Þjóðviljinn - 02.11.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.11.1974, Blaðsíða 16
Samningar við V’þjóðverja á lokastigi: Grindvíkingar fengu af samningunum UJODVIUINN Laugardagur 2. nóvember 1974. Einingar’ samtök mótmœla Addis Ababa 1/11 reuter — Einingarsamtök Afrikurikja, OAU, lýstu þvi yfir i dag að ákvörðun stórveldanna þriggja, Bandarikjanna, Bret- lands og Frakklands, um að beita neitunarvaldi gegn til- lögu um að reka Suður-Afriku úr Sameinuðu þjóðunum væri i alla staði óverjandi. „Ákvörðunin um að beita neitunarvaldi . til varnar Suður-Afriku er algert reiðar- slag fyrir kúgaðar þjóðir álf- unnar en málstað þeirra hafa OAU og aðrir friðelskandi þjóðir stutt” segir i yfirlýs- ingu frá samtökunum. Einnig segir i yfirlýsing- unni: „Stefna þeirra i öryggis- ráöinu er glöggt val milli rétt- lætis og ranglætis, milli kúg- unar aðskilnaðarstefnunnar og málstaðar frelsisins . . . Með þessari aðgerð eru rikin að viðurkenna stefnu Suður- Afriku i reynd og réttlæta hana fyrir þjóðum heimsins”. Blaðið frcgnaði að grindviking- ar hefðu sent fulltrúa sina á fund Vestur-þýskur togari I landhelgi. Varðskipin komu þegar þeir fóru. þingmanna Reykjaneskjördæm- is. Höfðu grindvikingar haft pata af því að v-þjóðverjum hefði verið boðin veiðiheimiid á Reykjanes- grunninu og I Skerjadýpiskantin- um, einmitt á þeim timum, er vetrarvertiðin stendur sem hæst og á þessum slóðum fá grindvik- ingar mestan hluta afla sins i maimánuði. Þjóðviljinn hafði samband við Zagreb 1/11 reuter — Lögreglan i Zagreb i Júgóslavíu skýrði frá þvi i dag að tveir króatiskir þjóðern- issinnar og einn lögreglumaður hefðu fallið i skotbardaga i Vele- bit fjöllunum sem eru i um 150 km fjarlægð frá Zagreb á þriðjudag- inn. Króatarnir tveir voru félagar i hægrisinnuðum öfgasamtökum, hafnarstjórann i Grindavik, Bjarna Þórarinsson, skipstjóra, en hann var einn þeirra þriggja, sem fóru á fund þingmanna kjör- dæmisins til þess að gera tilraun til þess að koma i veg fyrir að þjóðverjunum verði hleypt á þessi mið. Bjarni sagði,að þær fréttir, sem þeir hefðu um þessa hugsanlegu samninga við v-þjóðverja væru Ustashi, sem rekið hafa skæru- hernað gegn stjórn Titós jafnt heimafyrir sem erlendis. Er skemmst að minnast þess er tveir félagar i samtökunum myrtu júgóslavneska sendiherrann i Stokkhólmi árið 1971. Lögreglan sagði að mennirnir hefðu komist inn i landið á ólög- legan hátt fyrir tveimur árum og stuttu siðar myrt yfirmann þjóð- pata engar staðfestar. Hefðu þeir heyrt að allt vestanvert Reykja- nesgrunnið og Skerjadýpiskant- urinn, svæði 12 milur frá Eldey, væri á óskalista v-þjóðverja yfir þau veiðisvæði, sem þeim yrðu opnuð innan 50 milnanna. Þá hef- ur og heyrst að sjávarútvegs- ráðuneytið hefði sagt kalt nei við veiðiheimild i Vikurál. Bjarni sagði, að islensku tog- skipin væru stórkostlegur böl- valdur á þessum slóðum, en hitt gæti haft mjög alvarlegar afleið- ingar, ef v-þjóðverjar kæmu á varðliðsins i hafnarbænum Karlobag við Adriahafið. Félagar Ustashi lentu siðast i bardaga við lögreglu sumarið 1972 en þá féllu 15 króatar og þrettán lögreglumenn. Stuttu áð- ur höfðu króatar gert innrás frá Austurriki. Þrir króatar voru lif- látnir og einn afplánar nú 20 ára fangelsisdóm vegna innrásarinn- ar. Framhald á bls. 13 Króatar í skotbardaga Þýsku landhelgisbrjótarnir á Austfjarðamiðum: SKIPUN KOM FRÁ BONN UM AÐ FARA ÚT FYRIR — og þegar þeir voru farnir kom íslenskt varðskip Eins og Þjóöviljinn skýrði frá nú i vikunni hópuöust v-þýskir togarar alveg upp undir 12 mílna mörkin á Austfjaröamiðum mcð vaxandi straumi i þessari viku og voru tii aö mynda sl. þriðjudag 12 þýskir togarar allt I kringum Neskaupstaðartogarann Bjart að sögn Herberts Benjamfnssonar skipstjóra. Við höfðum svo aftur samband við Herbert i gær og sagði hann að nú væru allir þýsku togararnir farnir útfyrir. — Þeir fengu skip- un um það frá Bonn i gegnum tal- stöðvarnar og var þeim sagt að framferði þeirra hefði komið i blöðum og útvarpi á íslandi og þeim skipað útfyrir, sagði Her- bert. — ER kannski búið að semja? spurði Herbert svo.og við gátum frætt hann um að svo væri ekki. — En svo gerðist það, að skömmu eftir að togararnir voru farnir kom islenska varðskipið á Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið á Suðurnesjum Alþýöubandalagið á Suðurnesjum heldur fund sunnudaginn 3. nóvem- ber klukkan 14:00 i Framsóknarhúsinu i Keflavik. