Þjóðviljinn - 17.11.1974, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 17.11.1974, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. nóvember 1974 Sálfræði og skák: Eru skáksnillingar „upphafnir” fööurmorðingjar? Fischer: skarpgerðareinkenni morðingja? Skák freistar manna til margra hluta — meðal annars til vanga- veltu um það, hvað það er sem rekur stórmeistara þessarar iþróttar áfram. Hvað er þaö sem neglir þá fasta við borð, þar sem þeir eyða kannski eins mikilli orku og hnefaleikakappi eða Þjóðsagan um smakkarana vin- Það er merk iðja og virt að vera vfnsmakkari: aðlokinni þefjan og öndunaræfingum velta vfn- smakkarar litlum sopum uppi i sér meö listræni alvöru og þegar þeir spýta sopanum út úr sér, eiga þeir ekki aðeins að hafa greint vintegundina, heldur og árganginn. Þjóðsagan, sem myndast hefur um þessa menn, heldur þvi fram, að ekkert geti komiö í stað hinna þjálfuöu bragðfæra vinsmakkara við að greina gott frá illu I vingerö. En þjóðsagan er mjög á undan- haldi, ekki sist eftir mikil mála- ferli sem fyrir skömmu urðu 1 Frakklandi vegna þess, að fræg fyrirtæki gerðu sig sekum að selja ódýrar tegundir sem úrvals- vln. Henry Gault, ritstjóri tima- rits fyrir sælkera, upplýsir það t.d., aö hann hafi aldrei veriö við- staddur vinprófun þar sem smakkararnir nafngreindu vin með árangri, nema þeir vissu áð- ur aö þetta vin væri með á próf- inu. Og einu sinni sá hann, að ell- efu atvinnumönnum var gert að prófa 17 árgerðir af Saint Emilli- on. Aöeins tiu svör af 187 voru rétt. N- Þetta sófasett er hannaö af Þorkeli Guðmundssyni og bólstrað hjá okk- ur. Verð á stól er kr. 17.600, á borði kr. 9.800 og sófinn kostar kr. 37.600, eða samtals aðeins kr. 82.600. Efnið er spónaplötur, sem eru bæsaðar og lakkaðar. LITIÐ INN VIÐ TÆKIFÆRI. Borgartúni 29 — sími 18520. BllÚiS LlÓlÐ Þetta frábæra efni FORMICA er ávallt BRAND fyrirliggjandi laminate PLASTPLÖTUR G. Þorsteinsson & Johnsson hf. Ármúla 1 — Sími 85533 knattspyrnustjarna? Um þessa hluti meðal annars fjallar banda- rlkjamaðurinn Harold Schonberg I bók sinni „Stórmeistarar i skák”. Hér skulu, mönnum til skemmtunar, rakin nokkur þau svör sem bókarhöfundur sótti til sálfræðinga. Reuben Fine, sjálfur bæði sálfræðingur og skákiðk- andi, heldur þvi t.d. fram, að I skák reyni menn að „lyfta á æöra stig” bæði árásarhvötum og hómósexúellum tilhneigingum. Samkvæmt þessu er kóngurinn, sem á skákborðinu er I senn óhjá- kvæmilegur, þýðingarmeiri öör- um mönnum og um leið veik- burða og varnarþurfi, einskonar fallostákn, imynd getnaöarlims- ins sjálfs. Og skák og mát á kóngsa eru þá einskonar hlið- stæður bæði við geldingu og fööurmorð. Annar sálfræðingur, Ben Karp- man, hefur komist að þeirri niðurstöðu, að aðalhvatinn að baki skákiðkunar sé „ómeðvituð ósk um föðurmorö”. Sálufélagi Karpmans, Karl Menninger, segir að skákmenn leggi I ró og næði á ráðin um „blóðugar her- ferðir þar sem nóg er um föður- morð, móðurmorð, bræðramorð, konungsmorð og önnur ofbeldis- verk”. Alla vega, segir Schonberg, hafa skákmeistarar tiihneigingu til að tortima andstæðing slnum i sælrænum skilningi, enda láti þeir margir hverjir það beinlinis i ljós. 1 þvi samhengi kemst Schon- berg svo að orði um Robert Fischer: „Maöur verður var við skort á samúö, við þaö einæði sem stafar af þessum manni, maður verður var við skapgeröarein- kenni morðingja”. Erútihurdin ekki hessvirði? I «d citthvad sc (ijrir lunni ijcrt. Cátid Itiirdviáimi vcrii jiá prýdi sciii til cr ivthist. Vió Itöfuui Jickkiitgti oij Útluillíid. Mngnús og Sigurdur Sími 7 18 15 MARGAR HENDUR1 . VINNAI , § SAMVINNUBANKI.'JN L ÉTT VERK Svefn Framhald af