Þjóðviljinn - 17.11.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.11.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 17. nóvember 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 bjargaði honum frá tapi i bið- skák. Hvernig má skýra þetta?” „Ég held að allir draumar eigi sér raunverulegan grundvöll i lif- inu. t draumana blandast þrá okkar og gleði, þjáningar og harmur. í svefninum er maðurinn áfram sá hinn sami persónuleiki, sami einstaklingur og i vökunni, Framhald á 22. siðu. Hafnarmál rædd í Hafnarfirði Fimmti ársfundur Hafnasam- bands sveitarfélaga hefst I Iðnað- armannahúsinu I Hafnarfirði i dag og hefst kl. 9.30. - Auk venjulegra aðalfundar- starfa mun Halldór E. Sigurðs- son, samgönguráðherra, flytja á- varp, Gisli Viggósson, verkfræð- ingur, mun flytja erindi um rann- sóknir á sjávarkröftum vegna hönnunar hafnarmannvirkja. Þá verður fjallað um fjárhagsað- stöðu hafna og samræmingu eyðublaða, og mun Gylfi tsaks- son, verkfræöingur, hafa fram- sögu um þau mál. Loks verða til meðferöar á fundinum tillögur stjórnar sambandsins að nýjum, samræmdum gjaldskrám og reglugerðum hafna. 43 hafnir á vegum sveitarfélaga eiga nú aðild að Hafnasambandi sveitarfélaga. Draumarhafa alla tið verið mikið áhugaefni manna. A undanförn- um tuttugu árum hafa oröið til visindalega grundvallaðar hug- myndir um drauma, eftir að svo- kallaður „hraður svefn” upp- götvaöist. Gætuð þér ekki sagt okkur nánar frá þessu svefn- stigi?” „Áður var talið, að svefninn yrði þvi dýpri sem lengra liði á nóttina og yrði siðan léttarL, en nú hefur verið sannað, að eftir „hæg- um svefni” kemur „hraður svefn” og eru slik umskipti 4—6 sinnum á nóttu. Sannað hefur verið, að yfir- gnæfandi meirihluti fólks dreym- ir i hröðum svefni. Draumar eru 4—6 sinnum á nóttu, þ.e.a.s. jafnoft og umskiptin milli hægs og hraðs svefns. Alla dreymir, en fólk, sem vinnur erfiðisvinnu dreymir ekki eins skýra og innihaldsrika drauma. Það má ekki gleyma þvi, að þær upplýsingar, sem koma til heilans, eru eins konar eldsneyti fyrir draumana. Ekki taka allir eftir draumum sinum. Vakni maður upp af „hröðum svefni”, man hann draum sinn án erfiðleika, en vakni hann af „hægum svefni”, eru litlar likur á, að hann muni drauminn.” „Nú er til fólk, sem trúir á drauma og margir draumar koma fram. Sl. ár sá Karpov, stórmeistari, leik I draumi, sem KOPAR- GRAFÍK Gylfi Gislason myndlistarmað- ur er höfundur forsiðu sunnu- dagsblaös Þjóöviljans aö þessu sinni. Mynd hans, Orkusólbaö Fjallkonunnar, er kopargrafik gerð 1971, en hefur ekki veriö á sýningu né sést áður opinberlega. Myndin var gefin út I 25 eintök- um. Gylfi segist vera að mestu leyti sjálfmenntaður. Hann hefur hald- iö þrjár einkasýningar, þá fyrstu 1971, en auk þess margsinnis átt myndir á samsýningum heima og erlendis. Hann hefur ekki sist vakið athygli með pólitiskum myndum sinum, en almenningi er hann þó kannski þekktastur af frábærum útvarpsþáttum um myndlist i fyrravetur og umsjón sjónvarpsþáttarins Vöku nú. SOVÉSKT SPJALL UM SVEFN OG DRAUMA: Karpof dreymdi fyrir góöum leik Flestir eyða þriðja hluta ævinn- ar i rúminu. 1 okkar landi. lifir hver maður að meðaltali 70 ár. Það þýðir, að rúmlega 23 ár fara i svefn. Er þctta timi, sem eytt er til einskis, eða höfum við gagn af honum? Hvert er hlutverk svefnsins? Er ekki hægt að breyta vökutimanum? Hvernig verða draumar til og hvers vegna koma sumir draumar fram? Þessar spurningar og margar fleiri hafa um langan aldur verið ofarlega i hugum fólks'. Á vorum dögum rannsaka lifeðlisfræðing- ar, sálfræðingar og læknar fyrir- bærið vaka — svefn. Samt sem áður verða til hinar og þessar fjarstæðukenndar hugmyndir: fréttir berast af fólki, sem sefur ekki, um undralyf, sem lækna svefnleysi þegar I stað. Gömul og ný hjátrú og þokukenndar skýr- ingar á þeim fyrirbærum, sem koma fyrir I svefni gera hann tor- skilinn og leyndardómsfullan. Við munum reyna að varpa ijósi á einhverjar af þessum spurning- um I eftirfarandi viðtali við A.M. Vein, prófessor við Setsenov- læknaháskólann í Moskvu. „Fólk hefur alltaf haft áhuga á hlutverki svefnsins. Og sú spurn- ing, hvaö svefninn sé manninum, er sennilega ekkert frumleg.” Svefninn er ein af frumþörfum mannsins, sem hann getur ekki lifaö án. Þarfir