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga Kosning fulltrúa á landsfund Stjórnmálaumræður Alþingismennirnir Magnús Kjartansson, Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson mæta á fundinn. Stjórnin HAFNARFJÖRÐUR Alþýðubandalagsfélag Hafnarfjarðar heldur fund i Góötemplarahús- inu (uppi) fimmtudaginn 7. nóv. kl. 8.30'. Dagskrá fundarins verður: Inntaka nýrra félaga. Kosning fulltrúa á landsfund. Lúðvik Jósepsson alþingismaður ræðir stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin Reykjaneskjördæmi Fundur verður i kjördæmisráði Alþýöubandalagsins i Reykjaneskjör- dæmi mánudaginn 5. nóvember kl. 20.30 i Þinghól. Dagskrá: 1. Undirbúningur landsfundar. Kynnt drög að stjórnmála- ályktun. 2. önnur mál. Ragnar Arnalds mætir á fundinum. Fulltrúar i kjördæmisráöi og væntanlegir fulltrúar á landsfundi hvattir til þess að koma á fundinn. -Stjórnin. Vestmannaeyjar. Aöalfundur Alþýðubandalagsins i Vestmannaeyjum verður haldinn sunnudaginn 3. nóv. kl. 14 að Bárugötu 9. A dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf, kosning fulltrúa i kjördæmisráð og kosning fulltrúa á landsfund Alþýðubandalagsins. _ stjórnin. vettvang, en það þurfti auðvitað ekkert að aðhafast, brjótarnir voru allir á bak og burt. En svo kom einn þýskur innfyrir i morg- un og varðskipið stuggaði við honum. — Hvernig er fiskiriið núna Herbert? — Blessaður vertu maður, það er alger dauði núna. Það var mjög gott þar til þýski flotinn kom en hann hreinlega hreinsaði miðin. Þeir fengu allt uppi 20 tonn i hali meðan þeir fengu að vera hér óáreittir en sfðan þeir fóru höfum við varla séð bröndu. — S.dór Felldi frumvarp um fóstureyðingar Osló 1/11 — Norska stórþingið felldi i nótt meö eins atkvæðis mun frumvarp þess efnis að fóst- ureyðingar skyldu gerðar frjáls- ar. 78 atkvæði gegn 77 urðu úrslit- in eftir langvinnar deilur i þing- inu. Ekki bárust ljósar fregnir af þvi hvernig einstakir flokkar greiddu atkvæði en tillagan var flutt af stjórnarflokkunum.Verka- mannaflokknum, og Sósialiska kosningabandalaginu. Hörðustu andstæöingar frumvarpsins á þingi voru eins og vænta mátti þingmenn Kristilega þjóðar- flokksins en hann er eini flokkur- inn sem berst fyrir þvi að þrengja ákvæði um fóstureyðingar frá þvi sem nú er. I leiðara norska blaösins Verd- ens gang, sem svipar til Visis hér um innihald og útlit, segir að fyrst frumvarpið var fellt muni stjórn- inliklega reyna að ná fram breyt- ingum i átt til aukins frjálsræðis á rikjandi lögum. Segir blaðið að allt bendi til þess að hljómgrunn- ur sé fyrir þvi að breyta lögunum i það minnsta til samræmis við það sem tfðkast nú er nefndir þær sem gefa út leyfi til fóstureyðinga hafa túlkað lögin á fremur frjáls- lyndan hátt. Blaðið Framtiðin sem túlkar stefnu Verkamannaflokksins seg- ir í leiðara að timinn vinni með auknum réttindum kvenna til sjálfsákvöröunar i þessum efn- um. Að áliti blaðsins er mun meiri hljómgrunnur fyrir frjáls- um fóstureyðingum meðal þjóð- arinnar en þessi úrslit á þinginu segja til um. Þar hafi karlmanna- veldið yfirtökin. Blaðið bendir á að það hafi ver- ið þingmaður SV, Otto Hauglin, sem felldi frumvarpið en hann viröist hafa svikist undan merkj- um flokks sins og greitt atkvæði gegn frumvarpinu. Atvinnuleysi eykst Washington 1/11 reuter — Tala atvinnulausra i Bandarikjunum hefur ekki veriö hærri í hartnær þrjú ár en hún var i október. Alls er tala atvinnulausra 5.5. miljónir sem samsvarar 6% atvinnuleysi. Sambærileg tala fyrir september var 5.8%. Þrátt fyrir að 200 þúsund bætt- ust i hóp atvinnuleysingja var tala þeirra sem atvinnu hafa óbreytt eða 86,5 miljónir segir i skýrslu atvinnumálaráðuneytis Bandartkjanna. Eins og á mörgum öðrum svið- um kemur aðstöðumunur hvitra og svartra fram I tölum um at- vinnuleysi. Þannig jókst atvinnu- leysi meðal svertingja úr 9.8% i 10.9% en meðal hvitra úr 5.3% i 5.4%. Búist er við að atvinnuleysi eigi enn eftir að aukast þegar liður á veturinn. Eins og til staðfestingar þessari spá skýrðu Ford-bila- verksmiðjurnar frá þvi i dag að þeir ætluðu að senda 12 þúsund verkmenn heim á mánudaginn. Þar af var 1000 sagt upp til fram- búðar. Stuttu eftir að tölur um at- vinnuleysi birtust lækkaði First National City Bank i New York, næststærsti banki Bandarikj- anna, forvexti af lánum úr 11% i 10 3/4%. Var þetta gert til að örva lánaviðskipti. Hefur bankinn þar með lækkað forvextina um 11/4% siðan i september. Lánsviðskipti hafa minnkað mjög að undan- förnu i samræmi við þá upp- dráttarsýki sem hrjáir banda- riskt viðskiptalif um þessar mundir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.