Þjóðviljinn - 30.11.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.11.1974, Blaðsíða 8
8 SIÐA,— ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. nóvember 1974. #y?«g*tíS Skert kjör sjómanna Fyrir skömmu flutti rikis- stjórnin þingfrumvarp, sem miða skyldi að „bættri rekstraraf- komu sjávarútvegsins”. Tilefnið fyrir þessu frumvarpi ku vera hin „slæma” rekstraraf- koma sjávarútvegsins. Megin afleiðingin af þessu frumvarpi, hagsmunalega séð, er stórskertur hagur sjómanna. Má þvi draga þá beinu ályktun, að það séu sjómennirnir, sem eiga hlut i hinni ,,slæmu” rekstraraf- komu sjávarútvegsins og þar með skulu þeir bera hluta af tapi hans. Þetta krefst að sjálfsögðu itar- legra athugasemda. Höfum við „slæma" rekstrarafkomu Fyrst er að vita hvort afkoman er svo slæm sem af er látið. bað er svo sannarlega álitamál m.t.t. þeirra mörgu leiða, sem fyrir- finnast fyrir einkareksturinn til að komast undan skatti. Eins og kom fram i grein Ragnars Arn- alds i Þjóðviljanum þann 3.11. ’74 (Svikamylla skattalaganna), þá getur sami útgerðarmaður af- skrifað sama skipið mörgum sinnum á lifslengd þess. Þar sem það kom ekki nægilega vel fram i greininni, þá getum við reynt að setja dæmið upp eins og Glistrup myndi gera það: Glistrup myndi stofna fyrirtæk- ið Útgerð h/f. Þetta fyrirtæki keypti einn skuttogara fyrir 200 miljónir króna og afskrifaði hann á 5 árum. M.ö.o. 20% á ári. Af- skriftirnar næmu þvi 40 miljónum á ári. Segjum að á þessum 5 árum sé rekstrarhagnaðurinn fyrir af- skriftir 40 miljónir á ári. Rekstrarhagnaðurinn eftir af- skriftir er þvi núll krónur. Ef engra afskrifta nyti við, þá þyrfti Útgerð h/f að borga um 20 miljón- ir i skatt árlega. Að 5 árum liðn- um myndi sú staða koma upp, aö Útgerð h/f yrði að borga skatt vegna fullnýttra afskriftarmögu- leika. Glistrup vill að sjálfsögðu komast hjá þessu. Hvað gerir hann? Jú, hann stofnar nýtt fyrir- tæki Inngerð h/f. Þetta fyrirtæki kaupir skuttogarann frá Útgerð h/f og gerir hann út eins og áður. Togarinn er afskrifaður á 5 árum og á þessum tima er enginn skatt- ur borgaður. Nú er komin upp sama staða, sem Útgerð h/f var i áður en togarinn var seldur til Inngerðar h/f. M.ö.o. Inngerð h/f verður að borga skatt vegna full- nýttra afskriftarmöguleika. Glistrup leysir þetta á auga- bragði. Hann selur Útgerð h/f togarann. Sama sagan endurtek- ur sig. Þessi skollaleikur heldur svo lengi áfram sem togarinn er gerður út. Ef við segjum að það séu 25 ár, þá getur Glistrup af- skrifað þaö 5 sinnum á þess lifs- lengd eða um 500%. I þessu dæmi hefur veriö gert ráð fyrir föstu verðlagi. Ef til skyldu koma breytingar á verð- lagi (vegna veröbólgu eöa gengis- breytingar) þannig að hin afskrif- aða eign hækkaði i verði, þá eru til sérstök ákvæði i afskriftarlög- um, sem gera einnig kleift að af- skrifa þessa verðhækkun um 500%. Hægt er að setja afskriftar - dæmið upp á marga ólika vegu en útkoman verður þó ávallt sú sama þegar allir möguleikar til afskrifta eru nýttir til fullnustu. Enginn skyldi ætla, að þetta eigi eingöngu við um skip. Yfir- höfuð má segja að þetta gildi fyrir öll framleiðslutæki. A það skal bent, að afskriftar- leiðin er aðeins ein af mörgum leiðum einkarekstursins tii að komast undan sköttum. Hvers vegna er afkoman „slæm" Segjum að rekstrarafkoman sé „slæm”, þó það sé álitamál. Ef málið er svona vaxið, þá viljum við fá að vita, hvers vegna hún er „slæm”, hvort sjómennirnir