Þjóðviljinn - 17.11.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. nóvember 1974
NOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Otgefandi: Ótgáfufélag Þjóðviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Svavar Gestsson Prentun: Biaðaprent h.f.
SJÖ ÞÚSUND OG FIMM HUNDRUÐ MILJÓNIR
Nýlega lýsti talsmaður Verslunarráðs
íslands þvi yfir i útvarpsþætti að verslun-
in i landinu þyrfti að fá i sinar hendur um
100 milj. kr. á mánuði i aukinni álagningu.
Forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar dró i
efa að þessi tala verslunarinnar væri rétt
— en hún sýnir engu að siður hvert stefndi
ef rikisstjómin léti undan þeim kröfum
verslunarstéttarinnar að afnema allt
verðlagseftirlit. Samkvæmt upplýsingum,
sem Þjóðviljinn hefur aflað sér og birtar
eru i blaðinu i dag, má ætla að verslunin
taki til sin þegar á þessu ári um 7,5
miljarða króna i álagningu, en samtals er
velta verslunarinnar á þessu ári um 40
miljarðar króna. Fái Verslunarráð ís-
lands kröfum sinum um aukna álagningu
framgengt myndi álagningin hækka á árs-
grundvelli úr 7,5 miljörðum i nærri 9
miljarða króna. Til samanburðar má geta
þess að öll gjaldainnheimta sveitarfélag-
anna á yfirstandandi ári er innan við 7
miljarðar og tekjuskattur til rikissjóðs eru
áætlaðir tæplega 7 miljarðar króna á
næsta ári. Til samanburðar og til þess að
sýna hversu gifurlegur kostnaður fer i
verslunina i landinu má nefna fleiri tölur:
15.000 manns með 500 milj. kr. i árstekjur
eru heiit ár að vinna fyrir verslunarálagn-
ingunni. öll útgjöld rikisins til mennta-
mála á næsta ári eru áætluð liðlega sjö
miljarðar — eða lægri upphæð, en
verslunaálagningin er á þessu ári.
Þessar sjö þúsund og fimm hundruð
miljónir króna eru sá skattur sem al-
menningur greiðir i allskonar verslunar-
kostnað — og er þó hvergi nærri allt talið.
Vissulega dregur það enginn i efa að það
sé kostnaðarsamt að annast vörudreifingu
af hverju tagi sem er. Vissulega dregur
enginn i efa að þessi þjónusta er nauðsyn-
leg. En almenningur hlýtur að draga i efa
að það sé réttlætanlegt og eðlilegt að verja
svo gifurlegu fjármagni til verslunar-
kostnaðar i landinu á sama tima og kvart-
að er undan fjármagnsskorti til allskonar
félagslegra verkefna. Til dæmis er nú
fyrirsjáanlegt að rikisstjórnin mun skera
niður verulega fjármagn til verklegra
framkvæmda. Gildir það um skóla, flug-
velli, vegi, hafnir, sjúkrahús og fleiri fé-
lagslegar framkvæmdir. En verslunin og
milliliðirnir verða ekki fyrir niðurskurði.
Þeir eiga að halda áfram að eyða. Þeir
eiga að fá að halda áfram að ráðskast með
miljarði króna.
Og almenningur hlýtur að telja það
hreina og algera fjarstæðu að fara að ætla
versluninni meira fé i sinar „þarfir”* 1200
miljónir króna i viðbót við 7.500 miljónir
eru áreiðanlega ofrausn. Hins vegar er
augljóst að verslunin myndi hirða þessar
1200 milj. kr. með álagningarokri ef
verðlagseftirlit yrði lagt niður og verslun-
arstéttin hefur krafist, en hún á nú sterkan
fulltrúa i rikisstjórninni, þar sem er Geir
Hallgrimsson, forsætisráðherra.
En ekki eru sjö þúsund og fimm hundruð
miljónir verslunarinnar allt saman hreinn
gróði. Nei, að sjálfsögðu fer mikið af þess-
um fjármunum i kostnað. Enda hlýtur að
vera kostnaðarsamt að halda uppi 2000
verslunum i landinu. Á árinu 1972 voru
1107 — eitt þúsund eitthundrað og sjö —
verslanir i Reykjavik. Almenningur er
með álagningunni á vöruna skattlagður til
þess að halda þessu bákni uppi. Það sér
hver sá maður sem vill sjá, að skipulags-
leysið og vitleysan i verslunarrekstrinum
i Reykjavik er alger óhæfa. Það er engin
þörf — nema þörf gróðans — á tisku-
verslunum á öðru hverju götuhorni i
Reykjavik svo eitt dæmi sé nefnt.
Þjóðviljinn er sannfærður um að mikill
fjöldi þess fólks i landinu sem starfar við
verslun gerir sér grein fyrir þvi, að i þess-
ari starfsgrein er um fjölmarga þætti að
ræða sem þarfnast lagfæringar við. Og
það verður best gert með vakandi gagn-
rýni almennings á það sem miður fer.
