Þjóðviljinn - 30.11.1974, Side 3

Þjóðviljinn - 30.11.1974, Side 3
Laugardagur 30. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Nakin erum við... GÍRÓ 20.005 ii.i ii.r iiisroiM \ KIRK.ll W íR Hjálpum klædlaiisuin 0 'CJ Fatasöfnunin til Eþiópíu j 1 ■ [T Wt im. r ^ |k ; wflsS M 1 Hjálparstofnun kirkjunnar biður fólk að gefa Föt handa Eþíópíufólki Hjálparstofnun kirkjunnar hefur ákveöiö að gangast fyrir viðtækri söfnun á fatnaði til bág- staddra i Eþiópiu. Strangar reglur gilda um inn- flutning á notuðum fatnaði til Eþiópiu. Hjálparstofnun kirkj- unnar þarf að fá vottorð islenskra heilbrigðisyfirvalda um að ströngustu kröfum hreinlætis sé fullnægt. Að öðrum kosti verður innflutningur fatnaðarins ekki leyfður. Aðeins heill og hreinn fatnaður kemur þvi til greina. Tildrög voru þau, að beiðni um fatagjafir barst fyrir rúmum mánuði frá séra Bernharði Guð- mundssyni, sem starfar við út- varpsstöðina „Radio Vioce of the Gospel” i Addis Ababa. Séra Bernharður hefur verið i stöðugu sambandi við Christian Relief Commitee i Addis Ababa, sem er samstarfsstofnun all- margra hjálparsamtaka og starf- andi eru i Eþiópiu. Stefnt er að þvi að safna fatn- áöi, sem fylli eina flugvél eða fleiri frá Cargolux en Flugleiðir hf og Cargolux hafa boðist til að flytja einn slikan farm eða fleiri til Asmara, sem er höfuðborg héraðsins Eritreu i Eþiópiu, á sérstökum vildarkjörum, — sem byggjast á nýtingu fragtrýmis i tengslum við aðra flutninga. Þrátt fyrir hagkvæmt flutn- ingsgjald er reiknað með að heildarkostnaður að meðtöldum pökkunar og umbúðakostnaði, muni nema kr. 150,- hvert kiló. Afleiðingin er sú, að óhjákvæmi- legt er að biðja hvern gefanda að greiða flutningsgjald nokkurn veginn i samræmi við þyngd þess fatnaðar, sem gefinn er. Hjálparstofnun kirkjunnar mun jafnframt veita móttöku framlög- um frá fólki, sem óskar að styðja þetta málefni, en hefur ekki tök á að gefa föt. Þvi fé, sem þannig safnast, verðut varið til kaupa á brýnum nauðsynjum, t.d. teppum eða matvælum i samráði við hjálparsamtök i Eþiópiu og sr. Bernharð Guömundsson. Fram- lögum til þessarar söfnunar er veitt móttaka á giróreikningi nr. 20005 og á annan venjulegan hátt. Það er von Hjálparstofnunar kirkjunnar að hver fjölskylda á landinu muni gefa sem svarar 1-2 kilóum af fatnaði og með þvi móti muni takast að fylla eina flugvél. Söfnunin mun standa frá 5. til 12. des. n.k. og munu sóknar- prestar og söfnuðir um land allt sjá um söfnun, hver á sinum stað. Hjálparstofnun kirkjunnar leggur sérstaka áherslu á að fólk gefi buxur, peysur, skyrtur á bæði kyn, ullarteppi og barnafatnað. Fatnaður úr plasti eða gúmii er afþakkaður og einnig undirföt kvenna, höfuðföt, sokkar, vett - lingar, skór og stássklæðnaöur, svo sem samkvæmiskjólar. Sigurpáll viö nokkrar myndir sina) I Hamragörðum. Sigurpáll í Hamragörðum í gær opnaði Sigurpáll A. Is- fjörð fyrstu einkamálverkasýn- ingu i Hamragörðum. A sýning- unni eru 28 oliumálverk og tvær vatnslitamyndir, flestar til sölu. Myndirnar eru flestallar málaðar á tveimur siðustu árum. Sýningin verður opin á laugardögum og sunnudögum 14-18, lokuð á mánu- dögum,en aðra virka daga opin 18 til 22. Sýningin sendur til áttunda desember. ísland — þjóðsagan og veruleikinn „Að slökkva það falska ljós” 1. des. hátíð stúdenta í Háskólabíói kl. 14 á morgun Eins og fram kom hér I blað- inu á sinum tima unnu vinstri- menn I röðum háskólastúdenta góðan sigur yfir ihaldsöflunum i kosningum um tilhögun hátiðar- halda 1. desember. Framboð þeirra hafði að einkunnarorö- um: tsland — þjóðsagan og veruleikinn. Nú er undirbúningur á loka- stigi og á morgun er fullveldis- dagur þjóðarinnar, afsakið borgarastéttarinnar. Einhvern veginn hefur það æxlast svo til að stúdcntar eru þeir einu sem halda i heiðri þennan merka áfanga í baráttu isl. auðvalds- stéttar undan miðstjórnarvald- inu I Kaupmannahöfn. Haldið gæti maður að það stæði öðrurn nær en e.t.v. má lita á þctta sem enn eitt