eru orsök fyrir þvf eða hvort ein- hverjar aðrar orsakir liggja fyrir þvi. Eftir Sævar Tjörvason hag- fræöing Slæm nýting flotans er or- sökin A síðastliðnum 20 árum hefur sókn islenska fiskiskipaflotans á miðum umhverfis landið stórauk- ist. Lætur nærri, að það megi frekar tala um þreföldun en tvö- földun. Þó taflan gefi til kynna um 50% aukningu, sem stafar eingöngu af aukinni stærð flotans i bróttólestum, þá má ekki gleyma öðrum þáttum, sem hafa ef til vill haft jafn mikla þýðingu i sóknaraukningunni og stærðar- aukning flotans. Þessir þættir eru: • stærri vélar • betri fiskleitartæki * betri veiðarfæri * betri menntun áhafnar Skýringin á þessari auknu sókn erafareinföld. Ein af aðalreglum einkarekstursins er „frjáls sam- keppni”. 1 útgerðinni þýöir þetta boðorð, að hver og einn getur keypt sér bát og hafið útgerð. M.ö.o. það þarf engin leyfi til að hefja rekstur. eða þá það er svo auðvelt að fá leyfi, að leyfin hætta að hafa þaö takmörkunarhlut- verk sem þau áttu upphaflega að hafa. A þessum sama tima aukinnar sóknarhefur fiskmagnið i sjónum ekki aukist heldur þvert á móti stórminnkað vegna ofveiði, vegna of mikillar sóknar. Hér yrði of flókið mál að útskýra eðli fisk- magnsins i sjónum, en þar sem þetta varðar tilveru hvers islend- ings ætti hver og einn að kynna sér eðli þessa máls. Þegar sóknin hefur tvö- til þre- faldast og fiskmagnið i sjónum stórminnkað, þá hlýtur það að koma niður á nýtingu flotans. Er ekki óliklegt að nýtingin hafi minnkað i liku hlutfalli og sóknin hefur aukist. Nægir að tala við miðaldra eða eldri sjómenn til að fá þetta staðfest. Það er afar sorglegt að sjá 300 lesta skip gerð út á net eða linu koma með 10 tonn úr róðri. Er þetta ekki sóun með fjármuni! Ef við segjum, að fiskverð og rekstrarkostnaður útgerðarinnar hafi staðið i stað á þessu timabili aukinnar sóknar og minnkandi veiði á sóknareiningu aðeins slæma nýting flotans verið orsök fyrir slæmri rekstrarafkomu sjávarútvegsins. M.ö.o. flotinn er of stór, sóknin er of mikil. Eina ráðið til að bæta rekstrarafkomu útgerðarinnar er þvi að minnka flotann og þar með sóknina. bað kemur til með að auka nýtinguna og þar meö bæta rekstrarafkom- una. Nú hefur fiskverð stórhækkað á þessu sama timabili. Sumir myndu segja, að það myndi bæta upp fyrir áhrif hinnar slæmu nýt- ingu flotans á rekstrarafkomuna. Hárrétt! Þó með þeim fyrirvara, að stór hluti af þessari hækkun hefurétist upp af auknum rekstr- arkostnaði útvegsins. Af þessu má ljóst vera, að það er hreinn þjófnaður frá sjómönn- unum að láta þá bera hluta af tapi sjávarútvegsins. betta tap á sér allt aðrar orsakir en kaupgreiðsl- ur til sjómanna. Orsökin er ein- faldlega sóun hinnar frjálsu sam- keppni, sem veldur vannýtingu flota! Minni vinna — minna kaup Málsvarar útgerðarinnar (rikisstjórnin) halda þvi þá fram, að með minni nýtingu flotans verði minna að gera fyrir sjó- mennina. Vitleysa! Laun sjó- manna eru byggð upp af 2 hlut- um: — trygging (fastur hluti) og — aflahluti (hreyfanlegur hluti) Tryggingin miðast við lág- marksframfærslu fjölskyldu sjó- mannsins. Til að fá aflahluta, þá verður báturinn aö fiska vissan lágmarksafla m.t.t. aflaverð- mæta. Ef báturinn nær ekki þessu lágmarki, þá verða launin aðeins tryggingin. 1 dag er tryggingin 59.000 kr. á mánuði. Ef reiknað er með 300 tima vinnumánuði, þá lætur nærri að dagvinnukaup sjó-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.