eiga
það vist til að detta aftur yfir
sig er þeir reyna að stiga fyrstu
skrefin.
Hver er mesti fálkinn?
Birgir Is 1. (endingur)
Gunnarsson, borgarstjóri mátti
þola það um daginn að vera
kallaður fyrir forsetann og var
þar hengd á hann fálkaorða.
Það fylgir sögunni, að borgar-
stjórinn eigi að bera fálkaorðu
vegna þess hvernig hann hefur
starfað að „byggðamálum i
Reykjavik”.
Þetta finnst mér einum of
langt gengið. Að visu hentu
nokkur alvarleg mistök em-
bættismenn borgarinnar og
borgarstjórann á siðasta ári, og
áætlun um „græn svæði og
göngustiga”, svo nefnd græna
bylting, varð mörgum alvöru-
lausum manni að hlátursefni.
En fálkaorða! Þeir i orðunefnd
eiga ekki endalaust að hæðast
að fólki. Sagði ekki frelsarinn að
fyrirgefningin væri æðsta
boðorðið? Og svo er Birgir
borgastjóri alls ekki fálkalegri
en aðrir menn.
Göngustígur hér
— leikvöllur þar
Græna byltingin borgar-
stjórans var alls ekki skipulögð i
neinum kosninga- eða
auglýsingatilgangi. Staðreynd
málsins er sú, að borgar-
stjóranum tókst að kria út
fáeina tugi miljóna, og var ekki
i byrjun viss um hvernig best
væri að nota féð.
Svo fékk hann hugmynd:
Setja göngustiga, róluvelli og
blómabeð sem viðast um bæinn.
Og þá má ekki kenna Birgi hin
mörgu, en smávægilegu mistök
sem sérfræðingum hans varð á.
T.d. er ekki við Birgi að
sakast, þótt skipulagður hafi
verið göngustígur og trjálundar
þar sem nú eru stofur 14 og 16 og
18 á geðdeild Landspitalans,
fjórðu hæð. Og ekki er það Birgi
að kenna, þótt teiknaður hafi
verið róluvöllur, þar sem nú er
að risa veglegt hús yfir Sjálf-
stæðisflokkinn, undirskrifta-
deild.
Hvað getur Birgir gert að þvi,
þótt einhverjir reglustikumenn
hafi sett niður blómabeð og
þrihjólabrautir þar sem nú er
flugbraut i Skerjafirði? Og ekki
er við borgarstjórann að sakast,
þótt áætlað hafi verið að hafa
golfvöll þar sem nú er Reykja-
vikurhöfn. En fólki hættir svo til
að dæma, og þannig hefur farið
fyrir orðunefnd að þessu sinni.
Hún velur nú úr hópi sam-
borgara þá sem fálkalegir
þykja, og finnst eðlilegt að
Birgir sé i þeim hópi. Hræddur
er ég um að orðunefnd verði að
biðja borgarstjórann okkar
opinberiega afsökunar á
skammastriki þessu þegar liður
að næstu kosningum. Ég veit að
Birgir lumar á stórkostlegri
áætlun varðandi útillfi i Reykja-
vik, og mun sú áætlun lita dags-
ljós veturinn fyrir kosningar.
Undirritaður getur ekki stillt
sig um að brjóta trúnað og
skýra frá áætluninni i höfuð-
dráttum, en væntanlega koma
nánari útlistanir siðar.
Sundskurðir
Eins og allir vita bætti
borgarstjórnarmeirihlutinn i
Reykjavik við sig einum manni
eftir siðustu kosningar. Nú eru
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
niu talsins. Þessi meirihluti
dugir að sjálfsögðu vel til að
koma öllum málum i gegn, en
varnarstaða hefur aldrei hæft
þessum flokki, vitanlega er
stefnt að því að fjölga fulltrúum
Sjálfstæðisflokksins i borgar-
stjórn við næstu kosningar.
Og eitt af kosninga-
loforðunum verður i formi
nákvæmlega skipulagðrar
áætlunar um sundskurði i
Reykjavik.
