Þjóðviljinn - 20.11.1974, Síða 11
Miðvikudagur 20. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Varnarleikurinn var
algerlega í molum
og þjóðverjarnir höfðu enn meiri yfirburði en í fyrri leiknum
Yfirburðir a-þýska
landsliðsins í handknatt-
leik komu enn betur i Ijós í
leiknum i gærkvöldi heldur
en í fyrri leiknum. Þeir
vissu nákvæmlega hvar
veiki hlekkurinn var í
islenska liðinu og notfærðu
sér það til hins ítrasta
meðan þeir voru að ná
yfirburða stöðu, en mestur
varð munurin 9 mörk í
leiknum í gær, 21:12
þjóðverjum í vil. Þá voru
innan við 10 mínútur eftir
af leiknum og þá var eins
og þýska liðinu finndist
komið nóg og það hreinlega
hætti að ógna. Þá fyrst
náði landinn að rétta hlut
sinn svolítið, þannig að
lokatölurnar urðu ekki
nema 24:20 og má það
kallast vel sloppið eins og
dæmið leit út um miðjan
síðari hálfleik. Sannleikur-
inn er sá, að í þvi landsliði
sem einvaldurinn hefur
stillt upp í þessa tvo
landsleiki vantar flesta
bestu varnarmenn lands-
ins svo það er varla nema
von að svona fari, en það
er öllu verra þegar þeir
sem málunum ráða læra
ekkertaf mistökum sínum.
Og þótt sóknarleikurinn væri
betri hluti leiks islenska liðsins
var hann langt frá þvi aö vera
eins góður að þessu sinni og i fyrri
leiknum. Viðar Simonarson og
Einar Magnússon sáust varla f-
þessum leik, Viðar skoraði ekkert
mark og Einar aðeins 2, bæði úr
viti, auk þess sem honum
mistókust tvö vitaköst. Það
mæddi þvi mikið á Axel Axelssyni
og hann stóð sig mjög vel meöan
úthaldið entist, en auðvitað
þreyttist hann mjög i siðari hálf-
leik og þá gerði hann nokkrar
skyssur sem eingöngu er hægt að
skrifa á þreytuna.
Björgvin Björgvinsson stóð sig
vel á linunni að vanda, Ólafur H.
Jónsson einnig og Páll Björgvins-
son komst þokkalega frá leiknum.
Á þessum mönnum mæddi mest.
Byrjun leiksins lofaði sannar-
lega ekki góðu um framhaldið.
Þjóðverjarnirkomust i 3:0, 4:1 og
5:2. Þá sáust tölurnar 6:3 og 7:3
og I leikhléi var munurinn 4 mörk
13:9.
Þjóðverjarnir léku frábærlega
vel I byrjun siðari hálfleiks.
Sannkölluð kennslustund i sókn,
vörn og þá ekki siður markvörslu
og alltaf breikkaði bilið, 14:9, 15:9
17:11, 19:12, 20:12 og 21:12 og þá
voru 12-13 minútur til leiksloka og
þjóðverjunum fannst greinilega
komið nóg, toppmennirnir teknir
útaf og þá fyrst fór aðeins að
ganga hjá islenska liðinu.
Tölurnar 21:15, 22:17, 24:18 og
lokatölrnar 24:20 sigur þjóðverja.
Eins og áður segir báru þeir
Axel ólafur, Björgvin og Páll af i
islenska liðinu. Ragnar Gunnars-
son varði sæmilega, mun betur en
Birgir Finnbogason, en þó er alls
ekki hægt að segja að mark-
varslan hafi verið góð. Hjá
þjóðverjunum voru það sem fyrr
þeir Lakenmacheer og Ganschow
sem af báru, þeir eru hreinir
snillingar og mér er til efs að
hingað hafi komið öllu betri
handknattleiksmenn. Annars er
liðiö sem heild eitt það allra besta
sem sótt hefur okkur heim, ef þá
ekki það albesta.
Mörk Islands: Axel 7, Ólafur 3,
Björgvin 3, Jón Karlsson 2, Páll 2,
Einar 2, Pétur 1.
Markhæstir þjóðverjanna voru
þeir Lakenmacheer með 6 mörk
og Ganschow með 5.
Dönsku dómararnir skiluöu
sinu hlutverki sæmilega en þó
hvergi eins vel og i fyrri leiknum.
Ahorfendur voru eins margir og
Laugardalshöllin frekast rúmar.
—S.dói
Ólafur Jónsson skorar af llnu. (mynd: Einar)
UMSJÓN SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
Það eru furöulegustu augnablik, sem Einar Magnússon nær að nýta sem skotfæri. Hér sendir hann bolt
ann framhjá varnarmönnum þjóðverja og verður ekki annaö sagt en að aöstaöan virðist erfið. (mynd:
gsp)