Þjóðviljinn - 20.11.1974, Síða 5

Þjóðviljinn - 20.11.1974, Síða 5
Miövikudagur 20. nóvember 1974.ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 eru samhentari en Karlmenn kvenfólk Enginn kvenmaður hef ur til þessa tíma verið útskrifaður úr Vélskóla Islands. Þar situr nú í fyrsta skipti kvenmaður á skólabekk, Guðný Lára Petersen. Guöný lauk prófi frá Kvenna- skólanum I Reykjavik á siöasta vori, og viö spuröum hana hvers vegna hún heföi lagt i Vélskól- ann. — Ég er svolitiö forvitin, sagöi Guöný — og mig langaöi til aö vita hvernig þetta væri. Pabbi minn er vélstjóri, svo þetta stendur mér nærri. Ég var búin aö vera i Kvennaskólanum I 4 ár, og mig langaöi til þess aö reyna eitthvaö nýtt. Svo réöi þaö einnig nokkru hér um, aö þó svo þaö sé vinna, aö sitja á skrifstofu allan daginn eins og ég geröi i sumar og ein- hver veröi aö gera þeö, þá likar mér ekki þannig vinna. Ég vil frekar vinna viö eitthvaö meö höndunum. — Færöu einhver réttindi meö vorinu? — Já, ég fæ réttindi á vélar upp i 500 hestöfl i vor. Vélstjóra- námiö tekur fjögur ár, og auk- ast réttindin ár frá ári meö hverju prófi. Vilji maöur fá full- gilt próf á hvaöa vélar sem er, þarf maöur til viöbótar aö vera 3 ár i járnsmiöju. — Ætlaröu aö skella þér á sjó- inn i sumar? — Ég hef áhuga fyrir þvi aö komast svo sem tvo túra á flutn- ingaskip i sumar. Þá væntan- lega sem dagmaöur i vél. •— Hvernig kanntu svo viö þig innan um alla karlmennina i skólanum? — Ég kann bara vel viö mig. Segir fyrsti kvenmaðurinn, sem nemur í Vélskóla Islands Guðný Lára Petersen betta er finasta fólk, sem þarna er. Ég segi ekki aö menn hafi ekki veriö tortryggnir i minn garö svona til að byrja meö, en þaö eru þeir ekki lengur. Kannski hefur það stafað af þvi aö ég kem úr Kvennaskólanum. Og mönnum hefur fundist ein- kennilegt aö ég skyldi vilja nota mér þann árangur, sem ég náöi þar til þess aö setjast I vélskóla, en ekki fara i verslunar- eða menntaskóla, eins og algengast er. — Ætlaröu að ljúka öllum 4 árunum? — Ef ég get þá geri ég það. betta er skemmtilegt nám og það er vel búið aö okkur meö vélum og tækjum til námsins. barna höfum við heila skipsvél, sem við spreytum okkur á að gera viö, en kennarinn kemur fyrir i henni bilunum handa okkur að glíma viö. Skemmti- legustu námsgreinarnar finnst mér verklega vélfræðin og verklega rafmagnsfræðin. — Hvað ætlarðu þér meö þessu námi? Ætlarðu að leggja fyrir þig vélstjórn á hafinu? — Ég held að ég hafi kannski ekki mikiö aö gera á sjóinn. En ég er mikið aö hugsa um aö fara i Tækniskólann þegar ég er búin meö Vélskólann, og læra þar vélatækni eða skipatækni, og kannski eitthvaö I rafmagns- verkfræöi. — Finnst þér þú hafa breyst frá þvi aö þú byrjaðir i þessum skóla þar sem þú umgengst ekk- ert nema karlmenn, en kemur úr skóla, þar sem ekkert var neiha kvenfólk? — Ég hef talsvert breyst. bað er allt ööruvisi aö vera innan um eintóma karlmenn en ein- tómt kvenfólk. Kvenfólkið er alltaf meö miklu meira vesen með hvaöeina. Konur tala mikiö hverjar um aöra, og mynda með sér alls konar klikur. bannig er það ekki hjá karlmönnum. beir eru miklu samhentari, og þeir leggja ekki eins mikiö upp úr þvi aö tala um hvaö þessi eöa hinn hafi nú verið að gera. úþ Guðmundiir Benónýsson Fœddur 22. sept.1901 - dáinn 9. nóv, Þess vegna vakir vitur maöur yfir réttlætinu, en foröast haröneskju. Hann er fastur fyrir, en ekki áleitinn Hann er hreinskilinn, en varast ónærgætni — ber birtu, en glepur engum sjónir. Lao Tse „Bókin um veginn”. 