Ályktun Alþýðusambands Norðurlands:
Mótmælt skefjalausum
verðhækkunum
Kjarasamningar þeir sem
gerðir voru I byrjun þessa árs,
fólu I sér verulegar kjarbætur
fyrir alla launþega og óhætt aö
fullyröa, að aldrei hafi kaupmátt-
ur launa verið meiri en að þeim
samningum loknum. Með gerð
þeirra kjarasamninga stefndi
verkalýðshreyfingin að jöfnun
launakjara innan verka-
lýðshreyfingarinnar. Þvi mark-
miði varð þó ekki náð að þessu
sinni. Eigi að slður var hlutur lág
launafólksins verulega bættur.
Má i því sambandi nefna
kauptryggingu 1 fiskiðnaði og
siðast en ekki sist, að samið var
um fulla verðtryggingu launa,
þannig, aö kaupmáttur sá er
náðist við samningsgerðina átti
að haldast óskertur út allt
samningstimabiliö.
Stjórnvöld hafa nú, enn einu
sinni gert frjálsa kjarasamninga
Forseti Islands
flytur erindi á
sögusýningunni
Sögusýningunni — Island og Is-
lendingar I 1100 ár — lýkur á
Kjarvalsstöðum I dag. Forseti
tslands, doktor Kristján Eld-
járn, flytur siðasta erindi I er-
indaflckki þeim sem fluttur
hefur verið á sýningartimanum.
Erindið nefnist „Land og minj-
ar”. Erindi doktors Kristjáns
hefst kl. 15 á Kjarvalsstöðum.,
verkalýðs og atvinnurekenda að
engu með pólitlskum ráðstöfun-
um. Þingið mótmælir efnahags-
ráðstöfunum rikisstjórnarinnar
af tveim ástæðum fyrst og
fremst:
1 fyrsta lagi vegna þess að með
þeim er veriö að taka til baka
þann ávinning sem náðist I
samningunum launafólki I hag.
Með efnahagsráðstöfunum slnum
stefnir rlkisstjórnin að stórfelld-
um fjármagnsflutningum frá
launafólki til atvinnurekanda
undir þvl yfirskyni, aö atvinnu-
vegirnir standi svo illa að vigi, að
þeir séu við það að stöðvast.
I öðru lagi mótmælir þingiö
efnahagsráðstöfunum vegna
þess, að með þeim er verið að
ógilda löglega gerða kjarasamn-
inga verkalýös og atvinnurek-
enda og ráðast að grundvallar-
réttindum frjálsar verka-
lýðshreyfingar.
Jafnframt þessu kemur fram I
málefnasáttmála rlkisstjórnar-
innar, að hUn hyggst stefna að
breytingum á fyrirkomulagi við
gerð nýrra kjarasamninga og
fram hefur komiö hjá félags-
málaráðherra að hugmyndin
væri að færa samningsréttinn frá
verkalýðsfélögunum til Alþýðu-
sambandsins. öllum tilraunum I
þessa átt mótmælir þingið harð-
lega og beinir þvl til aðildarfélaga
Alþýðusambands Norðurlands að
þau taki þessi mál til ýtarlegrar
umræðu innan sinna vébanda og
bUi sig til baráttu um grund-
va11arré 11 i nd i verka-
lýðshreyfingarinnar.
Jafnframt mótmælir þingið
mjög harðlega þeim skefjalausu
verðhækkunum sem dynja yfir
nær daglega, og eru að mestum
hluta afleiðingar af gerðum
stjérnvalda, svo sem gengis-
fellingar, hækkun söluskatts og
fleiri ráðstöfunum.
Þá telur þingið timabært orðið,
að þau fyrirtæki er njóta lána eða
eru byggð upp af
fjárfestingasjóðum ríkisins verði
háð endurskoðunarskyldu á öllu
bókhaldi slnu, af hendi rikis-
endurskoðunarinnar og
reikningar þeirra verði birtir -
Þingið lýsir yfir, að stefna beri
að þvi, að kjarasamningarnir frá
26. febrUar sl. komi að fullu til
framkvæmda að nýju. Skorar
þingið á verkalýðsfélögin að beita
afli samtakanna til að svo megi
verða hið allra fyrsta.
Húsbyggjendur —
Verktakar
Hef opnað trésmiðju. Smíða glugga,
hurðir, útihurðir og garðrennihurðir.
svala-
Þ. Þórarinsson,
Sími 43430.
Kársnesbraut 128,
LITIÐ •••
SÉNDIBILASTOÐIN Hf
HVAR
eru eldhusinnrettingar frá
okkur fyrsta flokks.
FALLEGAR«VANDAÐAR«HAGKVÆMAR
Afgreiöum innréttingarnar tilbúnar til
uppsetningar. Kynnið ykkur kosti
afgreiðslufyrirkomulags okkar.
SAMVINNUTRÉSMIÐJURNAR
HU5GQGIM OG
INNRÉTTINGAR
Hátúni 4A,Rvík, sími 21900
SAMVINNUTRÉSMIÐJURNAR
Selfossi, simi 99-1260