bls. 3. en hugsanir hans koma fram á opnari og frjálsari hátt. Fréttir um, að einhver draum- ur hafi ræst berast mjög fljótt út. Ollum er sagt frá þvi. En það er sjaldan sagt frá draumum, sem ekki koma fram og þeir gleymast fljótt, en flestir draumar eru af þeirri tegundinni. v Listafólk heldur áfram starfi sinu bæði i vöku og svefni. Ákvörðun eða uppgötvun kemur skyndilega, en hún sprettur ekki upp af engu. Sá sem hefur mikinn áhuga á starfi sinu og ræður yfir mikilli þekkingu getur öðlast vitneskju i svefni, en sá, sem litið veit, gerir engar uppgötvanir. Draumar geta þess vegna verið mjög vel upplýstu fólki til hjálpar.*' Mismunun Framhald af bls. 2. þvi allar kvikmyndir kvenna sem fram hafa komið i Vestur- Þýskalandi undanfarin ár hafa þótt mjög góðar frá bæði listrænu og tæknilegu sjónarmiði. Að lokum hefur vesturþýskt sjónvarp sérstök siðalögmál. 1 reglugerðargrein 11,3 stendur, að ekki megi draga i efa stofnanir eins og hjónaband og fjölskyldu. Þessi lög gera þaö erfitt að skapa kvikmynd um frelsun kvenna. Aðstæður kvikmyndastjóra af kvenkyni eru óþolandi, segir Helke Sander. Margar þeirra eru atvinnulausar og andúðin grefur svo undan sjálfstrausti þeirra að jafnvel þær duglegustu draga sig að lokum út úr slagnum og gefast upp. Hún segist hafa komist að þvi að erfiðleikar hennar I starfi séu algengir meðal vesturþýskra kvenna. Starfsferli sinum lýsir Helke þannig: Meðan ég var borgaralegur listamaður skorti ekki vinnu og Viðurkenningu. Þetta fór að breytast þegar ég lýsti mig sósialista, en útilokuð var ég þó ekki fyrr en ég fór að starfa af afli innan kvennahreyfingarinnar. (vh dró saman) Giscard Framhald af 24. siðu. menn en sú pólitiska afbrýðisemi sem á stundum stendur þeim fyrir þrifum. Hin mikla stétta- skipting I Frakklandi er i sjálfu sér fallin til að skýra og einfalda linur, og kosningaíöggjöfin, sem upphaflega var ætlað að einangra kommúnista og gera þá áhrifa- litla i frönskum stjórnmálum, virkar við núverandi aðstæður beinlinis sem tilskipun um áframhaldandi samstöðu. An slikrar samstöðu geta vinstri öfl- in alls ekki borið fram pólitiskan valkost sem raunhæfur er. Og Giscard d’Estaing og liðs- menn hans eru sannarlega I klemmu. „Hann geturaðeins val- ið á milli verðbólgu og atvinnu- leysis” segir Maire, einn af for- vigismönnum verklýðssamtak- anna. Og ef hann velur veröbólgu mun gengi frankans hniga og gjaldeyrisforðinn skreppa sam- an. Ef hann hinsvegar velur ræaðstafanir sem leiða til enn meira atvinnuleysis, þá fara verklýðsfélögin út á göturnar — eins og þau nú þegar búa sig i stakk til. Plassard, formaður franska atvinnurekendasam- bandsins hefur stunið þvl upp að „við stefum beint að félagslegu stórslysi”. A.B. tók saman. Alþýöubandalagiö Alþýðubandalagið Akranesi Félagsfundur I Rein mánudaginn 18. nóvember klukkan 20.30. Dag- skrá: 1. Jóhann Arsælsson segir fréttir af fundi Sambands sveitarfé- laga á Vesturlandi. 2. Gerð grein fyrir starfi nefnda á vegum bæjar- stjórnar. Mætum vel og stundvlslega. — Stjórnin. Alþýðubandalagið Kópavogi: Skemmti- og myndakvöld verður I dag, sunnudaginn 17. nóvember klukkan 20:301 Þinghól. Sýndar verða myndir úr Skaftafellsferð. Einn- ig myndagetraun og kaffiveitingar. Allir velkomnir. — Nefndin. Sækið stefnuskrá Landsfundarfulltrúar i Reykjavik eru hvattir til þess að sækja eintak af stefnuskrárfrumvarpi á skrifstofu AB að Grettisgötu 3. Frumvarpið veröur til afgreiöslu á landfundinum og eru f jölrituð eintök fyrirliggj- andi á skrifstofunni. Landsfundarfulltrúum utan Rvikur hefur þegar veriö sent eintak af frumvarpinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.