1 noröri teygir viöur Húnaflóinn sig inn i landiö og inn úr honum gengur Hrútafjörðurinn til suöurs langur og mjór. Noröanáttin þyk- ir blása þar svalt og oft fylgja henni hregg og hriöar. Þaö þykir erfitt aö hafa hana i fangiö þar nyröra. Verkamaöurinn, sem borinn veröur til grafar I dag haföi oft I lifi sinu noröanáttina I fangiö. En hann leitaöi litt undan henni held- ur fetaöi sig áfram af seiglu og þolinmæöi. En þaö var ekki alltaf noröanátt oft var sunnanþeyr i lifi hans. Guðmundur Benónýsson var fæddur I Laxárdal i Hrútafiröi. Foreldrar hans voru hjónin Sigriður Guömundsdóttir og Benóný Jónasson frá Jónsseli Guömundur ólst upp á fæöingar- bæ sinum, en 13 ára gamall missti hann fööur sinn. Hann var næst elstur sex systkina. Á þessum ár- um var þaö hlutskipti elstu barn- anna eftir fööurmissi aö ganga til allra verka til aöstoöar móöur og yngri systkinum. Og sannarlega vék Guömundur sér ekki undan þeirri skyldu. A æskuárum stund- aöi hann alla vinnu er hægt var aö fá I sveit og viö sjó. En 1928—1929 fór hann suður og var m.a. vinnu- maöur hjá Kolbeini i Kollafirði. Um þessar mundir kynntist hann eftirlifandi konu sinni Dagmar Friöriksdóttur. Þau kvæntust i nóvember 1931. Þau stofnuðu heimili hér syöra, en þegar at- vinnuleysi magnaöist fór hann aftur norður á æskuslóöir og var bóndi i Laxárdal frá 1932—1938. Þá fóru þau til Boröeyrar og voru þar i fimm ár. Siöan fluttu bau til Kópavogs og þar bjuggu þau þar til Guðmundur lést. Þau hjón eignuöust sjö börn, þrjú dóu I bernsku. Þau er eftir lifðu eru öll uppkomin Ingvi, Björgvin, Friö- björn og Rakel. Og hjá þeim ólst upp sonur Dagmar Kristvin Kristinsson. , 1974 Hér syöra var Guömundur verkamaöur i byggingavinnu og vann hjá Byggingarfélaginu „Stoö”, þar til þaö félag hætti störfum um 1960. Guðmundur var góöur verkmaöur ósérhlifinn og samviskusamur. Hann haföi traust og vináttu vinnufélaga sinna. Starfsdagurinn var oft langur — þegar heim var komiö að kvöldi eftir erfiðan vinnudag tók viö bygging og stækkun húss- ins i Kópavogi. Eftir aö hann hætti hjá „Stoö” vann hann við húsvörslu við Vighólaskóla en verkamannavinnu á sumrin. Hann komst vel af viö börn og unglinga. Siðustu árin var hann fastráðinn starfsmaöur hjá Kópa- vogskaupstað. Við komuna suður gekk hann strax I Dagsbrún en áður haföi hann verið virkur fé- lagi i Verkalýös- og smábændafé- lagi Hrútfiröinga. Hann var góöur Dagsbrúnarmaöur en „góður Dagsbrúnarmaöur” er ákveöiö hugtak tengt hugsjónum, verka- lýðshyggju og bræöralags. Þær hugsjónir voru Guðmundi kærar. Við Dagsbrúnarmenn þökkum honum störfin og samfylgdina. Þeir falla nú ótt eldri Dagsbrúnarmenn sem allt verka- fólk á tslandi á svo mikiö aö þakka. Maöur kveður þá nær vikulega. Þaö hafa stór skörð á skömm- um tima veriö höggvin i systkina- hópinn frá Laxárdal. Jónas full- trúi i Búnaöarbankanum féll frá fyrir þremur árum og á s.l. vetri dó Friöbjörn skólastjóri Austur- bæjarskólans og i sumar Jóna sem starfaöi á skrifstofu Alþýöu- sambandsins um áraraðir og til æviloka. Og nú kveöjum viö Guömund. Eftir lifa tvær systur Gurún og Anna. Þaö var harmur kveðinn aö láti allra þessara systkina, hvaö þá er þau hafa kvatt f jögur á svo stuttum tima. Við Guðmundur vorum persónulegir vinir, það var t.d. unun að vera meö honum á skák- keppnum fyrir Dagsbrún. Hann var góður skákmaöur og haföi hæfileika til að vera enn betri. En hann lét þaö ekki eftir sér til þess var timi hans of naumur. Hann var stofnandi Skákfélags Kópa- vogs og fyrsti formaður þess. Hann flikaöi ekki mikiö