Þjóðviljinn - 20.11.1974, Blaðsíða 1
UOWIUINN
Miðvikudagur 20. nóvember 1974 —39. árg. 232. tbl.
HÚSNÆÐIS-
LEYSIÐ í
REYKJAVÍK
Könnun
á hass-
neyslu
23,9% reykviskra
ungmenna 18-24
hafa neytt hass
23.9% reykvískra ung-
menna á aldrinum 18-24
ára hafa prófað kannabis.
Þetta kemur fram í BA-rit-
gerð Þórunnar Friðriks-
dóttur í félagsfræði en
könnunin var gerð síðari
hluta árs í fyrra og fyrri
hluta þessa árs.
Aðdragandi þessarar könnunar
ersamþykktsem gerð var á þingi
Æskulýðssambands Islands i
april 1973. Þar var stjórn sam-
bandsins falið að fylgjast náið
með fikniefnamálum og halda
ráðstefnu um þau. Stjórnin
skipaöi nefnd til aö gera tillögur
um á hvern hátt ÆSÍ gæti staðið
að þessum málum. Taldi hún
nauðsynlegt að safna saman þeim
upplýsingum sem til voru um
þessi mál og afla nýrra með
könnun.
Stjórn ÆSl ákvaö siðan að láta
gera könnun á fikniefnaneyslu
ungs fólks i Reykjavik og tók Þór-
unn það að sér og vann sem BA-
verkefni.
Fjörugróður eyðist
í grend við álverið
Er mengun I Hafnarfirði komin á hættustig? Bóndi á Alftanesi
fullyrðir aö fjörugróður láti stórlega á sjá og kindur á nesinu séu
grásilfraöar á lagðinn árið um kring af ryki frá álverinu. S.dór
tók myndina af þessum rollum á Álftanesi i gær.
SJÁ FRÉTT Á 13. SlÐU
Landsfund iirimi
hefst á morgun
Ströng fundardagskrá frá fimmtudegi til sunnudags
Landsfundur Alþýðu-
bandalagsins hefst á
morgun — fimmtudag —
með setn i nga r ræð u
formanns Alþýðubanda-
lagsins, Ragnars Arnalds.
Að öðru leyti er dagskrá
flokksþingsins sem hér
segir:
Fimmtudagur
Kl. 17. Fundarsetning,
afgreiðsla kjörbréfa og kosning
starfsmanna fundarins. —
Skýrsla formanns um flokks-
starfið og yfirlitsræða um
stjórnmálaviðhorfið. — Kosning
starfsnefnda fundarins.
Kl. 20.30. Almennar umræður
um stjórnmálaviðhorfið.
Framsögumenn Lúðvik
Jósepsson og Magnús
Kjartansson.
Föstudagur
Kl. 10. Tillaga stefnuskrár-
nefndar. Framsögumaður
Hjörleifur Guttormsson. —
Tillögur til lagabreytinga lagðar
fram og kynntar.
Kl. 14. Landsfundinum skipt i
starfshópa:
1. Starfshópur stjórnmála-
nefndar. Stjórnandi ólafur
Einarsson. Umræðuefni:
Stjórnmálaályktun, utanrikis-
mál, landhelgismál og her-
stöðvamál.
2. Starfshópur verkalýðsmála-
nefndar. Stjórnandi Snorri
Jónsson.
3. Starfshópur félagsmála-
nefndar. Stjórnandi Ægir Sigur-
geirsson. Helgi Seljan ræðir um
þróun byggðamála og byggða-
jafnvægi. Geir Gunnarsson ræðir
um sveitastjórnarmál og lands-
hlutasamtökin. A kvöldfundi
verður Sigurður Guðgeirsson
form. húsnæðismálastjórnar
gestur fundarins og ræðir um
húsnæðismál.
Framhald á 13. siðu.
1 opnu Þjóðviljans i dag er
grein eftir Guðmund J. Guö-
mundsson um húsnæðisleysið I
Reykjavik. Grein þessi er ein sú
fróðlegasta sem lengi hefur verið
skrifuð um þetta efni. Þar segir
Guðmundur m.a.
— Mér finnst aö við lausn
húsnæðismála hafa verið einblint
á nýbyggingar húsnæðis án þess
að þvi hafi verið nægur gaumur
gefinn hvaða ráðstafanir mætti
gera til að hindra að nýting á
eldra húsnæði rýrnaði óeðlilega
mikið. —
Hann sýnir svo fram á að 1940
voru 5,0 manns á ibúð i Reykjavlk
en 1973 3,17. Við nokkrar götur I
Reykjavik hefur Ibúum fækkaö
um meira en helming. Til að
mynda við Marargötu, Asvalla-
götu, Freyjugötu, Laufásveg,
Leifsgötu svo nokkur dæmi séu
nefnd. Þetta er aöeins brota brot
af þeim fróðleik sem fram kemur
I greininni.
Sjá opnu
Álverið í Straumsvík:
VATNIÐ
rannsakað
Akvörðun um hvað gert skuli
við kerbrotin tekin á mánudag
I viðtali við Baldur John-
sen, f orstöðu mann
Heilbrigðisef tirlit ríkis
ins, í dag kom meðal
annars fram að nú er að
hefjast rannsókná hollustu
drykkjarvatns, sem notað
er i álverinu.
Það kemur frá borholu I
hrauninu við álverksmiðjuna og
getum hefur verið að þvi leitt að
það kunni að mengast vegna
kerbrotaúrgangsins, sem settur
hefur verið I gryfjur og á ösku-
hauga Hafnfirðinga.
Þá sagði Baldur Johnsen að á
fundi með heilbrigðisnefnd
Hafnarfjarðar n.k. mánudag yrði
tekin ákvörðun, um hvort ráðist
verði i að byggja sérstaka stein-
þró á sjávarkambi norðan álvers
ins, þar sem eiturefni i
kerbrotunum verði leyst upp með
sjó- og loftblöndun, og kerbrotin
siðan grafin á afviknum stöðum
eftir að gengið hafi verið úr
skugga um með efnagreiningu að
þau séu óskaðleg.
Baldur Johnsen sagöi að litið
væri svo á að eiturefnin, ýmis
blásýru- og flúorsambönd,
leystust upp I frumefni við veðrun
af lofti og sjó, og yrðu óskaðleg.
Vissulega væri æskilegt að
vistfræðileg rannsókn yrði gerð á
fjöru- og sjávarlífi við álverið.
„Legsteinn”
Þórbergs
Sjá greinargerð
meistara
Þórbergs á 3. siðu.
Heyrnarkönnun á iárniðnaðarmönnum:
GEIGV ÆNLEGAR
NIÐURSTÖÐUR
Niðurstöður heyrnarkönnunar,
sem Heilsuverndarstöðin fram-
kvæmdi, og tók til járniðnaðar-
manna og bankamanna, eru geig-
vænlegar fyrir járniðnaðarmenn.
Linuritið sem hér birtist, sýnir
mun á heyrn bankamanna (brotna
linan) og járniðnaðarmanna
(óslitna linan). Um sextugt heyra
60% þeirra járniðnaðarmanna,
sem unnið hafa helming starfsævi
sinnar i hávaða, tvo til þrjá tima á
starfsdegi ekki tón, sem er nokkuð
hærri en talað mál á hærri
mörkunum.
—GG