mannsins ákvarða hegðun hans að mörgu leyti. Þörfin hefur vissar aðgerðir I för með sér. T.d. er fæðutaka virk starfsemi|Og rannsóknir sið- ustu ára hafa leitt i ljós, að svefn- inn er starfsemi.” „Ef svefninn er starfsemi, er hann þá ekki ætlaður til hvildar, eins og álitið hefur verið um ald- ir?” „Sú hugmynd, að svefninn sé til að endurnæra krafta þá, sem maöurinn hefur eytt yfir daginn er enn mjög útbreidd. En maður- inn gerir fleira I svefni en að hvila sig. Hjarta og vöðvar geta hvilst á vökutima. Það var þess vegna eölilegt, að farið væri að draga hlutverk svefnsins sem hvildar eingöngu I efa. Siðar kom I jós, að hluti heila- sellanna starfar i svefni, ekki sið- ur en i vöku og stundum enn virk- ar. A nóttunni endurskipuleggja þær starf sitt og mynda ný sam- bönd innbyrðis. Visindamenn komust að þeirri niðurstöðu, að i svefni færi fram úrvinnsla úr þeim upplýsingum, sem koma til heilans yfir daginn. Hluta þeirra er fleygt, en aðrar geymdar til mismunandi langs tima. Þess vegna dregur svefninn úr þeim áhyggjum, sem koma upp i vöku. 1 svefni eiga sér stað breytingar, sem stuðla að endur- nýjun þeirra krafta, sem eytt hef- ur verið. Sem sagt svefninn er ekki aðeins venja. Hann er þáttur i lifi hvers einasta manns.” ..En nú hef ég oftar en einu sinni heyrt, að til væri fólk, sem nyti yfirleitt aldrei svefns.” „Hvorki ég né starfsbræður minir höfum nokkurn tima rekist á slikt fólk, þó að við höfum rann- sakað svefn i fjölda ára. Meðal sjúklinga okkar hafa verið menn, sem halda þvi fram, að þeir geti ekki sofið. En svefnlinurit leiddu I Ijós, að þeir sváfu ekki undir 3—4 klst á sólarhring.” „Þeir sofa 3—4 stundir. Vitað er, að Napóleon og Edison sváfu 2—3 stundir á sólarhring. En nú er til fólk, sem verður að sofa 10 stundir til að hafa gagn af svefn- inum. Er það bil ekki of breitt?” „Það er komið undir eiginleik- um taugakerfis hvers og eins, skapferli, barnsvana og erfða- fræði. Það leikur enginn vafi á þvi, að 5—6 stunda eðlilegur svefn nægir til að tryggja liffærunum eölilega starfsemi.Samt semáður eru margir, sem sofa meira. Þar er um að ræða fullnægingu svefnþarfarinnar, sem að mörgu leyti er komin undir hugarástandi mannsins auk venju og erfða- fræðilegra eiginleika.” „Mörgum gengur illa að sofna kvöldið fyrir einhvern stórvið- burö eða er þeir kviða einhverju verki. Getur þetta ekki haft slæmar afleiðingar i starfi? Það hefur einnig slæmar afleiðingar, ef fólk á mjög erfitt með svefn. Er hægtaðhjálpa þeim, sem þjást af svefnleysi?” „Ég er á móti orðinu „svefn- leysi.” Allir sofa eitthvað, svo að þetta orð er ónákvæmt. Einnig hefur það slæm áhrif á hugmynd- ir manna um vandamál þeirra. Svefn og vaka eru nátengd. Verði rask á öðru, kemst einnig rask á hitt. Með öðrum orðum, vansvefn á rætur sinar að rekja til vökunnar. Fulltrúar ýmissa starfsgreina þurfa á allri vöku sinni að halda i starfi, s.s. flugmenn, bilstjórar og fl. Streita, mikil andieg reynsla og litil llkamleg hreyfing leiðir til vanliöunar og síðan til vansvefns. Margir reyna að bæta svefninn með hjálp ýmissa svefnlyfja. Lyf breyta eðli svefnsins, en hafa engin áhrif á sjálfa orsökina. Verkefnið er fólgið i þvi að koma réttu lagi á svefn og vöku. Tilfinningaástand okkar, skap og viðkvæmni hefur mikil áhrif á svefninn. Þess vegna er bæði lyfjameðferð og sálræn meðferð nauðsynleg til að koma reglu á sálarástand okkar. Þetta á við um fólk, sem stöð- ugt þjáist af vansvefni. Sá, sem sefur yfirleitt eðlilega, og getur ekki sofnað fyrir próf t.d.,vinnur þaö svefntap upp á næstu dög- um.” „í upphafi samræðna okkar minntust þér á, að virk sálræn starfsemi færi fram i svefni. Eldhús- innréttingar Smiöum þessar glæsilegu eldhúsinnréttingar eftir óskum hvers og eins. Við skipuleggjum og gerum tilboð i alls konar innréttingar. Verð og greiðsluskilmálar — mjög hagkvæmt. Innréttingar h.f. Stuttur afgreiðslufrestur. HUSGAGNAVERZLUN Laugavngi 13 Reykjavik simi 25870 varia HÚSGÖGN Gefanýja möguleika Varia húsgögn skera sig úr vegna fjölbreytilegra möguleika. Mismunandi einingar falla inn í þröng sem rúmgóð húsakynni. Velja má um margskonar gerðir af bókahillum og skápum. Nútímafólk velurVaria húsgögn. Varia fylgist með tímanum. KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.