dæmi um þá menning- arlegu ördeyðu sem einkennir islenska yfirstétt á þessari gull- öld valfrelsisins. En hvað um það þá hefjast hátíðarhöld dagsins á slaginu tvö á morgun i Háskólabiói. Þá verður flutt samfelld dagskrá um þjóðhátiðarhald o.fl. þar sem saman fer flutningur texta sem stúdentar hafa unnið upp á undanförnum vikum og upplest- ur ýmiss skáldskapar, bundins og óbundins, og inn I þetta verð- ur fléttað tónlist. Tónlistarflutn- ingur er i höndum Arnar Bjarnasonar trúbadúrs og Megasar sem mun syngja við undirleik p o p p f 1 ok k s i n s Pelican. Ræðumaður dagsins verður Þorsteinn frá Hamri rithöfund- ur. I upphafi verður lesið ávarp 1. des. nefndar og höfum við fengið leyfi til að birta upphaf þess sem er svohljóðandi: ,,Að þessu sinni hafa stúdent- ar helgað 1. desember einkunn- arorðin lsland — þjóðsagan og veruleikinn. Eftir að hafa setið undir þeim þjóðhátiðarræðum sem á þjóðina hafa dunið i ár þar sem spilltir forsvarendur hins stéttskipta auðvaldsþjóðfé- lags kepptust við að telja þjóð- inni trú um að hún hafi alltaf verið samstæö og sameinuð i lifsbaráttunni hlýtur sú spurn- ing að vakna, hversu langt á að ganga i blekkingunni? Þvi stiga nú stúdentar það spor að reyna eftir þvi sem kostur er að slökkva á þvi falska Ijósi sem ævinlega er varpað yfir sögu landsmanna þegar nauösynlegt þykir að sameina andstæða hagsmunahópa þjóðfélagsins”. Eins og undanfarin ár veröur dagskrá hátiðarinnar útvarpað beint og þvi fótfúnum bent á að opna viðtæki sin klukkan 14 á morgun. Að venju er svo haldinn dans- leikur um kvöldið og fer hann að þessu sinni fram i Sigtúni við Suðurlandsbraut. Þar munu Pelicanar leika fyrir dansi af al- kunnri snilld. Annar fastur liður hátiðar- haldanna er útgáfa hátiðarblaðs og verður ekki vikið frá þeirri reglu nú. Blaðið verður gefið út I 30 þúsund eintökum og dreift ó- keypis i hús viða um land. —ÞH Bókmenntakynning í Norræna húsinu Þessa dagana stendur yfir ferðamálaráðstefna, og fer hún fram á Hótel Sögu. Þar hefur komið fram hugmynd um að reisa ferðamannamiðstöð við Kleifar- vatn. 1 sambandi við hana eru hugmyndir um að gera þar golf- velli, búa til sundlaugar reisa hótel og sá jafnvel til .suðræns gróðurs. Má benda á, að hugsan- legt væri að leigja út köfunartæki handa gestum, ef einhvern skyldi fýsa að kanna hugsanlegt tækja- safn i Kleifarvatni. I hugmyndinni um feröa- mannamiöstöð er gert ráð fyrir þvi, að hún veröi hvorki meira né minna en 6000 fermetrar að gólf- flatarmáli. Likanið að stöðinni brotnaði á leið þess hingað frá Bandarikjun- um, en hugmyndin um ferða- mannamiðstöðina er einmitt það- an komin. Forsjálir menn höfðu þó látið festa likanið á filmu, og hér með er mynd af likani mið- stöðvarinnar og er þetta merki- legasta kúnst að virða fyrir sér. —úþ Norræna húsið efnir nú eins og undanfarin ár til kynningar á at- hyglisverðum bókum á bóka- markaði Norðurlanda. Kynning- ar þessar hafa sendikennarar Norðurlandanna við Háskóla Is- lands annast. Að þessu sinni verður breytt út- af þvi sniði, sem hingað til hefur verið haft á, og kynningin höfð i tvennu lagi. 1 dag kl. 16:00 verða kynntar danskar og norskar bókmenntir og siðar, laugardaginn 7. desem- ber kl. 16:00,finnskar og sænskar bókmenntir. Danski rithöfundurinn Ebbe Klövedal Reich, sem dvelst hér á vegum Norræna hússins og Dansk-islenska félagsins, verður gestur á kynningunni i dae oe finnski rithöfundurinn prófessor Lars Huldén, formaður finnsk- sænska rithöfundasambandsins, á siðari kynningunni, en hann verður hér i boði Norræna húss- ing og Háskóla tslands. Báðir þessir rithöfundar kynna m.a. eigin verk. Útför dr. Páls á vegum ríkisins Rikisstjórnin hefur ákveðið með samþykki vandamanna dr. Páls lsólfssonar, tón- skálds, að jaröarför hans fari fram á vegum rikisins. Ctförin veröur gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. desember kl. 14.00. Athöfninni veröur útvarpað.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.