Eins og kunnugt er, þá er sund
þjóðariþrótt landsmanna. Sund
er okkar iþrótt, en ekki hand-
bolti, fótbolti, bingo eða brids.
Við höfum t.d. sigrað i 200 metra
keppninni með rosalegum yfir-
burðum.
Það þykir þvi orðin eðlileg
krafa reykvikinga, að öllum
borgarbúum verði gert mögu-
legt að synda um borgina.
Hvers vegna geta ekki allir synt
heim úr vinnunni?
Sundskurðir meðfram
akbrautum og gangbrautum er
krafa timans.
Skurðir þessir, sem nú eru að
fæðast á teikniborði (sennilega
hjá Gísla Halldórssyni) veröa
svo breiðir, að þar eiga tveir
sjálfstæðismenn auðveldlega að
geta mætst, þá þeir eru úti að
synda, og jafnvel þótt fjöl-
skyldur þeirra séu með þeim.
Þar sem eru hæðir i landslagi,
og erfitt væri að komast upp
bratta sökum straumlags i
skurði, verður einhvern tíma
(ekki strax) komið fyrir eins
konar skipastiga. Þannig synda
menn inn i hólf, og biða rólegir
uns sundskurðarstjóri eða iög-
reglumaður gefur grænt ljós, og
hifir menn yfir hæðina I
stiganum. A meðan beðið er, er
hægt að taka i nefið eða fara upp
úr og pissa.
t skurðunum, sem verða flisa-
lagðir, verða borgarar að gæta
fyllsta hreinlætis. Og sérstakar
sundsveitir lögreglunnar munu
annast eftirlit með framferði
almennra borgara.
Eftirlit með
siglingum
um skurðina
Strangt eftirlit veröur haft
með siglingum um sundskurði
Reykjavikur. Vitað er, að
ýmsar ungar frekjur, heildsala-
synir og fasistar, hafa löngun til
að eignast aflmikla vélbáta. Og
vitanlega ætla þeirsér að bruna
um skurðina og valda venju-
legum sund-borgurum erfið-
leikum, þá þeir synda til og frá
vinnu eða eru i verslunarleið-
angri. Vitað er, að hugmyndir
eru uppi um að leyfa ekki
vélbáta I sundskurðunum, nema
þá kannski að næturlagi, þegar
allt almennilegt fólk hefur synt
heim og sofnað.
Vonandi verður hægt að skýra
nánar frá sundskurðaáætlun
borgarstjórnarmeirihlutans á
næstunni.,
—GG
ÞEIR SKRIFA ...
Uppfinningamennirnir og
framkvæmdamennirnir skapa
hagvöxtinn I heiminum að veru-
legu leyti. Þeir valda stökk-
breytingum i framleiðsluhátt-
um. Þegar þeim græðist fé á at-
orku sinni og snilligáfu, eru þeir
stundum kallaðir arðræningjar.
En það er misskilningur, þvi að
þeir skapa verðmæti, sem ekki
voru til áður.
tslendingar hafa verið svo
lánsamir á þessari öld að eiga
marga sérstæða menn af þessu
tagi, bæði i menningarmálum
og atvinnumálum. Jafnvel
sildarspekúlantarnir gömlu,
sem oft hefur verið talað um af
litilsvirðingu, voru þessarar
ættar og áttu frumkvæði að
mikilli auðsöfnun þjóðarinnar.
(Jónas Kristjánsson,
ritstjóri VIsis í leiðara)
•
Gunnarsstöðum I Þistilfiröi, 22.
október. Slátrun sauðfjár er að
ljúka á Þórshöfn, en þar á eftir
hefst nautgripaslátrunin. Féð
reyndist mun léttara en i fyrra.
Fjárleitum er lokið á
Hvammsheiði og Dalsheiði,
einnig á Tunguselsheiði og var
farið á vélsleðum. Fundust þá 24
kindur samtals. Heimtur eru
ekki slæmar, en á Langanes-
strönd og i Vopnafirði berast
fregnir um lélegar fjárheimtur
eða mun lakari.