öllum hugöarefnum sinum, hann las mikið og var unnandi fagurra bókmennta, en þó voru ljóöin hon- um hvað kærust. Ég held aö hans mestu unaösstundir hafi verið á heimili hans þegar hann spilaði á orgeliö og öll fjölskyldan samein- aðist i söng. Konu hans og börnum sem hann unni svo mjög votta ég samúö og barnabörnum er voru sólargeisl- ar hans. Mér finnst hlýr sunnan þeyr hvila yfir minningu þessa hrein- skipta verkamanns. Guöm. J. Guðmundsson. Farþegafjöldi á flugvöllum Alls fóru 195.722 farþegar um Reykjavikurflugvöll áriö 1973, en þaö er tæplega 38 þúsund fleiri en áriö 1972. Um Akureyrarflugvöll fóru 67.712 farþegar árið 1973, 24.953 um Egilsstaði, 35.322 um Vestmannaeyjaflugvöll, og 300.259 um Keflavikurflugvöll, en það eru 75 þúsundum færri farþegar en árið 1972. Heildarfarþegafjöldinn um flugvelli landsins hækkar þó á milli fyrrgreindra ára; var 697.053 áriö 1972, en 778.713 áriö 1973. Flestir voru farþegar i júli, 89.265. „Hermann og Dídí” ÚTVARP — SJÓNVARP O Bókmenntaþáttur er nú hlaupinn af stokkunum hjá út- varpinu. Umsjónarmaður þátt- arins er Þorleifur Hauksson, og var fyrsti þáttur hans á sunnu- degi fyrir rúmum hálfum mán- uði. Nú hefur þátturinn veriö fluttur yfir á miövikudag, og veröur væntanlega eftirleiöis á þeim degi klukkan 22.20 I fyrsta bókmenntaþætti sln- um fékk Þorleifur þá Baldvin Tryggvason, frmkvæmdastjóra Almenna bókafélagsins og Sig- urö A. Magnússon, rithöfund til aö fjalla um bókaútgáfuna al- mennt. í kvöld kemur Vilborg Dag- bjartsdóttir skáld til liös viö Þorleif, og þau munu fjalla um nýjustu bók Guðbergs Bergs- sonar, „Hermann og Didi”. Vil- borg mun lesa kafla úr bókinni. Bókmenntaþátturinn mun standa I hálftima á hálfsmánað- arfresti, og kvaöst Þorleifur reikna meö að fram til jóla tæki hann fyrir einstakar bækur, sem koma út þessa dagana, fjallaöi um þær i samvinnu við ýmsa menn. Eftir jól kann svo aö fara, aö breytt veröi um form og einstakir höfundar teknir fyrir og fjallað um verk þeirra i heild. Þorleifur Hauksson annast bók- menntaþáttinn f kvöld. Helder Camara og Halldór á Kirkjubóli Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli hefur þýtt erindi um Helder Camara, biskup i Brasi- liu. I kvöld flytur Halldór þýö- ingu sina og endursögn, og er þaö fyrri hluti. Helder Camara er löngu þekktur fyrir störf sin að friöar- og mannúöarmálum i heima- landi sinu, og hér á landi hafa margir eflaust séö sjónvarps- mynd, sem sýnd var, eigi alls fyrir löngu, en i þeirri mynd var fjallaö um störf hans, baráttu hans viö fasistisk öfl I heimalandi sinu og vakningar- starf biskupsins. Camara biskup var mjög i sviösljósinu fyrir rúmu ári, þeg- ar margir reiknuöu meö aö norska stórþingiö veitti honum friöarverðlaun Nóbels. Þá brá þingiö reyndar á þaö endemis- ráö aö veita verölaunin tveimur þekktum striösköppum, Henry Kissinger og Le duc Tho i N- Víetnam. Norðurvietnaminn tók reyndar ekki viö sinum verö- launum. Norskir friöarsinnar reyndu aö bjarga andliti þings- ins meö þvi aö bjóöa Camara til Noregs, og veita honum verð- laun eigi aö siöur — kannski segir Halldór á Kirkjubóli frá þessu i kvöld i erindi sinu, sem hann kallar „Biskupinn með trékrossinn”. Landsbyggðin i sjónvarpi 1 kvöld er i sjónvarpinu fyrsti umræöuþátturinn af nokkrum, sem fjalla munu um vandamál einstakra landshluta. Nú er það Austurland, sem fjallaö veröur um, en þaö er Samband sveitar- félaga á Austurlandi sem hefur tilnefnt þátttakendur i þessum umræðuþætti. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.