Meiri hnislasótt er í lömbum
en nokkru sinni fyrr. Einn bóndi
missti úr henni sjö lömb, en
veikin er að heita má á hverjum
bæ. Dýralæknirinn, Rögnvaldur
Ölafsson, er störfum hlaðinn,
skoðar t.d. kjöt i sláturtiðinni á
þrem stöðum: Þórshöfn,
Vopnafirði og Kópaskeri. Kemur
dugnaðurhans sér vel, og einnig
sú fyrirgreiðsla, sem konu hans,
Emellu Kristjönu Kristjáns-
dóttur frá Grimsstöðum er i
blóð borin.
(Óli Halldórsson, fréttaritari
Akureyrarblaðsins Dags I
Þistilfirði)
•
Það hefur verið talið nauðsyn-
legt að vera i góðu skapi, brosa i
umferðinni. Þá gangi allt betur.
Þetta er rétt. Umferðaróhöppin
eru sennilega miklu meira af
sálrænum toga spunnin en fólk
gerir sér grein fyrir. Og þarna
kemur einmitt að einum megin
kjarnanum I sambandi við núm-
erin.
Við erum ekkert gataspjald i
tölvu. Viðerum menn. Við erum
með okkar trú og hjátrú. Við
eigum okkur tölur og teljum
sumar þeirra hafa höpp I för
með sér aðrar óhöpp. Við eigum
lika tölur, sem okkur þykir vænt
um og viljum ekki missa. Og
þar eru bifreiðanúmerin engin
undantekning, nema slður sé.
Að ræna fólk númerum, sem
það hefur haft alla tíð og jafnvel
gengið i ættir getur orðið vafa-
samt. Þvi ekki mun það algengt,
að bifreiðin sé I eigu sama aðila
á meðan hún endist.
(Moggi — Páll V. Danielsson,
eigandi I Hafnarfiði).
Atriði ilr „Játningum nasistanjósnara”, sem sýnd veröur á laugar-
daginn eftir viku.
3. þáttur: Jónatan
Af sjónvarpsefni næstu viku
ber mynd þeirra Þorsteins
Jónssonar og Ólafs Hauks lang-
hæst. „Fiskur undir steini”
heitir hún og fjallar um mannlif
i Islensku sjávarþorpi, eins og
það kemur höfundum myndar-
innar fyrir sjónir. Nánar verður
fjallað um mynd þessa i sunnu-
dagsblaði Þjóðviljans, en hún
verður sýnd klukkan 20.35. Að
lokinni sýningu myndarinnar
ræða þeir Magnús Bjarnfreðs-
son og Guðlaugur Þorvaldsson,
háskólarektor um myndina við
höfunda hennar.
Akkilesarhællinnheitir breskt
sjónvarpsleikrit sem sýnt verð-
ur á morgun, strax að loknum
umræðum um „Fiskinn” þeirra
Ólafs og Þorsteins. Vonandi er
leikrit þetta gert af svipaðri
vandvirkni og flest þau bresku
sjónvarpsleikrit sem hingað
koma.
Vikudagskráin er að öðru
leyti venjuleg. Framhalds-
myndir og bandariskar myndir
á miðvikudaginn og laugardag-
inn. Sú á miðvikudaginn er léleg
sjónvarpsmynd, gerð 1973, en á
laugardaginn verður sýnd ein
frá 1939. Sú heitir „Játningar
nasistaforingja”.
Myndin á að gerast rétt fyrir
siðari heimsstyrjöld, og fer Ed-
ward G. Robinson með aðalhlut-
verkið.
ítalska framhaldsmyndin,
„Hjónaefnin”, sem er á dagskrá
á þriðjudaginn, segir frá hörm-
ungum þeim sem greifi nokkur
leiðir yfir lén sitt með þrælsleg-
um aðgeröum og sinu illa sinni.
í hinni prentuðu sjónvarpsdag-
skrá vikunnar, er þátturinn
hinsvegar undarlega kynntur.
Þar segir: Hjónaefnin, itölsk
framhaldsmynd byggð á sam-
nefndri skáldsögu eftir Ales-
sandro Manzoni. 3. þáttur.
Jónatan Þórmundsson.
Varla eigum við að horfa á VI
Jónatan i staðinn fyrir 3. þátt?
— GG